Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. MARS 1988. 29 slu Háskólakórsins á Disneyrimum. Lkórinn: Timur Þessi uppfærsla Háskólakórsins er eins konar músíkleikhús þar sem kór og leikari ílytja rímurnar um Walt Disney í tali og tón- um. Athygli skal vakin á því að sýningar á Di- sney rímum verða einungis fimm. Önnur sýning verður á sunnudag kl. 17.00 Glugginn: Kristján Steingrímur sýnir I kvöld kl. 21.00 opnar Kristján Steingrímur Jónsson málverka- sýningu í Glugganum, Glerárgötu 34, Akureyri. Kristján Steingrímur er fæddur á Akureyri 1957. Hann útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981 og stundaði síðan framhaldsnám við Ríkishstaskólann í Hamborg frá 1983-1987. Kristján hefur haldið einkasýn- ingar á Akureyri, í Reykjavík og Þýskalandi, og auk þess tekið þátt í samsýningum hér heima og er- lendis. Á sýningunni í Glugganum verða aðallega olíumálverk, öll ný af nálinni. Sýningunni lýkur þann 4. apríl og er hún opin frá kl. 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga. Nema á annan í páskum þá verður opið frá kl. 14.00-18.00. Kristján Steingrímur opnar verkasýningu á Akureyri. mál- listasafn ASI: Guðbjartur Guðbjartur Gunnarsson opnar sýningu á myndum, unnum í blandaðri tækni, í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16 á morgun kl. 14.00. Guðbjartur hefur löngum fengist við myndgerð í störfum sínum og frístundum. Hann hefur tekiö þátt í samsýningu FÍM og haldið tvær einkasýningar. Myndirnar sem Guðbjartur sýnir að þessu sinni eru byggðar upp á ljósmyndum, þrykktar á mismun- andi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sýningin verður opin virka daga kl. 16.00-20.00 Og 14.00-20.00 um helgar. Sýningunni lýkur 14. apríl. Hrafnhildur Sigurðardóttir við eitt verka sinna. Gallerí 15: Klippimyndir Nú stendur yflr sýning á „col- lage“verkum Hrafnhildar Sigurð- ardóttur í Gallerí 15, Skólavörðu- stíg 15. Hrafnhildur er fædd 1959 og stundaði nám við textíldeild Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands árin 1982-1986. Hún er starfandi með- hmur í textílhópnum „4 grænar og ein svört í sófa“. Á þessari fyrstu einkasýningu Hrafnhildar eru 18 verk, unnin úr pappír með cohage- tækni, auk eins textílverks. Sýningunni lýkur 30 mars. Hún er opin daglega frá kl. 14.00-18.00. ■ " flB . ammm—htí Samhjálparkórinn. Samhjálp: Samkoma á sunnudag Á Pálmasunnudag verður Sam- hjálp Hvítasunnumanna með almenna Samhjálparsamkomu í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík kl. 20.00. Samhjálparvinir gefa vitnisburði um reynslu sína af trú og kór þeirra syngur. Skírnarathöfn verður í samkomunni. Nýr kvartett mun syngja og einsöhg syngur Gunn- björg Óladóttir. Orð hefur Óh Ágústsson. Sýningar Kirkja óháða safnaðarins. Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Organisti Heiðmar Jónsson. Þórsteinn Ragnarsson safnað- arprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Bama- og fjöl- skyldusamkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Kolbrún Björnsdóttir, Austm-götu 16. Orgel og kórstjóri Öm Falkner. Einar Eyjólfsson. Tilkynriingar Neskirkja Félagsstarf aldraðra, samvemstund kl. 15.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Ing- ólfur Guðmundsson talar og sýnir lit- skyggnur. Friöbjöm G. Jónsson syngur einsöng og barnakór kemur í heimsókn. Keflavikurkirkja Fermingarmessur kl. 10.30 og 14. Sóknar- prestur. Hafnarfjarðarkirkja Fermingarmessur kl. 10.30 og-14. Séra Gunnþór Ingason. Styrktarfélag vangefinna Aöalfundur Styrktarfélags vangefmna verður haldinn í Bjarkarási laugardag- inn 26. mars kl. 14.00. Venjuleg aðalfund- arstörf, önnur mál. Minningar frá fyrstu ámm félagsins: Sigríður Ingimarsdóttir. Kaffiveitingar. