Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1987. 27 ín- íu, °g íns nn í á 3VO ns- Á ur- sa. n í íar nig Hljómeyki frumflytur verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Credo, sem er aöeins einnar viku gamalt. Sumarsýning 1987: Svart ský níu lista- manna og Kjarval á Þingvöllum Nokkir ungir listamenn, eða alls níu, hafa tekið höndum saman og opnað sumarsýningu að Kjarvals- stöðum er þeir nefna Svarta skýið. Þeir ætla að sýna fram á að mögu- legt sé að halda sýningu uppi yfir sumartímann. Auk þess var opnuð sýning á verkum Jóhannesar Kjarval er nefnist Kjarval á Þing- völlum. Þar er leitast við að draga fram myndir þar sem myndskáldið Kjarval kemur fram. Megnið af þessum myndum hafa verið kallað- ar fantasíur meðal almennings en eru í raun beinir afkomendur þess menningarjarðvegs sem Kiarval óx upp og starfaði í. Listamennirnir 9 sem sýna eru Jón Óskar, sem sýnir málverk, ívar Valgarðsson, steinsteypu, Erla Þórarinsdóttir, málverk, Halldór Ásgrímsson, blandaða tækni, Kees Visser, málverk, Sverrir Ólafsson, skúlptúr, Hulda Hákon, lágmyndir, Hannes Lárusson, ljósmyndir af mótuðum sandi, og Birgir Andrés- son sýnir málverk. Á þessu sést að saman eru komn- ir á Kjarvalsstöðum ólíkir lista- menn sem skapa mikla breidd, I niðurlagi umsagnar sinnar um Svarta skýið segir Hannes Lárus- son eftirfarandi: „Spurningin, sem snýr að listamönnum og listvinum, er einföld: Hvað er hægt að gera til að forða listinni frá þeim örlög- um að lokast inn í listaheiminum, þar sem svart ský lokar brátt sólar- sýn og vísa henni á braut aukinna landvinninga af veruleikanum; hvort heldur þau liggja í afkimum hugans eða rétt fram við tærnar þar sem listamenn og listunnendur leiðast í gegnum daglega h'fið?" Sumar myndir Svövu eru handlit- aðar og unnar með mismunadi aðferðum. Svala sýnir ljósmyndir í Djúpinu Sýning á ljósmyndum Svölu Ól- afsdóttur stendur yfir í Djúpinu við Hafnarstræti. Hún sýnir þar mynd- ir sem eru unnar á tveimur síðustu árum og eru svarthvítar, sumar handlitaðar og unnar með mismun- andi aðferðum. Svala lauk BFA-gráðu í ljós- myndun frá San Francisco Art Institute í Bandaríkjunum vorið 1986 og er þessi sýning hennar fyrsta hér á landi. Sýningin stendur til 26. júlí og er opin alla daga vikunnar frá morgni til kvölds. Óvenjuleg sýning í Gall- erí Gangskör Síðastliðið haust hefur starfað í Reykjavík ungur listamaður að nafni Helgi Valgeirsson. Hann lauk námi í Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1986. Helgi hefur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum, þ.á m. sýningunni Gull- ströndin andar 1982 og NART1986. Einnig er skemmst að minnast samsýningar sem Helgi tók þátt í í Nýlistasafninu í lok febrúar sl. i Helgi heldur nú sína fyrstu einka- sýningu í Gallerí Gangskör í Lækjargötu. Verður hún opnuð í dag og stendur til 25. júlí - óvenju- leg sýning sem enginn ætti að missa af. MSHaSBÉ 1 ljósleiðarastrengjunum, sem nú er verið að leggja, eru sex Ijósleiðarar og geta tveir slíkir ílutt 2000 símarásir eða fjórar sjón- varpsrásir með þeim búnaði sem nú er fáanlegur, Með nýjum búnaði verður hægt að margfalda ílutningsgetuna á sama streng. Á næstu árum verður síðan unnið að áframhaldandi byggingu stafrænna kerfa víða um land. Biskup visiterar Múlapróf- astsdæmi Settur biskup, sr. Sigurður Guðmundsson, mun visitera kirkjur, söfnuði og presta Múlaprófastsdæmis nú í júlímánuði. Sr. Sigmar Torfason prófastur mun vera í för með biskupi ásamt Aðalbjörgu Halldórs- dóttur biskupsfrú, sr, Magnúsi Guðjóns- syni biskupsritara og konu hans, frú Onnu Sigurkarlsdóttur. Visitasiuferð biskups verður sem hér segir: 10. júlí kl. 14.00: Skeggjastaðir. 10. júlí kl. 20.30: Vopnaíjörður. 11. júlí kl. 14.00: Hof í Vopnafírði. 11. júlí kl. 20.00: Möðrudalur. 