Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1987, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ - VÍSIR
12. TBL. LAUGARDAGUR 21. MARS 1987
Óli frændi kemur í heimsókn
Um kvöldið þegar Gunnar var að borða sagði pabbi:
„Óli frændi kemur á morgun og verður í sjö daga.“
„Vei!“ sagði Gunnar. „Kemur þá ekki Kolur, hundurinn hans, með honum?“
„Jú, jú, ætli það ekki,“ svaraði pabbi.
Þegar Gunnar var kominn í háttinn kom mamma hans inn og settist hjá honum. „Gunn-
ar minn, þú verður að vera kurteis við frænda þinn.“
„Já, já, mamma mín,“ sagði Gunnar.
Svo kyssti hann mömmu sína góða nótt. Um morguninn var dyrabjöllunni hringt. Þetta
var Óli frændi. „Nei, komdu blessaður og sæll,“ sagði pabbi. Á meðan mamma og pabbi
voru að heilsa Óla var Gunnar að leika sér við hundinn Kol.
Helgi Svanur Bjarnason, 7 ára,
Engjaseli 85, 109 Reykjavík.
Elli frændi
Það var sunnudagur. Björn var inni í herberginu sínu. Honum leiddist. Allir voru að
gera eitthvað nema hann. Mamma og pabbi sögðu að bráðum kæmi maður í heimsókn. Allt
i einu heyrði Björn í hundi úti. Þarna var þá Elli frændi og hundurinn hans komnir i
heimsókn. Elli var blindur. Þess vegna átti hann hund.
Kolbrún Benediktsdóttir,
Glitbergi 9, 220 Hafnarfirði.
Afinælið
Palli á Ósi átti 7 ára afmæli. Það komu nokkrir krakkar af næstu bæjum í afmælið.
Rúnar frændi á Hóli kom líka. Hann var með tíkina sína með sér. Hún var hvolpafull.
Þegar Palli vissi það bað hann Rúnar að gefa sér einn hvolp. Rúnar vildi gefa Palla hvolp.
en hann sagði Palla að hann yrði að fá leyfi hjá pabba og mömmu fyrst. Þau leyfðu Palla
að fá hvolp.
Nokkrum mánuðum seinna kom Rúnar með hvolpinn til Palla. Hvolpurinn var brúnn á
litinn með hvítt skott og hvítar lappir. Palli skírði hvolpinn Lappa. Palli var mjög glaður
að fá Lappa og þakkaði Rúnari fyrir.
Ragnar Gunnarsson, 7 ára,
Böðvarsgötu 6, 310 Borgarnesi.
Er hann
grimmur,
frændi?
Einú góðan veðurdag vaknaði Dagbjört litla af sætum næturblundi. Henni leið mjög vel
þennan dag. Hún hélt líka að þegar bjart væri þá væri hún svo glöð.
Einu sinni fékk Dagbjört litla lítinn hvolp. En hún þurfti að vera í skólanum og pabbi
og mamma í vinnunni. Því miður leiddist hvolpinum svo mikið að Dagbjört gat ekki hald-
ið honum. Dagbjört átti frænda uppi í sveit. Hann passaði hvolpinn. Frændi hét Andrés
og hvolpurinn Máni.
Þegar Dagbjört var komin í fötin sín fór hún niður til mömmu og pabba sem voru að
borða morgunmatinn sinn. „Hvenær kemur Andrés með Mána?“ spurði hún.
„Þeir koma eftir hádegi,“ svaraði pabbi.
Máni var orðinn stór hundur. Dagbjört hafði ekki séð Mána svo lengi.
Þegar Andrés kom loks með Mána spurði Dagbjört: „Er hann grimmur, frændi?"
Pabbi og mamma gátu ekki annað en farið að hlæja og frændi gat heldur ekki stillt sig
um að skella upp úr líka. Það var nú gaman! Ekki leið á löngu þar til Andrés þurfti að
fara. Öll veifuðu þau á eftir Andrési og Mána.
Nina Rúna Kvaran Ævarsdóttir,
Kambsvegi 25, 104 Reykjavik.
Guðrún og
Kátur
Guðrún er 5 ára. Guðrúnu langaði svo í hund en pabbi og mamma vildu ekki gefa henni
hund. Einu sinni fóru pabbi og mamma í boð og Guðrún var hjá Bjarna frænda sínum á
meðan. Guðrún sagði.Bjarna að sig langaði svo mikið í hund.
Seint um kvöldið náði pabbi og mamma Guðrúnar í hana og fóru öll heim að sofa.
Næsta dag kom Bjarni frændi í heimsókn með hund sem hann gaf Guðrúnu. Mikið varð
hún glöð.
Alla daga var hundurinn kátur svo Guðrún skírði hundinn sinn Kát.
Guðný Hilmarsdóttir, 9 ára,
Vesturrási 51, 110 Reykjavík.
Hundur í
heimsókn
Pabbi, mamma og Vala litla voru að fá hund í heimsr'kn. I fyrstu hlakkaði Vala litla
mikið til að fá hundinn í heimsókn. Nú var dyrabjöllunni hringt. Þegar Vala litla sá hund-
inn hljóp hún í herbergið sitt og læsti hurðinni. Mamma hljóp upp til Völu litlu og
bankaði. Vala litla opnaði og faðmaði mömmu sina að sér.
„Af hverju hljópstu upp í herbergið þitt og gerðir Kol hræddan?" spurði mamma.
„Ég var sjálf svo hrædd við Kol." sagði Vala.
En mamma fékk Völu litlu til að koma niður og vingast við Kol.
Vala og Kolur urðu góðir vinir.
Ragnheiður Hafstein,
Skildinganesi 29, 106 Reykjavík.
Torfi og Kola
Það var einu sinni strákur sem hét Torfi. Hann átti frænda sem hét Kristinn. Þegar
Kristinn var lítill fékk hann snjóbolta i augað. Þannig varð hann blindur.
Kristinn átti tík sem hét Kola. Hún hjálpaði Kristni að rata. Þau komu oft í heimsókn
til Torfa. Þá fannst Torfa gaman að leika við Kolu. Torfi og Kola fóru oft út að hlaupa.
Fróði Árnason, 7 ára,
Heiðargerði 58, 108 Reykjavík.
Óli
Einu sinni var strákur sem hét Óli og var að bíða eftir pabba sínum. Hann ætlaði að
fá hund, síðan kom pabbi með hundinn.
Örn Valsson,
Hrannargötu 9, 400 ísafirði.
Sagan mín
Skrifið sögu um þessa mynd.
Sagan birtist síðan í 15. tbl.
og hlýtur verðlaun.