Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1986, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 9 5- ÚUönd ÚUönd Útlönd ÚUönd Útlönd Kirkjunnar menn hafa miklar áhyggjur af upplausn og glundroða í landinu ef frekar dregst á langinn að opinbera kosningaúrslit í forsetakosningunum. Á myndinni sést starfsmaður leynilögreglu Markosar skjóta á starfsmann kosningaskrifstofu í Manila í hita leiksins á kjördag. Búist er við að Philip Habib, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar, komi til landsins fyrir helgi til að kynna sér aðstæður af eigin raun. Áhyggjur af allsherjar- upplausn i Manilla Áhrifamenn innan kirkjunnar á Filippseyjum hittust í morgun til að ræða möguleikann á allsherjar mót- mælaaðgerðum og upplausn í landinu ef talning atkvæðaú forseta- kosningunum síðastliðinn föstudag dregst frekar á langinn. Sérstakur sendiboði Reagans for- seta, Philib Habib, kemur til Filipps- eyja á morgun eða laugardag til að kynna sér ástandið af eigin raun og ræða við áhrifamenn innan stjórnar og stjómarandstöðu. Báðir frambjóðendur í forsetakosn- ingunum hafa hrósað sigri í kosning- unum. Corazon Aquino hefur hótað að standa fyrir og skipuleggja mót- mælaaðgerðir um allt land ef sigur- inn fellur henni ekki í skaut og hefur varað Bandaríkjaforseta við „öllu ráðabruggi með Márkosi forseta við að svindla á filippeysku þjóðinni“. Eftir þriggja daga óvissuástand er búist við því í dag að þjóðþingið hefji talningu atkvæða í kosningunum og samkvæmt stjómarskránni hefur það nú aðeins tólf daga til stefnu til að lýsa yfir sigurvegara. Eftir að 66 prósent atkvæða hafa verið talin segja opinberar skýrslur um kosningaúrslit að Markos forseti hafi hlotið rúmlega sjö milljónir atkvæða en Aquino sex og hálfa milljón. Kosningatölur óháðrar talningar- skrifstofu, Namfrel, hljóða allt öðru- vísi. Þar hefur Aquino hlotið rúmlega sjö milljón atkvæði en Markos sex og hálfa milljón. SJÓRÁNSFARALDUR VIÐ THAILAND Þrælvopnaðir sjóræningjar réðust um borð í japanskt gámaflutninga- skip þar sem það var á siglingu undan ströndum Thailands. Létu þeir greipar sópa um farminn og höfðu á brott með sér frá borði verð- mæti fyrir þúsundir Bandaríkjadala. Strandgæsla Thailands segir að Monte Ruby hafi verið á leið til Bangkok frá Japan þegar sjóræn- ingjarnir réðust á skipið í gærmorg- un en frekar vildu þeir ekki láta uppi um málið. Mana Phatharatham, fram- kvæmdastjóri Mitsui O.S.K.-útgerð- arfélagsins í Thailandi, en það hefur Panamaskráð skipið á leigu, sagði fréttamönnum að nokkrir vopnaðir sjóræningjar hefðu siglt að Monte Ruby á hraðbáti svipaðrar gerðar og algengt er að nota við smygl í Thail- andi. Vopnlaus átján manna áhöfn skipsins fékk engum vörnum við komið en gerði viðvart í talstöðinni. Útgerðaraðilar í Thailandi segja að Monte Ruby sé þriðja skipið sem sæti árás sjóræningja á þessum slóð- um núna á einum mánuði - svo að vitað sé um en hugsanlega séu þau fleiri. Skipafélög hafa verið treg til þess að auglýsa atferli sjóræningj- anna til þessa en hafa nú skipt um skoðun. Strandgæsla og lögregla vilja ekkert tjá sig um sjóránin í landhelgi Thailands. - Vitað er að þaðan hafa flestar árásimar verið gerðar á bátaflóttafólkið frá Víet- nam. í árásinni á Monte Ruby opnuðu sjóræningjarnir átján gáma og völdu sér varning að hafa með sér. Aðal- lega freistuðu þeirra rafmagnsvörur og kínverskt postulín. IACOCCA REKINN Lee Iacocca, stjórnarformaður Chrysler-bílaverksmiðjanna, var rekinn sem forvígismaður ráðgjafa- nefndar um