Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 4
26 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987. Útvarp - Sjónvarp una, ásamt þeim skemmti- og menn- ingarviðburðum sem hæst ber. Stjórn upptöku annast Hilmar Oddsson. 21.10 Dagar og nætur Molly Dodd (The Days And Nights Of Molly Dodd). Bandarískur gamanþáttur um fast- eignasalann Molly Dodd og mennina í lífi hennar. Með aðalhlutverk fara: Blair Brown, William Converse- Roberts, Allyn Ann McLerie og James Greene. 21.35 Dagbók Lyttons (Lytton's Diary). Breskur sakamálaþáttur með Peter Bowles og Ralph Bates í aðalhlutverk- um. Brotist er inn á heimili dómara nokkurs og meðal annars rænt mynd- um af dómaranum þar sem hann er að skála við þekkta stúlku úr klámiðn- aðinum. Myndirnar komast í hendur Lyttons sem tekur til sinna ráða. 22.25 Flugmaðurinn (Aviator). Bandarísk kvikmynd frá 1985, leikstýrð af Ástral- anum George Miller (The Man from Snowy River). Á fyrstu dögum flugs- ins komu fram áður óþekktar hetjur, flugmenn sem hættu lífi sinu I hverri ferð. Myndin segir frá hetjunni Edgar Anscombe sem þrátt fyrir dirfsku sina á margt ólært í mannlegum samskipt- um. Aðalhlutverk: Christopher Reeve (Superman), Rosanna Arquette og Jack Warden. 23.55 Flugumenn (I Spy). Bandarískur njósnamyndaflokkur með Bill Cosby og Robert Culp I aðalhlutverkum. Scott og Robinson taka að sér að verja fyrrverandi njósnara sem sestur er i helgan stein í Mexíkó. Gestahlutverk: Gene Hackman og Jim Bachus. 00.45 Dagskrárlok. Utvarp rás I 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Hjördís Finnboga- dóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðarkl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fféttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guðmundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna" eftir Waldemar Bonsel Herdís Þorvaldsdóttir les (8). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs- dóttir. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 13.30 í dagsins önn - Fjölskyldan. Um- sjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. (Þátturinn verður endurtekinn nk. mánudagskvöld kl. 20.40). 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt von Hársány. Jóhann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Steingrímsdóttir lýkur lestrinum (33). 14.30 Dægurlög á milli stríða. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Ekki til setunnar boðið. Þáttur um sumarstörf og fristundir. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. (Frá Egilsstöðum) (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Siðdegistónleikar. a. Scherzo í b- moll op. 31 eftir Frédéric Chopin. Vladimir Ashkenazy leikur á pianó. b. Fiðlusónata nr. 5 í F-dúr op. 24, „Vor- sónatan" eftir Ludwig van Beethoven. David Oistrakh og Lev Oborin leika. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir . 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur- tekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Það var haustið sem..." eftir Brieti Héðinsdóttur. Leikstjóri: Bri- et Héðinsdóttir. Leikendur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Ásmunds- dóttir, Pétur Einarsson, Guðrún Þ. Stephensen, Edda Þórarinsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen. Anna Þór- grimsdóttir leikur á píanó. (Áður flutt í febrúar 1985). 21.10 Einsöngur i útvarpssal. Halla Soffia Jónasdóttir syngur lög eftir Richard Strauss og Jean Sibelius. Vilhelmína Ólafsdóttir leikur með á píanó. 21.30 Skáld á Akureyri. Sjöundi þáttur: Rósberg G. Snædal. Umsjón: Þröstur Ásmundsson. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Hugskot. Þáttur um menn og mál- efni. Umsjón: Stefán Jökulsson. 23.00 Kvöldtónleikar. a. „Oberon", forleik- ur eftir Carl Maria von Weber. Hljóm- sveitin Fllharmonla leikur; Wolfgang Sawallisch stjórnar. b. Fiðlukonsert nr. - Útvarp - Sjónvarp - Útvarp - Sjónvarp - Útvarp - Sjónvarp - 1 í ffs-moll eftir Henryk Wieniawski. Itzhak Perlman og Fílharmoniusveit Lundúna leika; Seiji Osawa stjórnar. c. „Skógardúfan", tónaljóð op. 110 eftir Antonín Dvorak. Tékkneska fíl- harmoníusveitin leikur; Zdenek Chalabala stjórnar. 24.00 Fréttir. 0.10 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfs- dóttir. (Endurtekinn þátturfrá morgni). 1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Utvarp zás 11 0.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. 6.00 I bítið. - Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála. Umsjón: Sigurður Gröndal og Guðrún Gunnarsdóttir. