Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1988, Side 6
30
FÖSTUDAGUR 5. ÁGÚST 1988.
Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir
- Háskólabíó
KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II
Paul Hogan er kominn aftur í hlut-
verki Michaels Dundee, ööru nafni
Krókódíla-Dundee. Þessi sjarmer-
andi hetja, sem heillaöi alla í fyrra,
lendir í nýjum ævintýrum þar sem
hann þarf að hverfa aftur á heima-
slóðir í Ástralíu. Linda Kozlowski
endurtekur hlutverk sitt og leik-
stjóri er sá sami, John Cornell.
Hinn létti húmor og ævintýrablær-
inn, sem einkenndu fyrri myndina,
eru hér til staðar. Sem sagt, góð
skemmtun.
Bíóhöllin
RAMBO III
Sylvester Stallone fer í þriðju
myndinni um fyrrverandi Viet-
namhermanninn, John Rambo, til
Afganistan í leit að yfirmanni sín-
um og vini sem Rússar hafa tekið
höndum. Eins og við er áð búast
lendir Rambo í miklum og blóðug-
um átökum. Rambo III, sem er ein
dýrasta kvikmynd sem gerð hefur
verið, svíkur engan sem á annað
borð vill hafa spennumyndimar
dálítiö krassandi.
BEETLEJUICE
Michael Keaton leikur aðalhlut-
verkið í þessari makalausu grín-
mynd sem fjallar að mestu um
drauga, góða sem vonda, og við-
skipti þeirra við lifandi fólk. Titil-
persónan, Beetlejuice, er persóna
sem fengin er til að fæla fólk úr
húsi sem ung, nýlátin hjón tileinka
sér.
LÖGREGLUSKÓLINN 5
Þeir sem séð hafá fyrri myndir um
hina snarrugluðu lögregluþjóna,
sem útskrifuðust í fyrstu mynd-
inni, vita á hverju þeir eiga von.
Hugmyndin er oröin nokkuð út-
þynnt en ágætir brandarar inni á
milli.
Bíóborgin
ÖRVÆNTING
- sjá grein til hliðar
RAMBO III
- sjá Bíóhöllina
. BEETLEJUICE
- sjá Bíóhöllina
HÆTTUFÖRIN
Hér er á ferðinni hörkuspennandi
mynd sem íjallar um eltingarleik
við morðingja og mannræningja í
óbyggðum. Aðalhlutverk leikur
Sidney Poitier og er þetta hans
fyrsta kvikmynd í mörg ár. Tom
Berenger, stjarnan úr Platoon, fer
með hitt aðalhlutverkið. Þetta er
mynd fyrir þá sem vilja hasar og
spennu. Hættuförin er einnig sýnd
i Bíóhöllinni.
Laugarásbíó
SKYNDIKYNNI
Skyndikynni íjallar um leit tveggja
vinkvenna að draumaprinsinum,
en breytt viðhorf níunda áratugar-
ins setja þeim vissar hömlur. En
löngunin er oft sterkari en siðgæð-
ið og þaö bitnar á þeim. Það birtir
hjá þeim er þær ákveða að dvelja
á heilsuhæli. Aðalhlutverkin leika
Lea Thompson og Victoria Jack-
son.
SOFIÐ HJÁ
Sofið hjá (Cross My Heart) er sága
um tvær góðhjartaðar persónur,
Eavid og Kathy, sem laðast hvor
að annarri. David vill á þriðja
stefnumótinu fá Kathy upp í rúm
til sín en Kathy vill kynnast honum
betur. Sofið hjá er raunsæ gaman-
mynd með Martin Short og Anette
O’Toole í aöalhlutverki.
SKÓLAFANTURINN
Skólafanturinn er gamanmynd
sem fjallar um raunir mennta-
skólanema sem verður það á að
reita skólafantinn til reiði.
SVÍFUR AÐ HAUSTI
Þessi hugljúfa kvikmynd íjallar um
tvær systur sem hafa eytt sum-
arfríi sínu á sama stað í sextíu ár.
Aðalhlutverkin leika hinar öldnu
stjörnur Bette Davis og Lillian
Gish. Þetta er mynd sem óhætt er
að mæla með.
