Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1989, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989. Stjómmál Það er erfitt tyrir Halldór Ásgrímsson að sigla milli skers og báru í hvalamálinu. Hvalamálið: Róður Halldórs Andófið gegn stefnu Halldórs Ásgrímssonar ráðherra í hvala- málinu fer vaxandi hér heima. Grænfriðungar hafa náð þeim ár- angri að reka stóran fleyg í stað- festu íslendinga í þessu máli. Halldór situr nú í ríkisstjóm, þar sem stefna hans rétt lafir. Margir leita útgönguleiða. Markaðir okkar hafa hrapað. Það er sorglegt, hve grænfriðungar hafa náð miklum árangri. Erlendis hafa margir við- skiptavinir okkar látið undan kröf- um grænfriðunga. Og hér heima fer þeim stöðugt íjölgandi, sem segja sem svo: Það er okkur of dýrt að halda vísindaveiðunum ti streitu. Það kostar okkur of mikið í erlendum gjaldeyri. Því verðum við að bakka, segja þessir menn. Þessi skoðun er yfirleitt ekki til komin, vegna þess að slíkir menn telji vísindaveiðamar rangar í sjálfu sér. Þeim er illa við að láta undan þrýstingi. En þeir segja, að við komumst ekki hjá því. Völd Halldórs í máhnu em þverr- andi. Kjofin stjórn í ríkisstjóminni verður að líta svo á, að afiir ráðherrar Alþýðu- bandalagsins séu andvígir stefnu Haildórs í málinu. Ailir þingmenn Alþýðubandalagsins mega teljast andvígir HaUdóri, nema Hjörleifur Guttormsson. Af ráðherrum AI- þýðuflokksins mun Jón Sigurðsson fús til að leita útgönguleiða, þannig að við látum undan. í þingflokki Alþýðuflokksins fer þeim fiölgandi, sem vilja bakka. Kunnust er tillaga Ama Gunnarssonar um að breyta hvalveiðistefnunni. Þótt margir fallist ekki beinlínis á þá tillögu, er ljóst, að æ fleiri vilja finna ein- hveija leið, sem dregur úr and- stöðu grænfriðunga, þótt við höld- um kannski einhverjum hvalveið um eftir. Meðal framsóknarmanna hefur hinn margliti forsætisráð- herra okkar, Steingrímur Her- mannsson, gefið í skyn, að kannski ættum við að hætta vísindaveiðun- um. Halldór Ásgrímsson er senni- lega besti ráðherrann okkar. Haxm Sjónarhomið Haukur Helgason er rólegur og glöggur og hefur oft lagst gegn vitleysu, sem frá sam- fáðherrum hans hefur komið. Við getum í mörgu treyst Halldóri. í hvalamálinu kemur fram þrjóska Halldórs, sem situr við sinn keip, hvað sem á dynur. Höfimdur þess- arar greinar hefur mikla samúð með Halldóri í þessari afstöðu. Við megum að vísu ekki leggja of mikið upp úr þjóðarstoltinu. Auðvitað eigum við ekki að láta skúrka í röðum grænfriðunga segja okkur fyrir vekum. Við eigum heldur ekki að dansa eftir pípu einhverra kvenna í New York. En hvað sem því líður, kann sú stund að renna upp, að við sjáum af markaðnum, að við verðum að láta eitthvað und- an í hvalamálinu. Þessi skoðun fer nú um þingið og á vaxandi fylgi að fagna. Líkumar eru þær, að Hall- dór verði eitthvað að bakka. Það verður sorglegt fyrir íslendinga. Skoðanakannanir DV og annarra sýna, að meirihluti landsmanna vill halda vísindaveiðunum áfram. Það gerist þrátt fyrir aUt mótlætið, sem við höfum orðið fyrir út af hvalveiðunum. Fólk