Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1988, Blaðsíða 8
32
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1988.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
Hin þeldökka Whoobi Goldberg
nýtur greinilega mikilla vinsælda
því mynd hennar, Burglar, nær að-
troða sér upp á milli Lethal Weapon
og Platoon þessa vikuna og virðist
stefna beint í fyrsta sætið með
þessu áframhaldi. Annars eru litlar
breytingar, Police Academy 4, sem
fór heint í þriðja sætið í síðustu
viku, hrapar niður í áttunda sætið.
Tvær nýjar gamanmyndir skipa
svo síðustu tvö sætin, Blind Date
með Bruce Willis og Kim Basinger
í aðalhlutverkum og farsinn
Haunted Honeymoon þar sem Gene
Wilder fetar í fótspor meistara síns,
Mel Brooks.
DV-LISTINN
1. (1) Lethal Weapon
2. (4) Burglar
3. (2) Platoon
4. (6) Project X
5. (5) Tin Men
6. (7) Garbage Pailkids
7. (9) Chidren Of A
Lesser God
8. (3) Police Academy 4
9. (-) Blind Date
10. (-) Haunted
Honeymoon
í annarra manna húsum
BURGLAR
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Hugh Wilson. Handrit: Joseph
Loeb, Matfhew Weisman og Hugh Wil-
son. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg og
Bob Goldthwait.
Bandarisk 1987. Bönnuð yngri en 12
ára. 98 mín.
Hún Whoopi Goldberg sló svo
sannarlega í gegn í Purpuralitnum
en einhverra hluta vegna hafa
henni ekki boðist annað en gaman-
hlutverk síðan. Vissulega sýnir
hún fjölbreytni sína með þessu en
hún verður að fara að vara sig og
velja sér heldur matmeiri handrit
en hér í Innbrotsþjófnum. Hennar
hlutverk er að leika kvenkyns
Eddy Murphy og það hlýtur að
enda með ósköpum áður en yfir
lýkur.
Myndin segir frá laghentum inn-
brotsþjófi (Goldberg) sem verður
vitni að morði sem hún síðan er
grunuð um að hafa framið. Hún
forðast lögregluna og reynir að
leysa málið með aðstoð dyggs fé-
laga (Goldthwait).
Uppbygging myndarinnar geng-
ur ekki upp að því leyti að lausnin
í lokin kemur eins og skrattinn úr
sauðarleggnum og án þess að vís-
bendingar um hana hafi komið
áður. Svoleiðis er ávallt þreytandi
og gefur áhorfandanum þá tilfinn-
ingu að höfundarnir hafi verið
komnir í vandræði.
Því er hins vegar ekki að neita
að góðir sprettir sjást öðru hvoru
með skondnum uppákomum. Sam-
tenging múli þessara spretta er
hins vegar engan veginn viðunandi
og veldur því hvernig fer í lokin
eins og áöur sagði. Um leikara er
það að segja að Goldberg er þægileg
en Goldthwait óþolandi. Lesley
Ann Warren á hér ágæta spretti
sem hinn yflrmáta taugaveiklaði
tannlæknir. -SMJ
★★
AMERICAN GOTHIC.
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: John Hough. Aðalhlutverk:
Rod Steiger, Yvonnie de Carlo og Mic-
hael J. Pollard.
Bandarisk 1987. Bönnuð yngri en 16
ára. 90 min.
Geð.veikir einsetumenn á eyði-
eyju hafa verið vinsælt viðfangs-
efni sagnameistara allt frá dögum
Sindbaðs sæfara. Hér segir frá
heilli fjölskyldu sem hírist á eyði-
eyju og ernrðin algerlega brjáluð,
lokast inni í sjúklegri guðstrú og
drepur alla aðkomumenn.
Til eyjarinnar berast sex ung-
menni sem fyrst í stað er sýnt
vinalegt viðmót en síðan byrjar
fjölskyldan fyrri iðju. Ein stúlkan
í hópnum á við erflðleika að stríða
frá fyrri tíð og að lokum brjótast
þeir fram á „skelfilegan" hátt.
Rod Steiger ljær þessari mynd
nafn sitt og er það líklega það
merkilegasta við hana. Hefbundin
hugmynd liggur hér til grundvallar
og er ekkert gert til að vinna úr
henni. Því er útkoman formúlu-
mynd. Vissulega má finna smá-
spennuaugnablik en þau eru allt
of fá til að halda uppi hryllings-
mynd. Ekki er hægt að flnna neina
dulmögnun í myndinni og fram-
vinda hennar liggur í augum uppi.
Er því líklegt að unnendur hryll-
ingsmynda finni litla svölun í
myndinni og hjá hinum markar
hún ekki nein tímamót.
-SMJ
$
Endurtekning
Bróðurhefnd
PRIVATE EYE.
Útgefandi: Laugarásbíó.
Leikstjóri: Mark Tinker.
Aðalleikarar: Michael Woods, Josh
Brolin og Lisa Jane Persky.
Bandarisk 1987. Sýningartimi 93 min.
Lögreglumyndir í anda hinna
gömlu og sígildu Bogart-mynda eru
alltaf vinsælar og er Private Eye
ein slík. Hún gerist á sjöttá ára-
tugnum og fjallar um fyrrverandi
lögreglumanninn, Jack Cleary sem
hafði verið vikið úr starfi á röngum
forsendum.