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs Kvenfélag Kópavogs ætlar að veita fé- lagskonum tvo ferðastyrki til Oslóar á Nordisk Forum og einn styrk á orlofsviku Norræna húsmæðrasambandsins á Laugum. Félagskonur leiti nánari uppl. um styrkina hjá stjóminni en umsóknar- frestur er til 10. apríl. Stjórnin. Þjóðdansafélag Reykjavíkur Þjóðdansafélag Reykjavíkur verður með árlega vorsýningu í húsi félagsins, Simd- laugavegi 34, laugardaginn 26. mars kl. 15. Sýndir verða bamadansar og dansar frá Norðurlöndum, Skotlandi og Tékkó- slóvakíu. Kaffiveitingar. Nánari upplýs- ingar era veittar í síma 681616. Dómkórinn á Kjarvalsstöðum Dómkórinn í Reykjavík syngur á Kjar- valsstöðum laugardaginn 26. mars kl. 16.00. Á efnisskrá era m.a. valsar eftir J. Brahms í þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar. Stjórnandi kórsins er Mar- teinn H. Friðriksson. Aðgangur er ókeypis. Málþing sálfræðinema Málþing sálfræðinema HÍ verður haldið á Hótel Borg laugardaginn 26. mars kl. 13.30. Fjallaö verður um stöðu sálfræð- innar í íslensku þjóðfélagi. Málþingið er öllum opiö og aðgangur ókeypis. Ferðalög Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 26. mars. Lagt af stað frá Digranes- vegi 12, kl. 10:00. Dagsferðir sunnudaginn 27. mars. 1) Kl. 10.30 Bláfjöll, Kleifarvatn/skíða- ganga. Ekið að þjónustumiðstööinni í Bláfjöllum og gengið þaðan. Verð kr. 800. 2) Kl. 13 Fjallið eina - Sandfellsklofl - Sveifluháls. Ekið um Krýsuvíkurveg að Hraunhóli, gengið þaðan á Fjallið eina, síðan um Sandfellsklofa á Sveifluháls. Létt, þægi- leg gönguleið, verð kr. 600. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni, austan megin, far- miðar við bíl, frítt fyrir böm í fylgd fullorðinna. Komið með í dagsferðir Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands. Páskaferðir Ferðafélagsins. ljSnæfellsnes - Snæfellsjökull (4 dagar). 2) Landmannalaugar, skíðagönguferðir (5 dagar). 3) Þórsmörk, 31. mars- 2. apríl (3 dagar). 4) Þórsmörk, 2. apríl-4. apríl (3 dagar). 5) Þórsmörk, 31. mars-4. apríl (5 dagar). Það er vissara að panta tímanlega í páskaferðirnar. Farmiðar seldir á skrif- stofu FÍ. Útivist Simnudagsferð 27. mars. Strandganga í landmámi Ingólfs, 9. ferð, a og b, kl. 10:30, Kúagerði-Kvíguvoga- bjarg. Gengið um Flekkuvík, Keilisnes og Kálfatjöm, verð 600 kr. KL. 13:00 Kálfatjöm-Kvíguvogabjarg. Fróðir menn úr Vatnsleysustrandar- hreppi mæta og fræða um svæðið, verð 600 kr. frítt fyrir börn í fylgd með full- orðnum. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu, í Hafnarflrði við Sjóminjasafnið Páskaferðir Útivistar Þórsmörk 3 og 5 dagar. Brottfór 31.3. og 2.4. Gisting í Utivistarskálanum Básum. Snæfellsnes-Snæfellsjökull, 3 og 5 dagar. Gist að LýsuhóU, sundlaug. Brottfór 31.3., gönguferðir um strönd og fjöU, jökul- ganga. Skíðagönguferðir á Fimmvörðuháls. 5 dagar, brottför 31.3. gengið á Eyjaflalla- og Mýrdalsjökul, gist í húsum. Upplýs- ingar og farmiðar á skrifstofunni, Gróf- inni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Leikhús Islenska óperan sýnir Don Giovani eftir Mozart á fóstu- dags- og laugardagskvöld, kl. 20. Bama- og ijölskylduóperan LitU sótarinn verður sýnd laugardag kl. 16. Miðasalan er opin alla daga kl. 15-19. Sími 11475. Leikfélag Hafnarfjarðar Tvær sýningar verða á Emil í Kattholti um helgina, báðar á laugardag, önnur kl. 14, hin kl. 17. Miðapantanir í síma 50184 aUan sólahringinn. Revíuleikhúsið þrjár sýningar verða á ævintýrasöng- leiknum Sætabrauðskarlinum um helg- ina. Laugardag kl. 14, sunnudag kl. 14 og kl. 16. Þetta er síðasta