Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VÍSIR 9. TBL. LAUGARDAGUR 28. FEBRUAR 1987. Matreiðslan Einu sinni var lítil stelpa sem hét Sigríður. Hún var kölluð Sigga. Sigga átti mömmu sem hét Margrét og var kölluð Magga. Einu sinni var Magga að búa til salat og Sigga var að læra. Þegar Sigga var búin að læra ætlaði hún til Ingu, vinkonu sinnar. En mamma kallaði: - Sigga, viltu koma og hjálpa mér að búa til salat? - Já, já, mamma mín, svaraði Sigga. Og síðan hjálpaði Sigga mömmu sinni og fór svo til Ingu. Guðbjörg Arnardóttir, 10 ára, Miðengi 22, 800 Selfossi. Mamma og María Einu sinni var mamma að afhýða epli og María litla fór að fikta í hýðinu. - Má ég borða hýðið? spurði María. - Nei, það getur staðið í þér, svaraði mamma. - En hér er epli og app- elsína. - Má ég hjálpa þér, mamma mín? spurði María. - Já, María mín, sagði mamma. - Má ég fá banana? spurði María aftur. - Nei, þetta á að vera í matinn, sagði mamma. María borðar alltaf allan matinn sinn. Rakel Margrét Viggósdóttir, 5 ára, Sólbraut 11, Seltjarnarnesi. Og einn brandari eftir Rakel: - Einu sinni var maður sem ætlaði að baka köku. Hann bakaði óvart brauð! Heimkoman Peta er 5 ára stelpa sem á heima hjá mömmu sinni og pabba á Akra- nesi. Pabbi hennar er sjómaður. Hann vinnur á rækjutogaranum Akurnesingi. Pabbi Petu er oft úti á sjó, þess vegna firinst Petu alltaf gaman þegar hann kemur heim. Mamma Petu frétti að Akurnesingur kæmi inn á morgun. Þá ákvað hún að leyfa Petu að hjálpa sér að búa til ávaxtasalat fyrir pabba. Þetta fannst Petu sniðugt. Nú fór Peta að sofa. Hún hlakkaði svo mikið til að fá pabba sinn heim. Morgunninn rann upp. Peta klæddi sig í snatri og vakti mömmu sína. Mamma klæddi sig og fór fram. Nú var eftir að búa til ávaxtasalatið. Þær byijuðu á því að opna ísskápinn og ná í ananas, epli, appelsínur, banana og vínber. Svo náði mamma í skál. Peta tók utan af banananum og skar í bita og setti svo bitana ofan í skálina. Allt í einu hringdi síminn. Það var pabbi að biðja um að sækja sig niður á bryggju. Þær mæðgur klæddu sig í útifötin og renndu af stað. Valborg Ragnarsdóttir, Sandabraut 12, 300 Akranesi. Hjálpsami drengurinn Einu sinni var strákur sem hét Ómar. Hann var að hjálpa mömmu sinni að gera ávaxtamat af því að amma hans og afi voru að koma frá Italíu og voru boðin í mat heim til Omars. Ómar sagði svona við mömmu sína: - Ég ætla að taka til í herberginu mínu. Þá sagði mamma hans: - Já, það er bara gott hjá þér, Ómar minn. Ómar fór að taka til í herberginu sínu og þá sá hann að apinn hans var týndur. Þá fór Ómar inn í stofu að taka til og þar fann hann uppá- haldsapann sinn. Allt í einu kallaði mamma: - Ómar, komdu nú og hjálpaðu mér að gera matinn því afi og amma eru alveg að koma. Síðan var dyrabjöllunni hringt og hveijir haldið þið að hafi verið komn- írr Inga Steinunn Arnardóttir, 6 ára, Traðarstíg 1, 415 Bolungarvík. Góða kakan Ósk var í skólagörðunum. í dag átti að taka upp grænmetið. Ósk bað mömmu sína að fara út í búð og kaupa ananas, vínber og banana, því hún ætlaði að baka ávaxta- og grænmetisköku. Afi og amma voru að koma í heimsókn. Svo allt í einu var dyrabjöllunni hringt og Ósk fór til dyra. Afi og amma voru þá komin. Þau settust öll við borðið. Svo kom Ósk með kökuna. Afa og ömmu fannst kakan svo góð. Þá glaðnaði yfir Ósk. Lísa Jóhannesdóttir, Hellisgötu 22, Hafnarfirði. Rúnar litli Rúnar litli, sex ára snáði, lék sér mikið úti enda þurfti mamma hans margoft að kalla á hann þegar hann átti að koma inn. Eitt sinn langaði Rúnar ofboðslega mikið í ávaxtasafa. Hann spurði mömmu hvort hún vildi blanda safa handa sér. Mamma sagði að hann gæti bara lært að gera það sjálfur. Svo byijaði mamma að kenna Rúna- ri. Honum fannst það gaman og eftir það hjálpaði Rúnar oft við heimilis- störfin. Margrét Rannveig Ólafsdóttir, Grænahjalla 13, 200 Kópavogi. AmyjFiSftLPiT/f) Mdaá <or-tu búa h! mQrtiwa 7 bcj €r aé bva b i/ 4^^/as^tat Ón rrn'on ■ M/wt sgi/a aJ horfá a ÝA ^ /fcfa fsf Suo cjjiii cjert þaé óyrir nQ0st' biilaé VcZti faé <=)otí 0// ftinn sö^éi mamms Og O/i •b)ó þaS til 0Qes-t. ö<j faá hbtir oíasá/aí. Jo'nsdcittiY , sára bíÖFSfíSTÍQ lo t IS Óol OK!Qton.\lil<. Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 12. tbl. og hlýtur verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.