Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1987, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987.
21
RÚV, rás 1, suimud. kl. 13.30:
Svanir fljúga hratt til heiða
- í tilefni aldarafmælis Stefáns frá Hvítadal
Þessi þáttur er á dagskrá rásar 1 af tilefni aldarafmælis Stefáns skálds
frá Hvítadal. Titill dagskrárinnar, „Svanir fljúga hratt til heiða“, er upp-
hafslína í fyrsta kvæði fyrstu ljóðabókar Stefáns, Söngvum förumannsins.
Stefán frá Hvítadal var frumkvöðull nýs ljóðastíls í íslenskum bók-
menntum, kom fram 1918 og haföi mikil áhrif á yngri skáld. Síðar tók
hann kaþólska trú og orti margt trúarlegra kvæða. Stefán var bóndi í
Dölum þar til hann lést árið 1933. í þættinum verður sagt frá ævi og skáld-
skap hans, lesið úr ljóðum hans og sungin lög við þau. Þá verða lesnar
þrjár frásagnir af Stefáni eftir þrjá rithöfunda sem alhr voru vinir hans.
Þeir eru Þórbergur Þórðarson, Guðmundur G. Hagalín og Halldór Lax-
ness.
Gunnar Stefánsson tekur þáttinn saman en lesarar eru Viðar Eggerts-
son og Arnar Jónsson.
RÚV, rás 2, laugardag kl. 17.10:
Góðvinafundur
- nýr þáttur
Á laugardag fer af stað nýr þáttur á rás 2 sem hlotið hefur nafnið Góð-
vinafundur. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu af Torginu í
útvarpshúsinu við Efstaleiti annan hvern laugardag frá kl. 17.10 til 19.00.
Jónas Jónasson og Ólafur Þórðarson munu skiptast á um að stjórna
þættinum.
Ólafur mun sjá um að stjórna fyrsta þættinum. Gestir hans verða þeir
Jón Sigurðsson (bassi), sonur hans, Sigurður Rúnar Jónsson, og þriðji
ættliðurinn, sonur Sigurðar Rúnars, Ólafur Sigurðsson.
Kór Langholtskirkju mun einnig syngja í þættinum. Kórinn breytir út
af þeirri venju kirkjukóra að syngja sálma og tekur önnur lög fyrir. Tríó
þáttarins sér einnig um tónlistina en það er skipað þeim Guðmundi Ing-
ólfssyni, sem spilar á píanó, Guðmundi Steingrímssyni á trommur og
Þórði Högnasyni á bassa.
RÚV, rás 2, sunnud. kl. 15.00
Tónlistarkrossgátan
Lausnir sendist til:
Ríkisútvarpsins, RÁSAR 2,
Efstaleiti 1,
108 Reykjavík,
merkt Tónlistarkrossgátan
Reykjavík á fyrri árum.
RÚV, rás 1, laugard. kl. 16.30:
Göturnar í bænum
Ný þáttaröð hefst á rás 2 á laug-
ardag sem ber nafnið „Götumar í
bænum“. í hverjum þætti tekur
umsjónarmaðurinn, Guðjón Frið-
riksson, fyrir eina götu í eldri
hverfum Reykjavíkur og rekur
sögu hennar. Sagt verður frá ýmsu
sögulegu, eftirtektarveröu og sér-
kennilegu sem gerst hefur við
götuna, minnst á fáeina einstakl-
inga, fyrirtæki og hús.
A laugardaginn verður fjallað um
Bergstaðastræti. Saga götunnar
verður rakin allt frá því að Reyk-
víkingar fóru að hrófla upp kotum
á þessum slóðum til dagsins í dag.
Minnst verður á persónur sem
bjuggu við götuna, t.d. Láka í
Lákabæ, Magnús á Holtsstöðum og
Salvöru á nr. 15. Einnig verður
gamalt sakamál, sem gerðist við
götuna, rifjað upp ásamt mörgu
fleiru.
í næstu þáttum er meiningin að
taka fyrir götumar Bræðraborgar-
stíg, Grettisgötu, Lindargötu,
Klapparstíg og Suðurgötu. Þáttur-
inn verður á dagskrá rásar 1
hálfsmánaðarlega í vetur.