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Vinsældalisti rásar 2. Gunnar Svan- bergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lögin. 22.05 Tíska.Umsjón: Ragnhildur Arnljóts- dóttir. 23.00 Kvöldspjall. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þáttinn að þessu sinni. (Frá Egilsstöðum). 0.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Svæðisútvarp Akureyrí 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Krist- ján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. Alfa FM 102,9 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur: Fjölbreytileg tónlist leikin. 19.00 Hlé. 20.00 Biblíulestur í umsjón Gunnars Þor- steinssonar. 21.00 Logos. Stjórnandi: Þröstur Stein- þórsson. 22.00 Prédikun. Flytjandi: Louis Kaplan. 22.15 Fagnaðarerindið flutt í tali og tónum. Miracle. Flytjandi: Aril Edvardsen. 22.30 Síðustu tímar. Flytjandi: Jimmy Swaggart. 24.00 Næturdagskrá: Ljúf tónlist leikin. 04.00 Dagskrárlok. Bylgjan FM 98,9 07.00 Pélur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttum megin fram- úr með tilheyrandi tónlist og lítur i blöðin. Fréttir kl. 7. 8 og 9. 09.00 Valdis Gunnarsdóttir á léttum nót- um. Sumarpoppið allsráðandi, afmæl- iskveðjur og spjall til hádegis. Fjölskyldan á Brávallagötunni lætur í sér heyra. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Fréttir. 12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistón- list. Fréttir kl. 13. 14.00 Ásgeir Tómasson og síðdegispopp- ið. Gömul uppáhaldslög og vinsælda- listapopp i réttum hlutföllum. Fjallað um tónleika komandi helgar. Fréttir kl. 14, 15 og 16. 17.00 Hallgrimur Thorsteinsson í Reykja- vik siðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17. 18.00 Fréttir. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 21. 21.00 Jóhanna Harðardóttir. - Hrakfalla- bálkar og hrekkjusvin. - Jóhanna fær gesti í hljóðstofu. Skyggnst verður inn í spaugilega skuggabletti tilverunnar. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsam- göngur. Stjaman FM 102^2 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. Laufléttar dægurflugur frá því i gamla daga fá að njóta sín á sumarmorgni. Gestir teknir tali og mál dagsins í dag rædd ítarlega. 08.30 Stjörnufréttir (fréttsími 689910). 09.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja. . . Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnu- fræðin og bregður á leik með hlustend- um i hinum og þessum getleikjum. 9.30 og 11.55 Stjörnufréttir (fréttasími 689910). 12.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunnar. Tónlist. Kynning á íslenskum hljómlistarmönn- um sem eru að halda tónleika. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 13.30 og 15.30 Stjörnufréttir (fréttasimi 689910). 16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántritónlist og aðra þægilega tónlist (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlust- endur er hansfag og verðlaunagetraun er á sínum stað milli kl. 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 Stjörnufréttir (fréttasimi 689910). 19.00 Stjörnutiminn á FM 102,2 og 104. Gullaldartónlistin ókynnt í einn klukkutima. „Gömlu" sjarmarnir á ein- um stað, uppáhaldið þitt. Elvis Presley, Johnny Ray, Connie Francis, The Marcejs, The Platters og fleiri. 20.00 Einar Magnússon. Létt popp á síð- kveldi með hressilegum kynningum. Þetta er maðurinn sem flytur ykkur nýmetið. 22.00 Örn Petersen. ATH. Þetta er alvar- legur dagskrárliður. Tekið er á málum liðandi stundar og þau rædd til hlítar. Örn fær til sin viðmælendur og hlust- endur geta lagt orð í belg í sima 681900. 23.00 Stjörnufréttir. 23.15 Tónleikar á Stjörnunni í hi-fi stereo og ókeypis inn. Áð þessu sinni hljóm- sveitin Queen. 00.15 Gísli Sveinn Loftsson. Stjörnuvaktin hafin. . . Ljúf tónlist, hröð tónlist, sem sagt tónlist við allra hæfi. Föstudagur 30. júu Sjónvarp 18.20 Rifmálsfréttir. 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 26. þáttur. Sögumaður Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Spádómurinn. (Joldas spádom). Finnskteiknimynd, byggð á þjóðsögu. Þýðandi Trausti Júlíusson. (Nordvisi- on - Finnska sjónvarpið). 19.15 Á döfinni. Umsjón: Anna Hinriks- dóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Rokkarnir geta ekki þagnað. Um- sjónarmenn: Hendrikka Waage og Stefán Hilmarsson, kynnt verður hljómsveitin Gildran. