Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1988, Side 6
30
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988.
Bíóborgin
Sjónvarpsfréttir
Aöalleikararnir í Sjónvarpsfréttum, Holly Hunter, William Hurt og Albert Brooks.
/ikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir
Laugarásbíó
Rósary-morðin
Donald Sutherland er aíkasta-
mikill leikari og eru Rósary-morðin
fimmtugasta kvikmynd hans. Leik-
ur hann kaþólskan prest í Detroit.
Presturinn flækist inn í röð morða
á prestum og núnnum. Morðinginn
gengur til skrifta hjá Bob Koessler
en svo nefnist presturinn sem Sut-
herland leikur. Vandast þá málið
því presturinn er bundinn þagnar-
eiði og getur því ekki sagt til
morðingjans. Donald Sutherland
hefur á ferli sínum leikið í æði
misjöfnum kvikmyndum. Hann
hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í
M.A.S.H. Hann fylgdi því eftir með
leik í ágætum myndum en hefur
verið nokkuð brokkgengur síðustu
árin. Hann hefur í tilefni fimmtug-
ustu kvikmyndar sinnar látið hafa
eftir sér að hér eftir leiki hann að-
eins í þeim kvikmyndum sem hann
langar til að leika í.
William Hurt fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Sjón-
varpsfréttum. Var það þriðja árið í röð sem hann er tilnefndur besti
leikarinn.
Sjónvarpsfréttir (Broadcast
News) fékk einar átta tilnefningar
til óskarsverðlauna fyrir stuttu.
Meðal annars sem besta kvikmynd,
bestu leikarar í aðalhlutverkum,
Holly Hunter og William Hurt, og
besti leikari í aukahlutverki, Al-
bert Brooks. Ekki fengu leikararnir
eða aðstandendur myndarinnar
nein óskarsverðlaun. Varð myndin
útundan við verðlaunaveitinguna.
Ekki rýrir það gildi þessarar
ágætu kvikmyndar sem best er lýst
sem rómantískri kvikmynd í létt-
um dúr. Fjallar um hinn klassíska
þríhyming, eina konu og tvo menn.
Óll vinna þau við fréttamennsku.
Jane Craig (Holly Hunter) er
stjórnandi fréttaútsendinga, Tom
Grunick (William Hurt) er vinsæll
sjónvarpsþulur og Aron Altman
(Albert Brooks) er fréttamaður af
gamla skólanum. Myndin gerist í
Washington. Þótt einkalíf þessara
þriggja persóna sé meginþema
myndarinnar þá eru heimsviö-
burðir og annað er tengist vinnu
þeirra alltaf í sjónmáli.
Leikstjóri er James L. Brooks,
sem síðast leikstýrði óskarsverð-
launamyndinni Terms of Endear-
ment. Hann „ólst“ upp í banda-
rísku sjónvarpi og átti til dæmis
stóran þátt í velgengni The Mary
Taylor, Moore Show. Hann veit því
hvað hann er að fjalla um í Sjón-
varpsfréttum sem alls staðar hefur
fengið jákvæða dóma og góða að-
sókn.
HK
Donald Sutherland og Charles Durning í hlutverkum sínum í Rósary-
morðunum.
Regnboginn
Banatilræði
Charles Bronson hefur leikið
mörg hörkutól um dagana. í Bana-
tilræði (Assassination) b&tir hann
einni slíkri persónu við. í þetta
skiptið er hann öryggisvörðurinn
Killian, starfssvið hans er í Hvíta
húsinu. Nýr forseti tekur við og
Killian fær það starf aö bera ábyrgð
á öryggi forsetafrúarinnar. Ekki
beint óskastarflð hjá honum. Það
kemur samt fljótlega í ljós að setið
er um líf forsetafrúarinnar svo að
Killian fær nóg að gera.
Leikstjóri myndarinnar er Peter
Hunt sem meðal annars hefur leik-
stýrt James Bpnd myndum. Mót-
leikari Bronson er eiginkona hans,
Jill Ireland, og er þetta í fimmtánda
skiptið sem þau leika saman. Er
það met í samleik í höfuðborg kvik-
myndanna, Hollywood.
Hjónin Jill Ireland og
kvikmyndum.
Bronson hafa leikið saman í fimmtán
Sýningar
Gallerí Grjót
Amtmannsstíg 1
Þar eru til sýnis ýmsir listmunir.
Gallerí List,
Skipholti 50b
Nk. laugardag opnar Helga Ármanns
sýningu á grafík og collageverkum sín-
um. Sýningunni lýkur 8. maí. í galleríinu
eru til sölu og sýnis ýmis listaverk. Opið
kl. 10-18 virka daga en um helgar frá kl.
14-18.
Gallerí Langbrók,
Bókhlöðustíg 2,
Textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu-
daga kl. 12-18 og laugardaga kl.'ll—14.
Gallerí Nes,
Nýjabæ v/Eiðistorg
Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur,
Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja-
bæjar við Eiðistorg, III hæð. Opið er virka
daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnu-
daga kl. 13-16.
