Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 23. AGUST1985. 21 danskri og íslenskri hljómsveit á staö sem kallast Huset. Á sama tima veröa tónleikar í Kaupmannahöfn með sænskri, finnskri og danskri hljóm- sveit á staö sem heitir Saltlageret. Daginn eftir, laugardaginn 24. ógúst, er þessu snúiö viö þannig að þær hljómsveitir sem spiluöu í Árósum, spila í Kaupmannahöfn og öfugt. Norrokk hugmyndin fæddist haustiö 1983 þegar ýmsir aðilar sem tengdust rokktónlist á einn eöa annan hátt hittust í Osló til þess aö ræða um á hvern hátt væri unnt aö efla veg nor- rænnar rokktónlistar og rokktónlistar- manna. Var þaö skoöun viöstaddra aö a.m.k. einir samnorrænir rokktónleik- ar á ári í einhverju Noröurlandanna gætu stuðlað aö kynningu tónlistar- innar og tónlistarmannanna. Islensku þátttakendurnir, þeir Ásmundur Jónsson og Hilmar J. Hauksson, viöruöu þessa hugmynd viö stjórn Listahátíðar í Reykjavík og fengu góöar undirtektir. Var því fyrsta Norrokk hátíöin haldin í Reykjavík undir merki Listahátíöar. Ekki er neinum vafa undirorpiö að stuðningur Listahátíöar við hugmyndina, f járframlag Norræna menningarmála- sjóösins og velvilji Flugleiöa í garð hennar varö til þess aö hátíðin varð aö veruleika. Frá upphafi hefur SAIT veriö ís- lenski aöilinn aö þessu samstarfi ásamt samsvarandi samtökum á hinum Noröurlöndunum. Fulltrúi Islands að þessu sinni veröur hljómsveitin Grafík. felli- þessa stóls sem þykir framúrskarandi að allri gerð. Fullyröa má aö aldrei fyrr hafi íslensk hönnun hlotiö slíka athygli og viöurkenningu um allan heim. Stóllinn er framleiddur hjá þýska fyrirtækinu Kusch & Co. Þaö er eitt af 10 stærstu framleiðendum á þessu sviöi í Þýskalandi. Fyrirtækiö framleiöir 300—400 þúsund stóla og borö á ári og hefur fengið 79 verðlaun á 10 árum fyrir útlit framleiöslunnar. Þaö framleiddi m.a. þau húsgögn sem þurfti á ólympíuleikunum 1972 í Miinchen. Fyrsta hugmynd Valdimars aö Sóleyju var stóllinn Omega. Hana má kalla forvera verölaunahugmyndar- innar og var framleidd af Dux í Svíþjóö. Sá stóll náöi þó engum sér- stökum vinsældum. Valdimar þróaöi þessa hugmynd í nokkur ár og síðan kom hugmyndin til Kusch & Co og þar haldið áfram aö vinna meö hann. Stóll- inn var síðan sýndur fyrst opinberlega í janúar 1984. Síöan hefur hann verið sýndur á öllum helstu húsgagna- sýningum í Evrópu og Bandaríkjun- um. Tímaritiö md hefur komið fram meö þá hugmynd aö Sóley sé eitt af þremur megin þróunarstigum fellistólsins sem á vinsældum aö fagna vegna þess hve fyrirferöarlítill hann er. Fyrsta tegund fellistóls kom fram 1954 og haföi hann tvo liöi og því ekki mjög auövelt aö taka hann út. Áriö 1968 kemur fram annar stóll á einum liö og svo 1984 kemur stóll Valdimars sem er gjör- bylting. Sýningin í Gallerí Langbrók stendur til 29. þ.m. og er öllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10—18 og laugar- og sunnudaga frá kl. 14—18. • Gamla KR-heimiliö hefur löngum staðið fyrir sínu en nú er búið að reisa annað nýtt. Það verðurtil sýnis á morgun. KR-dagur 1985 — nýtt félagsheimili vígt Á morgun, laugardag, mun Knatt- dag og býöur KR öllum áhugamönnum spyrnufélagReykjavíkurtakaínotkun um íþrótta- og æskulýösmál í heim- nýtt félagsheimili. Sama dag veröur sókn, bæði til aö skoöa hiö nýja félags- KR-dagurinn 1985. Mikið veröur því heimili og til aö kynnast í raun grósku- um aö vera vestur í Frostaskjóli þann miklu æskulýðsstarfi. Á morgun, laugardag, veröur farið um söguslóðir Kjalnesingasögu á veg- um Feröamálasamtaka Suöurnesja. Leiðsögumaöur veröur Jón Böðvars- son, fyrrv. skólameistari. Nýlega