Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1986, Qupperneq 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR11. FEBRÚAR1986 Múgur og margmenni flykktist í aðalbækistöðvar Fréttaútvarpsins er starfsmenn Rannsóknarlögreglu rikisins réðust þar til inngöngu og lögðu hald á tækjabúnað stöðvarinnar. Hér sést Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, róa mannskapinn sem vildi útvarp en ekki þögn. HEFUR RÍKISÚTVARPW EINKARÉTT A ÞÖGN? málflutningur í sakadómi vegna Fréttaútvarpsins „Hefur Ríkisútvarpið einkarétt á þögn?“ var meðal þeirra spuminga er Þórður S. Gunnarsson hæsta- réttarlögmaður varpaði fram í sakadómi i gær. Þar fór fram mál- flutningur í máli Ríkisútvarpsins gegn Fréttaútvarpinu er starfrækt var af stjómendum og hluta af starfsliði DV í verkfalli BSRB í október 1984. Ákærðir í málinu em stjómarformaður, útgáfustjóri og ritstjórar DV og þeim gefið að sök að hafa brotið lög um einkarétt Ríkisútvarpsins til útvarpssend- inga með starfrækslu Fréttaút- varpsins. 71/2 dagur Fréttaútvarpið hóf útsendingar klukkan 18.30 þriðja dag október- mánaðar 1984 en þá vom liðnir rúmir tveir sólarhringar frá því að starfsfólk Ríkisútvarpsins lagði niður vinnu með þeim afleiðingum að útsendingar stofnunarinnar lögðust af. Fréttaútvarpið var með reglulegar útsendingar á fréttum, tilkynningum, auglýsingum og tónlist allt fram til 10. október er starfsmenn Rannsóknarlögreglu ríkisins réðust til inngöngu í aðal- bækistöðvar Fréttaútvarpsins, lögðu hald á tækjabúnað stöðvar- innar og komu þannig í veg fyrir frekari útsendingar. Krafist sýknu Við málflutning í sakadómi í gær rakti Þórður S. Gunnarsson, verj- andi Fréttaútvarpsins, þrjár meg- inástæður fyrir sýknukröfu sinni: í fyrsta lagi 69. og 72. grein stjómarskrárinnar ásamt ákvæð- um mannréttindayfirlýsinga sem íslendingar em aðilar að. Þessi ákvæði leiði til þess að skýra beri ákvæði um einkarétt ríkisins til útvarpsreksturs þröngt og hafi starfsemi ákærðu af þeirri ástæðu ekki brotið gegn einkarétti Ríkis- útvarpsins. í öðm lagi komi til neyðarréttar- sjónarmið vegna þess óvenjulega ástands er ríkti í þjóðfélaginu í október 1984 og þeirra hagsmuna erþá var stefnt í hættu. I þriðja lagi hafi orðið gmndvall- arbreyting á viðhorfum til einka- réttar Ríkisútvarpsins með setn- ingu nýrra útvarpslaga og hljóti það að leiða til sýknu. Pólitískar hvatir? Þá átaldi Þórður S. Gunnarsson harðlega þær pólitísku hvatir er hann taldi liggja til gmndvallar ákæm í málinu. Þegar er fallinn dómur í viðlíka máli og hér um ræðir þegar þeir Kjartan Gunnarsson, núverandi formaður útvarpsréttamefndar, Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Eiríkur Ingólfsson vom dæmdir í 20 þúsund króna sekt vegna aðild- ar sinnar að „Frjálsu útvarpi“ sem starfrækt var í sama verkfalli. Þann dóm kvað upp Sverrir Ein- arsson sakadómari. Dóms í máli Fréttaútvarpsins er að vænta innan þriggja vikna. Dóminn mun upp kveða Jón Abra- ham ólafsson sakadómari. -EIR Reyntað kveikja ífrystihúsi Búlandstinds: Tilraun var gerð til að kveikja í frystihúsi Búlandstinds á Djúpavogi aðfaranótt laugardagsins. Þar var að verki ungur þorpsbúi og hefur hann játað verknaðinn fyrir lög- reglumönnum sem kvaddir vom á staðinn frá Eskifirði. „Þetta var skyndihugmynd hjá stráknum að brjótast inn í frystihú- sið en þegar hann kveikti í þremur handþurrkuhólkum fór allt úr bönd- um,“ sagði Bjarni Stefánsson, full- „Skyndihugmynd hjá strákunum” trúi hjá sýslumannsembættinu í Suður-Múlasýslu. Þegar fólk kom til vinnu í frystihús Búlandstinds um fimmleytið á laug- ardagsmorgni var talsverður reykur í búningsherbergjum starfsfólks og sót úti um alla veggi. Ljóst var að kveikt hafði verið í þremur hand- þurrkuhólkum sem em úr plasti og höfðu tveir þeirra lekið niður á gólf sökum hitans. í þeim þriðja var enn glóð og logaði í mslafötu sem stóð þar undir. