Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Qupperneq 1
Áfram
bjórbann
— 1 Skálkaskjóli 2?
„Ef þú leiöur ert á lífinu / þá
labbaöu við hjá vífinu/ í Skálkaskjóli
2.” Svo var sungiö í revíu hér á árum
áöur og þeir eru margir sem njóta
þessara hollráöa enn í dag.
Stúdentakjallarinn undir Félags-
stofnun stúdenta viö Hringbraut
hefur nefnilega boriö þetta heiti nú
um alilangt skeið og veriö öruggur
griöastaöur þeim sem vilja njóta
léttra veitinga í notalegu umhverfi.
Þarna er boðið upp á kaffi, te, brauö
og ýmsa smárétti, auk þess sem
staöurinn hefur leyfi til aö veita létt-
vín.
Til skamms tíma fékkst þama líka
bjórliki en löggjafinn fetti fingur út í
þá þjónustu þar sem hann taldi létt-
vínsleyfið ekki heimila sölu á blöndu
úr sterkum drykkjum. Forráðamenn
staöarins eru aö reyna aö fá þessu
banni aflétt, enda var áfengismagn
bjórsins minna en léttvínsins sem
þarna er selt. -JGH.
Café
Gestur
— nýr staður við
Laugaveginn
í dag veröur opnaður nýr veitinga-
staður aö Laugavegi 28b í Reykjavík,
en þar var áöur veitingastaðurinn
Hjákokknum.
Nýi staöurinn hefur hlotið nafniö
Café Gestur. Þar veröur ameríska
línan í matargerðarlist — góðar
nautasteikur, grænmetisréttir og
margt annað. I hádeginu geta gestir
fengiö þar ódýran hádegisverö og
síðdegis er kaffi og meðlæti á
boöstólum. -klp.
Tomas
Ledin í
Broadway
Sænski rokktónlistarmaðurinn
Tomas Ledin skemmtir í Broadway
nú um helgina, föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Tomas Ledin er mjög þekktur og
virtur tónlistarmaður í sínu heima-
landi og hefur meöal annars veriö
fulltrúi Svía í Söngvakeppni Evrópu.
Á síðustu árum hefur Tomas sett
stefnuna á alþjóöamarkaðinn og
hefur tveimur síðustu plötum hans
verið dreift um allan heim.
Tomas semur öll sín lög sjálfur og
einna þekktust hér á landi eru lögin
What Are You Doing Tonight og
Never Again, en í því lagi syngur
Agnetha Faltskog úr Abba með Tom-
asi.
Tomas Ledin hefur haldið hljóm-
leika víöa í Evrópu en þetta er í
fyrsta sinn sem hann kemur hingað
tillands.
Vínarkvöld í Þórscafé
Það verður Vínarkvöld í Þórscafé
á sunnudagskvöldiö. Feröaskrif-
stofan Farandi sér um Vínarkvöldiö
og kynnir feröir til Vínarborgar með
öilu tilheyrandi.
Þar veröa margs konar skemmti-
atriöi, m.a. einsöngur Sigurðar
Demetz Franzsonar, Þórskabarett,
tvísöngur önnu Vilhjálms og Einars
Júlíussonar, þrjú bingó og margt
fleira. Á matseölinum veröur aö
sjálfsögöu vínarsnitsel og ýmislegt
fleira — eöa eins og viö á þegar gott
Vínarkvöld er haldiö.
-klp.
Sigurður Demetz Franzson
syngur á Vínarkvöldinu i Þórscafé
á sunnudagskvöldið.
Veitingahúsið Öðinsvé:
Indverskt á fimmtudögum
I veitingahúsinu Oðinsvé, sem
margir þekkja einnig undir nafninu
Brauðbær viö Oðinstorg, hefur ind-
verskur matur veriö á boöstólum
undanfarna fimmtudaga.
Hafa margir, semkomist hafa upp
á lagiö með aö boröa indverskan mat
og þeir sem hafa viljað reyna
eitthvað nýtt í matargerö, látiö mjög
vel af þessu og er jafnan þéttsetið
þama á fimmtudögum.
Velja má þá um þrjá indverska
kjötrétti, þrjá fiskrétti og tvær
tegundir af súpum. Aö sjálfsögöu er
þetta allt meö tilheyrandi kryddi.
Indverskur matur er mjög
bragðmikill eöa „heitur” eins og
sumir kalla þaö. Hægt er aö panta
réttina misjafnlega sterka (eða
„heita”), en krydd er einnig á
boröum ef menn vilja bæta viö
bragöiö.
Hægt er aö panta sitt lítið af
hverjum rétti og þá er einnig á
boröum jógúrt. Fá menn sér eina
teskeið af jógúrt áöur en byrjað er á
næsta rétti en jógúrt hreinsar
bragökirtlana þannig að bragðið af
fyrri réttinum finnst ekki þegar aö
þeim síðari kemur. Einnig er borinn
fram ferskur mango-ávöxtur meö
indverska matnum eins ogviö á og
þægileg indversk tónlist er leikin á
meðan á borðhaldinu stendur.
-klp.
Ef þú vilt dansa
ÁRTÚN Vagnhöföa 11
Reykjavík, sími 685090.
Gömlu dansarnir föstudags- og laugar-
dagskvöld, hljómsveitin Drekar ásamt
söngkonunni Mattý Jóhanns.
BROADWAY Álfabakka 8
Reykjavík, sími 77500.
Ríó Trió, Thomas Ledin og J. J. Waller
á föstudags- og laugardagskvöld. Á
sunnudagskvöld er sýning Herranætur
á Naðarskotinu.
GLÆSIBÆR v/Alfheima
Reykjavík, sími 685660.
Hljómsveitin Glaesir leikur fyrir dansi á
föstudags- og laugardagskvöld. Ölver
opið.
HÓTEL BORG Pósthússtræti
10 Reykjavík, sími 11440.
Diskótek á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Hljómsveit Jóns
Sigurðssonar leikur undir gömlu döns-
unum á sunnudagskvöld.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2 Reykjavik,
sími 82200.
Á föstudags- og laugardagskvöld leika
Haukur Morthens og félagar fyrir dansi.
Ástandið og Guðmundur Haukur leika
á sunnudagskvöld. Tískusýning öll
fimmtudagskvöld.
HOLLYWOOD Armúla 5
Reykjavík, simi 81585.
J.J. Waller á föstudagskvöld, laug-
ardagskvöld og á sunnudagskvöld. Á
sunnudag mun hljómsveitin Dúkku-
lísurnar einnig koma fram.
HÓTEL SAGA v/Hagatorg
Reykjavík, sími 20221.
Einkasamkvæmi í kvöld. Söguspaug
laugardagskvöld. Dúett Andra og
Sigurbergs leikur á Mímisbar á laug-
ardagskvöld. Grillið opið alla helgina.
KLUBBURINN Borgartúni 32
Reykjavík, sími 35355.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Danshópurinn Vandamenn
sýnir.
KÓPURINN Auðbrekku 12
Kópavogi, sími 46244.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
leikur fyrir dansi á föstudags- og laugar-
dagskvöld. Bjórkeppni á laugardags-
kvöld. Vinningur: Gala-dinner fyrir tvo
á Naustinu.
LEIKHÚSKJALLARINN
v/Hverfisgötu Reykjavík, sími
17759.
Diskótek föstudags- og laugar-
dagskvöld.
NAUST Vesturgötu 6—8
Reykjavik, sími 17759.
Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar
leikur fyrir dansi föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld.
ÓÐAL v/Austurvöll Reykjavík,
sími 11630.
Diskótek á föstudags- og laugardags-
kvöld.
RÍÓ Smiðjuvegi 1 Kópavogi,
simi 46500.
Gömlu dansarnir föstudagskvöld,
hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt
Kristbjörgu Löve spilar. Lokað vegna
einkasamkvæmis á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
SAFARÍ Skúlagötu 30 Reykja-
vík, sími 11555.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
SIGTÚN v/Suðurlandsbraut
Reykjavík, sími 685733.
Diskótek á föstudags- og laugardags-
kvöld.
TRAFFIC Laugavegi 116
Reykjavik, sími 10312.
Diskótek fyrir alla 16 ára og eldri á
föstudags- og laugardagskvöld. Tisku-
sýning laugardagskvöld.
YPSILON Smiðjuvegi 14D
Kópavogi, sími 72177.
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÞÓRSCAFÉ BrautarhoKi 20
Reykjavík, sími 23334.
Þórskabarett verður á föstudags- og
laugardagskvöld og bæði kvöldin leika
hljómsveitirnar Dansband Önnu
Vilhjálms og Pónik og Einar fyrir dansi.
Á sunnudagskvöld verður Vínarkvöld á-
samt Þórskabarettinum.
AKUREYRI
SJALLINN.
Á föstudagskvöld og laugardagskvöld
leikur hljómsveit Ingimars Eydals og co.
fyrir dansi.
H —100
Diskó i gangi á öllum hæðum hússins
föstudags-, laugardags- og sunnudags-
kvöld.
SELFOSS
INGHÓLL.
Stjörnukvöld, föstudagskvöld. Hjördís
Geirsdóttir flytur vinsæl lög frá fyrri
árum. Tvíréttuð veisla og skemmtiat-
riði. Boröapantanir í síma 99-1356.