Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1985, Side 2
20
DV. FÖSTUDAGUR15. MARS1985.
Ef þú vilt út
að borða
VEITINGAHÚS
— MEÐ VlNI
Arnarhóll,
Hverfisgötu 8 — 10, simi 18833.
Bixiö,
Laugavegi 11, sími 24630.
Broadway,
Álfabakka 8, sími 77500.
Duus hús,
v/Fischersund, simi 14446.
El Sombrero,
Laugavegi 73, sími 23433.
Fógetinn,
Aðalstræti 10, sími 16380.
Gaukur á Stöng,
Tryggvagötu 22, simi 11556.
Glæsibær/úlver,
v/Álfheima, simi 685660.
Haukur í horni,
Hagamel 67, simi 26070.
Grilliö,
Hótel Sögu v/Hagatorg, sími 25033.
Gullni haninn,
Laugavegi 178, sími 34780.
Hallargarðurinn,
Húsi verslunarinnar, sími 30400.
Hellirinn,
Tryggvagötu 26, simi 26906.
Café Gestur,
Laugavegi 28b, sími 18385.
Hlóöir/Pöbbinn,
Hverfisgötu 46, sími 19011.
Hollywood,
Ármúla 5, sími 81585.
Hornið,
Hafnarstræti 15, simi 13340.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 11, simi 11440.
Hótel Esja/Esjuberg,
Suðurlandsbraut 2, sími 82200.
Hótel Hof,
Rauðarárstíg 18, sími 28866.
Hótel Holt,
Bergstaðastræti 37, sími 25700.
Hótel Loftleiðir,
Reykjavíkurflugvelli, simi 22322.
Hótel Óöinsvé (Brauöbær),
v/Óðinstorg, sími 25224.
Hótel Saga,
v/Hagatorg, simi 29900.
Hrafninn,
Skipholti 37, simi 685670.
Í Kvosinni,
Austurstræti 22, sími 11340.
Keisarinn frá Kína/ölkeldan,
Laugavegi 22, sími 13628.
Klúbburinn,
Borgartúni 32, sími 35355.
Kópurinn,
Auðbrekku 12, sími 46244.
Leikhúskjallarinn,
Hverfisgötu, sími 19636.
Lækjarbrekka,
Bankastræti 2, sími 14430.
Naust,
Vesturgötu 6—8, sími 17759.
Óðal,
v/Austurvöll, sími 11630.
Rán,
Skólavörðustíg 12, sími 10848.
Rha,
Nýbýlavegi 26, sími 42541.
Safari,
Skúlagötu 30, sími 11555.
Skálkaskjól 2,
v/Hringbraut, sími 14789.
Skiphóll,
Strandgötu 1 —3, sími 52502.
Skútan,
Dalshrauni 15, sími 51810.
Sælkerinn,
Austurstræti 22, sími 11633.
Torfan,
Amtmannsstig 1, sími 13303.
Trillan opin
f ram á nótt
Það hefur löngum veriö erfitt fyrir
Reykvíkinga, sem vinna á kvöldin og
fram á nótt, að verða sér úti um
ódýran mat eöa kaffi á veitingastað.
Þá hafa þeir þurft að fara í næsta
byggðarlag til þess en í Kópavogi
hefur Smiöjukaffi lengi vel haft opið
fram eftir nóttu.
Nú þurfa Reykvíkingar ekki
lengur aö fara út fyrir byggðina til
þess að fá sér snarl eöa kaffi á
nóttunni, í það minnsta síöari hluta
vikunnar og um helgar. Trillan,
Ármúla 35, hefur fengið leyfi til að
Jón Sigurðsson, nýr eigandi
Trillunnar i Ármúla.
DV-mynd GVA.
hafa opið fram til klukkan þrjú á
nóttunni fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
önnur kvöld veröur opið þar til
klukkan tíu. Staöurinn er opnaður
alla daga nema sunnudaga klukkan
níu um morguninn, á sunnudags-
morgnum er opnað þar klukkan
ellefu.
Nýr eigandi tók við Trillunni nú
um síðustu mánaðamót. Er það Jón
Sigurðsson sem er bæði lærður fram-
reiöslumaður og matreiðslumaður.
Hann hefur þegar breytt staðnum —
ekki aðeins afgreiðslutímanum
heldur og því sem á boðstólum er.
Býður hann nú bæði upp á fisk- og
kjötrétti, svo og hamborgara, kaffi
og meðlæti og margt annað. 1 há-
deginu er þar framreiddur ódýr
matur og margir koma þar í hádegis-
mat.