þekkir þetta mótlæti, sem er stöðugt í fréttum. Samt standa menn með Halldóri. En andófið vex. Sjálfstæðismenn horfa vestur Meöal stjómarandstæðinga standa kvennalistakonur gegn Halldóri í málinu. Svipað gildir um flesta þingmenn Borgaraflokksins. Sjálfstæðismenn hafa staðið með Halldóri Ásgrímssyni. En nú munu grænfriðungar hefia harðari bar- áttu í Bandaríkjunum. Við höfum misst útflutningstekjur. Lagmetis- iðnaðurinn er því í rúst. Hæpið virðist að treysta mikið á fiskkaup Japana af okkur, þótt óneitanlega séu vonir bundnar við þau. En við megum ekki við miklum áíollum á Bandaríkjamarkaði. Áróður græn- friðunga gengur í fólk í Bandaríkj- unum. Við getum búist við að tapa þar miklu fé út á þetta. Sjálfstæðis- menn munu fara að óttast, grípi áróður grænfriðunga meira um sig í Bandaríkjunum en orðið er. Sjálf- stæðismenn leggja manna mest upp úr vestræmú samvinnu. Því kunna sjálfstæðismenn að fara að hugsa sig um tvisvar, eins og sum- ir þeirra hafa þegar gert. Grimmd grænfriðunga Þannig gerast kaupin á eyrinni um þessar mundir. Erlendis eiga margir auðvelt með að hafa samúö með hvalnum. Þetta er skepna, sem sumir fá séð á söfnum. Þetta er dýr, sem tahð er greint. Mikið hef- ur verið gert úr harðvítugum drápsaðferðum. En það breytir ekki grundvallarsjónarmiðum okkar íslendinga flestra. Við erum ekki að ofveiða hval. Stofnarnir hjá okkur eru ekki í hættu. Við veiðum örfá dýr. Við teljum, að vísinda- veiðar komi að gagni. Þetta eru aðalsjónarmið nær allra íslend- inga. Örfáar hræður hafa haft aðra skoðun. Við lítum á stóran hluta grænfriðunga sem vandræðamenn og öfgamenn. Við höfum jafnvel fengið að kenna á skemmdarverk- um hópa, sem standa næst græn- friðungum. Við sjáum öll, að græn- friðungar erlendis beita svívirði- legum og svikulum aðferðum til að grafa undan íslendingmn. Við ís- lendingar erum manna síst líklegir til að vilja beygja okkur fyrir ofrí- ki. Slíkt fellur þjóð okkar ekki. En engu aö síður er spuming, sem Halldór Ásgrímsson og aðrir þing- menn þurfa að svara: Hversu langt komumst við? Sfiómmálamenn okkar em stöð- ugt að gera þetta upp við sig. Því fréttir um afleiðingar málsins ber- ast nær daglega. Og æ fleiri sfiómmálamenn hafa efasemdir mn réttmæti stefnu Hall- dórs. Haukur Helgason. Fréttir Skattskuldarar afgreiddir með skuldabréfum: Sá hæsti skuldar 6 milljónir Fjármálaráðherra hefur ákveðið að veita ekki niöurfellingu á skatt- skuldum. í stað þess fá skuldarar kost á að semja um uppgjör á skatt- skuldum með skuldabréfum til 3, 4 eða 5 ára. Munu bréfin vera verð- tryggð með lánskjaravísitölu og bera þriggja ára bréfin 1,5% vexti. Fjög- urra ára bréfin bera 2,5% vexti og fimm ára bréfin 5%. Þetta er samkvæmt heimild í bráðabirgðalögum ríkissfiórnarinn- ar en þar var ákveðið að á þessum skuldum yrði unnið en þær em til- komnar frá því fyrir staðgreiðslu. Að sögn ráðherra þá er þessi van- skilaupphæð nú 3,5 milljarðar króna. Er talið að um 10.000 framteljendur skuldi ríkissjóði skatta en mjög mis- háar upphæðir. Mim skuldakóngur- inn eiga þar um 6 