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Fjallkonan i tötrum. Heimildarmynd um breytingar á gróðurfari landsins að fornu og nýju og áhrif þeirra á landnýt- ingu í framtíðinni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 21.10 Derrick. Tíundi þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur I fimmtán þáttum með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.10 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 22.40 Leyndarmál eiginmanns (Secrets of an Married Man). Bandarísk bíó- mynd frá 1984. Aðalhlutverk: Cybill Shepard, Michelle Phillips og William Shatner. Flugvirki nokkur, sem hefur verið giftur í 12 ár, flýr á náðir vændis- konu þegar erfiðleikar i starfi og einkalífi gera honum lífið leitt. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.15 Fréttir frá fréttastofu Útvarps. Stöð 2 16.45 Kraftaverkin gerast enn. (Miracles Still Happen). Bandarísk sjónvarps- mynd með Susan Penhaligon og Paul Muller í aðalhlutverkum. Að morgni hins 24. desember 1971 gengu 92 farþegar um borð í flugvél sem fara átti frá Líma í Perú til bæjarins Pac- allpa. Meðal farþega var Juliane Koepcke, 17 ára skólastúlka I stuttum kjól. Juliane var sú eina sem komst lífs af úr þessari ferð. Leikstjóri er Gius- eppe Scotese. 18.15 Knattspyrna - SL mótið - 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon). Nýr breskur fram- haldsmyndaflokkur með Kenneth Cranham, Maggie Steed, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitlock í aðalhlutverkum. Það dregur til tíðinda á vinnustað og I einkalifi Harvey þegar Les Lewis lendir í stein- inum og Harvey því laus við síðasta elskhuga konu sinnar. 20.50 Hasarleikur (Moonlighting). Bandariskur framhaldsþáttur með Cy- bill Shepherd og Bruce Willis í aðal- hlutverkum. Maddie er beðin um að bera kennsl á látinn mann sem málað hefur mynd af henni. En Maddie veit ekki hver maðurinn er né hvers vegna hann málaði myndina. 21.40 Einn á móti milljón (Chance in a million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn i aðalhlutverkum. Tom og Alison fara í helgarheimsókn til foreldra hennar, til þess að undirbúa jarðveginn fyrir trú- lofun sina. 22.05 Syndsamlegt sakleysl. (Crime of Innocence). Bandarísk sjónvarps- mynd frá 1985 með Andy Griffith, Diane Ladd og Shawnee Smith i aðal- hlutverkum. Sönn saga um dómara í smáþorpi í Bandarikjunum sem ákveð- ur að kenna tveim ungum stúlkum hlýðni. Fyrir það brot eitt að hafa verið of seint úti um kvöld fá þær tveggja daga fangelsisdóm. Leikstjóri er Mic- hael Miller. 23.35 Nasasjón (Whiffs). Bandarisk gam- anmynd um hermann sem býður sig fram sem tilraunadýr fyrir efnafræði- deild hersins. Tilraunirnar hafa ýmsar óhéppilegar aukaverkanir í för með sér. Með aðalhlutverk fara Elliot Go- uld, Jennifer O'Neill, Eddie Albert og Harry Guardino. Leikstjóri erTed Post. 01.05 Morðlngjarnir (The Killers). Banda- rísk kvikmynd, gerð eftir smásögu Hemingways, leikstjóri er Don Siegel. Tveir leigumorðingjar raða saman brot- um úr lifi siðasta fórnarlambsins. Með aðalhlutverk fara Lee Marvin, John Cassavetes, Angie Dickinson og Ron- ald Reagan. Þetta er síðasta myndin sem Ronald Reagan lék í. 02.35 Dagskrárlok. Utvarp rás I 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Hjördis Finnboga- dóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og siðan lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Berðu mig til blómanna" eftir Waldemar Bonsel Herdis Þorvaldsdóttir les (9). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. Umsjón: Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Steinunn S. Sigurðardóttir. (Frá Akureyrl). 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Ein- arsson. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleik- ar. 14.00 Neyöarrakettan", smásaga eftir Ás- geir hvítaskáld. Höfundur les. 14.30 Þjóöleg tónlist. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Siðdegistónleikar. a. Forleikur að óperunni „Töfraflautunni" eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Fílharmoníu- sveitin i Berlín leikur; Herbert von Karajan stjórnar. b. Sinfónia nr. 40 í g-moll K. 550 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. St. Martin-in- the-Fields hljómsveitin leikur; Neville Marriner stjórnar. 17.40 Torgið. Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endur- tekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. 19.40 Náttúruskoðun. 19.50 Veiðisögur. Jóhanna Á. Steingríms- dóttir í Árnesi segir frá. 20.00 Kvöldtónleikar. a. Píanókonsert nr. 1 i Es-dúr eftir Franz Liszt. Tamás Vás- áry og Sinfóníuhljómsveitin í Bamberg leika; Felix Prohaska stjórnar. b. Klarí- nettusónata nr. 2 I Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. George Piet- erson og Hepzibah Menuhin leika. 