Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1988, Qupperneq 6
30 FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988! Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Laugarasbio Þjálfun í Biloxi Þjálfun í Biloxi (Biloxi Blues) er nýjasta kvikmynd hins þekkta leik- stjóra, Mikes Nichols, sem á að baki myndir á borð við Who’s Afra- id of Virginia Woolf, The Graduate og nú síðast Silkwood. Biloxi Blues er gerð eftir leikriti Neils Simon og byggist aö hluta til á atburðum í lífi hans. Fjallar myndin um Eugene Je- rome (Matthew Broderick) sem býr í Brooklyn og gerist myndin árið 1943. Jerome hefur fengið her- kvaðningu og er herstöðin í Biloxi sem er borg í Mississippi. Lýsir myndin síðan á gamansaman hátt þjálfun hans og ævintýrum sem hann og félagar hans lenda í. Matthew Broderick, er leikur Jerome, lék síðast í Ferris Buell- er’s Day off. Hann lék hlutverk Jerome á Broadway, bæði í Biloxi Blues og Brighton Beach Memories sem er fyrirrennari Biloxi Blues í æviritun Simons. Þá leikur Chri- stopher Walken einnig stórt hlut- verk í myndinni. -HK Hinn óreyndi Eugene (Matthew Broderick) fær hér innsýn inn í veröld hinna fullorönu. Jamie Escalante (Edward James Olmos) útskýrir fyrir Angel (Lou Diamond Phillips) leyndardóma stærð- fræðinnar. Bíóhöllin Að duga eða drepast Að duga eða drepast (Stand and Delivers) er byggð á raunveruleg- um atburðum þegar Jamie Escal- ante stærðfræðikennara tókst það sem aðeins sést í kvikmyndum, að útskrifa með sæmd fyrirfram von- lausa nemendur í lélegum skóla. Skólinn var þekktur fyrir eitur- lyflanotkun og afbrot og þótti afrek kennarans slíkt að leikstjórinn Ramon Menendez ákvað að gera kvikmynd um atburð þennan. Aðalleikararnir eru tveir, Ed- ward James Olmos, sem sjálfsagt er þekktastur fyrir leik sinn í Miami Vice, en þar leikur hann lögregluforingjann, og Lou Diam- ond PhiUips sem stóð sig svo vel í La Bamba. Eins og sjá má í myndinni voru kennsluaðferöir Escalante "ekki venjulegar. Hann skoraði á nem- endur sína að standa sig og með hótunum og öðrum aöferðum, sem ekki þekkjast í kennslustofum, náði hann upp baráttuanda hjá nemendum sem skilaði sér svo í góðumárangri. -HK Lou Diamond Phillips var frægur fyrir leik sinni í La Bamba. Háskólabíó KLÍKURNAR I Klíkunum sýnir Dennis Hooper að hann hefur engu gleymt. Myndin fjaliar um götuflokka sem sýna enga miskunn og tvo lögregluþjóna sem reyna að koma á lögum og reglu á götun- um! Hooper hefur að vísu verið gagnrýndur fyrir að gera þess- um óaldarflokkum of hátt undir höfði og þar með kynda und- ir bardögum á götum borgarinnar. Satt er það að nokkur ólæti brutust út þegar myndin var frumsýnd í stærstu borgum vest- anhafs. Þrátt fyrir þetta þykir Dennis Hooper hafa gert kröft- uga spennumynd sem flestir gagnrýnendur hafa hælt. Bíóhöllin AÐ DUGA EÐA DREPAST - sjá umsögn annars staðar á síðunni GÓÐAN DAGINN, VÍETNAM Robin Williams hefur ekki verið heppinn með kvikmyndir hing- að til. Enginn efast um mikla hæfileika hans sem gamanleikara en hann hefur verið frekar óheppinn með val á verkefiium þang- að til nú. í Góðan daginn, Víetnam slær hann í gegn svo um munar í hlutverki útvarpsmannsins Adrian Cronauer sem hefur ofan af fyrir hermönnum í Víetnam þegar stríðið stendur sem hæst, árið 1965. RAMBO III Sylvester Stallone fer í þriðju myndinni um fyrrverandi Víet- namhermanninn John Rambo til Afganistan í leit að yfirmanni sínum og vini sem Rússar hafa tekið höndum. Eins og við er að búast lendir Rambo i miklum og blóðugum átökum. Rambo m, sem er ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið, svíkur engan sem á annað borð vill