Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987. 19 Dansstaðir - Matsölustaðir - Leikhús - Sýningar - Kvikmyndahús - Myndbönd o. fl. Ef þú vilt dansa Ártún, Vagnhöfða 11, sími 685090. Gömlu dansarnir á föstudagskvöld, gömlu og nýju dansarnir laugardagskvöld. Hljómsveitin Danssporið ásamt söng- konunni Kristbjörgu Löve bæði kvöldin. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500. Skemmtidagskráin „Allt vitlaust“ föstu- dags- og laugardagskvöld. Evrópa v/Borgartún. Á föstudags- og laugardagskvöld munu ísraelsku þátttakendurnir í Eurovision söngvakeppninni skemmta í veitinga- húsinu Evrópu. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík. „Leitin að týndu kynslóðinni", lifandi tón- list áranna fyrir-1975. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2. Reykjavík, sími 82200. Dansleikir á föstudags- og laugardags- kvöld. Tískusýning öll fimmtudagskvöld. Hótel Saga v/Hagatorg, Reykjavik, sími 20221. Laddi og félagar föstudags- og laugardags- kvöld. Lennon við/Austurvöll, Reykjavik, sími 11630. Diskótek föstudags- og laugardagskvöld. Miami, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240. Diskótek föstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ára. Casablanca við Skúlagötu. Diskótek um helgina. Uppi og niðri, Laugavegi 116, Reykjavík, sími 10312. Opið alla daga vikunnar, lifandi tónlist. Þórskaffi, Brautarholti 2, Reykjavik, sími 23333. Grínveisla ársins, Þórskabarett á föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Santos ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnarsdóttur. Happdrætti Almanakshappdrætti Lands- samtakanna Þroskahjálpar Vinningurinn í mai kom á nr. 14539. Tilkyrtningar Sorgin rædd á Akureyri Námsstefna um sorg og sorgarviðbrögð verður haldin á fimmtudagskvöld (upp- stigningardag) í Glerárkirkju á Akureyri og hefst hún kl. 19. Páll Eiríksson geð- læknir, sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkra- hússprestur, Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur og Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur flytja erindi. Á eftir verða pallborðsumræður þar sem fyrir- spurnum verður svarað. Námsstefnan er öllum opin og eru Norðlendingar hvattir til að sækja hana. Námskeiðsgjald er 500 krónur og einnig verða seldar veitingar á 100 krónur á mann. Námsstefna lík þess- ari var fyrir skömmu haldin í Reykjavík og var hún mjög fjölmenn. I framhaldi námsstefnunnar er í ráði að stofna hópa þar sem fólk getur komið saman og skipst á skoðunum og deilt reynslu sinni með öðrum. Göngudagur Ferðafélags íslands í ár efnir Ferðafélag íslands í níunda skipti til sérstaks göngu- dags og sem fyrr er leitast við að fara leið sem er við allra hæfi og um leið forvitnileg. Fyrir valinu varð Esjan, enda er það umfangs- mesta fjalllendi L nágrenni borgarinnar. Ekki er.ætlunin að leggja í fjallgöngu heldur kanna umhverfi þessa tignarlega fjalls. Lagt verður upp í gönguna frá bílastæði Artúnsár. Gengið verð- ur eftir götuslóða spölkorn inn dalinn eða þar til komið er inn fyrir brúnir gljúfurs Blikadalsár sem heitir Ártúnsá þegar dalinn sleppir. Þetta er kjörin gönguferð fyrir alla fjöldkylduna og ákjósanleg leið til þess að efla kynni hinna yngri við eigið land. Brottför verður kl. 13.00 frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Fólk á eigin bílum er velkomið með. Ný uppfinning litur dagsljósið í Friðarpípufaktoríunni, bankvélin sem tekur af allt bank, með öðrum orðum heyrist ekkert þegar knúið er dyra. Söngleikuriim Friðaipípufaktorian íTónabæ Söngleikurinn Friðarpípufaktorían 1. 2 og 3 eða 4. 5. eftir Jóa á hakanum. verður frumsýndur í Tónabæ á laug- ardaginn kl. 17.03 stundvíslega að sögn. Söngleikurinn er í tveimur hlutum. f>TÍr og eftir hlé. Hópurinn Happý og harmóníhópurinn stendur að sýningu þessai-i. undir og til hliðai' við leikstjóm Hjálmars Hjálmarssonar. Söngleikm'- inn byggir á sannsögulegu ævintýri um þá félaga Crazy Horse og Zorro og narrkenndri glímu þeirra við Hörð Böll Spillikött. Virkar bankvélin ógiu-lega virkilega? Tekst þefdýmnum að spilla Friðarpípufaktoríunni? Hver vinnur Ritzkeppn- ina? Svörin við þessum áleitnu spurningum fást á laugar- daginn í Tónabæ. Það skal tekið fram að einvörðungu verða tvær sýningar. sú f\Tri sem fyrr segir á laugardag- inn og síðari sýningin verðui' mánudaginn 1. júní kl. 20.02. Aðgangseyrir er 200 krónur. ísraelamir Datner og Kushiner stinga í stúf Israelsku þátttakendurinir Eurovision söngvakeppninni, þeir- Datner og Kushiner, skemmta í veitingahúsinu Evrópu um helg- ina. Datner og Kushiner vöktu mikla athygli fyrir skemmtilega sviðs- framkomu og óvenjulegt lag sem stakk í stúf við hið hefðbundna Euróvision form. Er það kannski þess vegna sem þeir hafa notið svo mikilla vinsælda hérlendis að und- aförnu með lag sitt Shir Habatlan- im (Lazy Bums) og klifrað upp hvern vinsældarlistann á fætur öðrum. Fullu nafni heita þeir félagar Avi Kushiner og Nathan Datner. Báðir eru þeir söngvarar og leikarar, auk þess sem þeir eru ákaflega liprir íþróttamenn eins sást glöggt í keppninni. Þeir kynntust er þeir unnu saman við ferðaleikhúsið Beer-Sheva sem er Shakespeare leikhús. Leikararnir frá Shakespeare leikhúsinu dansa í Evrópu um helgina. ísrael grína, syngja og Nemendasýning Listdansskóla Þjóðleikhússins Árleg nemendasýning Listdansskóla Þjóðleik- hússins verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.00. Hátt á annað hundrað nemendur skólans, á aldr- inum níu ára til tvítugs, taka þátt í sýningunni. Fluttur verður dans eftir Ingibjörgu Bjarnad- óttur, Ævintýri um kóngsdæturnar tólf, við tónlist eftir Edward Grieg. Sýningin er öllum og opin og er aðgangseyrir 300 krónur. Skælbrosandi konungsdætur úr Listdansskóla Þjóðleikhússins dansa við tónlist eftir Grieg í kvöld. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.