Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Dansstaðir
19
ABRACADABRA,
Laugavegi 116
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
ÁRTÚN,
Vagnhöfða 11, simi 685090
Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl.
21-03. Danssporið ásamt söngvurun-
um Örnu Karls og Grétari. Á laugar-
dagskvöldið nýju og gömlu
dansarnir, hljómsveitin Danssporið
ásamt Ömu Karls og Grétari.
BÍÓKJALLARINN
Lækjargötu 2, sími 11340.
Hlynur, Daddi og Kiddi stjórna nýja
diskótekinu kl. 22-03.
BROADWAY,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Almennur dansleikur fóstudags-
kvöld, allt í gamni með Ríó laugar-
dagskvöld.
CASABLANCA,
Skúlagptu 30
Lokaö fóstudagskvöld, á laugardags-
kvöld opnar Casa Blanca með nýju
og breyttu sniði.
DUUS-HÚS,
Fichersundi, simi 14446
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld. Á sunnudagskvöld leikur
hljómsveitin „Styttri" í Heita pottin-
um.
EVRÓPA
v/Borgartún
Diskótek fóstudagskvöld, á laugar-
dagskvöld veröur Eurovision keppn-
in á risaskjánum, húsið opnar kl.
19:00.
GLÆSIBÆR,
Álfheimum
Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir dansi
fóstudags- og laugardagskvöld. Opiö
kl. 22.00-03.00.
HOLLYWOOD,
Ármúla 5, Reykjavík
Á fóstudags- og laugardagskvöld
spila Laddi og Óh Backman úr hljóm-
sveitinni Mánamir, einnig spilar
hljómsveitin „Mín“ fyrir dansi.
Plötusnúður helgarinnar er Gísli
Sveinn (Áslákur).
HÓTEL BORG,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL,
Suðurlandsbraut 2 Reykjavík, sími
82200
Dansleikir fóstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar
öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl.
19-01.
HÓTEL ÍSLAND
Lionessukvöld verður á Hótel íslandi
í kvöld, og á laugardag verður al-
mennur dansleikur. Leikritið Nerd
verður sv'o sýnt á sunnudagskvöld.
HÓTEL SAGA, SÚLNASAL-
UR,
v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221
Á fóstudags- og laugardagskvöld
verður sýndur söngleikurinn „Næt-
urgalinn-ekki dauður enn“ sem
byggist á tónlist Magnúsar Eiríkss-
sonar í gegnum tiðina. Mímisbar
verður opinn um helgina.
LEIKHÚSKJALLARINN
Hverfisgötu
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LENNON
v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
LÆKJARTUNGL,
Lækjargötu 2, sími 621625,
í kvöld og annað kvöld snýst tónlist
tunglsins í takt við tilveruna undir
stjóm þeirra Hlyns, Dadda og Big
Foot. Á sunnudagskvöld verður svo
baráttuball tileinkað launþegum í
landinu.
ÚTÓPÍA,
Suðurlandsbraut,
Diskótek fóstudags- og laugardags-
kvöld.
VETRARBRAUTIN
Brautarholti 20, sími 29098.
Guðmundur Hauksson leikur og
syngur um helgina.
ÞÓRSCAFÉ,
Brautarholti, s. 23333
Hljómsveitin Burgeisar leikur fyrir
dansi á fóstudags- og laugardags-
kvöld.
ÖLVER
Álfheimum 74, s. 686220
Opið frá kl. 18-03 fóstudags- og laug-
ardagskvöld. Markó Póló spUar frá
kl. 21 fimmtudaga tU sunnudaga.
AKUREYRI
SJALLINN
„Rokkskór og bítlahár" i SjaUanum
fóstudags- og laugardagskvöld.
Hótel ísland:
Ðe Lónlí BIú Bojs
Hljómsveitin Ðe Lónli Blú Bojs
hefur undanfarið skemmt gestum
veitingahússins Hollywood. Þeir
félagar hafa nú ákveöið að halda
samstarfi sínu áfram og munu
leika fyrir dansi á Hótel íslandi út
maímánuö.