hafa spennumyndimar dálítið krassandi. ÖRVÆNTING - sjá Bíóborgin SKÆR UÓS STÓRBORGARINNAR Michael J. Fox, sem er um þessar mundir ein skærasta stjama á himni Hollywood, leikur aðalhlutverkið í gamanmyndinni Skær ljós stórborgarinnar (Bright Lights, Big City). Leikur hann Jamie Conway, ungan mann í New York sem hefur hvorki sætt sig við að konan fór frá honum né dauða móður sinnar. Til þess að græða sár sín dembir hann sér út í næturlíf stórborg- arinnar af fullum krafti. HÆTTUFÖRIN Hér er á ferðinni hörkuspennandi mynd sem fjallar um eltingar- leik við moröingja og mannræningja í óbyggðum. Aðalhlutverk leikur Sidney Poitier og er þetta fyrsta kvikmynd hans í mörg ár. Tom Berenger, stjaman úr Platoon, fer með hitt aðalhlut- verkið. Þetta er mynd fyrir þá sem vilja hasar og spennu. BEETLEJUICE Michael Keaton leikur aðalhlutverkið í þessari makalausu grín- mynd sem fjallar að mestu um drauga, góða sem vonda, og við- skipti þeirra við lifandi fólk. Titilpersónan, Beetlejuice, er feng- in til að fæla fólk úr húsi sem ung, nýlátin hjón tileinka sér. LÖGREGLUSKÓLINN 5 Þeir sem séð hafa fyrri myndir um hina snarrugluðu lögreglu- þjóna, sem útskrifuðust í fyrstu myndinni, vita á hverju þeir eiga von. Hugmyndin er orðin nokkuð útþynnt en ágætir brand- arar inni á milli. UNDRAHUNDURINN BENJI Myndimar um hundinn Benji vora mjög vinsælar fyrir nokkr- um árum. Nú hefur verið tekinn upp þráðurinn í The Hunted en svo nefnist myndin á frammálinu. Það sem er ólíkt meö nýju myndinni og þeim eldri er að Benji fær mun meira að pjóta sín hér. Áður vora leikarar með stærri hlutverk. Ljúf kvikmynd fyrir yngstu kynslóðina. Bíóborgin FOXTROT Þá hefur fyrsta íslenska kvikmyndin á þessu ári verið fram- sýnd. Er það spennumyndin Foxtrot sem lengi hefur verið beð- ið eftir. Myndin fjallar um tvo bræður sem taka að sér að fara með peningasendingu úr Reykjavík norður í land. Ekki gengur sú ferð átakalaust. Lenda þeir bræður í miklum raunum sem enda með harmleik. Foxtrot er ágæt afþreyingarmynd, atburða- rásin hröð og spennandi. Leikstjóri er Jón Tryggvason. Kvik- myndatöku annaðist Karl Óskarsson. í aðalhlutverkum era Valdimar Öm Flygenring, Steinarr Ólafsson og María Ellingsen. ÖRVÆNTING Eftir hina misheppnuðu sjóræningjamynd sína, Pirates, er Ro- man Polanski kominn á góða ferð í nýjustu kvikmynd sinni, Örvæntingu (Frantic), sem er hörkuspennandi og dularfull saka- málamynd er gerist í París. Harrison Ford leikur Richard Wal- ker, bandarískan lækni sem verður fyrir óvæntri lífsreynslu þegar hann er í París ásamt eiginkonu sinni. Á óskiljanlegan hátt hverfur hún. Örvæntingarfull leit hans leiðir hann inn í undirheima Parísar þar sem hann hittir unga og fagra stúlku sem kann að vera lykillinn að hvarfi eiginkonu hans. Örvænt- ing bætist við þann hóp mynda Polanskis sem teljast með hans betri. Laugarásbíó ÞJÁLFUN í BILOXI - sjá umsögn annars staðar á síðunni VITNI AÐ MORÐI Aðalsöguhetjan í Vitni að morði (Lady in White) er ungur dreng- ur sem Lucas Haas leikur. Hann hefur gaman af að segja drauga- sögur og hræða bekkjarfélaga sína sem mest. Einnig tekst hon- um að hræða kennarana. Gamanið gránar þegar hann lokast inni á öskudaginn. Þá fær hann að kynnast því sjálfur hvað það er aö vera hræddur. STEFNUMÓT Á TWO MOON JUNCTION Ung og rík Suðurríkjastúlka tekur hliðarspor rétt fyrir brúö- kaup sitt. Hún fellur fyrir ungum farandverkamanni og er kom- in á fremsta hlunn með að hlaupast á brott með honum og gefa frá sér allan auð. Amma hennar veit hvað klukkan slær og reyn- ir hvað hún getur að bjarga heiðri ættarinnar. Stefnumót á Two Moon Junction er dæmigerð