Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1988, Síða 9
MÁNUDAGUR 7. MARS 1988. 31 • Klaus Fichte hjá Schalke, aldursforseti í Bundesligunni, sá hvítklæddi á myndinni, stýrði liði sinu til sigurs gegn Bochum á laugardag. Bæði þessi lið eru í bullandi fallhættu. Simamynd Reuter _ Bild telur Ásgeir besta útlendinginn í V-Þýskalandi - blaðið fer lofsamlegum orðum um Ásgeir Sigurvinsson eftir leikinn gegn Köln Sigurður Bjömsson, DV, V-ÞýskaJandi: Ásgeir Sigurvinsson lék að nýju með Stuttgart á laugardaginn var en eins og kunnugt er hefur Ásgeir átt við þrálát meiðsli að striða í öxl síð- ustu mánuðina. Hafa meiðslin komiö í veg fyrir að hann gæti leikið með Stuttgart. Ásgeir hefur nú hins vegar fengið fvdlan bata af meiðslunum eft- ir stranga meöferð færra lækna í Vestur-Þýskalandi. • Ásgeir átti stórleik með Stutt- gart í leik liðsins gegn Köln sl. laugardag og skoraöi glæsilegt mark en leiknum lyktaði með jafntefli. Ásgeir skoraði markið með þrumu- skoti rétt fyrir utan vítateig. • Vestur-þýska stórblaöið Bild segir í umfjöllun sinni um leikinn í gær að koma Ásgeirs til liðsins eftir meiðslin hafi haft mjög góð áhrif á leik liðsins. Ásgeir hafi meö leik sín- um sýnt og sannað að hann er besti erlendi leikmaðurinn í Bundeslig- unni. Blaðið segir ennfremur aö þrátt fyrir enga leikæfingu hafi Ás- geir komið mjög sterkur til baka eftir meiðslin. • Ásgeir fékk að sjá fjóröa gula spjaldið á keppnistímabilinu í leikn- um gegn Köln og fær eins leiks bann og leikur þvi ekki með Stuttgart gegn Werder Bremen um næstu helgi. [~ Skoska úrvalsdeildin í knattspymu: ~J I Celtic með sex stigafoiystu Celtic átti ekki i miklum erfið- Ileikum með Falkirk í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á I laugardaginn var. Lokatölur ■ leiksins urðu 2-0 en leikiö var á I ParkheadíGlasgow.Mörkliösins . skoruðu Andy Walker og Mark I McChee og heldur liðið sex stiga Iöruggri forystu i deildinni. e Glasgow Rangers, sem er i Iöðru sæti, sigraöi Dunfermline 0-3 með mörkum frá Ally McCo- I ist, Mark Walters, sem keyptur var frá Aston VUla fyrir stuttu, I og Richard Gough. Leikmenn ■ Rangers tóku enga áhættu i Imm mmm . mmm mmm mm leiknum en á miðvikudag í næstu viku biður þeirra erfiöur leikur i Evrópukeppninni gegn Steua Búkarest en Rangers tapaöi fyrri leiknum 2-0, sem fram fór í Búk- arest. þessi: Celtic - Falkirk Dundee - Morton 1-0 1 Dunfermline - Rangers ..,.,0-3 1 Hibernian - DundeeUnited,..0-0 1 StMirren - Aberdeen 0-0 1 Leik Motherwell og Hearts var frestað. -JKS | 1 L íþróttir Vestur-Þýskaland - knattspyma: Asgeir skoraði glæsilegt mark - er Stuttgart gerði jafntefli við Köln. Werder Bremen á toppnum Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskaland: Werder Bremen heldur öruggri forystu í vestur-þýsku knattspym- unni eftir stórsigur liðsins á -Bayer Uerdingen á laugardag. Bremen er þremur stigum á undan Bayern Munchen sem er í öðru sæti. • Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans i Stuttgart gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Köln í opnum og skemmtilegum leik og miðað við gang leiksins voru úrslitin sanngjörn í leiknum. Ásgeir átti mjög góðan leik með Stuttgart og skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti rétt fyrir utan vítateig á 73. mínútu. Knötturinn hafnaði í bláhorni marksins og var óverjandi fyrir markvörð Köln. • Stuttu eftir markið fékk Ásgeir að sjá gula spjaldið fyrir smávægilegt brot og er þetta fjórða gula spjaldið sem Ásgeir fær á keppnistimabilinu sem þýðir að Ásgeir er í leikbanni í stórleiknum um næstu helgi þegar Stuttgart tekur á móti efsta liði deild- arinnar, Werder Bremen. Stefan Engels jafnaði fyrir Köln tíu mínút- um fyrir leikslok og þar viö sat. • Werder Bremen sigraði Bayer Uerdingen 5-1 og var sigurinn of stór miðað við gang leiksins. Uerdingen byriaði þó betur í leiknum er Kunst náði 0-1 forystu á 16. mínútu en síðan ekki söguna meir og Bremen svaraði með fimm mörkum. Riedle og Neu- barth skoruðu tvívegis og Meier eitt mark. Atli Eðvaldsson fékk það erf- iða hlutverk að hafa gætur á Neubarth og skilaði því hlutverki vel ef undan eru skihn mörkin hans tvö í leiknum. Staða Uerdingen er orðin mjög alvarleg og er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar. • Nýliðar Hanover sigruðu Kais- erslautern 1-0 veröskuldað. Dam- meier skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu. Kaiserslautern, sem lék án síns besta manns, Wuttke, sótti stíft á lokakafla leiksins og átti meö- al annars skot í stöng. Lárus Guömundson sat á varamannabekk Kaiserslautern. • Bayern Munchen batt enda á sjö leikja sigurgöngu Nurnberg með 0-3 sigri á útivelli. Nurnberg hefur ekki tekist að sigra Bayern síðan 1979. Eck náði forystu fyrir Bayern en Mark Hughes bætti við öðru marki með skalla. Fyrirliði Bayem, Mattheus, skoraði síðan þriðja markið úr vita- spyrnu seint í síðari hálfleik. • Læos Detari átti stórleik með Frankfurt og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Frankfurt gegn Leverkusen en Klepper bætti við þriðja markinu. Tita og Falkenmeyer skoruðu mörk Leverkusen. • Úrslit leikjanna urðu þessi: Köin - Stuttgart.....:.......1-1 Gladbach - Dortmund..........0-3 Frankfurt - Leverkusen.......3-2 Bremen - Uerdingen...........5-1 Schalke - Bochum.............2-1 Hanover - Kaiserslautern.....1-0 Nurnberg - Bayern Munchen....0-3 Karlsruhe - Hamburg..........0-0 Homburg - Mannheim...........1-1 • Werder Bremen er efst með 37 stig, Bayern er í öðru sæti með 33 stig og Köln í því þriðja með 31 stig. Stutt- gart er í sjötta sæti með 24 stig en hefur leikið einum leik færra en liðin hér að framan. GETUR GERT KRAFTAVERK! STÆLIR mjaðmir og læri, brjóst og arma, maga og mitti - og allt hitt á aðeins 5 mínútum á dag. Þú gerir æfingamar heima - sparar tíma og peninga. 5 mínútur á dag með heilsugorminum jafnast á við að hjóla 6 km! Svo getur þú aftur farið í þröngu gallabuxumar, stuttbuxurnar og sundbolinn með fullu sjálfstrausti. PANTIÐ í TÍMA í BOX 8600 128 Reykjavík KLIPPIÐ Vinsamlegast sendid mér...........stk. heilsugorm Nafn..............................................Helmlll Póstnúmer Staður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.