Jón stefnir að því að stækka
eldhúsið í Trillunni á næstunni. Viö
það aukast möguleikar hans á að
auka úrvalið á veitingastaðnum sín-
umnýja. -klp.
Matargerðarmaðurinn
Marvinsson.
Rúnar
PLASTGLÖS
— það sem koma skal á danshúsunum?
Það hefur vakið athygli gesta sem
komiö hafa nýlega í veitingahúsið
Þórscafé að við barina á neðri
hæðinni er farið að afgreiða drykki í
plastglösum.
Eru sumir gestirnir ósáttir viö
þetta. Finnst þeim það óviðeigandi
að drekka dýrar veigar úr svona
glösum og mótmæltu því margir.
Björgvin Ámason, framkvæmda-
stjóri Þórscafé, sagði í viðtali við DV
að ástæðan fyrir þe'ssu væri sú að í
Þórscafé, eins og á öðrum veitinga-
stöðum, heföu oröið alvarleg slys
vegna glerglasa sem hefðu brotnaö
og gestirnir síðan skonð sig á
brotunum. Vildu þeir reyna að
yemda gesti sína með því að reyna
nýja gerð af stórum plastglösum á
bömnum á neðri hæðinni. A efri
hæðinni yröu glerglösin aftur á móti
notuðáfram.
„Við erum ekki aö þessu í sparn-
aöarskyni heldur til að reyna að
koma í veg fyrir þessi slys og
óhöpp,” sagði Björgvin. ,,Ef þetta
mælist illa fyrir meðal gesta okkar
verður hætt við þetta og viö og þeir
tökum áfram áhættuna meö gler-
glösin,”sagðihann. -klp.
Farand-
matargeröar-
maður
— nýtt starf í
kokkabransanum
Rúnar Marvinsson, meistara-
kokkur frá Búðum á Snæfellsnesi, sló
heldur betur í gegn á mikilli fiskhá-
tíð lionsmanna í Grundarfirði fyrr í
þessummánuði.
Lionsmenn þar fengu Rúnar til að
útbúa fyrir sig sérstaka fiskveislu og
lögðu upp í hendurnar á honum allt
hráefnið — ýmsar tegundir af fiski
sem þeir urðu sér úti um í bátnum
og hjá fisk verkendum á staðnum.
Rúnar er löngu orðinn kunnur fyrir
sína sérstöku fiskrétti á Búöum.
Þarna í Grundarfiröi „komst hann í
feitt” og gerði svo vel að nú hafa
fleiri klúbbar og samtök í sjávar-
plássum óskað eftir fisk-
hlaöborði hans. Verður hann t.d. í
Olafsvík síðar í þessum mánuði með
slíkt fiskhlaðborð.
Rúnar er ekki lærður matsveinn og
hefur því tekið upp nýtt nafn til að
styggja ekki þá sem eru með próf í
matreiðslu. Kallar hann sig
núna matargerðarmann eða farand-
matargerðarmann eftir að hann fór
að þen jast um landið með list sína.
-klp.
VEITINGAHUS
VIKUNNAR:
Eigendur Shanghai, þeir Gilbert
Yok Peck Khoo, Joachim Fischer
og Steve Cheng Theng Pang, sem
er lengst til hægri.
SHANGHAI
nýr kínverskur veitingastaöur við Laugaveginn
I síðasta mánuði var opnaður nýr
veitingastaður i Reykjavík. Er það
kínverski veitingastaðurinn Shang-
hai sem er til húsa að Laugavegi 28.
Eigendur hans eru þrír, þeir Gilbert
Yok Peck Khoo, Joachim Fischer og
Steve Cheng Theng Pang. Þeir
Gilbert og Joachim hafa verið hér á
íslandi í nokkur ár — eiga einnig
verslunina Manila á Klapparstíg 44
— en Steve, sem m.a. hefur veriö
matsveinn á kínverskum veitinga-
stað í Danmörku, hefur verið skemur
hérálandi.
Fyrir opnun Shanghai voru hér á
Stór-Reykjavíkursvæðinu tveir kín-
verskir veitingastaðir auk Kína-
eldhússins. Sýnilega er þó rúm fyrir
þennan nýja stað. Hefur verið mikiö
að gera í Shanghai síöan opnað var
enda kunna Islendingar í auknum
mæli að meta hina kínversku matar-
gerðarlist.
Shanghai er mjög skemmtilega
innréttaður. Þar er kínverskur blær
á öllu og enginn íburður. Gestirnir
kunna vel við sig þar inni og mat-
urinn og þjónustan þar hefur fengið
mikiö hrós.
Salurinn tekur um 40 manns í sæti.
