Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1988, Blaðsíða 31
ÞRIÐJDDAGUR 20. SEPTEMBER 1988. 39 LífsstíU DV kannar verð á frystikistum og frystiskápum: 448% mxmur á hæsta og lægsta verði Hagsýnar húsmæöur spara með magninnkaupum til heimilisins. Margir eru þessa dagana aö íhuga kaup á frystikistu. Neytendasíða DV fór aö dæmi þeirra og kannaði verö á nokkrum tegundum af frystikist- um og frystiskápum. Mikilvægastu atriöin, sem huga þarf aö viö kaup á frystikistu, eru í fyrsta lagi sú þjón- usta sem söluaðili veitir og í ööru lagi hvemig tækiö hentar þörfum kaupandans. Hentugasta stærð á frystikistu fyrir 4-6 manna fjöl- skyldu er 250-300 lítra. Ábyrgð er aö jafnaði á tækjum af þessu tagi í eitt ár og flestir söluaðilar bjóða upp á viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Talsveröur verðmunur er á frysti- skápum og frystikistum og skáparnir yfirleitt dýrari. Þeir eyða auk þess meira rafmagni. Frystiskápar eru hins vegar mun aðgengilegri en kist- ur og njóta því vaxandi vinsælda. Geysimikill verðmunur er á þessum tækjum sé miðað við verð á hvern lítra en slíkur samanburður er ekki tæmandi. Ódýrasti frystiskápurinn í þessari könnun er 270 lítra, af geröinni Candy og kostar 40.900 kr. Það eru 151 kr. á lítra. Sá dýrasti er af gerð- inni Miele, 86 lítra. Hann kostar Fiystiskápar Gerð Staerð Verð Krónurálitra Snowcap 120 22.900,- 191,- Philips 140 30.429,- 217,- AEG 213 45.625,- 214,- do 262 48.650,- 185,- do 303 51.255,- 169,- Miele . £16 ‘ 58.243,- í 677,- Zanussi 50 27.921,- 558,- do 125 36.585,- 292,- do 200 45.186,- 226,- do 350, tvöf. 74.813,- 213,- Siemens 208 42.200,- 203,- do 252 45.500,- 180,- Electrolux 270 62.050,- 230,- do 207 63.300 305,- do 315 82.954,- 263,- tgnis 290 43.571,- 150,- do 380 51.714,- 136,- Blomberg 113 27.900,- 247,- do 211 55.900,- 265,- do 258, tvöf. 53.900,- 209,- Candy 270. 40.900,- 151,- Helkama 325, tvöf. 52.800,- 162,- Gram 240 47.570,- 198,- do 175 38.200,- 218,- do 330 62.980,- 190,- Bauknecht 200 42.700,- 213,- do 243 47.300,- 194,- do 107 35.400,- 331,- Frystikistur Tegund Stærð, lítrar Verð Krónurá litra Philips 245 33.029,- 135,- do • 450 47.669,- 106,- Caravelle 327 36.600,- 112,- AEG 202 31.925,- 158,- do 297 36.870,- 124,- do 350 37.753,- 108,- do 430 41.517,- 97,- Rafha Zanussi 300 43.920,- 146,- do 400 46.626,- 116,- Siemens 270 35.000,- 129,- do 340 36.400,- 107,- do 410 39.600,- 96,- Electrolux 219 39.193,- 179,- do 325 44.110,- 136, do 525 56.508,- 107,- Ignis 245 34.682,- 141,- do 315 38.221,- 121,- do 375 39.635,- 105,- do 545 58.040,- 106,- Gram 234 34.450,- 147,- do 348 41.460,- 119,- do 462 47.740,- 103,- Frigor 185 37.400,- 202,- Frigor 275 37.400,- 136,- Frigor 380 43.100,- 113,- do 460 45.980,- 100,- Frystikistur fást í mörgum stærðum og verð þeirra er mjög misjafnt. Því þarf að kanna úrvalið vel áður en ráðist er í kaup. verði er 208%, Við samanburð af þessu tagi er ekkert tillit tekið til gæða vörunnar. Auk þess er rétt að benda á að stærri hlutir eru hlutfallslega ódýrari en litlir. Verðið í töílunni hér að neðan er í öllum tilvikum miðað við af- borganir. Allar verslanir, sem haft var samband við, bjóða 5% stað- greiðsluafslátt. Algengustu bilanir í frystikistum og frystiskápum verða vegna rangr- ar staðsetningar. Frystikistur eru oft settar út í horn í geymslunni eða í búrinu og frystiskápar felldir inn í eldhúsinnréttingar. Þetta getur vald- Frystiskápar njóta vaxandi vin- sælda. Þeir þykja á margan hátt þægilegri en kistur en kuldatap verður meira þegar þeir eru opnað- ir og því eyða þeir meira rafmagni. ið því að