Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Blaðsíða 4
20
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
29
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf-
astsdæmi sunnudag 1. maí 1988.
Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í
Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug-
ardag kl. 11.00 árd. Sumarferðalag
kirkjuskólans kynnt. Barnasam-
koma í Árbæjarkirkju sunnudag kl.
10.30 árd. Guðsþjónusta í Árbæjar-
kirkju kl. 14.00. Organleikari Jón
Mýrdal. Sr. Guðmundur Þorsteins-
son.
Áskirkja: Sameiginleg guðsþjónusta'
Ás- og Laugarnessókna í Laugarnes-
kirkju kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson prédikar. Sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Laugarneskirkju syngur,
organisti Ann Toril Lindstad. Sókn-
arprestur.
Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Altarisganga. (Ath. breyttan
messutíma). Organisti Daníel Jónas-
son. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl.
14. Organisti Jónas Þórir. Æskulýðs-
fundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf
aldraðra miðvikudagssíðdegi. Sr. Ól-
afur Skúlason.
Digranesprestakall: Guðsþjónusta
í Kópavogskirkju ki. 14. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Organ-
leikari Guðni Þ. Guðmundsson. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Kvennamessa
sunnudagskvöld kl. 20.30. Samstarfs-
hópur um kvennaguðfræði.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10.00. Gylfl Jónsson.
Fella- og Hólakirkja: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11.00. Viöurkenn-
ingarskjöl afhent fyrir mætingu í
barnaguðsþjónustunum í vetur. Ath.
Ferðalag barnastarfsins verður laug-
ardaginn 14. maí. Munið að skrá
þátttöku. Fundur í æskulýösfélaginu
mánudagskvöld kl. 20.30. Sóknar-
prestarnir.
Fríkirkjan í Reykjavik: Guðsþjón-
usta kl. 11.00 sunnudag. Ath. breytt-
an messutíma vegna 1. maí.
Fríkirkjukórinn syngur, organleik-
ari Pavel Smid. Sr. Gunnar Bjöms-
son.
Grensáskirkja: Messa með altaris-
göngu kl. 11. (Ath. breyttan tíma).
Organisti Árni Arinbjamarson. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Altar-
isganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir . sjúkum.
Fimmtudag: Fundur Kvenfélags
Hallgrímskirkju kl. 20.30.
Barnaóperan Eldmærin
frumflutt á ísafirði
Bamaóperan Eldmærin verður
framflutt í sal grannskólans á
ísafirði á laugardag. Þarna er um að
ræða viðamikla sýningu sem unniö
hefur verið að frá áramótum og er
barnakór Tónlistarskólans á ísafiröi
þar í aðalhiutverki. Mikill fiöldi tek-
ur beinan þátt í sýningunni eða 37
krakkar á aldrinum 7-15 ára að
ógleymdum þeim sem vinna að sýn-
ingunni á annan hátt.
Tilefni þess að ráöist er í það stór-
Norræna húsið:
Akseli Gallen-Kallela
- í fyrsta sinn á íslandi
A morgun verður opnuð í Norræna húsinu sýning á verkum finnska listmálarans Akseli Gallen-Kallela. En hann
er einn af merkari myndlistarmönnum Finna.
A morgun kl. 15 verður opnuð í
Norræna húsinu sýning á mynd-
skreytingum sem finnski listmálar-
inn Akseb Gallen-Kallela gerði við
kvæðabálkinn Kalevala. Á sýning-
unni eru einnig ljósmyndir sem I.K.
Inha, Vaino Kaukonen og Vilho Uo-
mala tóku í þorpum karelskra
kvæðamanna, auk þess sem þar get-
ur að Mta safn af grísk-kaþólskum
íkonum.