Cleary gerði lítið til að verja mál
sitt, vinum sínum til undrunar, og
þegar myndin hefst hefur hann
lagst í drykkju. Þetta breytist þó
þegar bróðir hans er drepinn en
hann var einkalögga. Cleary er
ákveðinn í að hafa upp á morðingj-
anum þótt lögreglan telji sjálfs-
morð jafnlíklegt. Hann kemst fljótt
á spor morðingjanna sem eru að-
eins peð hjá valdamiklum glæpa-
foringja sem á ítök alls staðar,
jafnvel innan lögreglunnar.
Eins og vænta má lendir Cleary
í alls konar vandræðum sem hann
þó leysir á ískaldan máta eins og
löggutöffara er siður. Hann nýtur
þó góðrar aðstoðar ungs rokkara
sem á glæpamönnunum grátt að
gjalda.
Private Eye er hin sæmilegasta
afþreying, nokkuð samhengislaus.
Það sem helst mistekst er að minna
á það tímabil sem myndin gerist
á. Myndin er alltof nútímaleg í aUri
uppbyggingu.
Aðalhlutverkið er i höndum Mic-
haels Wood sem er svo til óþekktur.
Fer hann ágætlega meö hlutverkið
og hefur maður á tilflnningunni að
með smáheppni gæti orðið meira
úr honum.
HK
★ !/a
Ofurmermið gegn
kjamorku
SUPERMAN IV
THE QUEST FOR PEACE.
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Sidney J. Furie.
Aðalleikarar: Christopher Reeve, Gene
Hackman og Margot Kidder.
Bandarisk, 1987 - Sýningartimi 96 min.
Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um
að hann mundi aldrei leika Super-
man aftur lét Christopher Reeve
sig hafa það að leika í fjórðu kvik-
myndinni um ofurmennið. Og það
sem meira er, Reeve á hugmyndina
að söguþræðinum sem er ekki svo
galinn, með friðarboðskap meira
að segja.
Áhorfendur eru látnir vita í byrj-
un að heimurinn stendur á þrösk-
uldi kjamorkustyrjaldar og virðist
enginn geta gert neitt til bjargar.
Bréf frá litlum snáða hvetur Super-
man til að leysa vandann, sem
hann og gerir með því að flytja öll
kjarnorkuvopnin út í himinhvolfið
og sprengja þau.
Eins og nærri má geta er Super-
man hetja í augum allra eða
næstum allra, því enn einu sinni
hefur Lex Luther sloppið úr fang-
elsi og er ákveðinn í að færa sér
ástandið í nyt. Hann lætur Super-
man óafvitandi skapa annað
ofurmenni sem fer að einu og öllu
sem Lex Luther skipar honum fyr-
ir og litlu má muna að þetta
ofurmenni gangi frá sjálfum Super-
man....
Það vantar ekki að myndin byrjar
nokkuð hressilega og heldur dampi
fram í miðja mynd, en þá fer heldur
betur að slá út í fyrir handrits-
höfundunum og gerast þeir átta-
villtir og ná aldrei að rétta sig af
og er því endirinn algjör ruglingur
sem engan botn er að fá í.
Superman IV er því þunnur
þrettándi og hefur takmarkað
skemmtanagildi, öfugt við fyrri
myndir. Þó mætti ætla að ævin-
týraþyrstir krakkar gætu einna
helst sætt sig við alla vitleysuna.
Tækniatriöi eru vel leyst eins og
við var að búast. Það einfaldlega
nægir ekki í þetta skiptið.
HK
Á hryllilegri eyju
sögðu vegna þess aö löggurnar eru
alls óhæfar í starfi, hvað þá að
þjálfa aðra....
Við gerð Police Academy 4 hefur
hugmyndaskortur greinilega hijáð
handritshöfunda og þá hefur verið
leitað í fyrri myndir eftir hug-
myndum og eru nokkur atriði
endurtekningar á vel heppnuðum
senum sem svo alls ekki skila sér
í annað skiptið.
Vonandi er Police Academy 4 síð-
asta kvikmyndin í þessum flokki.
Þó er aldrei að vita þegar peninga-
menn eiga í hlut. Þeim gæti allt
eins dottiö í huga að senda löggu-
hópinn í geimferö, aðeins til að
mjólka kúna til síðasta dropa.
HK
POLICE ACADEMY 4.
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Jim Drake.
Aðalleikarar: Steve Guttenberg, Bubba
Smith og Michael Winslow.
Bandarísk, 1987 - Sýningartími 84 mín.
Eftir því sem Police Academy
myndunum hefur fjölgað hefur
skemmtanagildi þeirra um leið far-
ið minnkandi og Police Academy 4
slær allt út í vitleysunni.
Fyrsta kvikmyndin var virkilega
vel heppnuð og komu þar fram á
sjónarsviðið nokkrar persónur sem
slógu í gegn. Gallinn við þessar
persónur var og er að svið þeirra
er mjög þröngt og engu hefur verið
hægt að bæta viö. Því hefur það
gerst að persónurnar endurtaka sig
í hverri myndinni á fætur annarri
og er nú orðið svo að í stað þess
að vera skemmtilegar eru þær
orðnar leiðinlegar.
Söguþráðurinn er í stuttu máli
sá að lögguhópurinn, sem allir ættu
að vera farnir að þekkja, er fenginn
til að þjálfa hinn almenna borgara
sem hefur áhuga á að hjálpa til við
löggæslu. Eins og vænta má fer sú
þjálfun oft úr skorðum, að sjálf-
ÍSlENSKÚft. TEXTl