HÚSIÐ UNDIR TRJÁNUM
Regnboginn heldur áfram sýning-
um á frönskum gæðamyndum.
Leikstjóri myndarinnar Húsið
undir trjánum (La maison sous les
arbes) er Rene Clement sem lengi
hefur verið í fremstu röð franskra
leikstjóra. í þetta skipti eru banda-
rískir leikarar í aðalhlutverkum,
Faye Dunaway og Frank Langella.
NÁGRANNAKONAN
Francois Truffaut er látinn en eftir
hann liggja mörg meistaraverk og
er Nágrannakonan eitt þeirra. Að-
alhlutverk leika Fanny Ardant og
Gerard Depardieu. Þetta er mynd
fyrir kvikmyndaáhugamenn, sem
og aðra unnendur góðra lista.
KÆRI SÁLI
Dan Aykroyd og Walter Matthau
leika í þessari gamanmynd sem
fjallar um leikmann í sálfræðings-
hlutverki.
HENTU MÖMMU AF LESTINNI
Þessi ágæta grínmynd er komin
aftur á hvíta tjaldiö og þeim sem
ekki hafa séð hana er bent á grín-
mynd sem virkilega er gaman að.
Stjörnubíó
NIKITA LITLI
Nikita litli fjallar um Jeff, sautján
ára skólastrák, sem kemst að
óhugnanlegu leyndarmáli foreldra
sinna þegar alríkislögreglan kann-
ar uppruna þeirra. Leikstjóri er
Richard Benjamin og aðalhlut-
verkin leika Sidney Poitier og sá
leikari sem spáð er mestum frama
í Hollywood, River Phoenix.
ENDASKIPTI
er gamanmynd sem fjallar um
feðga sem skipta um hlutverk.
Marshall Seymour og ellefu ára
sonur hans, Charlie, skipta óvart
um líkama. Þetta veldur að sjálf-
sögðu vandræðum. Aðalhlutverkið
í þessari ágætu gamanmynd leikur
Judge Reinhold sem er sjálfsagt
þekktastur fyrir samstarf sitt við
Eddie Murphy í Beverly Hills Cop
gamanmyndunum.
ÞRÍR MENN OG BARN
Þessi vúnsæla og ágæta gaman-
mynd er vel bíóferðar vúrði. Fjaílar
hún um þijá piparsveina sem taka
að sér uppeldi á kornabami. Þetta
er upprunalega frönsk hugmynd,
yfirfærð á Bándaríkin.
ALLT LÁTIÐ FLAKKA
Eddie Murphy er sagður stórkost-
legur á sviði. Hér er tækifæri til
að sjá hvort satt reynist.
Regnboginn
LEIÐSÖGUMAÐURINN
Þessi norska kvikmynd, sem gerist
á Samaslóðum í Norður-Noregi,
hefur hvarvetna hlotið einróma lof
og var tilnefnd til óskarsverðlauna.
Ekki skemmir það að einn aðalleik-
arinn er Helgi Skúlason. Það verð-
ur enginn, sem ann góðum kvik-
myndum, svikinn af Leiðsögu-
manninum.
Það verða mörg Ijón á veginum þegar Richard Walker (Harrison Ford)
ákveður að leita sjálfur að eiginkonu sinni.
Bíóborgin:
Örvænting
Eftir hina misheppnuðu sjóræn-
ingjamynd sína, Pirates, er Roman
Polanski kominn á góða ferð í nýj-
ustu kvúkmynd sinni, Örvæntingu
(Frantic), sem er hörkuspennandi
og dularfull sakamálamynd er ger-
ist í París.
Harrison Ford leikur Richard
Walker, bandarískan lækni sem
veröur fyrir óvæntri lífsreynslu
þegar hann er, ásamt eiginkonu
sinni, í París. Á óskOjanlegan hátt
hverfur hún. Örvæntingarfull leit
hans leiðir hann inn í undirveröld
Parísar þar sem hann hittir unga
og fagra stúlku sem kann aö vera
lykillinn að hvaríi eiginkonuhans.
Harrison Ford er ein skærasta
stjama kvúkmyndanna og.var það
sannarlega hvalreki á flöru Pol-
anskis að fá hann í aðalhlutverkið.