20.40 Sumarvaka. a. Jón á Stapa Þor- steinn Matthíasson flytur þriðja og síðasta hluta frásöguþáttar slns. b. Álög. Baldur Pálmason les þátt úr „Skammdegisgestum" eftir Magnús F. Jónsson á Torfastöðum í Miðfirði. c. „Leyndarmál steinsins". Hafsteinn Stefánsson les frumort Ijóð. 21.30 Tifandi tónar. Haukur Ágústsson leikur létta tórilist af 78 snúninga plöt- um. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gömlu danslögin. 23.00 Andvaka. Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Ein- arsson. (Endurtekinn þáttur frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. Útvaip rás II 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina. Útvarp - Sjónvarp 6.00 í bítið. Rósa Guðný Þórsdóttir. Frétt- ir sagðar á ensku kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur i umsjá Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á miili mála. Umsjón: Gunnar Svan- bergsson og Sigurður Gröndal. 16.05 Hringiöan. Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldlréttir. 19.30 Eftirlæti. Valtýr Björn Valtýsson flyt- ur kveðjur milli hlustenda. 22.05 Snúningur. Umsjón: Vignir Sveins- son. 00.10 Næturvakt Útvarpsins. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina til morg- uns. Fréttir eru sagðar klukkan 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. Svæðisútvaxp Akureyri 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Umsjón: Krist- ján Sigurjónsson og Margrét Blöndal. AlfaFM 102,9 8.00 Morgunstund: Guðs orð og bæn. 8.15 Tónlist. 12.00 Hlé. 13.00 Tónlistarþáttur: Fjölbreytileg tónlist leikin. 19.00 Hlé. 21.00 Blandað efni. 24.00 Næturdagskrá: Ljúf tónlist leikin. 4.00 Dagskrárlok. Bylgjan FM 98,9 07.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kemur okkur réttum megin fram- úr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7, 8 og 9. 09.00 Valdís Gunnarsdóttir á léttum nót- um. Sumarpoppið á sínum stað, afmæliskveðjur og kveðjur til brúð- hjóna. Fréttir kl. 10 og 11. 12.00 Fréttir. 12.10 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi. Þorsteinn ræðir við fólkið sem ekki er I fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13. 14.00 Ásgeir Tómasson og föstudags- poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina. Fréttir kl. 14, 15 og 16. 17.00 Hallgrimur Thorsteinsson i Reykja- vík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00 Fréttir. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður milli kl. 19.03 og 19.30. Tónlist til kl. 22. Frétt- ir kl. 19.00. 22.00Þorsteinn Ásgeirsson, nátthrafn Bylgjunnar, kemur okkur i helgarstuð með góðri tónlist. 03.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur Már Björnsson leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. Stjaman FM 102£ 07.00 Þorgelr Ástvaldsson. Snemma á fætur með Þorgeiri Ástvalds. 08.30 Stjörnufréttir (fréttaslmi 689910). 09.00 Gunnlaugur Helgason. Jæja. . . Helgason mættur!!! Það er öruggt að góð tónlist er hans aðalsmerki. Gulli fer með gamanmál, gluggar í stjörnu- fræðin og bregður á leik með hlustend- um í hinum og þessum getleikjum. 9.30 og 11.55 Stjörnufréttir (fréttasími 689910). 12.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að gerast á hlustunarsvæði Stjörnunnar. Matur og vín. Kynning á mataruppskriftum, mat- reiðslu og víntegundum. 13.00 Helgi Rúnar Oskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með þvi sem er að gerast. 13.30 og 15.30 Stjörnufréttir(fréttasími 689910). 16.00 Bjarni Dagur Jónsson. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántrítónlist og aðra þægilega tónlist (þegar þið eruð á leiðinni heim). Spjall við hlust- endur er hans fag og verðlaunagetraun er á sinum stað milli kl. 5 og 6, síminn er 681900. 17.30 Stjörnufréttir (fréttasími 689910). 19.00 Stjörnutiminn. Gullaldartónlistin ókynnt i einn klukkutima. „Gömlu" sjarmarnir á einum stað, uppáhaldið þitt. Elvis Presley, Johnny Ray, Connie Francis, The Marcels, The Platters og fleiri. 20.00 Árni Magnússon. Árni er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. 22.00 Bein útsending frá veitingahúsinu Evrópu. Skemmtatriði og stjörnuuppá- komur í upphafi verslunarmannahelg- ar. Stjörnufréttir kl. 23.00. 23.00 Þjóöhátiöin i Vestmannaeyjum. Bein útsending frá þjóðhátiðinni i Vest- mannaeyjum. Stjarnan fylgist með frá upphafi og hér verður lýst beint frá Eyjum, hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar, Greifarnir auk margra annarra skemmtiatriða. Umsjón Jón Axel og Gunnlaugur Helgason. 01.00 Bjarni Haukur Þórsson. Þessi hressi tónhaukur vaktar stjörnurnar og gerir ykkur lífið létt með tónlist og fróðleiks- molum. áia :• í m i i stit at i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.