Þjóðarlistamaður Finnlands
Akseli Gallen-Kallela (1865-1931)
kallst þjóðbstamaður Finnlands
vegna þess hve fiölþættur og mikil-
vægur aflvaki hann hefur verið í
þjóölegri, finnskri menningu. Gal-
len-Kallela hóf listferil sinn skömmu
fyrir síðustu aldamót og var frum-
kvöðull þess þjóðernisrómantíska
stíls sem þróaðist í Finnlandi um þær
mundir til mótvægis viö sífellt auk-
inn þrýsting stjórnvalda í St. Péturs-
borg þegar þau hugðust kæfa finnska
þjóðmenningu og gera landið að öllu
rússneskt. Þessir tímar, þegar þróað-
ist í Finnlandi sjálfstæð alþjóðleg
viðurkennd list, hafa verið nefndir
„gullöld“ finnskra lista og listamenn
sóttu innblástur sinn meöal annars
í kvæðabálkinn Kalevala. Þekktustu
boðberar þessarar stefnu auk Gal-
len-Kallela eru lærisveinn hans,
arkitektinn Eliel Saarinen og tón-
skáldið Jean Sibelius.
Sýningin í Norræna húsinu er
fyrsta sýning sem haldin er á íslandi
á verkum Akseli Gallen-Kallela.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14.00-19.00 og stendur til 22. maí.
Nýlistasafnið:
Fimm erlendir listamenn
Á morgun verður opnuö samsýn-
ing í Nýlistasafninu á verkum
fimm erlendra listamanna. John
Van’t Slot, Jan' Knap, Peter An-
germann og Pieter Holstein og
Martin Disler.
Flest verkin era í einkaeign á ís-
landi: Það sem segja mætti að væri
sameiginlegt með verkunum er að
þessir listamenn eiga flestir sam-
eiginlegt upphaf sitt á jaðri kons-
ept-listarinnar og nýja málverksins
og hafa síðan þróast hver á sinn
hátt. Nánar tiltekið hafa þeir verið
orðaðir við að vera í flokki feðra
nýja málverksins. Allir hafa þeir
sýnt verk sín hér á landi áður.
Jan Knap er gestakennari við
M.H.Í. um þessar mundir. Hann er
fæddur í Tékkóslóvakíu, er með
amerískan ríkisborgararétt en býr
í Köln. Hann nýtur nokkurrar sér-
stöðu í listaheiminum fyrir trúar-
myndir sínar.
John Van’t Slot og Pieter Holstein
hafa verið meðal hæst skrifuöu
listamanna Hollands og er Peter
velkunnur hér á landi.
Peter Angermann og Jan Knap
hafa um langt skeiö unnið saman
ásamt Milan Kunc og nefnir sá
hópur sig Group Normal og varð
hann til í Dússeldorfakademíunni.
Martin Disler er eflaust þekktast-
ur af þessum hstamönnum og varð
hann fyrst verulega þekktur eftir
framtíðarsýninguna í Feneyjum
1980.
Hluti af verki eftir Jan Knap. Túss á pappír.
Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Arn-
grímur Jónsson. Organisti Orthulf
Prunner.
virki að sviðsetja barnaóperu er að
í vor heldur Tónlistarskólinn upp á
40 ára afmæli sitt og er óperan liöur
í hátíðarhöldum vegna afmælisins.
Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson
en með aðalhlutverk fara Hagbarður
Valsson og Jónatan Einarsson. Ráð-
gert er að sýna Eldmeyna nokkrum
sinnum á ísafirði og farið verður með
sýninguna á menningarhátíö, sem
haldin verður í Bolungarvík.
Hjallaprestakall í Kópavogi: Almenn
guðsþjónusta kl. 11.00 í messuheimili
Hjallasóknar í Digranesskóla.
Kirkjukór Hjallasóknar syngur, org-
anleikari Gunnar Gunnarsson. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni
Pálsson.
Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
2.00. Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson, organleikari Jón Stef-
ánsson. Kl. 3.00 verður fiáröflunar-
kaffi minningarsjóðs frú Ingibjargar
Þórðardóttur. Sóknarnefndin.