Ekki er hægt að panta borö og verða
gestimir því að koma og kanna sjáíir
hvort eitthvað er laust. Staðurinn er
opinn frá kl. 11 til 14.30 og síðan frá
17.30 til 22 aUa daga nema mánudaga
en þá er hann alveg lokaður.
I Shanghai eru hnífar og gafflar og
annaö tilheyrandi á borðum. Þar eru
einig prjónar fyrir þá sem vilja
spreyta sig á því að boröa
kínverskan mat eins og Kínverjar
gara það. Eru menn misjafnlega
ffinkir við það hér norður á hjara
veraldar en flestir gera þó heiðar-
lega tilraun tU þess.
MatseðiUinn í Shanghai er
smekklega gerður og auöskUinn. Þar
er allt á íslensku og myndir hafðar
við svo auðvelt er að átta sig á hvað
er veriö að panta. Shanghai hefur
enn ekki fengið vínveitingaleyfi en
hægt er að panta ýmsa aðra1 drykki,
svo sem kínverskt te, sem er mjög
vinsæU drykkur þar.
Hátt í 130 réttir eru á matseðUnum.
Þar má velja úr einum 11 fiskréttum,
7 réttum úr svínakjöti, öðru eins úr
nautakjöti og a.m.k. 6 réttum úr
íslensku lambakjöti. Fuglakjöt er
einnig á matseðlinum — bæði endur
og kjúklingar. Pekingönd er þar
vinsæl, svo og steikt önd með
bambusspírum og papriku.
Hrísgrjónaréttir eru þar margir,
svo og núðluréttir og salté, en það er
pinnamatur. Fjórir litlir réttir úr
svínakjöti, kjúkUngi, nautakjöti og
rækjum eru mjög vinsælir í Shanghai
og þá ekki síður súpur eins og Wan
Tan súpa og krabba- og maíssúpa,
-klp.
Ef þú vilt út
að borða
Vifl Sjévarsíðuna,
Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, sími
15520.
Ypsilon,
Smiðjuvegi 14d, sími 72177.
Zorba,
Laugavegi 126, sími 24631.
Þórscafé,
Brautarholti 20, sími 23333.
AKUREYRI:
Bautinn,
Hafnarstræti 92, simi 21818.
H 100,
Hafnarstræti 100, sími 25500.
Hótel KEA,
Hafnarstræti 87 — 89, sími 22200.
Laxdalshús,
Aðalstræti 11, sími 26680.
Smiðjan,
Kaupvangsstræti 3, sími 21818.
Sjallinn,
Geislagötu 14, simi 22970.
VESTMANNAEYJAR:
Hallarlundur/Mylluhóll
v/Vestmannabraut, sími 2233.
Skansinn/Gestgjafinn,
Heiðarvegi 1, sími 2577.
Skútinn,
Kirkjuvegi 21, sími 1420.
KEFLAVÍK:
Glóflin,
Hafnargötu 62, sími 4777.
KK-húsið,
Vesturbraut 17, sími 4040.
AKRANES:
Hótel Akranes/Béran,
Bárugötu, sími 2020.
Stillholt,
Stillholti 2, sími 2778.
SELFOSS:
Gjéin,
Austurvegi 2, sími 2555.
Inghóll,
Austurvegi 46, sími 1356 / 2585.
Skíðaskélinn, Hveradölum
v/Suöurlandsveg, slmi (99) 4414.
VEITINGAHÚS
— AN VÍNS
Askur,
Suðurlandsbraut 14, sími 81344.
Árberg,
Ármúla 21, simi 686022.
Fjarkinn,
Austurstræti 4, sími 10292.
Gafl-lnn,
Dalshrauni 13, sími 51857.
Hressingarskélinn,
Austurstræti 18, sími 15292.
Kaffivagninn,
Grandagarði, sími 15932.
Seoul.
Siðumúla 3—5, sími 35708
Kokkhúsið,
Lækjargötu 8, sími 10340.
Lauga-és,
Laugarásvegi 1, sími 31620.
Mandarín,
Nýbýlavegi 20, sími 46212.
Matstofa NLFi,
Laugavegi 26, sími 28410
Múlakaffi,
v/Hallarmúla, simi 37737.
F*Ran,
Bergþórugötu 21, simi 13730.
Potturinn og pannan,
Brautarholti 22, sími 11690.
Shanghai,
Laugavegi 28, sími 16513.
Smiðjukaffi,
Smiöjuvegi 14d, simi 72177.
Svarta pannan,
Hafnarstræti 17, sími 16480.
Trillan
Ármúla 34, sími 31381.
Veitingahöllin,
Húsi verslunarinnar, sími 30400.