Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.1987, Side 7
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1987.
• Friðrik Friðriksson og félagar
hans í Fram leika gegn Akurnes-
ingum á morgun uppi á Skaga.
Verður fróðlegt að sjá hvort Frið-
rik markverði tekst að halda
marki sinu hreinu.
. ÍA-Fram
stórleikur
2. umferðar
Önnur umferð 1. deildar ís-
landsmótsins í knattspyrnu hefst
í kvöld og fara þá fram tveir leik-
ir en annars verður knötturinn á
fullri ferð um land allt um helg-
ina.
• Víðir fær KA í heimsókn í
Garðinn í kvöld og hefst leikur-
inn kl. 20.00 og má búast við
jafnri og skemmtilegri viðureign.
A sama tíma eigast við Þór og
Völsungur á Akureyrarvelli.
Þórsliðið kom á óvart í fyrstu
umferð þegar það lagði íslands-
meistara Fram að velli fyrir
sunnan og verður því fróðlegt að
fylgjast með þeim í þessum leik.
A KR-velli taka heimamenn á
móti FH.
• Á laugardag verður stórleik-
ur umferðarinnar þegar Akur-
nesingar og Framarar mætast á
Skaganum kl. 16.00 og má búast
við hörkuviðureign eins og alltaf
þegar þessi lið etja kappi hvert
við annað.
• Síðasti leikur umferðarinnar
verður á sunnudagskvöldið þegar
Valsmenn leika gegn Keflvíking-
um á Valsvelli kl. 20.00.
• Tveir leikir verða í 2. deild á
laugardag. Einherji og ísfirðing-
ar leika á Vopnafirði og Vest-
mannaeyingar og Breiðablik í
Eyjum og hefjast báðir leikirnir
kl. 14.00.
• Á sunnudag verða tveir leik-
ir. Þróttur og KS leika á Laugar-
dalsvelli og Selfyssingar og
Leiftur leika á Selfossi, báðar við-
ureignirnar byrja kl. 14.00.
Umferðinni lýkur á mánudags-
kvöldið með leik Víkings og ÍR á
Laugardalsvelli kl. 20.00. -JKS
HELGARBLAÐ
Frjálst.óháÖ dágblaö
Á M0RGUN
Lífið er skák
Heimsmeistarinn okkar ungi, Hannes Hlífar Stefánsson, segir frá
skákinni, lífinu og tilverunni í hressilegu viötali. Sem stendur er
skákin hans eina áhugamál, hann hefur gaman af aö sigra en hann
gefur ekki mikið fyrir verðlaunagripi, sem yfirleitt eru algert drasl.
Bikarinn, sem hann fékk að launum í Innsbruck, er til dæmis úr
plasti og var auk þess vitlaus bikar.
Suðurlandskjálfti á næsta leiti?
Er jarðskjálftavirknin undanfarna daga fyrirboði stóra skjálftans sem
jarðskjálftafræðingar hafa verið að spá á Suðurlandi? Standast bygg-
ingar á Suðurlandi þær kröfur sem gera verður til þeirra með tilliti
til öflugs jarðskjálfta?
Um þessa hluti og fleiri tengda stóra skjálftanum er fjallað í fróð-
legri grein, auk þess sern saga síðustu Suðurlandsskjálfta er rifjuð
upp.
I