Laugarnesprestakall: Sameiginleg
guðsþjónusta Ás- og Laugarnessókna
í Laugarneskirkju kl. 11. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson prédikar. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir
altari. Kirkjukór Laugarneskirkju
syngur, organisti Ann Torill Lind-
stad. Sóknarprestur.
Neskirkja: Laugardag: Æskulýðs-
fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam-
verastund aldraðra kl. 15.
Lokasamvera, myndasýning, ein-
söngur, flautuleikur og gott kaffi.
Sunnudag: Lokasamvera meö börn-
unum. Farið verður i stutta ferð og
lagt af stað frá kirkjunni kl. 11. Mun-
ið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Orgej-
og kórstjóm Reynir Jónasson. Guö-
mundur Óskar Ólafsson. Þriðjudag
og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða
kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar
Óláfsson.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00.
Organleikari Kjartan Sigurjónsson.
Mánudag 2. maí er aðalsafnaðar-
fundur Seljasóknar í Safnaðarheinr-
ilinu kl. 20.00. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja: Laugardagur:
Vorferö barnastarfsins laugardaginn
30. apríl. Farið verður frá kirkjunni
kl. 13 upp í Vindáshlíð. Komið verður
til baka kl. 18.00. Fargjald kr. 250.
Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 14.00.
Þriðjudagur kl. 17.30. Opið hús fyrir
10-12 ára. Sóknarprestur.
Kirkja Óháða safnaðarins: Almenn
guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti
Heiðmar Jónsson. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnasam-
koman fellur niður á sunnudag
vegna útvarpsguðsþjónustu kl. 11.00.
Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Einar
Eyjólfsson.
Tilkymiingar
Maraþonbogfimi fatlaðra
Bogfimideild íþróttafélags fatlaðra í
Reykjavík og nágrenni hefur ákveðið að
standa fyrir maraþonbogfimi dagana 30.
apríl og 1. maí í fjáröflunarskyni. Mara-
þoniö mun standa yfir í 24 klukkustundir,
frá kl. 11 f.h. á laugardaginn til kl. 11 f.h.
á sunnudaginn. Á meöan er hægt aö gefa
áheit í síma 27080. Áhugasamir geta kom-
ið og fylgst með maraþoninu að Hátúni
lOa, kjallara.
Kvennadeild Skagfirðinga-
félagsins í Reykjavík
verður með hlutaveltu og veislukaffi' í
Drangey, Síöumúla 35, sunnudaginn 1.
maí kl. 14.00. Ágóði rennur til viögerða á
altarisbrík Hóladómkirkju.
Helga Ármannsdóttir opnar fyrstu einkasýn-
ingu sina á morgun.
Gallerí list:
Grafíksýning
Á morgun opnar Helga Ármanns sýningu á
grafík og collageverkum í Gallerí List, Skip-
holti 50b.
Helga lauk prófi úr grafíkdeild Myndlista-
og handíðaskóla íslands vorið 1986. Hún hefur
tekiö þátt í ýmsum samsýningum en þetta er
fyrsta einkasýning hennar. Húp starfar nú á
grafíkverkstæði að Ljósabergi 30 í Hafnar-
firði.
Sýningunni lýkur 8. maí og er hún opin
virka daga kl. 10.00-18.00 en um helgar frá
kl. 14.00-18.00.
Urslit í mælskukeppni
Mælsku- og rökræðukeppi III. ráðs ITC á
íslandi verður haldin aö Hótel Lind,
Reykjavík, laugardaginn 30. april kl.
14.00. Þetta er úrslitakeppni milli ITC
Aspar, Akranesi, og ITC Bjarkar, Reykja-
vík.