Stöö 2 laugard. kl. 10.35:
Dýralíf í Eyjaálfu
A laugardagsmorgun sýnir Stöð
2 mynd fyrir börn um hið einstaka
dýralíf í Ástralíu. 14 dýrategundir
verða skoðaðar og sýndar myndir
frá lífi þeirra úti í náttúrunni. Með-
al þeirra dýra sem skoðuð eru í
þættinum eru kengúra, koalabjöm,
svartur svanur og hákarl. Einnig
eru dýr í þessum hópi sem okkur
eru lítt kunn, s.s. emúi, en það er
mjög stór og ófleygur, ástralskur
fugl sem svipar helst til sfrúts.
Hláturfugl, eða kookaburra eins
og hann heitir í Ástralíu, verður
líka skoðaður. Hláturfuglinn dreg-
ur nafn sitt af hljóðinu sem hann
gefur frá sér en það hljómar eins
og sannkallaður hrossahlátur.
Myndin fjailar um dýralíf í Astralíu.
Hin fullkomna fjölskylda.
Sjónvarp suimudag kl. 21.55:
Nýr framhaldsþáttur
Nýr framhaldsþáttur í þremur hlutum hefur göngu sína í sjónvarpinu
á sunnudag. Þátturinn kallast „Verið þér sæhr, hr. Chips". Myndaflokkur-
inn er breskur og er hann gerður eftir metsölubók James Hilton.
Aðalhlutverk em í höndum Roys Marsden, Anne Kristen og Jill Meager.
Þátturinn fjallar um hr. Chips sem kemur sem ungur og óreyndur kenn-
ari í skóla nokkurn í Bretlandi. í fyrstu er hann taugaóstyrkur og óöraggur
í kennslunni svo hann á erfitt með að halda aga á nemendum sínum.
Hann kemur þó fljótléga öllu í röð og reglu en er alls ekki vinsæll sem
kennari. Þegar hann svo giftist öllum að óvörum breytist líf hans til hins
betra. Hamingjan varir þó ekki lengi og gengur hr. Chips í gegnum alls
kyns raunir. En þegar upp er staðið tekst honumm að yfirstíga allar hindr-
anir sem verða á vegi hans og hann verður einn ástsælasti kennari
skólans.
Stöö 2 suimud. kl. 22.20:
Hjóna-
bands-
erjur
Joan og Ken hafa veriö ham-
ingjusamlega gift í 15 ár. í augum
vina og kunningja er hjónaband
þeirra fullkomið. Ken er frægur
rithöfundur og auk þess eiga þau
óskabömin, indæla 13 ára dóttur
og bráðskemmtilegan 11 ára son.
Öll þessi ár virðist hjónabandið
hafa gengið snurðulaust. En ekki
er allt sem sýnist því nóg er af
vandamálum í þessari fullkomnu
flölskyldu.
Myndin lýsir þeim vandamálum
sem koma upp milli þeirra hjóna
og í fjölskyldunni allri. Á sunnudag
verður fyrri hluti myndarinnar
sýndur en sá síðari viku seinna.
Það era leikararnir Elizabeth
Montgomery og EUiott Gould sem
leika hjónin Joan og Ken.
Vinirnir fjórir í Brooklyn.
Sjónvarp laugard. kl. 21.25:
Hörkugæjar
Fyrri laugardagsmynd sjón-
varpsins gerist í Brooklyn - hverfi
í New York borg árið 1957. Fjórir
skólastrákar telja sjálfa sig hörk-
ugæja, það gera tvær vinkonur
þeirra einnig og leðurjakkamir
þeirra sýna fram á að svo sé. Lífið
gengur út á stelpur, skemmtanir
og að slæpast. Vinirnir fjórir halda
fast saman meðan lífið gengur sinn
vanagang en margt breytist þegar
einn þeirra gengur í hjónaband.
Sylvester Stallone, Henry Winkl-
er, Perry King og og Paul Mace
leika strákana.