kom Kjalnesingasaga út í nýrri útgáfu í umsjá Jóns og ber þar vel í veiöi fyrir feröalanga sem hyggj- ast leggja leiö sína um söguslóðir Kjal- nesingasögu. Bókin er þannig úr garöi gerö aö hún nýtist vel til vettvangs- feröa um sögusvið Kjalnesingasögu. Meö bókinni fylgja kort og uppdrættir. Kjalnesingasaga er almennt lítt kunn miðaö viö aðrar sögur. Fram á síðustu áratugi rýndu fræðimenn í Is- lendingasögurnar út frá sögulegum skilningi. Sannferðugheit Kjalnesinga- sögu eru ekki mikil en þess í stað er frásögn sögunnar öll færð í stílinn og líkist fremur ýkjusögu en sannferöugri frásögn. Sagan hefur þó þá ótvíræðu kosti fram yfir aörar Islendingasögur aö hún gerist næst höfuðborgarsvæð- inu og er því kjörin til stuttra vett- vangsferða. Sögusviðið er Kjalarnesið, Mosfellssveit og aö nokkru Kjós. I þessari ferö veröur víöa komiö viö. Má þar nefna Korpúlfsstaði, Kolla- fjörð, Brautarholt, Saurbæ á Kjalar- nesi, Eilífösdal og Elliöavatn. Lagt verður upp frá Keflavík kl. 8.00 (bæjarskrifstofurnar) og Reykjavík kl. 9.00(Umferðarmiðstööin). Áætlaö er aö ferðin taki um 7 klst. Verö er kr. 500 fyrir fullorðna, 250 fyrir 12—15 ára. Frítt fyrir börn í fylgd meö fullorön- um. • Grafik verður fulltrúi íslands á Norrokk '85. Norrokk '85 í Danmörku Þetta er í annaö sinn sem norræna Tónleikunum í ár veröur þannig rokkhátíöin Norrokk er haldin. I þetta háttaö aö föstudaginn 23. ágúst veröa sinn í Danmörku. tónleikar í Árósum meö norskri, NATTURUFRÆÐI- DAGUR • Á sunnudag er hægt að fræöast meira um hvali á náttúrufræðidegi. hvalir í brennidpeli Á sunnudag veröur haldinn náttúrufræðidagur á vegum áhuga- hóps um byggingu náttúrufræöi- safns. Hefst hann kl. 13.30 í Náttúru- fræöistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, kjallara og stendur til kl. 16.00. Þar er uppi sýning um alla þá hvali sem fundist hafa við Island. Sýningin var einmitt sett upp vegna þess að hvalveiöibann gengur væntanlega í gildi um næstu áramót, til þess aö fræöa fólk um þessa skepnu sem valdið hefur svo miklum deilum. Sýningin var sett upp í samvinnu viö Náttúrufræðistofnun Islands og er venjulega opin á miövikudögum og laugardögumkl. 13.30—16.00. I fréttatilkynningu frá áhuga- mannahópnum segir: „Hvalveiöar Islendinga og ann- arra þjóða hafa verið ofarlega á baugi aö undanförnu. Deilur um rétt- mæti hvalveiöa í vísindaskyni hafa varla fariö framhjá neinum, né held- ur skipakomur og fundahöld í kjölfar þeirra. Einn er þó sá þáttur, sem lítill gaumur hefur verið gefinn þótt mikilvægur sé, en þaö er hvalurinn sjálfur sem dýr, lífeðlisfræði hans, lífsferill og hegöun. Þegar rætt er um hvali og veiöar á þeim, vakna ýmsar spurningar. Hvaó geta hvalir oröiö gamlir? Hvernig sést aldur þeirra? Á hverju lifa þeir? Kunna hvalakálf- ar aö synda frá fæðingu? Hvers vegna „syngja” hvalir? Hversu vel sjá þeir eöa heyra? Og svona má endalaust spyrja. Sérfræöingar um hvali og lifnaðar- hætti þeirra veröa á staönum til þess að veita leiösögn og svara fyrir- spurnum. Á slóðum Kjalnes- ingasögu Sýning á stólnum Sóleyju Nú stendur yfir í Gallerí I^angbrók viö Amtmannsstíg í Reykjavík sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar Haröarson arkitekt. Sýndar eru ýmsar útgáfur af stólnum auk Ijósmynda af frumgeröum hans. Þá eru á sýning- unni úrklippur úr fjölda erlendra blaöa og tímarita. Þau blöð sem hafa birt greinar um Sóley skipta nú tugum, austan hafs og vestan. Jafnframt veröa sýnd verölaunaskjöl sem Valdi- mar Harðarson hefur hlotiö vegna • Stóll og borð Sóley. »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.