Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 1
Slagsmál Einu sinni var Beggi að koma heim úr skólanum. Þá kom Ingi Þór hrekkjusvín og ætlaði að berja hann. Beggi sagðist þá ætla að gefa Inga nammi. Ingi sagði þá að hann ætlaði ekki að berja hann og þeir urðu bestu vinir og léku sér mikið saman. Andri Sveinsson, 6 ára. (Gleymdi að skrifa heimilisfangið!) Vinirnir Einu sinni voru tveir strákar að rífast. Þá sagði annar þeirra: „Stopp-stopp!“ Þá hættu þeir að rífast og voru bara vinir. Sveinn Dal Björnsson, 3 ára, Krókatúni 5, 300 Akranes. Skólinn Loksins byrjaði skólinn. Óli hafði lengi hlakkað til að byrja í skólan- um. Hann var í 3. bekk en var ekki vel læs. Strákarnir stríddu honum mikið. Þá kom besti vinur Óla, hann Ari. Hann fór að rífast við strák- ana og þá fór Óli í burtu því að einu sinni hafði hann staðið við hliðina á Ara og þá sögðu strákarnir að hann þyrði ekki að slást. í dag var skriftartími. Óla fannst það gott því að hann var bestur af öllum að skrifa. Svo kom kaffitími og síðan máttu allir horfa á video. Svo fóru þau öll heim og Óla fannst þetta hafa verið skemmtileg- ur dagur. Kolbrún Einarsdóttir, 8 ára, Karlsbraut 8, 620 Dalvík. Jón og Siggi Einu sinni var Jón að koma heim úr skólanum. Hann stoppaði undir tré og leit aftur fyrir sig því að egg datt ofan á höfuðið á honum. Siggi var úti í garði. Jón gekk til hans, henti skólatöskunni frá sér og spurði: „Siggi, af hverju hentirðu eggi í mig?“ Og þeir fóru að rífast. En allt í einu sagði Siggi: „Ég gerði það ekki.“ Þá leit Jón upp í tréð og sá lítið hreiður. Eggið hafði dottið úr hreiðrinu. Þeir hættu að rífast og urðu bestu vinir. Heiða Björg Tómasdóttir, 10 ára, 840 Laugarvatn. Bassi og Einar Bassi og Einar voru að koma úr skólanum. Þá fóru þeir að slást. Bassi réðst á Einar. Þá varð Einar hræddur. Bassi lamdi Einar og sparkaði í hann. Einar hljóp þá heim og gleymdi skólatöskunni á gangstéttinni. Og Bassi tók hana þá og fór með hana heim til sín. Næst þegar þeir fóru í skólann hafði Einar enga skólatösku. Mamma hans fór með honum í skólann og spurði Bassa um töskuna. Strax eftir skólann kom Bassi með töskuna heim til Einars og þeir urðu góðir vinir og hættu að slást. Fríða Dögg Hauksdóttir, 7 ára, Ásbrekku, 530 Hvammstangi. Steini og Olli Einu sinni voru tveir strákar sem hétu Steini og Olli. Þeir voru ekki vinir. Dag einn var Steini á leið heim úr skólanum. Þá hitti hann Olla. Allt í einu rak Olli fótinn í Steina. Þá varð Steini vondur og fór að berja Olla. Olli sagði að hann hefði gert þetta óvart. Ellert Geir Ingvason, Móatúni 13, Tálknafirði. Valdi meiðir sig Einu sinni voru tveir strákar. Þeir byrjuðu allt í einu að boxa án þess að annar strákurinn vissi af. Þá héldu þeir áfram og áfram þangað til hinn strákurinn meiddi sig. Þá hljóp hann inn til mömmu sinnar og sagði að einhver hefói meitt sig. Þá lét hún plástur á hann því að það blæddi úr hendinni. Strákurinn þurfti að liggja til þess að blóðið læki ekki úr plástrinum. Ósk Dagsdóttir, 4 ára, Framnesvegi 50, 101 Reykjavík. Siggi og Jón Einu sinni voru tveir strákar sem hétu Jón og Siggi. Þeir voru bestu vinir. En einn daginn rifust þeir mikið á leið í skólann um það hvor ætti betri fótbolta. Jón varð svo reiður að hann sló Sigga í andlitið svo að Siggi hljóp skælandi heim og mætti ekki í fyrsta tíma í skól- ann. Jóni þótti þetta mjög leiðinlegt og bað Sigga að fyrirgefa sér, sem hann og gerði. Þeir urðu aftur góðir vinir. Erna Sif Jónsdóttir, 7 ára, Hagalandi 2, Mosfellsbæ. Óli og Jón Einu sinni var Jón að koma heim úr skólanum. Þá kom Óli. Óli var 12 ára en Jón var 10 ára. Þeir byrjuðu að slást. Jón vann. Inga Þóra Ingvarsdóttir, Holtsgötu 41, 101 Reykjavík. Sagan mín Skritið sögu um þessa mynd. Sagan birtist síð- an í 11. tbl. og getur að sjálfsögðu hreppt verð- launin. / ✓ S s sHá é' / s W rÆ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.