Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988.
25
dv íþróttir
• Már Óskarsson, bróðir Skúla Óskarssonar, sýnir hér ótrúleg svipbrigði enda ekkert fiður á stönginni, 235 kg.
Már setti þrjú met í unglingaflokki. DV-mynd Brynjar Gauti
Tuttugu íslandsmet
og hrikalegar tölur
- Magnús Ver lyfti 390 í hnébeygju og var maður mótsíns
„Þetta var í alla staði mjög gott
mót og árangur keppenda var mjög
góður,“ sagði Óskar Sigurpálsson,
formaður Kraftlyftingasambands ís-
lands og fyrrverandi lyftingakappi, í
samtali við DV en um helgina fór
íslandsmótið í kraftlyftingum fram í
Garðabæ. Alls voru 20 Islandsmet
sett á mótinu, 5 met í karláflokki, 7
í unglingaflokki og 8 í kvennaflokki.
Karlaflokkur
• Magnús Ver Magnússon var
maður mótsins. Hann keppti í 125 kg
flokki og lyfti 390 kg í aukalyftu í
hnébeygju sem er íslandsmet, 222,5
kg í bekkpressu og 340 kg í réttstöðu-
lyftu, samanlagt 955 kg sem gaf
honum flest stig allra keppenda.
• í +125 kg flokki gekk mikið á.
Hjalti Ámason sigraði. Lyfti hann
360 kg í hnébeygju, 237,5 kg í bekk-
pressu sem er met, 357,5 kg í rétt-
stöðulyftu og samanlagt 955 kg sem
er met. Metin þijú átti Jón Páll Sig-
marsson áður. í öðru sæti varð
Halldór E. Sigurbjömsson, lyfti sam-
tals 862,5 kg. Halldór setti Islandsmet
í bekkpressu, lyfti 382,5 kg (sjá
mynd).
• Jón Gunnarsson sigraði í 82,5
kg flokki. Hann lyfti 310 kg í hné-
beygju, 155 kg í bekkpressu og 315
kg í réttstöðulyftu, samanlagt 780 kg
sem er 2,5 kg betra en íslandsmet
Skúla Óskarssonar.
• Sigurvegarar í öðrum þyngdar-
flokkum: Kári Elísson í 75 kg flokki,
230-157,5-270=657,5 kg. Jón B. Reyn-
isson vann í 110 kg flokki, 285-150-
265 = 700 kg, Óskar Sigurpálsson í 100
kg flokki, 300-150-302,5 = 752,5 kg,
Halldór Eyþórsson í 90 kg flokki,
310-157,5-280 = 744,5 kg.
Unglingaflokkur
• Már Óskarsson varð annar í 75
kg flokki og setti þijú íslandsmet.
Már lyfti 235 kg í hnébeygju sem er
met, 120 kg í bekkpressu, 230,5 kg í
réttstöðulyftu sem er met og saman-
lagt 585,5 kg sem einnig er met.
• Bárður Olsen varð í öðru sæti í
82.5 kg flokki og setti fjögur íslands-
met. Hann lyfti 245 kg í hnébeygju,
142.5 í bekkpressu, 282,5 í réttstöðu-
lyftu og samanlagt 670 kg. Allt
íslandsmet.
Kvennaflokkur
í 52,5 kg flokki sigraði Bára Gunn-
arsdóttir. Hún lyfti 92,5 kg í hné-
beygju, 45 í bekkpressu og 120 í
réttstöðulyftu sem er íslandsmet.
Samanlagt 257,5 kg sem einnig er
met.
• Unnur Siguijónsdóttir sigraði í
56 kg flokki. Hún lyfti 137,5 kg í hné-
beygju sem er met, 62,5 í bekkpressu
sem einnig er met, 130 kg í réttstöðu-
lyftu sem er met og samanlagt 330
kg sem er met.
• í 67,5 kg flokki sigraði Sigurbjörg
Kjartansdóttir. Hún lyfti 137,5 kg í
hnébeyjgu sem er met, 90 í bekk-
pressu sem er met, 142,5 kg í rétt-
stöðulyftu og samanlagt 370 kg sem
einnig er íslandsmet. -SK
• Hjalti „Úrsus“ Ámason bætti tvö íslandsmet Jóns
Páls í +125 kg tlokki. Og það var vel tekið á eins og
sést á myndinni.
DV-mynd Brynjar Gauti
• Halldór E. Sigurbjörnsson setur hér íslandsmet i
hnébeygju í +125 kg flokki og lyftir 382,5 kg. Halldór
hafnaði í öðru sæti í sinum flokki.
DV-mynd Brynjar Gauti
BORGARSKRIFSTOFUR
INNHEIMTUDEILD
Austurstræti 16
Skrifstofumaður óskast til almennra skrifstofustarfa.
Upplýsingar gefur deildarstjóri Innheimtudeildar í
síma 18800.
Umsóknum ber aö skila til Starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
eyðublöðum sem þar fást.
Félagasráðgjafar
óskast til starfa
Félagsráðgjafi óskast í hlutastarf við kvennadeild
Landspítalans.
Nánari upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi deildar-
innar, sími 29000-521.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
Dagheimili Ríkisspítala
- Mánahlíð
Starf forstöðumanns Mánahlíðar, Engihlíð 9, er laust
til umsóknar. í Mánahlíð er rekið dagheimili og skóla-
dagheimili fyrir börn starfsfólks Ríkisspítala.
Umsóknir skulu sendar dagvistarfulltrúa Ríkisspítala,
Sólhlíð við Engihlíð, fyrir 25. mars nk.
Upplýsingargefurdagvistarfulltrúi, sími 29000-641.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
Sj úkraþj álfarar
óskast
Vífilsstaðaspítali
Sjúkraþjálfari óskast í fullt starf frá 1. júní 1988.
Húsnæði fyrir hendi og barnagæsla ef sótt er fljót-
lega.
Nánari upplýsingar gefur yfirsjúkraþjálfari Vífilsstaða-
spítala, sími 42800.
RÍKISSPÍTAtAR
STARFSMANNAHALD
Hjúkrunar-
fræðingar
óskast tíl starfa
Geðdeild Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á göngudeild
áfengissjúklinga. Vinnutími 8.00-16.00 og 12.00-
20.00. Ekki unnið á sunnudögum.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, sími
38160.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD