Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 8
30 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. MYND- BÖND UMSJON: Þorsteinn Vilhjálmsson Heldur látlausum vinsældalistum er stillt upp þessa vikuna. Sumarið er komið, með rigningu, roki og ein- staka sólargeisla. Veturlúnir Islend- ingar taka útiveru fram yfir inniveru. DV-myndalistinn skartar enn heiðri Prizzie’s í efsta sætinu. Rannsóknarblaðamaðurinn Fletch er þó fylginn sér og fer upp í annað sætið. Einfarinn hörfar í það fjórða og tveim sætum neðar er kollegi hans, Max, á ferð. Þriðja myndin í þessum flokki virðist njóta hylli þrátt fyrir þreytulegt yfirbragð. Kannski trekkir Tina Tumer. Á þáttalistanum er allt með enn kyrr- ari kjörum. Þrjár efstu þáttaraðimar skera sig algerlega úr hvað útleigur snertir, aðrar ku rétt hreyfast á sunnudögum. Sumarið er sennilega versti óvinur myndbandaleiga. DV listinn Myndir: 1(1)Prizzie’s honor 2(4)Fletch 3(2)Vitnið 4(3)Pale rider 5(7)Plenty 6(-)Mad Max beyond thunderdome 7(6)St.Elmos fire 8(5)lnvasion USA 9(-) A nigth in heaven IO(9)Námur Salómons konungs Þættir: 1(1)Blood and Orchids 2(2)Feigðarsýn 3(3)Spairfields daugther 4(4)Jack Holborn 5(6)A fortuned life 6(5)Kane and Able 7(7)Death in California 8(9)Golden pennies 9(19)Saga Kent fjölskyldunnar 10(8)Tvö á flótta Bandarikin: 1(1)Witness 2(4)Cocoon 3(2)Commando 4(3)Kiss of the spider woman 5(6)lnvasion USA 6(5)Return of the Jedi 7(9)The goonies 8(7)Silverado 9(10)Fright night 10(8)Prizzie’s honor ★ ★ Harry heljarmenni Dirty Harry Framleiöandi: Don Siegel Handrit: Harry Julian Fink, R.M. Fink Leikstjóri: Don Siegel Aöalhlutverk: Clint Eastwood Bönnuð innan 16 ára. Þessi mynd átti hvað mestan þátt í að skapa Eastwood einfaraímynd stórborgarinnar. Harry Challahan er enginn venjulegur lögreglu- þjónn. Hann er „súperlögga” eins og Eddy Murphy hefði orðað það. Harry er ekki kallaður dirty fyrir ekki neitt. Hann er nefnilega settur í öll verstu skítverk lögreglunnar, verkefni sem enginn annar vill taka að sér. Magnuminn er látinn útkljá ófá málin og Harry vart bliknar. En svo fær heljarmennið andstæðing sem reynist honum erf- iður ljár í þúfu. Hálfóður hippi gengur laus og skýtur allt kvikt. Harry nær að hafa hendur í hári hans en þá taka yfirvöld upp á þeirri firru að sleppa honum laus- um. Harry verður að vonum reiður og tekur lögin í sínar hendur. Það er athyglisvert að skoða þessa mynd út frá tíðarandanum sem ríkti 1971 þegar myndin var gerð. Það er engin tilviljun að aðal- andstæðingar Harrys skuli vera negrar og hippar. Meirihluti Bandarikjamanna hefur örugglega verið Harry hjartanlega sammála á þessum tíma um að slíkum minni- Harry þungur á brúnina enda hálfóður hippi að gera honum lífið leitt. hlutahópum bæri skilyrðislaust að útrýma. 1 dag gegnir sem betur fer öðru máli. Ofbeldið er það sem fyrst og fremst stingur í augun, boðskap- urinn sem einkennir svo margar myndir Eatwood, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Sem spennumynd hefur Dirty Harry elst vel. Atburðarásin er hröð, aldrei dauður punktur, en þeim mun meira af dauðum mönn- um. Eastwood er harkan sex í hlutverki hetjunnar og fer með rulluna af miklu öryggi. Þetta er skotheld afþreying fyrir aðdáendur kappans. Öðrum þykir vafalítið blóðbaðið og hrottaskapurinn fullmikið af því góða. EgmnsEiEsa meira af Max Mad Max beyond thunderdome Handrit: Terry Hays, George Miller. Tónlist: Maurice Jarre. Leikstjóri: George Miller, George Ogilve. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Tina Turner. Bönnuð innan 16 ára. Þriðja myndin um uppgjafarlögg- una Max og áreiðanlega sú siðasta. Hér ráfar Max enn um í eyðilegg- ingu kjarnorkustyrjaldar. Að þessu sinni á hann í höggi við gamla kyntröllið Tinu Turner. Tina leikur drottningu borgar nokkurrar sem tildrað var upp eftir styrjöldina miklu. Um tíma lítur út fyrir að Max biði lægri hlut en fyrir tilstuðlan krakkahóps nær hann að ráða niðurlögum Tinu- gengisins. Síðan heldur Max enn einn síns liðs út í eyðimörkina og snýr vonandi aldrei aftur. Það ber flestum saman um að þessi þriðja útgáfa Max formúl- unnar sé algert flopp. Mel Gibson virðist allavega búinn að fá nóg. Það skin af honum óhamingjan í aðalhlutverkinu. Hvað Tinu Turn- er viðvíkur þá leikur hún jafnilla og hún syngur. Röddin minnir mest á skrjáf í sandpappír og sem kyn- bomba er hún löngu sprungin. Miller leikstjóri verður gersvovel að fara að feta nýjar slóðir ef hon- um er á annað borð annt um feril sinn sem leikstjóra. Það eina sem stendur fyrir sínu er tónlist Maurice Jarre. Sá náungi bregst afar sjaldan. ★ ★ Átök í undirdjúpum The deep Framleiöandi: Peter Guber Handrit: Peter Benchley, Tracy Keeman Wynn Leikstjóri: Peter Yates Aðalhlutverk: Robert Shaw, Jacqueline Bisset, Nick Nolte Bönnuö innan 16 ára. Sjötíu og sjö módel af neðansjáv- arþriller. Ungt par finnur flak einhvers staðar við Bermúdaeyjar. í því reynast vera fomir hlutir og slatti af morfíni frá striðsárunum. Þau vilja fjársjóðinn en heima- menn morfínið. Hefst nú barátta upp á líf og dauða. The deep er leikstýrt af Peter Yates, þeim sama og leikstýrði The dresser. Dresser er að mínu viti hápunkturinn á ferli Yates en karl hefur sýnt að hann er fullfær um að gera þokkalegar spennumyndir. Djúpið er nefnilega ekki sem verst. Með Nolte, Bisset, Shaw og hand- riti Peter Benchley (skrifaði Jaws) tekst Yates að gera nokkuð heil- steypta mynd. Einstaka átök eru hressileg þó nokkuð vanti upp á að lokaatriðið sé nægilega magn- þrungið. Hafirðu lítið að gera þá sakar ekki að kíkja i undirdjúpin með Nolte og co. Og auðvitað hefur Benchley sæskrímsli til að drama- tísera aðstæður. Okkar á milli sagt þá bítur það af eins og eitt höfuð áður en yfir lýkur. ím$ mmm m &s m&*8* Vér mótmælum The bride Framleiöandi: Vidor Drai Handrit: Lloyd Fonvielle Leikstjóri: Frank Roodam Aöalhlutverk: Sting, Jennifer Beals Bönnuð innan 16 ára Að gera mynd um væntanlega eiginkonu Frankensteins greifa er ekki aðeins kjánalegt. Það er ger- samlega út í Hróa hött. Svona myndir gengu hvað best á þriðja áratugnum. Síðan eru liðin mörg ár. Sting söngvari hefur reynt ýmis- legt fyrir sér í kvikmyndum frá því hann steig sín fyrstu spor í rokk- myndinni Quadrophenia. Ég full- yrði að aldrei hefur hann lagst svona lágt. Hvílík sóun á þokka- legum hæfileikum. Flashdance drottningin Jennifer Beals leikur dúkkuna sem greifinn skapar. Be- als er auðvitað bráðfalleg en eins og kjáni í hlutverkinu. Hún ætti að halda sig við djassballettinn. Ekki er allt búið enn. Það sem kemur mest á óvart er að sjá hér núverandi óskarsverðlaunahafa, Geraldine Page. Hún leikur þernu Frankensteins. Trúið þið þessu? Hvað var konuræfillinn eiginlega að hugsa? Ég persónulega trúi þessu varla. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að leggja peninga í annað eins? Hvað halda framleiðendurnir eig- inlega að við séum? Fífl? Ég leyfi mér að mótmæla þessari móðgun fyrir hönd okkar allra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.