Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1988, Side 2
28 LAUGÁRDÁGUR 13. Á'GÚST 1988. unm KRAKKAR! Nafn: Alfa Lára Guðmundsdóttir Heimili: Grundarstígur 14, Sauðárkróki Fædd: 26. maí 1978. Skóli: Barnaskóli Sauðárkróks Uppáhalds litir: Gulur og bleikur Uppáhalds matur: Svínahamborgar- hryggur Bestu vinir: Þóra og Jórunn Áhugamál: Frjálsar íþróttir, Madonna og fleira Nafn: María Ögn Guðmundsdóttir Heimili: Miðtún 27 á ísafirði Fædd: 21. maí 1980 Skóli: Barnaskóli ísafjarðar Bestu vinir: Sæunn og Heiða Systkini: Anna Lára, 11 ára Fallegasti litur: Blár Besti drykkur: Mix Áhugamál: Hjóla, Barbie og renna mér á skautum Nafn:Anna Lára Guðmundsdóttir Heimili: Melavegur 3 á Hvammstanga Fædd: 20. júní 1976 Skóli: Grunnskóli Hvammstanga Bestu vinir: Rakel Dögg og Aldís Olga Systkini: María Ögn sem er 7 ára Áhugamál: íþróttir, skautar og fleira - að skammt frá borginni Sidney í Ástr- alíu er páfagaukur sem sannanlegt er að fæddist árið 1847 og er því um 140 ára gamall. Hann er nú orðinn sköllóttur og getur ekki nærst á öðru en graut. - að hjartað í kanínu slær 200 sinnum á mínútu, hjarta í fíl 30 sinnum, hjarta í skjaldböku 13 sinnum og hjarta í mús 670 sinnum á mínútu. Fílar og skjaldbökur ná mjög háum aldri og eftir þessu ættu dýr að verða skammlífari eftir því sem hjartað í þeim slær hraðar! Kæra Barna-DV! Við sömdum þessa vitleysu-sögu. Hún heitir Dularfullu appelsínurnar vegna þess að engar appelsínur eru í sögunni! Kristín Eva og Hanna Stína. Dularfullu appelsínurnar Ég gekk niður dimman gang. Regndroparn- ir svifu niður á jörðina. Það var rigning og rok, sannkallað sumar. Jæja, ekki meira um veðrið. Ég hrökk í kút, ég heyrði eitthvað. Þetta var þá bara lítil kanína sem skaust á milli húsa. Ég gekk og gekk þangað til ég mætti gulu epli, rauðum banana og grænum jarðarberjum. Þarna var þá for- stjórinn sem var blátt greip. Nú var ég búinn að fá nóg af fíflalátum. Ég tók næstu rútu til Mars. í rútunni sá ég Bjarna Dag sem breyst hafði í bleika kartöflu. Ég var kominn til Mars. Ég fór á Tomma og fékk mér hamborgara með mygl- uðu brauði og salati og drakk grænt kók með. í eftirrétt fékk ég mér ís sem síðasti söludagur var 23. janúar 1941. Ég fór á gisti- hús og lagði mig. Þegar ég vaknaði horfði ég á He-man og afa. Kristín Eva Ólafsdóttir, 12 ára og Jóhanna Kristín Ólafsdóttir, 12 ára. Halli ætlar í göngu með hundana sína. En hann heldur bara í einn hundinn. í hvaða hund heldur Halli? Sendið svar til: Barna-DV. Eitt svarta stykkið passar ekki inn í púslu- spilið af kúnni. Hvaða stykki er það? Sendið svar til: Barna- DV. MIG DREYMDI... Kæra Barna-DV! Ég vona að þú getir ráðið þennan einkennilega draum.. . - Ég var í sundi með systur minni. Svo kom strákur sem ég er skotin í og ætlaði að ráðast á mig. Þá hrinti ég honum ofan í laugina og fór svo í sturtu. Síðan fór ég til ömmu hálfsystur minnar og þá fór raf- magnið af. Ég fór að hlusta á útvarpið og þá var sagt að bráðum kæmi mjög vont veður og allir sem ætluðu í bæinn (Reykjavík) yrðu að fara strax. Ég tók utan um hausinn (hálsinn) á systur minni og spurði hana hvort hún ætlaði í bæinn. Hún sagði NEI og þá vaknaði ég... Skrítinn draumur? Ein frá Selfossi Þar sem þú varst í sundi í tæru vatni merkir það velgengni og gæfu. Og þar sem strákurinn ræðst á þig mun hann í náinni framtíð hlynna vel að þér. Þú munt aftur á móti ekki falla fyrir honum alveg strax því þú ýtir honum frá þér. Þú munt hafa systur þína fyrir trúnaðarvin- konu og saman munið þið leysa vandámál sem verða á vegi þínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.