Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1986, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1986, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986. Fréttir Á gangi í Fossvoginum. Jafnvel göngulagiö minnir á forsetann. Tvífari forsetans í Fossvoginum Fólk snýr sér við á götum þegar Haukur Matthíasson lögregluvarð- stjóri er á ferð erlendis. Það heldur sig hafa séð Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta. Enda ekki skrýtið. Þeir félagar eru næstum því eins nema hvað Haukur er á sextugsaldri en Ronald nálgast áttrætt. „Ég neita því ekki, það heíur verið minnst á þetta við mig,“ sagði Haukur sem er búsettur í Fossvoginum. „Sjálf- um finnst mér ég ekkert líkur Banda- ríkjaforseta." Tæpast eru þeir Haukur og Reagan skyldir nema þá ef vera skyldi að sögu- sagnir um íslenskt ættemi Banda- ríkjaforseta væm á rökum reistar. Haukur er ættaður af Vestfjörðum, fæddur og uppalinn á Patreksfirði. Orðrómur segir hins vegar að amma Reagans hafi verið úr Skagafirðinum. -EIR Haukur Matthíasson er yngri en Ronald Reagan. Hann líkist forsetanum vafalítiö enn meira með aldrinum. DV-myndir S. I dag mælir Dagfari Auglýst efdr frambjóðendum Stjómmálaflokkamir em í óða önn að undirbúa sig fyrir næstu al- þingiskosningar. Reyndar verða þær ekki haldnar fyrr en næsta vor en sjálfetæðismenn era orðnir svo spenntir að þeir vilja helst láta kjósa strax í apríl. Framsóknarmenn segja hins vegar að ekkert liggi á og hefúr verið ákveðið að bíða með ákvörðun um kosningadag fram yfir jól. Sem ekki er nema von því forsætisráð- herra má alls ekki vera að því þessa dagana hugsa um innanlandspólitík. Hann er á kafi í að útvega amerísk- um og sovéskum túristum hótel og leigubíla og er búinn að stofha ferða- mannaþjónustu uppi í stjómarráði. Eyjólfúr Konráð hefur sömuleiðis lýst yfír því, að alþingismenn í utan- ríkismálanefnd hafi ákveðið að leggja niður allar eijur á meðan stórveldaleiðtogamir dvelja hér á landi, enda séu þeir Ronald og Mikki gestir allrar þjóðarinnar. Þetta þýðir á mæltu máli, að utanríkisnefndin öll ætlast til þess að vera boðin í veislumar og Steingrímur kemst ekki upp með það að stela senunni frá öðrum mikilsháttar mönnum sem sitja á þingi. Annars em það ánægjuleg tíðindi að alþingismennimir hafi ákveðið að hætta að rífast á meðan gestimir staldra við og spuming er hvort ekki eigi að arrangera svona gestakomum sem oftast svo þjóðin losni við rifrild- in í þinginu. Það yrði mikil guðs blessun. En þetta er nú útúrdúr. Við vorum að tala um kosningamar og undir- búning þeirra. Sjálfctæðisflokkurinn hefúr verið fyrstur til að ríða á vað- ið og boðað til prófkosninga um framboðslista. I Reykjavík em þeir þegar famir á stað en þá brá svo við að aðeins fimmtán Reykvíkingar höfðu áhuga á að setjast á þing fyr- ir SjálfctæðLsflokkinn. Flokksmenn segja sjálfir að Sjálfetæðisflokkurinn fái átta þingsæti í kjördæminu og mátti því ekki tæpara standa að flokkurinn fengi fólk til að fylla þau sæti. Klóra sér nú margir í höfðinu yfir þeirri skammsýni að hafa ekki slegið til, þar sem ljóst er, að þáttt- aka í prófkjöri hefði fleytt hinum sama inn á þing án þess að hafa nokkuð fyrir því. Verri er þó staðan í Reykjanes- kjördæmi. Þar var auglýst prófkjör og átti að kjósa um sjö sæti. Aðeins níu gáfú sig fram og stefhir allt í það að flokkurinn verði að hætta að halda prófkjör vegna manneklu. Sagt er að enginn hafi gefið kost á sér sunnan Hafhafjarðar og er þá af sem áður var, þegar Suðumesja- menn þóttu pólitískastir allra og höfðu svo marga frambjóðendur að hver felldi annan. Verður ekki betur séð en Reyknes- ingar séu á góðri leið með að draga sig út úr pólitík. Framsóknarflokk- urinn heftir farið fram á það, að Steingrímur Hermannsson gefi kost á sér í kjördæminu fyrir hans hönd, sjálfcagt vegna þess að annaðhvort finnst enginn annar framsóknar- maður í kjördæminu, eða þá að enginn þeirra hefúr lengur áhuga. Glöggur maður sagði Dagfara um daginn, að þetta væri illkvittni í flokkunum. Þannig hafa kratar á Austfjörðum lagt hart að Jóni Bald- vin, formanni flokksins, að bjóða sig fram fyrir austan, en Alþýðuflokkur- inn á engan þingmann úr því kjördæmi. Framsóknarflokkurinn á heldur ekki þingmann á Reykjanesi og kenningin er sú að flokksmenn þessara tveggja formanna séu að reyna að bola þessum foringjum sín- um út af þingi með því að tæla þá í framboð í vonlausum kjördæmum. Þessari kenningu trúir Dagfari ekki, en er þeirrar skoðunar, að ástandið sé einfaldlega orðið þannig að enginn nenni lengur í framboð til að sitja á þingi. Sú þróun er einn- ig augljós, að í stað þess að finna nýja frambjóðendur, ganga nú þing- menn á milli flokka og kjördæma eftir því sem sæti losna. Þrír þing- menn Bandalags jafnaðarmanna hafa þannig gengið í Alþýðuflokk- inn, sá fjórði er genginn í Sjálfstæð- isflokkinn, Eyjólfur Konráð er kominn suður og nú ætlar Stein- grímur að flytja sig um set. Þetta er auðvitað miklu handhægari að- ferð heldur en hin að vera sífellt að leita að nýju fólki, sem hvort sem gefúr ekki kost á sér í prófkjör. Hættan er líka sú, að nýtt fólk fari að skipta sér af póhtík, sem er bann- að þegar tignir gestir koma í heimsókn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.