frystipressan gangi of heit við óeðlilegar aðstæður. Önnur al- geng orsök bilana í frystikistum er að eigendur gleyma að slökkva á hraðfrystibúnaðinum sem er í flest- um kistum. Frystipressur þola slíkt ekki til lengdar. Frystikistur geta enst í meira en 20 ár „Það er nauðsynlegt að hafa rúmt um þessi tæki,“ sagði Pétur Haralds- son hjá Frostverki í samtali við neyt- endasíðu DV. „Elstu frystikistur, sem hingað hafa komið í viðgerð, hafa verið um 20 ára. Það er þó frem- ur sjaldgæft. Með aldrinum kemst oft raki í einangrun og þá tærast rör- in og eyðileggjast," sagði Pétur. Pá. 58.243 kr. eða 677 kr. á lítra. Munur á hæsta og lægsta verði er 448%. Ódýrasta frystikistan er 430 lítra, af gerðinni AEG og kostar 41.517 kr. eða 97 kr. á lítra. Dýrasta kistan í þess- ari könnun er 185 lítra, af gerðinni Frigor. Hún kostar 37.400 eða 202 kr. á lítra. Munur á hæsta og lægsta Neytendur Léleg þjónusta ,JÉg hélt að afgreiðslufólk ætti að vita svona hluti,“ sagði kona sem hringdi í neytendasíðu DV og sagði farir sínar ekki sléttar. „Mig vant- aði nýjan boröa i ritvélina. Ég fór í næstu ritfangaverslun, bar upp erindi mitt og nefndi tegund og núraer ritvélarinnar. Tvær konur voru við afgreiöslu og var ég eini viðskiptavinurinn. Önnur þeirra rétti mér, að því er virtist af handa- hófi, borða úr hillunni með þeim orðum aö þetta ætti að passa. Þegar ég kom aftur á vinnustaöinn kom í flós aö borðinn passaði alls ekki. Ég fór aftur í verslunina og kon- umar tvær fóru að leita að borða fyrir mig. Ég spurði hvort ekki væri til samanburðarlisti þar sem sæist hvaða borðar pössuðu í hverja ritvélartegund fyrir sig. Önnur konan dró þykkan doðrant undan borði og ætlaöi að rétta mér. Þær fundu síðan í sameiningu í listanum númer á réttum borða. Ég var síðan afgreidd með þeim orðum að ég yrði að muna næst í hvemig kassa réttur borði væri.“ Konan var alls ekki ánægð með þessa þjónustu og taldi að hún hefði ekki átt að þurfa að fara nema eina ferö í verslunina. Hollráð um meðferð frystikistna: Rétt staðsetning lykilatriði Nauðsynlegt er að frystikistur og frystiskápar hafi nægt rými. Vara- samt getur verið að stilla þeim upp fast við vegg eða úti í homi. Best er að hafa heimilisfrystinn í köldu og þurru geymsluherbergi. Alls ekki nálægt hitagjafa eða þar sem sólarljós nær til. Yfirleitt er jafn- ari lofíhiti í kistu en í skáp. Það eru svo til engar hitabreytingar milli hinna ýmsu staða í kistu en í skáp verður að gera ráð fyrir því að stund- um sé hærra hitastig nálægt hurð- inni. Þar á því eingöngu aö geyma vörur sem fljótlega verða notaðar eða þær vörur sem ekki eru eins við- kvæmar. Frystikistur eyða yfirleitt minna rafmagni en skápar af sömu stærð. Samt er kostnaðarmunur á þessum tveimur gerðum tiltölulega lítill í notkun þegar til lengdar lætur. Gagnger hreinsun á frystikistu verður að fara fram a.m.k. einu sinni á ári. Skápana þarf yfirleitt að hreinsa oftar en kistur því að hrím- myndun er örari í þeim. Öll matvæh eru tekin úr frystinum. Leggið þau þétt saman og vefjið um þau marg- földum blöðum eða setjið í kæhskáp á meðan. Takið frystinn úr sam- bandi, látið hann standa opinn með- an hitinn er aö komast upp fyrir núh. Setja má ílát með heitu vatni í botninn til þess að flýta fyrir. Þvoið veggi og botn og þurrkiö rækilega. Þegar frystirinn er svo kominn í samband aftur og komið 1 hann nokkurt frost má raða inn í hann á ný. Stillið frystinn á mesta kulda dag- inn áður en á að frysta í honum ef um er að ræða mikið magn í einu og hafið hann þannig stihtan í 2-3 sólar- hringa. Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.