12. júlí kl. 11.00: Egilsstaðir, sunnudagur. 13. júlí kl. 14.00: Eiríksstaðir á Jökuldal. 13. júlí kl. 20.00: Hofteigur. 14. júlí kl. 14.00: Valþjófsstaður. 15. júli kl. 14.00: Vallanes. 16. júlí kl. 14.00: Þingmúli. 17. júlí kl. 14.00: Ás. 18. júlí kl. 14.00: Hjaltastaðir sumarbúðir. 19. júlí kl. 14.00: Eiðar, sunnudagur. 20. júlí kl. 14.00: Sleðbrjótur. 21. júlí kl. 14.00: Kirkjubær. 22. júlí kl. 20.30: Bakkagerði í Borgarfirði. 23. júlí kl. 20.30: Seyðisfjörður. Tilkynnt verður nánar á hverjum stað um fyrirkomulag heimsóknar biskups. Skipulögð legháls- og brjóst- krabbameinsleit Eitt af síðustu embættisvekum llagnhildar Helgadóttur, sem heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, var að undirrita samning við Krabbameinsfélag Islands um skipulega legháls- og brjóstakrabbameins- leit. Markmiðið er að draga úr þessum sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum í samræmi við ál.vktun Al- þingis og tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar frá 1985. Reiknað er með því að framkvæmdar verði allt að 25 þúsund leghálskrabbameins- skoðanir árlega eða allt að 100 þúsund skoðanir á 4 árum. og allt að 15 þúsund brjóstakrabbameinsskoðanir árlega eða allt að 60 þúsund á samningstímanum. Gangi þetta eftir eru góðar horfur á að draga megi stórlega úr þessum sjúkdómum og fækka dauðsföllum af þeirra völdum. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur greiði fyrir krabbameinsskoðunina sama gjald og fyrir sérfræðiaðstoð samkvæmt reglum almannatrygginga en þó aldrei nema eitt gjald. Kostnaður ríkissjóðs af leitarstarf- inu er áætlaður um 45 millj. kr. árlega. Árangur leitarstarfsins skal metinn árlega og oftar óski ráðuneytið sérstaklega eftir því. Verslunarráð Islands og Almenna bókafélagið, hádegisverðarfundur á Hótel Sögu C.N. Parkinson, hinn kunni fræðimaður á sviði stjórnunar, mun halda erindi og svara fyrirspurnum á hádegisverðarfundi þriðjudaginn 14. júlí kl. 12 til kl. 14.30 í Átthagasal Hótel Sögu. Erindi hans nefn- ist „Nýtt lögmál“. Parkinson er kominn hingað til lands til viðræðna um útgáfu á yfirlitsriti um verk sín. Á hádegisverðar- fundinum mun hann kvnna nýjar kenn- ingar sinar á sviði stjórnunarfræðai Parkinson er einn fremsti fræðimaður á sínu sviði. Hann er kunnastur af hinu svokallaða „Parkinson lögmáli" sem tekur til starfskipulags fvrirtækja. AHir eru vel- komnir. Þátttökugjald og hádegisverður kr. 1.500. Vinsamlegast tilkvnnið þátttöku í stma 83088. standa nú yfir í Havana á Kúbu, I sveit- inni, sem Islendingar sendu til leikjanna, eru fjórir framhaldsskólanemar: Davíð Aðalsteinsson, MK, Geir Agnarsson, MR, Guðbjörn Freyr Jónsson, MA, og Sverrir örn Þorvaldsson, MR. Kúbumenn greiða dvalarkostnað sveitarinnar meðan keppn- in fer fram en íslendingar verða sjálfir að 27. landsþing Kvenfélagasambands Islands var haldið í Menntaskólanum á Egilsstöð- um dagana 11. 14. júní 1987 í boði Sambands austfirskra kvenna. Til lands- þings Kí mættu 52 kjörnir þingfulltniar og 16 formenn frá 22 héraðssamböndum. greiða ferðakostnað sinna manna. Alþingi veitti styrk til fararinnar. Ennfremur hafa ýmsir einkaaðilar hlaupið undir bagga til að tryggja þátttöku Islendinga og munar þar mest um vegleg framlög sem fyrirtæk- in Visa Island og Kaupþing hafa látið af hendi rakna. Auk þess hefur Háskóli Is- lands greitt fyrir för þeirra Jóns Magnús- sonar fararstjóra og Reynis Axelssonar, fulltrúa Islands í dómnefnd leikanna, en þeir starfa báðir við Háskólann. Alþjóðlegir ólympíuleikar í stærðfræði ennfremur stjórn, starfsmenn og heiðurs- félagar KÍ. Auk lögbundinna aðalfundar- starfa voru flutt erindi um næringarfræði og heimilisfræðikennslu í grunnskólum. Jón Gíslason næringarfræðingur flutti er- indi er hann nefndi: „Aukaefni