Freestyle-keppnin
Laugardaginn 30. apríl verður íslands-
meistarakeppni í „Freestyle“-dönsum
fyrir 10 -12 ára aldurshóp. Keppnin verð-
ur haldin í félagsmiðstöðinni Tónabæ og
hefst hún kl. 14:00. Keppt verður í ein-
staklingsdansi og hópdansi. Alls munu
27 einstaklingar og 17 hópar taka þátt í
keppninni.
Námskeið fyrir ferðafóik
Landssamband hjálparsveita skáta hefur
um árabil rekið sérstakan björgunar-
skóla og hafa björgunarmenn sótt þangað
fræðsíu. Nú hefur landssambandið
ákveðið að opna skólann fyrir almenning
og bjóða ferðafólki að sækja sérstakt
námskeið í ferðamennsku. Námskeiðið
verður haldiö að Snorrabraut 60. Skrán-
ing þátttakenda er í síma Landssam-
bandsins, 91-621400,' á venjulegmn
skrifstofutíma.
Iistasalurinn Nýhöfn:
Hausar og skór
- Valgarður Gunnarsson sýnir
Á morgun kl. 14 veröur opnuð sýn-
ing á verkum Valgarðs Gunnarsson-
ar í Nýhöfn, Hafnarstræti 18.
Valgarður er fæddur í Reykjavík
árið 1952. Hann stundaði nám í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
árin 1975-79 og í Empire State col-
lege, New York, 1979-1981.
Á þessari sýningu, sem hefur hlotið
yfirskriftina Myndir á pappír, eru
um það bil 30 verk. Myndirnar, sem
eru ýmist unnar meö blandaðri
tækni eða teikningar, eru flestar frá
árunum 1987 og 1988. Meðal annars
era þarna teikningar unnar á tölvu.
Þetta er fiórða einkasýning Val-
garðs auk þess sem hann hefur tekið
þátt í nokkrum samsýningum þar á
meðal „Manhattan-Miklatún” á veg-
um Norrænu listamiðstöðvarinnar
1986.
Meginþema sýningarinnar í Ný-
höfn eru hausar og skór. Aðalsteinn
Ingólfsson listfræðingur hefur skrif-
að um verk Valgarðs Gunnarssonar
að þau séu full af sáttagerðum: „Þar
ganga í eina sæng saman hlutir og
minningar um hluti, hið sagða og hið
ósagða, hið mögulega og hið ómögu-
lega. Þau sýna að árangurslaus leit
Kvenfélag Laugarneskirkju
verður með fund í Safnaðarheimilinu
mánudaginn 2. mai kl. 20.00. Snyrtisér-
fræðingur kemur í heimsókn.
Merkjasala
Björgunarsveitarinnar Ingólfs
Hin árlega merkjasala Björgunarsveitar-
innar Ingólfs í Reykjavík verður nú um
helgina, dagana 29. apríl til 1. maí. Þá
munu söluböm bjóða merki björgunar-
sveitarinnar til sölu.
getur verið partur af lífsnautninni
og þar með partur af listinni.”
Sýningin verður opin frá kl. 10-18
virka daga og frá kl. 14-18 um helgar
fram til 18. maí.
rfW ■ m?
Ur verki eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur en sýning á verkum hennar
stendur nú í Galleri Borg.
Gallerí Borg:
Þijár konur
- Þorbjörg, Louisa og Karólína
Valgaröur Gunnarsson opnar sýn-
ingu á verkum sinum á morgun og
ber sýningin yfirskriftina Myndir á
pappír.
Hvert er hlutverk kirkjunnar?
Bandalag kvenna í Reykjavík hefur boð-
að til ráðstefnu um hlutverk kirkjunnar
í þjóðfélagi nútímans að Hótel Holiday
Inn í Reykjavík laugardaginn 30. apríl
nk. kl. 13.30. Biskup Islands, Herra Pétur
Sigurgeirsson, mun ávarpa ráðstefnuna.
