Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Blaðsíða 1
Rettir: Viima fyrir suma - skemmtun fyrir aðra Réttir eru örugglegá sá atburður í sveitinni sem allir krakkar hlakka mikið til. Þarf ekki krakka í sveit til að fyllast eftirvæntingu þegar fer að hausta. Borgarhöm, sem einu sinni hafa farið í réttir, muna þann atburð lengi og vilja helst fara afthr. Nú er mnninn upp sá tími sem réttir eru daglegur viðburður á landinu öllu. Réttir eru að vísu búnar um austanvert landið en hér í ná- grenni höfuðborgarinnar og vestan og sunnan til á landinu verða réttir um helgina og í næstu viku. Réttirnar eru mikil skemmtun fyr- ir börn sem og fullorðna. í réttunum fá mörg borgarbörninn fyrstu kynn- in af kindunum og er það lífsreynsla sem þau gleyma seint. Það hefur færst í vöxt að hópferðir séu farnar frá leikskólum höfuð- borgarinnar í réttirnar og verður svo einnig í þetta skiptið. Þótt börnin geti truílað bændur og búalið við vinnu sína hefur fólkið í sveitinni yfirleitt sýnt börnunum þolinmæði og vinskap, enda hefur ávallt fylgt réttum mikill fjöldi fólks. í nágrenni Reykjavíkur eru nokkr- ar réttir um helgina og fljótlega eftir helgi. Fossvallarétt við Lækjarbotna er á sunnudaginn. Á laugardaginn er Kaldárrétt viö Hafnarfjörð og Krýsuvíkurrétt í Krýsuvík. Á mánu- daginn er Kjósarrétt í Kjósarsýslu og Kollafjarðarrétt á Kjalarnesi og á þriðjudaginn er ÖÍfusrétt í Ölfusi. Nánari upplýsinagr um réttirnar er að finna í upptalningu og á korti hér fyrirneðan. -HK FJÁRRÉTIIR í næstu viku 1. Daisrétt 2. Fóssvallarétt 3. Grímsstaðarétt 4. Hamarsrétt 5. Heiðarbæjarrétt 6. Hítardalsrétt 7. Hlíðarrétt 8. Hrunarétt 9. Húsmúlarétt 10. Kaldárrétt 11. Kjósarrétt 12. Klausturhólarétt 13. Kollafjarðarrétt 14. Krísuvíkurrétt 15. Langholtsrétt 16. Nesjavallarétt 17. Rauðagilsrétt 18. Selvogsrétt. 19. Silfrastaðarétt 20. Skaftholtsrétt 21. Skaftártungurétt 22. Skeiðarrétt 23. Stafnsrétt 24. llndirfellsrétt 25. Vogarétt 26. Valdarásrétt 27. Víðidalstungurétt 28. Þórkötlustaðarrétt 29. ölfusrétt 30. Þverárrétt 26 4T Y «T V zaY^7*27 Y 30 T 23 T Y i.Y Ye 3 13 17 _ 1 Y5 1$ v v. v..» IHI 14 18 29 22 Réttir 16.-24 september Dalsrétt í Mosfellsdal, Kjós....................mánud. 19. sept. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp.)....sunnudagur 18. sept. Hamarsréttá Vatnsnesi, V-Hún................laugardagur 17. sept. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.......laugardagur 17. sept. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A-Hún..........sunnudagur 18. sept. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn.............laugardagur 17. sept. Kaldárrétt v/Hafnarfjörð...................laugardagur 17. sept. Kjósarrétt í Kjósarhr., Kjósarsýslu.........mánudagur 19. sept. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn........miövikudagur 19. sept. Kollafjarðarrétt, Kjalarneshr., Kjós........mánudagur 19. sept. Krísuvíkurrétt í Krísuvík, Gullbr...........laugardagur 24. sept. Langholtsrétt í Miklaholtshreppi, Snæf.....miðvikudagur 21. sept,- Nesjavallarétt í Grafningi, Árn.............laugardagur 17. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg.............föstudagur 16. sept. Selflatarétt í Grafningi, Árn...............mánudagur 19. sept. Selvogsréttí Selvogi, Árn...................mánudagur 19. sept. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag.............mánudagur 19. sept. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft..laugardagur 17. sept. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn..................fóstudagur 16. sept. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún..............laugardagur 17. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hún.............fóstudagur 16. sept. og laugardagur 17. sept. Vogarétt á Vatnsleysuströnd, Gullbr.........mánudagur 19. sept. Valdarásrétt í Víðidal, V-Hún................fóstudagur 16. sept. Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún..........laugardagur 17. sept. Þórkötlustaðarétt v/Grindavík...............mánudagur 19. sept. Þverárrétt í Eyjahr., Snæf..................mánudagur 19. sept. Ölfusrétt í Ölfusi, Árn.....................þriðjudagur 20. sept. Helstu stóðréttir í haust Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag.sunnud. 18. sept. upp úr hádegi Reynistaðarrétt í Staðarhr., Skag....sunnud. 18. sept. síðdegis Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag......sunnud. 18. sept. síðdegis Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag..laugard. 24. sept. upp úr hádegi Hlíðarrétt í Bólst.hl.hr., A-Hún.sunnud. 25. sept. upp úr hádegi Víðidalstungurétt í Víðidal, V-Hún.laugard. 1. okt. upp úr hádegi Reiðhöllin - Kraftur '88 Mætir Jón Páll jafnoka sínum? Fyrir stuttu síðan varði Jón Páll Sigmarsson titilinn „sterkasti maður heims“ í Ungverjalandi. Þar lenti hann í haröri keppni við bandaríska jötuninn Bill Kazmaier, sem er fyrr- verandi handhafi titilsins. Nú er von á Kazmaier til landsins og mun hann etja kappi við Jón Pál að nýju í Reið- höllinni á sunnudaginn í keppni sem kallast Kraftur ’88. Jafnframt því að vera einvígi milli Jóns Páls og Kazmaiers verður keppnin um titilinn „sterkasti maður íslands". Fyrir utan Jón Pál eru þátt- takendur Hjalti Úrsus Árnason, Torfi Ólafsson, Magnús Ver Magnús- son og Guðni Sigurjónsson. Bill Kazmaier var handhafl titilsins sterkasti maður heims 1979-81. Hann er 190 cm á hæð og vegur 145 kg. Hann á heimsmetið í kraftlyftingum, 1,1 tonn. Af þessu má sjá að hér er enginn smákarl á ferðinni. Keppnisgreinarnar verða sex, kasta 25 kg lóðum, jafnhatta trjá- drumbi, velta tveimur bílum á sem skemmstum tíma, halda á 25 kílóa rafgeymi sem lengst með útréttar hendur, hlaupa 50 m vegalengd með 90 kg sekk og draga annan 200 kílóa sekk til baka, draga jeppa ákveðna vegalengd á sem skemmstum tíma og hlaða lýsistunnum á vörubílspall, einnig á sem skemmstum tíma. Forráðamenn keppninnar leggja áherslu á að hafa hana sem skemmti- legasta fyrir áhorfendur. Eins og fyrr segir er keppnin á sunnudaginn og hefst kl. 14.00. -HK vikimnar Hótel Iind - sjá bls. 18 Villta vestrið á Hótel íslandi - sjá bls. 19 Una Dóra, Jón Páll Sigmarsson. Bill Kazmaier. sjá bls. 20 Hringur r * r Gallerí Borg sjá bls. 29 leikamir r r sjá bls. 21 sjá bls. 30 • , r t sjá bls. 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.