Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Side 4
64 “ 28. FEBRÚAR 1987. ^ PÓjSTUR Pennavinir Halló Barna-DV! Mig langar til að eignast pennavini á aldrinum 12-14 ára, bæði stráka og stelpur. Ég er sjálf 13 ára. Áhugamál mín eru límmiðar, frímerki, pennavinir, Madonna, skíði, tónlist og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svara öllum bréfum fljótt. Elín Erna Magnúsdóttir, Setbergi 18, 815 Þorlákshöfn. Hæ, hæ, Barna-DV! Mig langar að eignast pennavinkonur. Viljið þið koma þessu á framfæri. Kolbrún Sigurjónsdóttir, Marargrund 1, 210 Garðabæ. Áhugamál: fimleikar, skíði og margt fleira. Mig langar í pennavini á aldrinum 11-12 ára. Sjálf er ég 11 ára. Hæ, Barna-DV! Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 9-10 ára, stelpur helst. Ég er sjálf 10- ára. Áhugamál mín eru: fimleikar, Bangles, Madonna, Five Star og fleira. Elín Sveinsdóttir, Tjarnarlöndum 13, 700 Egilsstaðir. Hæ, hæ! Mig langar til að eignast pennavini á aldrinum 9-13 ára. Ég er sjálf 12 ára. Áhuga- mál mín eru: skíði, sund, fimleikar og Bubbi Morthens. Dagbjört Lára Sverrisdóttir, Mjóuhlíð 10, 105 Reykjavík. P.S. Svara öllum bréfum. Hæ, hæ, Barna-DV! Ég er 9 ára og ég heiti Jónína. Ég hef áhuga á sundi, dansi, skautum, pennavinum, hljómsveitum og mér finnst gaman að lesa Barna-DV. Ég er 1,42 m á hæð og ég er 30 kg og núna er ég með sítt hár og er með blá augu. Jónína Magnúsdóttir, Sunnubraut 12, 250 Garði Besta Barna-DV. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 8-9 ára. Ég er sjálf 8 ára. Áhugamál mín eru: sund, sveit og ýmsar íþróttir. Svara öllum bréfum Jónína Mjöll Stefánsdóttir, Grenivöllum 12, 600 Akureyri. Besta Barna-DV. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf 9 ára. Svara öllum bréfum. Elísabet Þór, Mýrum 16, 450 Patreksfírði. Mig langar í pennavini á öllum aldri. Ég er sjálfur 11 ára. Jens Andri Fylkisson, Fjarðarstræti 15, 400 ísafírði. Hæ, hæ, Barna-DV! Mig langar í pennavini á aldrinum 7-9 ára. Ég er sjálf 7 ára. Takk fyrir birtinguna. Guðrún Halla Vilmundardóttir, Urðarteig 12, 740 Neskaupstað. P.S. Áhugamál: skíði, skólinn, fijálsar. Hæ, hæ, Barna-DV! Viltu birta nafnið mitt í pennavinum? Ester Björg Úlfarsdóttir, Strandgötu 21, 735 Eskifirði. Hef mörg áhugamál. Vil skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 9-13 ára. Ég er sjálf 11 ára. Svara öllum bréfum. Við erum þrjár frá Hellu og okkur vantar pennavini á aldrinum 10-13 ára. Við erum 11 ára, að verða 12. Svörum öllum bréfum. Ólöf Þórhallsdóttir, Ægissíðu 4, 850, Hellu, Rang. Áhugamál mín eru: fótbolti, hestar, íþróttir, frímerki, popplög og pennavinir. Hjördís Rut Siguijónsdóttir, Hraunöldu 1, 850 Hellu, Rang. Áhugamál mín eru: íþróttir, skíði, skautar, frímerki, hestar, popptónlist, fótbolti og pennavinir. Elín Yngvadóttir, Laufskógum 4, 850 Hellu, Rang. Áhugamál: fótbolti, skautar, íþróttir, frímerki, popptónlist og pennavinir. Lausnir á gátu Halló krakkar! Margar lausnir hafa borist eins og venjulega. Dregið hefur verið úr réttum lausnum og upp komu eftir- farandi nöfn: 6. tbl. 1987: 46. þraut: Stafasúpa: Valborg Ragnarsdóttir, Sandabraut 12 m, 300 Akranesi. 47. þraut: 6 atriði: JÓN Helgi Pétursson, Rauðalæk 7, 105 Reykjavík. 48. þraut: Leið nr. 1: Svandís Rós Reynisdóttir, Sólvöll- um, 425 Flateyri. 49. þraut: 2- C 1-A 3- B 4- D Hulda Jónsdóttir, Skagfírðingabraut 10, 550 Sauð- árkróki. 50. þraut: 1. Sovétríkjunum 2. Húsið á sléttunni 3. Níu 4. Herakles 5. Ófrískar konur 6. Hann má fjarlægja einn af leikmönnum andstæðingsins Margrét Aðalgeirsdóttir, Háagerði 4, 600 Akureyri. 51. þraut: Dagbjört Edda Barðadóttir, Háaleitisbraut 18, 108 Reykjavík. Halló! Ég er 8 ára og heiti Erla Margrét og ég á heima á Akur- eyri. Ég er í Barnaskóla Akureyrar. Ég fæ oft kvef og er mikið lasin núna. Það er gaman að eiga heima á Akur- eyri. Mér finnst BARNA-DV æðislega skemmtilegt blað. Svo er ég með eina uppástungu: - Er ekki hægt að byrja með frásagnarleik? Ef einhver byijar til dæmis að segja frá einhveiju sem hefur komið fyrir hann en segir bara hálfa söguna. Svo eiga lesendur að reyna að ráða hana og senda það til BARNA-DV. Síðan sendir hann eða hún sem skrifaði byijunina á frásögninni niðurlagið og þá ber maður saman það sem lesendur sendu og það sem höfundur skrifaði. Þetta er æðislega gaman! Bless, Erla Margrét. Kæra Erla Margrét! Bestu þakkir fyrir bréfið og teikninguna. Vonandi er þér batnað kvefið. Okkur líst ljómandi vel á tillögu þína um svona frásagnarleik og biðjum þig að hefja leikinn. Sendu okkur upphaf á frásögn og svo halda lesendur áfram. Bestu kveðjur, Barna-DV SKYNDIPRÓF Horfðu vel á þessar myndir í hálfa mínútu. Leggðu síðan blað yfir þær. Teldu þá upp allar myndir sem þú manst. 9-13 frábært 5-9 gott 0-5 lélegt Leggðu prófið fyrir aðra í fjölskyldunni. 1) Hvað heitir maðurinn? 2) Hvað heitir hundurinn? Sendið svör til: Barna-DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.