Neskirkja
Félagsstarf aldraðra. Samverustund á
morgun, laugardag, kl. 15.00 í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Þetta er lokasam-
vera. Myndasýning, einsöngur, flautu-
leikur og kaífiveitingar.
Nú stendur yfir sýning á verkum
Þorbjargar Höskuldsdóttur í Gall-
erí Borg, Pösthússtræti.
Þorbjörg Höskuldsdóttir stund-
aði nám við Myndlistaskólann í
Reykjavík 1962-66 og síðan við
Listaakademíuna í Kaupmanna-
höfn 1967-71 og lagði síðan stund á
oliumálun, grafik og leikmynda-
gerð.
Þetta er áttunda einkasýning
Þorbjargar, en hún hefur tekið þátt
í fiölda samsýninga hér heima og
erlendis og unnið að leikmynda-
gerð hjá Þjóðleikhúsinu og Leik-
brúðulandi og auk þess mynd-
skreytt bækur.
Verk eftir Karólínu og Louisu
Nýlega barst Gallerí Borg send-
ing frá Louisu Matthíasdóttur; tólf
litlar og miðlungsstórar olíumynd-
ir sem flestar eru nýjar og hafa
ekki sést áður hér á landi. Myndir
Louisu hafa verið hengdar upp í
neðri kjallara gallerísins.
Þá hafa galleríinu einnig borist
nokkrar myndir eftir Karólínu
Lárusdóttur, vatnslitamyndir ,og
olíumyndir, sem einnig eru til sýn-
is í kjallaranum.
Gallerí Borg er opið daglega frá
klukkan 10-18 virka daga en um
helgar frá kl. 14—18.
Sameiginleg guðsþjónusta
Keflavíkur og Njarðvíkur á sunnudag kl.
11.00. Séra Þorvaldur Kapl Helgason
predikar, organisti er Gróa Hreinsdóttir.
Þingvallakirkja
Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14.00, org-
anleikari er Einar Sigurðsson.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagaskóli kl. 10.30, guðsþjónusta
1. maí kl. 14.00, organisti Helgi Bragason,
séra Gunnþór Ingason predikar.
Kór Átthagafélags
Strandamanna
heldur tónleika í Breiðholtskirkju í
Mjódd laugardaginn 30. apríl kl. 15.00.
Stjórnandi er Erla Þórólfsdóttir og undi'r-
leikari Úlrik Ólason.
Kristniboðsfélag kvenna
hefur kaffisölu sunnudaginn 1. maí í hinu
nýja húsnæði í Miöbæ, Háaleitisbraut 58,
3. hæð. Húsið veröur opið kl. 14.30-19.00.
Allur ágóði rennur til kristniboðsins í
Kenýa og Eþíópíu.
Tóiúeikar
Gítartónleikar á
Hvammstanga
Símon H. ívarsson heldur tónleika í
Hvammstangakirkju laugardaginn 30.
apríl kl. 15.00. Á efnisskránni eru verk
frá mismunandi timabilum eftir J. Dow-
land, J.S. Bach, F. Sor, I. Albeniz og John
Speight.
Sellótónleikar í Selfosskirkju
Gunnar Bjömsson heldur tónleika í Sel-
fosskirkju sunnudaginn 1. maí kl. 17.00.
Á efnisskránni eru 3 svítur fyrir ein-
leiksselló eftir J.S. Bach; Nr. 1 í G-dúr,
nr. 2 í d-moll og nr. 3 í C-dúr.
Tónleikar Tónmenntaskólans
Laugardaginn 30. apríl kl. 14 mun Tón-
menntaskóli Reykjavíkur efna til tón-
leika í Gamla bíói. Á þessum tónleikum
koma einkum fram yngri nemendur skól-
ans með einleiks- eða samspilsatriði á
ýmis hljóöfæri. Auk þess verður hópat-
riði úr forskóladeild.
Ferðalög
Ferðafélag íslands
Sunnudagur 1. maí
Kl. 10.00: Skíöagönguferð á Skjaldbreiö.
