Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1987, Blaðsíða 4
D ennavmir Steinunn Hreiðarsdóttir, Öxnahól, Hörg- árdal, Skriðuhreppi, 601 Akureyri, óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-19 ára, bæði strákum og stelpum. Áhugamál: Hestar, kýr. fimleikar, frjálsar íþróttir, fótbolti, handbolti, sund og margt fleira. Svarar öll- um bréfum. Steinunn verður 12 ára í júní. Sigrún Þorsteinsdóttir, Hrísholti 11, 210 Garðabæ, 13 ára. Vill pennavini á aldrinum 13-14 ára. Áhugamál: Hestar, fimleikar og margt, margt fleira. Mvnd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Þóra Svanhildur Þorkelsdóttir, Böðvars- götu 12, 310 Borgarnesi. 13 ára. Vill pennavini á ald.rinum 12-14 ára. Áhuga- mál: Pennavinir, sætir strákar og fleira. Svava Júlía Jónsdóttir, Álftarima 1, 800 Selfossi, 10 ára. Áhugamál: sund, hestar og öll dýr. Vantar pennavinkonu á aldrinum 9-11 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Svarar öllum bréfum. Angela Agnarsdóttir, Aðalbraut 61, 675 Raufarhöfn, 12 ára. Vantar pennavini á aldrinum 12-14 ára. Áhugamál Angelu er aðallega Madonna. Guðrún Erla Gunnlaugsdóttir, Oddnýjar- braut 5, 245 Sandgerði, 10 ára. Pennavinir á aldrinum 8 til 100 ára, bæði strákar og stelpur. Svo mættu líka krakkar sem vita um danska, enska eða sænska krakka sem skrifa á íslensku eða skilja íslensku, gefa mér heimilisföngin hiá þeim. Svarar öllum bréfum. Hjalti Ragnar Eiríksson, Borgarvík 17, 310 Borgarnesi, vantar pennavini á aldrinum 9 -12 ára. Áhugamál: Fótbolti, körfubolti, dýr, góðir pennavinir og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Og Hjalti lét þessa teikningu af Andrési önd fylgja með: Aðalbjörg G. Árnadóttir, Brúnagerði 1, 640 Húsavík, 10 ára. Vill skrifast á við bæði stráka og stelpur á aldrinum 10-12 ára. Áhugamál: Madonna, ferðalög, sund og að passa börn. Helga Hafdís Gísladóttir, Breiðabliki 11, 740 Neskaupstað. Vantar pennavini á aldr- inum 10-13 ára. Áhugamál: Skíði, sund og fleira. Og Helga sendir smá vísu í leiðinni: BARNA-DV er gott blað Allir vilja lesa það. Leysa margar þrautir og senda það svo. PqSTUR Pennavinir Hildur Björg Einarsdóttir, Heiðarbrún 34, 810 Hveragerði, 10 ára. Pennavinir, helst stelpur á aldrinum 10-12 ára. Mörg áhuga- mál. Reynir að svara öllum. Finnbogi Helgi Snæbjörnsson, Aðalstræti 130, 450 Patreksfirði. Áhugamál: Gera við hjól og fótbolti og margt fleira. Vill skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréti ef hægt er. Svarar öllum bréfum. t Kristín Ársælsdóttir, Holtsgötu 29, 245 Sandgerði, 10 ára. Vill skrifast á við krakka á aldrinum 10-11 ára. BESTA BARNA-DV! Mig langar til að eignast pennavinkonu á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf 10 ára: Áhugamál: Dans, teikning, hestar og öll dýr. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ég ætla líka að senda ykkur mynd sem ég teiknaði af kisu minni þegar hún var úti í glugga að horfa á fuglana. Svo sendi ég líka eitt ljóð: SUMAR Sumarið er komið svo afskaplega hlýtt. Áður var vorið svo sælt og svo blítt. BERGLIND KÁRADÓTTIR, 9 ára, Bláskógum 1, 109 Reykjavík. Kisa horfir á fuglana. Jóhann Freyr Vilhjálmsson LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1987. Kæru krakkar! Bestu þakkir fyrir öll bréfin. í næsta vísna- þætti „Komdu nú að kveðast á“ skuluð þið yrkja um DÝR, sem þið þekkið. Einnig væri gaman að fá myndir og teikningar um sama efni. En þá er komið að vinningshöfum fyrir 19. tölublað: 8. þraut: STAFASÚPA SANDRA KJARTANSDÓTTIR, Holtsgötu 25 Reykjavík. 9. þraut: LEIÐ A. ANNA ELÍSABET BJARNADÓTTIR, Há- túni 25, 735 Eskifirði. 10. þraut: 5 VILLUR. MAGNÚS GUNNLAUGSSON, Hrannar- byggð 20, Ólafsfirði. 11. þraut: LEIÐ C HEKLA GEIRDAL JÓNASDÓTTIR, Dals- gerði 4D, 600 Akureyri. 12. þraut: BRYNJÓLFUR OG ÞÓRHILD- UR. INGIBJÖRG SOFFÍA OSMO, Nestúni 21, 810 Hellu, Rang. 13. þraut: 5 AXIR. HAUKUR JOHNSON, Giljalandi 28, Reykjavík. Við viljum biðja lesendur að spreyta sig á þraut sem MAGNÚS GUNNLAUGSSON, Hrannarbyggð 20, Ólafsfirði, sendi til BARNA-DV: Hvaða ungi fær brauðbitann sem maðurinn heldur á? Geturðu lokið við að teikna þessar myndir? Litaðu þær síðan vel og vandlega!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.