í matvæl- um og ný löggjöf um notkun þeirra“. Einnig flutti Aðalheiður Auðunsdóttir námsstjóri erindi um kennslu í heimilis- fræði á grunnskólastigi. Ennfremur voru gerðar breytingar á lögum sambandsins: Landsþingsfulltrúar gróðursettu 100 trjá- plöntur í landi Egilsstaðakauptúns. Tvær konur voru gerðar að heiðursfélögum Kvenfélagasambands Islands, þær Sigur- veig Sigurðardóttir, Selfossi/ og Unnur Schram Ágústsdóttir, Reykjavík. Nýr formaður var kjörin. Stefanía María Pétursdóttir, Kópavogi. Bann við togveiðum norður af Horni Undanfarna daga hefur orðið vart við mikið af smáþorski í afla togara á Horn- banka og Kögurgrunnsvæði, norðvestur af svæði því sem lokað var 27. júní sl. Þorri togaraflotans virðist samankominn á þessu svæði og afli er góður en aflasam- setningin þannig að allt að 48% aflans hafa verið undir 55 cm. Ráðuneytið hefur því að tillögu Hafrann- sóknastofnunar ákveðið að banna allar togveiðar á umræddu svæði frá og með 8. júlí til og með 30. september 1987. Bannsvæði þetta markast af línum dregn- um milli eftirfarandi punkta: 1. 66°39’70 N 23°02’30 V 2. 66°57’00 N 23°21’00 V 3. 67°01'00 N 22°12’30 V 4. 66°54’37 N 22°06’09 V 5. 66°52’23 N 22°38’13 V 6. 66°39’54 N 22°24’30 V Globus styrkir MS-samtökin I tilefni af 40 ára afmæli Globus sýndi fyr- irtækið MS-samtökunum þann velvilja að stvrkja samtökin með 250.000 króna pen- v ingagjöf. Gjöfin var gefin í minningu Margrétar Gestsdóttur. -John Benedikz tók við gjöfinni fyrir hönd MS-samtakanna þann 25. júní sl. Sýningaj Árbæjarsafn Meðal nýjunga á safninu er sýning á göml- um slökkviliðsbílum og sýning ftá forn- leifagreftri í Reykjavík og Reykjavíkurlík- önum. Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Sumarsýning safnsins er opin alla daga nema laugardaga kl. 13,30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur vfir sýningin abstraktlist Asmundar Sveinssonar. Þar gefur að Hta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamyndir og teikningar, Þá er einnig til sýnis videomynd sem Qallar um konuna í list Asmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort. litskvggnur. videomvndir og afsteypur afverkum listamannsins. Safnið er opið daglega yfir sumarið kl. 10-16. Gallerl Borg, Pósthússtx-æti 9 Gamlir meistarar. ■ olíumyndir og vatns- litamyndir. I Austurstræti 10 stendur yfir sýning á olíumyndum. klippi og fl. eftir nvia meistara. Svningarnar eru opnar kl. 10-18, Gallerí Gangskör v/Lækjargötu Helgi Valgeirsson opnar sínu fyrstu einka- sýningu í Gallex-i Gangskör á morgun. Helgi hefur úður tekið þátt í samsýning- um. Sýningin stendur til 25. júlí og er galleríið opið kl. 12-18 alla virka daga. Allir velkomnir, Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg I sumar verður í Galleri Svart á hvítu samsýning á verkum nokkurra ungra mvndlistannanna. Meðal listamanna sein eiga verk á þessari sýningu eru: Páll Guð- mundsson. Jóhanna Ingvadóttir. Magnús Kjartansson. Aðalsteinn Svanur Sigfús- son, Brynhildur Þorgeirsdóttir. Georg Guðni. Valgarður Gunnarsson. Grétar Reynisson. Kees Visser, Gunnar Örn. Piet- er Holstein. Sigurður Guðmundsson, Jón Axel og Hulda Hákon. Meðan á sunxarsýn- ingu stendur verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýning og er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Galleri Hallgerður Pólski myndlistarmaðurinn Jacek Sroka sýnir verk sín í Gallerí Hallgerði. Mynd- irnar eru til sölu. Galleri Langbrók, Textíl, Bókhlöðustíg 2 Opið kl. 12-18 þriðjudaga til föstudaga og kl. 11-14 laugardaga. Nær eingöngu verk eftir eigendur gallerísins, 7 textíllistakon- ur Bem annast sjúlfar rekstur þess. Á sýningunni er vafnaður, tauþrykk, fatnað- ur, skartgripir, myndverk og handgerð kort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.