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. „Það var mesta mildi að ekki fór verr,“ sagði Gunnlaugur Ingv- arsson, framkvæmdastjóri Búlands- tinds, í morgun. „Ef frystihúsið hefði bmnnið hefðu 100 manns misst at- vinnuna og stærsta atvinnufyrirtæki staðarins verið lagt í rúst. Það hefði orðið óskaplegt áfall.“ Þegar farið var að athuga tíma- setningu íkveikjunnar kom á daginn að tuttugu stimpilkort höfðu verið stimpluð um klukkan þrjú um nótt- ina. Pilturinn hafði byrjað á því að stimpla fólk inn og síðan snúið sér að handþurrkuhólkunum með eld- spýtur að vopni. Þegar menn hófu að vinna bug á eldinum tveim tímum síðar var pilturinn þar fremstur í flokki og hjálpaði til. Lögreglumenn frá Eskifirði yfir- heyrðu 8 manns á laugardag og sunnudag en pilturinn, sem hér um ræðir, játaði seint í fyrrakvöld. Eskifjörður: Kona sökk í loðnu- þró — varbjargað upp af starfsmönnum „Hún gekk upp brautina þar sem loðnunni er sturtað í þróna en virðist ekki hafa áttað sig á hvar þróin tók við svo hún féll í hana,“ sagði Haukur J. Jónsson, vaktformaður við loðnuverk- smiðjuna á Eskifirði. Það óhapp varð við veksmiðjuna fyrir skömmu að kona, gestkomandi í bænum, endaði skoðunarferð um verksmiðjuna á að falla í loðnu- þró. Myrkur var þegar óhappið varð en svæðið lýst upp með sterkum ljósum. Við þær aðstæður getur verið erfitt að átta sig á hvar svelluð brautin endar og loðnan tekurvið. Konunni varð ekki meint af fallinu enda náðu nærstaddir starfsmenn veksmiðjunnar henni upp úr eftir skamma stund. Þróin er um tveggja metra djúp og getur verið hættuleg þegar hún ersléttfúU. -GK Ölvun íKópavogi: Einnóká Ijósastaur Ökumaður hlaut innvortis meiðsl þegar hann ók á ljósa- staur við Urðarbraut í Kópavogi um helgina. Var hann fluttur á slysadeild og er nú á batavegi. Hann er grunaður um að hafa ekið ölvaður. Það sama henti fióra aðra ökumenn í Kópavoginum um helgina. Lögreglunni tókst þó að stöðva þá áður en þeir sköðuðu sjálfasigeðaaðra. . -GK Amaro fékk Frá Jóni G. Haukssyni á Akur- eyri: Ungur maður mölbraut stóra rúðu í versluninni Amaro á Akureyri á föstudagskvöldið. Engin var ástæðan nema maður- inn var ölvaður og datt þetta svona í hug. Hann kastaði flösku í rúðuna. Lögreglan handtók manninn. Rúðubrot hafa verið tíð í verslunum á Akureyri í vetur. Ga150 myndverk Ragnar Lár, myndlistarmaður á Akureyri, afhenti nýlega Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík 50 myndverk til minn- ingar um tvo látna vini sína, feðgana Eyjólf Ástgeirsson og Ástgeir ólafsson (Ása í bæ). Um er að ræða olíumálverk, vatn- slitamyndir, tré- og dúkristur, túss- og blekmyndir og blýants- teikningar. Myndunum verður komið fyrir á hinum ýmsu heim- ilum og stofnunum félagsins. Styrktarfélag vangefinna vill koma á framfæri innilegustu þökkum til Ragnars fyrir þessa góðu gjöf og þann hlýhug til málefnisins sem hún sýnir. -vj Fréttir Fréttir Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.