viðhald Frelsisstyttunn- ar. Hin tilgreinda ástæða var sú að það stönguðust á hjá honum hags- munir. Donald Hodel innanríkismálaráð- herra sagðist hafa vikið Iacocca úr 100 ára afinælisnefnd Frelsisstytt- unnar og Ellis-eyju því að hann væri einnig formaður Frelsisstyttu- og Elliseyjusjóðsins. - Það eru al- mannasamtök sem standa fyrir 230 milljón dollara fjársöfnun til þess að standa straum af viðhaldi og endur- reisn styttunnar og mannvirkjanna á Ellis-eyju sem var áður sóttkví og fyrsta móttaka erlendra innflytj- enda. Iacocca segist láta sér sáma um- mæli ráðherrans um að hagsmunir stangist á hjá honum og að þau stangist algjörlega á við staðreyndir. Bandaríski athafnamaðurinn Lee A. Iacocca, stjórnarformaður Chry sler fyrirtækisins. Westland tók tilboði Fíat og Sikorsky Bandaríska þyrlufyrirtækið Sikor- sky og Fíat-fyrirtækið ítalska standa að tilboði sem samþykkt.var með 2-1 í stjórn Westland, breska þyrlufyrir- tækisins, um að þiggja eignaraðild og hjálp í efriahagsþrengingum breska fyrirtækisins. Hafnað var til- boði sem fjórir evrópskir aðilar stóðu saman um. Það voru eimmitt deilurnar um hvoru tilboðinu skyldi tekið sem ollu úlfaþytnum í Bretlandi á dögunum og leiddA til þess að tveir ráðherrar, vamarmálaráðherrann Heseltine og iðnaðarráðherrann Brittan, sögðu af sér. En við það setti stjóm Thatcher mjög niður. Samkvæmt tilboðinu munu Sikor- sky og Fíat láta 80 milljónir sterl- ingspunda renna til Westlandfyrir- tækisins. - Heseltine hafði verið mjög andvígur því að Sikorsky- tilboðinu yrði tekið. Taldi hann það gera fyrirtækið of háð bandarískri tækni. W w AISLENSKUM BOKAMARKADI HVAÐER UGLAN? Uglan er kiljuklúbbur. Við bjóðum þeim sem vilja eign- ast vandaðar baekur betri kjör en áður hafa þekkst á ís- landi. Þú færð briár bækur í pakka á sex til átta vikna fresti fvrir aðeins 498 krónur hvern pakka. auk sending- arkostnaðar. Stundum fylgir ókeypis aukabók, stund- um tilboð um ódýra valbók. HVERNIG BÆKUR? Uglubækurnar eru ekki aðeins ódýrar heldur einnig vandaðar. Við bjóðum þér nýjar þýddar skáldsögur, sigild verk bæði íslensk og erlend, sem hafa verið ófáanleg um langt skeið, spennusögur, handbækur og sígildar vandaðar barnabækur. ÓVÆNTUR GLAÐNINGUR! Þú færð fyrsta bókapakkann þinn í seinni hluta mars- mánaðar. Þeir sem eru með frá byrjun og gerast félag- ar fyrir þann tíma fá fimm bækur í pakka fyrir 498 krónur. Þær eru: Leo Tolstoj: STRfÐ OG FRIÐUR, fyrsta bindi P.D.James: VITNIDEYR, fyrra bindi P.D.James: VITNIDEYR, seinna bindi Aukabók: VEGGJAKROT Gjöf til stofnfélaga: fimmta bókin! HVAÐGERIR ÞÚ? Þú fyllir út meðfylgjandi miða og sendir okkur eða skráir þig í síma 15199 milli klukkan 9 og 22 alla daga. Fimm bækur í fyrsta pakkanum fýrir 498 krónur. ugLan íslenski kiljuklúbburinn, Laugavegi 18,101 Reykjavík. Já. ég óska eflir aö gerast áskrifandi aö fyrstu þremur bókapokkum UGLUNN- AR - Islenska kiljuklúbbsins fyrir aöeins 498 kr. hvern 3ja bóka pakka (auk sendingarkostnaöar). Jafnframt þigg ég þær tvær aukabækur sem fylgja fyrsta pakkanum mér aö kostnaöarlausu. Pegar ég hef tekið á moti þremur bókapókkum er mér frjálst aö segia upp áskrift minni án nokkurra frekari skuldbmdmga af minni hálfu. Nafn: Nafnnúmer: □ Visa Heimilisfang: Póstnúmer: Sveitar/bæjarfélag. Ég óska eftir aö greiösla veröi skuldtærð á [1.1 Eurocard reikmng minn Kor,numer:Dnnn □□□□ □□□□ □□□□ Giid,s«mi:nn/nn Sendið til: Uglan-íslenski kiljuklúbburinn Laugavegi 18 Pósthólf 392 121 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.