Um helgina munu þeir koma
fram bæði fóstudags- og laugar-
dagskvöld. Þeir Gunnlaugur Briem
trommuleikari og Eyþóc Gunnars-
son hljómborðsleikari munu koma
fram ásamt hljómsveitinni. En
hljómsveitina skipa Gunnar Þórð-
arson, Engilbert Jensen, Björgvin
Halldórsson og Rúnar Júlíusson.
Ðe Lónlí Blú Bojs gáfu á sínum
tíma út fjórar stórar hljómplötur
auk nokkurra tveggja laga platna.
Á þessu ári eru tíu ár liðin síðan
hljómsveitin fór í mikla hljóm-
leikafor í kringum landið og það
sama ár gerðu þeir félagar lagið
Er ég kem heim í Búðardal geysi-
vinsælt.
Kempurnar í Ðe Lónlí Blú Bojs munu skemmta á Hótel islandi um helgina.
Bridge:
f slandsmót í tví-
menningi á
Hótel Loftleiðum
Úrslit íslandsmótsins í tvímenn-
ingi fara fram á Hótel Loftleiðum
dagana 30. apríl og 1. maí. Til úr-
slita spila 24 pör um titilinn ís-
landsmeistari í tvímenningi. Þeir
Guðmundur Páll Arnarson og Sím-
on Símonarson unnu titilinn í fyrra
og reyna nú að veija titil sinn.
íslandsmót í tvímenningi fór
fyrst fram árið 1953 og þá urðu sig-
urvegarar þeir Sigurhjörtur Pét-
ursson og Orn Guömundssón. Svo
skemmtilega vill til að Örn er faðir
,Guðmundur Páls Arnarsonar og
' Sigurhjörtur faðir Karls Sigur-
hjartarsonar en 'þeir hafa báöir
orðið íslandsmeistarar í tvímenn-
ingi.
Asmundur Pálsson og Hjalti El-
íasson hafa unnið þennan titil
oftast, alls 7 sinnum. Næstir í röð-
inni eru Jón Baldursson og Símpn
Símonarson sem hafa orðiö ís-
landsmeistarar 4 sinnum. Hjalti,
Jón og Símon eru allir meðal kepp-
enda og eiga því möguleika á að
bæta við sig titlum.
Á íslandsmótinu eru spiluð fimm
spil á milli para og spilaður er baró-
meter. Agnar Jörgensen verður
keppnisstjóri að vanda en Kristján
Hauksson sér um tölvuútreikning.
Spilamennska hefst klukkan 13 á
laugardaginn og aftur klukkan 20
að loknu matarhléi. Síðan verður
byrjaö aftur klukkan 13 á sunnu-
deginum og úrslit ættu að liggja
fyrir nálægt kvöldmatnum.
Aðstaða er góð fyrir áhorfendur
á Hótel Loftleiðum og ættu áhuga-
menn um bridge að fá eitthvað við
sitt hæfi. -ÍS
íþróttafélag fatlaðra:
Maraþonbogfimi
í fjáröflunarskyni
Bogfimideild íþróttafélags fatlaöra í Reykjavík og nágrenni stendur fyr-
ir marþonbogfimi nú um helgina. Mótið verður haldið að Hátúni lOa,
kjallara. Það hefst klukkan 11.00 á morgun og lýkur því á sama tíma á
sunnudag.
Þann tíma sem menn þenja boga sína í Hátúninu er hægt að heita á
íþróttafélag fatlaðara í síma 91-27080.
Ljónynjublót á hörpu
í kvöld gengst Lionessuklúbbur Reykjavíkur fyrir skemmtun fyrir
konur á Hótel íslandi.
Á boðstólum verður matur og skemmtiatriöi bæði heimasoöin og
aðfengin. Meöal þeirra sem skemmta má nefna Sieglinde Kahmann
og Sigurð Bjömsson ásamt Önnu Guönýju Guðmundsdóttur, Ellý
Vilhjálms, einsöngvarakvartett, Jónas Þóri, íslandsmeistara í sam-
kvæmisdansi og suður-amerískum dönsum frá Dansskóla Sigurðar
Hákonarsonar, tískusýningu, grín, sprell og Qör.
