Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1987, Page 1
Páll og Róbert Það voru einu sinni tveir strákar sem hétu Páll og Róbert. Þeir voru mjög góðir vinir. En einn daginn gerðist það að þeir fóru að rífast um það hvor væri sterkari. Páll og Róbert ákváðu að fara í slag til að komast að því hvor væri sterkari. Svo þegar þeir voru búnir að slást í svolítinn tíma hættu þeir því þeir höfðu báðir meitt sig. Páll var með blóðnasir. Sem betur fer var hann alltaf með vasaklút í vasanum og gat þurrkað sér. Róbert var kominn með glóðarauga, þannig að það kom í ljós að Páll var sterkari. Margrét Arna Arnardóttir Sólheimum 25 (8-B) 104 Reykjavík Perluvinir Óli var nýfluttur í bæinn. Hann átti enga vini. Óli var eitt sinn að koma úr skólanum. Þá hópuðust allir krakkarnir kringum hann og fóru að stríða honum. Svo kom sterkasti strákurinn í bekknum. Hann hét Axel. Axel sagði við Óla: „Þú ert alger fáviti!“ Þá varð Óli svo reiður að hann rauk á Axel og svo varð hörkuslag- ur. Maður nokkur átti leið þarna fram hjá. Þegar hann sá að þarna var slagur tók hann strax í strákana og sagði þeim að hætta. Svo sagði hann þeim að takast í hendur og fyrirgefa hvor öðrum og þeir gerðu það. Eftir þetta urðu þeir perluvinir. Arndís Hreiðarsdóttir Haukanesi 19 210 Garðabæ Slagsmál Jón og Óli fóru í slag á skólaganginum. Þá kom gangavörður inn og skammaði þá. Þeir voru saman í bekk. Jón fékk blóðnasir en Óli glóð- arauga. Kennarinn þeirra kom og skammaði þá. Svo urðu þeir vinir á ný og ætluðu aldrei framar að fara í slag. Þeir urðu alltaf bestu vinir. Agnes Ósk Sigurðardóttir Hlíðarási 5 270 Varmá Mosfellssveit Lúlli og Láki Lúlli og Láki eru bræður. Einu sinni voru þeir að leika sér inni í stofu. Þá rákust þeir svo fast saman að Láki fékk glóðarauga og Lúlli blóðnasir. Þeir fóru báðir að gráta og kölluðu á mömmu. Hún kom og(huggaði þá og sagði þeim að passa sig á glerbrotunum úr glasinu sem þeir höfðu brotið í öllum látunum. Gísli Birgir Ómarsson, 7 ára Brimhólabraut 1 900 Vestmannaeyjum Areksturinn Þórir hafði verið í sumarfríi og flýtti sér nú til vinar síns, hans Hróa. Þórir hljóp niður stíginn á ofsahraða og var rétt kominn að horninu þegar Hrói birtist á harðahlaupum á móti honum. Þórir hafði ekki tíma til að stoppa og skall nú á Hróa aumingjann með þeim afleiðingum að Hrói fékk glóðarauga og Þórir blóðnasir. Guðrún Th. Guðmundsdóttir Reykjaflöt, Hrun. 801 Selfoss Siggi og Gulli Siggi og Gulli voru góðir vinir, mjög góðir, og léku sér alltaf saman. Einn góðan veðurdag fóru þeir að rífast út af flösku sem þeir báðir fundu. Það urðu slagsmál. Gulli fékk glóðarauga og Siggi blóðnasir, en flaskan brotnaði í þúsund mola. En þeir fyrirgáfu hvor öðrum og ætluðu aldrei að rífast aftur út af svona smáhlutum. Aðalheiður L. Sigurðardóttir Hlíðarási 5 270 Varmá Kalli og Palli Kalli og Palli eru í boltaleik inni hjá Kalla. Þeir eru að henda á milli. Allt í einu hendir Palli boltanum upp í ljósakrónu og brýtur peruna. Þeir fara að rífast um það hvor hafi brotið peruna. Það en- daði með því að Kalli og Palli fóru að slást. Það borgar sig ekki því það getur endað illa! Elva Rósa Skúladóttir, 9 ára Eikjuvogi 29 104 Reykjavík Reynir og Rúnar Reynir og Rúnar eru mjög miklir prakkarar. Einn daginn voru þeir að slást og urðu mjög ringlaðir. Reynir lamdi Rúnar og Rúnar fékk glóðarauga. Þá lamdi Rúnar Reyni og hann fékk blóðnasir. Þeir hættu svo að slást og urðu góðir vinir aftur. Þórgunnur Oddsdóttir, 6 ára Dagverðareyri 601 Akureyri Sagan mín Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síðan í 33. tbl. og hlýtur verð- laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.