Eftir hina slæmu útreið, sem Sjó-
ræningjarnir fengu, blés ekki byr-
lega fyrir honum. Þegar hann aftur
á móti hafði tryggt sér Ford opnuð-
ust pyngjur peningamanna og ár-
angurinn er sérlega spennandi
sakamálamynd sem er flókin og
dularfull.
Harrison Ford leikur lækni sem
verður fyrir þeirri reynslu að eigin-
kona hans hverfur sporlaust.
Sú er leikur ungu stúlkuna er
ung, frönsk leikkona, Emmanuelle
Seigner, sem er sambýliskona Pol-
anskis. Roman Polanski hefur áður
tekist vel við sakamálamynd og er
Chinatown þar fremst í flokki. Ör-
vænting bætist nú við þann hóp
mynda Polanskis sem teljast með
hans betri.
HK.
Spennandi atriði er gerist á húsþaki í París. Harrison Ford og Emmanu-
elle Seigner í hlutverkum sínum.
SÖLUFÓLK
Starfskraftur óskast til sölu- og kynningarstarfa og
auglýsingasöfnunar.
Vinna í gegnum síma (má vinnast heima).
KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK
© 62 10 05 OG 62 35 50
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENUUM BELTIN
hvar sem við sitjum
í bílnum.
|| UMFERÐAR
Ferðalög
Utivistarferðir
Helgarferðir
5.-7. ágúst.
1. Fjölskylduhelgi í Þórsmörk. Tilvalin
ferð fyrir unga sem aldna. Dagskrá: Rat-
leikur, léttar gönguferðir, pylsugrill,
kakó, leikir og söngur. Gist í Utivistar-
skálunum Básum meðan pláss leyfir,
annars tjöld. Afsláttarverð og frítt fyrir
böm yngri en 10 ára með foreldrum sín-
um.
2. Kjalarferð. Fjölbreytt ferð. Gist í skála
í Svartárbotnum. M.a. Þjófadalir,
Oddnýjarhnúkur, Hveravellir og Kerl-
ingarfjöll. Gönguferðir, fjallagrös, laug-
arböð.
3. Þórsmörk. Venjuleg helgarferð sam-
eiginleg fjölskylduhelginni og á sömu af-
sláttarkjörum. Farastjóri Kristján M.
Baldursson. Uppl. og farm. á skrifstof-
unni, Grófmni 1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Sunnudagsferðir 7. ágúst.
Kl. 8: Þórsmörk, einsdagsferð. Verð kr.
1.200.
Kl. 10.30: Leggjabrjótur. Gengin gamla
þjóðleiðin úr Brynjudal að Svartagili við
Þingvelli. Skemmtileg gönguleið.
Kl. 13: Þingvellir - Hrauntúnsgata.
Gengin áhugaverð þjóðleið, m.a. hjá
gömlu eyðibýlunum á ÞingvöUum. Verð
kr. 900.
Miðvikudagsferð í Þórsmörk 10. ágúst
kl. 8. Ódýr sumardvöl í Útivistarskálun-
um Básum. Hægt að dvefja til fóstudags,
sunnudags eða lengur.
Kl. 20: Bláfjöli, útsýnisferð með stóla-
lyftu. Verð 800 kr. Brottfór frá BSÍ, bens-
ínsölu.
Ferðafélag islands
Helgarferðir 5.-7. ágúst:
1. Fjallabaksleiðir nyröri og syðri.
Leiðin liggur um Eldgjá - Hólmsárlón -
Rauðubotna og Álftavatn. Gist í sæluhúsi
FÍ.
2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála í
Langadal.
3. Landmannnlaugar - Eldgjá. Gist í
sæluhúsi FÍ í Landmannalaugum. Upp-
lýsingar og fanniðasaia á skrifstofu
Ferðafélagsins, Öldugötu 3.
Kvöldkaffi með kór víðistaðakirkju suimudagskvöldið 7.
Flenborgarskóla ágúst kl. 20.30. Þetta verðrn- lokaátak
í tilefiii af utanlandsfór kórs Flensborg- kórsins til fiáröfiunar. Kórstjóri er
arskóla heldur kórinn kvöldskemmtun í Margrét Pálmadóttir.