Hollywoodframleiðsla þar sem átakaleysiö einkennir bæði söguþráð og leik. Regnboginn SÉR GREFUR GRÖF... Sér grefur gröf... (Backfire) er sakamálamynd þar sem þrjár persónur, tveir karlmenn og ein kona, leika sér að eldinum: eiginmaður 1 hjólastól, ótrú eiginkona, sem ekki þolir eiginmann sinn, og elskhugi eiginkonunnar sem er flækingur í leit að auðæfum. Peningamir era fyrir hendi en til að nálgast þá verð- ur að drepa. HAMAGANGUR Á HEIMAVIST Todd Barrett á í erfiðleikum með að borga skólagjöld sín. Hon- um dettur því í hug að gera almanök með myndum af félögum sínum, sem flestir era vel vaxin vöðvabúnt, til aö bjarga sér. Um þetta fjallar gamanmyndin Hamagangur á heimavist (Camp- us Man). Á FERÐ OG FLUGI Á ferð og flugi (Planes, Trains and Automobiles) er nýjasta kvikmynd Steve Martins. Leikur hann hrakfallabálkinn Neal Page sem er á heimleið frá New York til Chicago. Hann lendir í ýmsum spaugilegum uppákomum á leiðinni. Sæti hans í flug- vélinni er tekið af honum og hann lendir við hliðina á manni sem hafði fyrr um daginn náð af honum leigubfl og eiga þeir í útistöðum hvor við annan lengur en þann tíma sem ferðin tekur. LEIÐSÖGUMAÐURINN Þessi norska kvikmynd, sem gerist á Samaslóðum í Norður- Noregi, hefur hvarvetna hlotiö einróma lof og var tilnefhd til óskarsverðlauna. Ekki skemmir það að einn aðaileikarinn er Helgi Skúlason. Það verður enginn, sem ann góðum kvikmynd- um, svikinn af Leiðsögumanninum. KRÓKÓDÍLA-DUNDEE II Paul Hogan er kominn aftur í hlutverki Michaels Dundee, öðra nafni Krókódfla-Dundee. Þessi sjarmerandi hefja, sem heillaði alla í fyrra, lendir í nýjum ævintýrum þar sem hann þarf aö hverfa aftur á heimaslóðir í Ástralíu. Linda Kozlowski leikur sama hlutverk og áður og leikstjóri er sá sami, John Comell. Hinn létti húmor og ævintýrablærinn, sem einkenndu fyni myndina, era hér. Sem sagt, góð skemmtun. Þá má geta þess að allar helgar er gott úrval bamamynda í Regnboganum. Stjörnubíó SJÖUNDA INNSIGLIÐ í Sjöunda innsiglinu (The Seventh Sign) leikur Demi Moore Abby Quinn, ófríska konu sem veit að hörmungar, sem dynja yfir mannsbyggðina, tengjast henni að einhveiju leyti. Dauða fiska rekur á land við strönd Haiti, ísraelskt smáþorp leggst í eyöi vegna frosthörku og árvatn í Nicargua verður að blóði... Hvemig það tengist henni veit hún ekki en það ætti að koma í fjós í lokin. BRETI í BANDARÍKJUNUM Breti í Bandaríkjunum (Stars and Bars) er gamanmynd sem fjallar um Breta einn, Henderson að nafni (Daniel Day Lewis), sem ákveður að flytja til New York í von um skjótari frama í viðskiptalífinu. Hann fær starf hjá uppboðshaldara og á brátt vingott við dóttur forstjórans og það spillir ekki fyrir skjótum frama hans innan fyrirtækisins. Vandræðin byija þegar hann er í innkaupaleiðangri í Georgíu fyrir fyrirtækið til að kaupa málverk. Þar kynnist hann hinni fríðu og fóngulegu Irene. Leið- angur hans gengur heldur ekki sem skyldi og áður en Hender- son veit af er hann á kafi í alls konar vandræðum. VON OG VEGSEMD í Von og vegsemd (Hope and Glory), sem var ein fimm mynda sem tilnefhdar vora í vor til óskarsverðlauna sem besta mynd- in, segir leikstjóiinn, John Boorman, frá æskudögum sínum í stríðshrjáöu landi. Þykir honum hafa tekist vel að lýsa mann- legu hliðinni á stríðinu. Myndin íjallar um Bill Rohan, níu ára dreng, sem sá heimsstyijöldina öðrum augum en flestir aðrir. Honum fannst nefnilega skemmtilegt að lifa á stríöstímum. Skólinn var lokaður. Á nóttunni lýstu flugeldar upp himininn. Hann þurfd sjaldan aö fara snemma að sofa og í raun hafði enginn tíma til að ala hann upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.