Gallerí Svart á hvítu
Laugardaginn 16. apríl k). 14 verður opn-
uð í Gallerí Svart á hvítu sýning á
blýantsteikningum Valgerðar Bergsdótt-
ur. Á sýningunni verða verk unnin á
árunum 1987-1988. allt blýantsteikningar
á pappir. Valgeröur hefur haldið ijölda
einkasýninga og tekið þátt í samsýning-
um.
FÍM salurinn,
Garðastræti 6. Sýning Mattheu Jónas-
dóttur, Vorvindar, verður opnuð laugar-
daginn 16. apríl kl. 14 og stendur til 1. maí.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Guðbjörg L. Jónsdóttir, Sara Vilbergs-
dóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Leifur
Vilhjálmsson sýna málverk í austursal.
í vesturforsal er sýning á lithografíum,
eða steinprenti, eftir heimsþekkta lista-
menn, úr safni Sorlier, sem nú er í eigu
Museé des Sables-d ’Olonne í Frakkl-
andi. Tékkneski listmálarinn Rastislav
Michal sýnir í vestursal. Á sýningunni
eru olíumálverk, svarthstarmyndir og
veggteppi. Að lokum er sýningin: „Swe-
dish Textil Art“ - sænsk textíllist, yfir-
Utssýning á textílverkum unnum hjá
Handarbetes Vánner í Stokkhólmi á ár-
unum 1900-1987. Auk þess sem sýningln
er að Kjarvalsstöðum, er hluti hennar í
Listasafni ASÍ ogGlugganum, Akureyri.
Sýningarnar á Kjarvalsstöðum eru opnar
kl. 14-22.
Listasafn ASÍ,
Grensásvegi 16
Þar stendur yfir sýning á sænskum text-
íl unnum á árunum 1900-1987. Opið er
virka daga kl. 16-20 og um helgar kl.
14-20.
Listasafn Einars Jónssonar
við Njarðargötu
er opið aUa laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega frá kl. 11-17.
Listasafn Háskóla íslands
í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið
daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90
verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri
Ustamenn þjóðarinnar. Aðgangur að
safninu er ökeypis.
Listasafn islands,
Fríkirkjuvegi 7
Safnið er opið aUa daga nema mánudaga
kl. 11-17. Sérfræðingur veitir leiðsögn um
sýninguna Aldarspegil á sunnudögum kl.
13.30- 14.45. Mynd mánaðarins er kynnt
alla fimmtudaga kl. 13.30. Kaffistofa húss-
ins er opin á sama tíma og safnið.
Myntsafn Seðlabanka og
Þjóðminjasafns,
Einholti 4
Opið á sunnudögum kl. 14-16.
Norræna húsið
Laugardaginn 30. aprfi kl. 15 verður opn-
uð í Norræna húsinu sýning á mynd-
skreytingum sem finnski listmálarinn
AkseU Gallen-KaUela gerði við kvæða-
bálkinn Kalevala. Á sýningunni eru
einnig ljósmyndir sem I.K. Inha Vaino
Kaukonen og Vilho Uomala tóku í þorp-
um karelskra kvæðamanna, auk þess
sem þar getur að Uta safn af grískum-
kaþólskum íkonum. Norræn farandsýn-
ing á efni úr norrænum kortabókum
stendur nú yfir í anddyri Norræna húss-
ins og er hún opin daglega kl. 9-19 til 8.
maí. Sýnd verða kort og annað efni úr
norrænum ritum.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
Laugardaginnn 30. apríl kl. 14 verður
opnuð sýning á verkum Valgarðs
Gunnarssonar. Á sýningunni, sem
hefur hlotið yfirskriftina „Myndir á
pappír“, eru um það bil 30 verk,
meðal annars teikningar unnar á
tölvu og verk unnin með blandaðri
tækni. Sýningin veröur opin kl. 10-18
virka daga og kl. 14-18 um helgar,
fram til 18. maí.
Nýlistasafnið
Á mogrgun kl. 16 verðm- opnuð samsýn-
ing á verkum 5 erlendra hstamanna. Þeir
eru John Van’t Slot, Jan Knap, Peter
Angermán, Pieter Holstein og Martin
Disler.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Árna Magnússonar er í
Arhagarði við Suðurgötu á þriðjudögum,
fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8, Hafnarfirði
Opnunartími í vetur er laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar
geta pantað tima í síma 52502 alla daga
vikunnar.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Þjóðminjasafn íslands
Nú stendur yfir sýning á teikningum
skólabama 1 Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Sýningin stendur fram í maí og er opin
á venjulegum opnunartíma safnsins.
AKUREYRI
Gallerí Glugginn,
Glerárgötu 34
Sýning á sænskri textíllist stendur nú
yfir. Þar eru sýnd verk sem unnin voru
hjá Handarbetes Vánner í Stokkhólmi frá
árinu 1900.