sýningarhelgin. Miöapantanir í sima 656500. Frú Emelía Kontrabassinn verður sýndur á sunnu- dag kl. 21. Miðapantanir í síma 10360 aUa daga frá kl. 17-19. Þjóðleikhúsið Hugarburður, verðlaunaleikrit eftir Sam Shepard verður sýnt á sunnudag kl. 20. Söngleikurinn Vesalingamir veróur sýndur sunnudag. Bílaverkstæði Badda, sýning laugardag kl. 16 og sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavikur Söngleikurinn SÚdin er komin verður sýnd á sunnudag kl. 20.00 Djöflaeyjan rís, sýning laugardag kl. 20. Dagur vonar verður sýnd laugardag kl. 20. Arbæjarsafn Árbæjarsafn er opið efdr samkomulagi. Sími 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16. FÍM salurinn Garðastræti 6 í dag, 18. mars, opnar Halldóra Thorodd- sen sýningu á textílverkum unnum með blandaðri tækni. Hún hefur áður sýnt í Gallerí Borg við annan mann og tekið þátt í fjóram samsýningum. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 ogstendur í hálfan mánuð. Gallerí Borg Austurstræti 10 í grafíkdeild Gallerí Borgar era til sölu og sýnis myndir hinna ýmsu íslensku grafíklistamanna. Nú stendur yfir sér- stök kynning á graflkmyndum eftir Ingiberg Magnússon og keramikmunum eftir Kristinu isleifsdóttur. Kynning á verkum þeirra mun standa yfir næsta hálfa mánuðinn. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Valgerður Hauksdóttir sýnir í Gallerí Borg. Á sýningunni era grafíkmyndir. Hún er opin virka daga frá kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18, henni lýkur 5. apríl. Gallerí Gangskör Amtmannsstig 1 Á morgun kl. 14 opnar Lísbet Sveins- dóttir myndlistarsýningu í Gallerí Gangskör. Sýningin verður opin alla dagá frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 10. apríl. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg Guðbergur Auðunsson heldur sína 10. einkasýningu í Gallerí Gijóti dagana 11.-27. mars. Á sýningunni era ný og eldri verk. Sýningin er opin ffá kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 upi helgar. Aðgangur er ókeypis. Gallerí 15 Skólavörðurstíg 15 Nú stendur yfir sýning á collage-verkum Hrafnhildar Sigurðardóttur. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum hérlendis. Á sýningumú era 18 verk. Sýningin stendur til 30. mars og er opin aÚa daga frá 14-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Sýning 10 norrænna textillistamanna stendur yfir aö Kjarvalsstöðum, austur- sal. Nafn sýningarinnar er Saarilla, sem er fmnska og þýðir Á eyjunum. Saarilla er farandsýning og fer héðan til Færeyja. Þátttakendur era: Margrethe Agger og Nanna Hertoft frá Danmörku. Gun Dalh- quist og Kajsa af Petersens frá Svíðþjóð, Marith Ann Hope og Sidsel C. Karlsen frá Noregi, Anna-Liisa Troberg og Agneta Hobin frá Finnlandi, Anria Þóra Karls- dóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir (Silla) frá islandi. Sýningin stendur tU 28. mars og er opin daglega frá kl. 14-22. í vestur- salnum stendur yfir sýning á málverkum Sigurðar Örlygssonar, opið daglega kl. 14-22 fram tíl 27. mars. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16 Guðbjartur Gunnarsson opnar sýningu á morgun kl. 14.00. Á sýningunni era myndir byggðar á ljósmyndum, þrykktar á mismunandi litan pappir og handlitað- ar með pastelhtum. Sýningin er opin virka daga kl. 16.00-20.00, laugardaga og sunnudaga kl. 14.00-20.00. Föstudaginn langa og á páskadag verður opið frá kl. 15.00-20.00. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opiö alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega ffá kl. 11-17. — iAUSTURVEHS%* DAGANA 25. MARS KL.15-19 26. MARSKL.11-15 SPECTRUM HF SlMI 29166 !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.