Ekið áleiðis eins og færð leyfir og síðan
gengið á skíðum.
Kl. 13.00: Þingvellir, ekið að Almannagjá
og gengiö niður hana að Öxarárfossi,
ekið inn í Bolabás og litast þar um. Brott-
fór frá Umferöarmiðstöðinni; austan
megin.
Helgarferðir til Þórsmerkur hefjast nú
um helgina. Farið verður í kvöld, föstu-
dag, kl. 20.00 og komið til baka á sunnu-
dag. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal.
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardag-
inn 30. apríl. Lagt verður af stað frá
Digranesvegi 12 kl. 10.00.
Vorferð barnastarfs kirkjunn-
ar á Seltjarnarnesi
Barnastarfi kirkjunnar á Seltjamamesi
lýkur laugardaginn 30. apríl með vor-
ferðalagi. Farið verður frá kirkjunni kl.
13 og er ferðinni heitið upp í Vindáshlíð,
þar sem farið verður í leiki og boröaðar
pylsur. Þar verður einnig helgistund fyr-
ir börnin í kirlgunni.
Leikhús
Revíuleikhúsið
Sætabrauðsdrengurinn. Aukasýning
sunnudag kl. 15. Miðasalan er opin frá
kl. 13.
Pars Pro Toto
... en andinn er veikur? verður sýnt í
Hlaövarpanum á laugardaginn kl. 17.
íslenska óperan
Don Giovanni verður sýndur í kvöld,
fóstudag, kl. 20. Sýningum fer fækkandi.
Miðasala alla daga frá kl. 15-19.
Gránufjelagið
Endatafl verður sýnt ó sunnudag kl. 21
i bakhúsi að Laugavegi 32. Miðapantan-
ir allan sólarhringinn i sima 14200.
Brúðuleikhúsið
Sögusvuntan sýnir Smjörbitasögu á
sunnudaginn að Fríkirkjuvegi 11. Þetta
er síðasta sýning. Miöapantanir í síma
622215.
Gríniðjan
N.Ö.R.D. verður sýndur á sunnudag kl.
15 á Hótel íslandi.
Leikfélag Hafnarfjarðar
Emil í Kattholti verður sýndur á laugar-
dag og sunnudag kl. 17.
Leikfélag Reykjavíkur
Hamlet. Sýning sunnudag kl. 20.
Síldin er komin. Sýning föstudag og
laugardag kl. 20.
Þar sem Djöflaeyjan rís. Sýning sunnu-
dag kl. 20.
Þjóðleikhúsið
Vesalingamir verða sýndir á föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld.
Bæjarbíó Jói
, Leikfélag Hvammstanga sýnir Jóa í
Bæjarbíói, Hafnarfirði, í kvöld kl. 21.
Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson.
Hugleikur
Hið dularfulia hvarf verður sýnt í
Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, á fóstudag
kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24650.
Leikféiag Akureyrar
Fiðlarinn á þakinu verður sýndur á
laugardag og sunnudag kl. 16. Miðapant-
anir í sima 96-24073.
Sýningar
Arbæjarsafn
Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi.
Simi 84412.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Safnið er opið sunnudaga, þriöjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16.
Gallerí Borg,
Austurstræti 10
Grafíkdeild Gallerí Borgar. Þar em til
sölu og sýnis myndir hinna ýmsu ís-
lensku grafiklistamanna.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Þorbjörg Höskuldsdóttir opnaði nýverið
sína áttundu einkasýningu. Sýningin er
opin kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 um
helgar.
Gallerí Borg hefur borist sending frá
Louisu Matthíasdóttur, tólf Utlar og
miöslungsstórar oliumyndir, sem flestar
em nýjar. Myndimar hanga í neðri kjall-
ara gallerisins og ery þar til sölu. Einnig
hanga þar myndir eftir Karólínu Láms-
dóttur.