Kynnir kvöldsins og veislustjóri verður Heiöar Jónsson snyrtir.
Kl. 23.30 verður karlmönnum og öðrum gestum hleypt inn og þá
mun hin hljómsveitin, Lónli blú bojs, halda uppi íjöri fram aö lögleg-
, um lokunartíma.
Casablanca
breytir um stíl
„Hugmyndin að breytingunum á Casablanca kemur frá New York
en þar hefur sýnt sig á undanfornum mánuöum aö stóru diskótekin
hafa veriö á undanhaldi. Þess í staö em diskótekin oröin miklu minni
og persónulegri- Staöir sem njóta mikilla vinsælda í New York um
þessar mundir eru staðir á borð viö Nell’s og Heartbrake,“ segir Guð-
mundur Albertsson í Casablanca.
Á laugardagskvöldiö verður Casablanca opnaö aö nýju eftir breyt-
ingar. Staðurinn hefur veriö innréttaður upp á nýtt og eiga innrétting-
amar nú aö rainna á garaaldags ömmustofu. Meðal nýjunga á staönum
er aö einn veggur staöarins er helgaður myndlistarmönnum. Margrét
Adólfsdóttir myndlistarkona var fengin til að skreyta vegginn aö þessu
sinni en meiningin er aö skipta um mynd á veggnum mánaöarlega.
Sem fyrr segir verður staöurinn opnaður á laugardagkvöldið. Á
milli kl. 22.00 og 24.00 verður boösgestum boðiö upp á kokkteil og mun
blökkumaðurinn Timothy skemmta gestum staðarins með lögum á
borö við New York, New York og ýmsum Qeiri. Á miðnætti veröur
staðurinn svo opnaður almenningi. Þá gefst gestum tækifæri til að
hlýða á nýjan diskótakt, svonefndan hip hop takt.
Staðurinn veröur opinn öll kvöld vikunnar frá kl. 22.00-01.00 og um
helgar til kl. 03.00. í miðri viku er meiningin að bjóöa upp á ýmsar
menningaruppákomur þar sem fólk úr listaheiminum kemur fram.
Glaumberg:
Beathoven
á risaskjá
Ægir Már Kárason, DV, Keflavúc
Veitingahúsið Glaumberg í Keflavík ætlar aö bjóða gestum sínum aö
fylgjast meö þegar Sverrir Stormsker og félagar verja heiöur íslenskrar
dægurlagatónlistar í lokakeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stööva á risaskjá sem er á staðnum.
Staöurinn veröur opnaöur kl. 18.00 með því að boðið verður upp á for-
drykk, kvöldveröur verður siöan snæddur á meöan fylgst er með
keppninni.
Hljómsveit Siggu Beinteins mun síðan leika fyrir dansi fram eftir nóttu.
Atvinniimálanefnd Reykjavíkur:
Frumkvæði kvenna
í atvinnulífinu
Frumkvæði kvenna í atvinnulífinu veröur til umræðu á ráðstefnu sem
Atvinnumálanefnd Reykjavíkur gengst fyrir næstkomandi laugardag aö
Hótel Sögu.
Tilgangurinn með ráöstefnunni er aö stuðla að fordómalausri umræöu
um stööu kvenna í atvinnulífinu og vekja um leið athygli á þeim árangri
sem konur hafa þegar náð á mörgum sviöum.
Alls verða 14 stutt framsöguerindi flutt á ráðstefnunni. Þar verður
meöal annars fjallaö um raunverulegan og ímyndaöan mun á viðhorfum
karla og kvenna úr rööum launþega og atvinnurekenda. Ennfremur verö-
ur fjallaö sérstaklega um þaö hvort útboö á opinberri þjónustu sé líkleg
leiö til þess aö auka hlut kvenna í sjálfstæðum atvinnurekstri.
Fundarstjórar á ráðstefnunni verða Ragnar Halldórsson forstjóri og
Guörún Árnadóttir framkvæmdastjóri.