milljóna skuld. Ráðherra sagði að ekki hefði verið talið rétt að fella niður þessa skuld vegna þess fordæmisgildis sem það hefði. Þá væri það ekki „þjóðfélags- lega siðrænt". Þeir sem ekki munu nýta sér þetta tilboð nú verða að sæta viðhlítandi aðgerðum frá inn- heimtuaöilum ríkisins. Skuldabréfin verða með tryggingu en verða ekki seld á almennum markaði að sögn ráðherra heldur verða í vörslu ríksins. Umsóknar- frestur er skammur eða til 15. apríl. -SMJ Ný reglugerð um safiiséndingar í innflutningi: Á að lækka vöruverð - segir fiármálaráðherra Fjármálaráðherra, Olafur Ragnar Grímsson, kynnti á fundi sínum í gær nýja reglugerð um safnsending- ar í innflutningi. Sagði ráðherra að þetta væri meðal annars að tilmæl- um verslunareigenda og innflyfienda sem sagt hafa að þetta fyrirkomulag ætti að tryggja lækkun flutnings- gjalda og þarafleiðandi lækkun vöru- verðs. Sagði ráðherra þetta vera þriðja hðinn í þeirri tilraun sfiómarmnar að lækka vöruverð en auk þessara breytinga hefur dagsetningum á söluskattsskilum verið breytt. Við- skiptaráðherra ákvað einnig fýrir nokkru að veita möguleika á lánafyr- irgreiðslu og öðrum greiðsluþáttum. Allt þetta á að stuðla að lækkun vömverðs sagði ráðherra. Reglugerðin tekur gildi 1. apríl. Þá verður flutningsaðilum, farmflyfi- endum og flutningsmiðlurum heim- ilað að annast skiptingu safnsend- inga sem þessir aðilar sjá um flutn- ing á tíl landsins. Þannig eiga inn- flyfiendur að geta sameinast um sendingarhingað. -SMJ Islenskir bjóraðdáendur stofiia félag 1. mars: íslendingar kunna ekki að drekka bjór - segir Hjörtur Guðnason, formaður félagsins „Bjórinn er að koma og þörf er á félagi til að hafa áhrif á bjómeyslu íslendinga. íslendingar kunna ekki að drekka bjór. Þeir drekka hann helst erlendis og reyna þá að torga ársskammti á hálfum mánuði. Þeir gefast venjulega fljótt upp og fara yfir í sterku drykkina. Áður var fé- lagið íslenskir bjóraðdáendur upp á grín en nú er alvaran tekin við - með gamansömu ívafi þó,“ sagði Hjörtur Guðnason, formaður íslenskra bjór- aðdáenda, í samtah við DV. Félagið íslenskir bjóraðdáendur hefur hingað til starfað á grundvelh góðra bjórsambanda á svarta mark- aðinum en getur nú séð fram á áhyggjulausa daga hvað útvegun á bjór varðar. Fram til þessa hefur grín og glens verið aðaleinkenni starfseminnar en nú verður henni komið í ákveðnari farveg. „Hugmyndin að þessum félagsskap fæddist fyrir um tveimur árum þegar nokkrir félagar, sem þykir bjórinn góður, fóm að koma reglulega sam- an. Stofndagur félagsins er formlega 1. mars næstkomandi en stofnfundur verður haldinn aðeins seinna, þegar rýmra verður á kránum. Meðhma- talan fer að nálgast hundraðið og fjölgar meðlimum óðum.“ Aðsetur í skjalatöskunni Hjörtur segir að félagið muni starfa áfram með góða skapið að leiðar- ljósi. Síðan séu hugmyndir uppi um smökkun bjórtegunda, skoðunar- ferðir í íslensku bjórverksmiðjumar, hópferðir á bjórhátíðir erlendis og ýmislegt fleira. Fólk getur orðið með- limir gegn greiðslu stofngjalds. Em bolur og áskrift að fréttablaði, Bjóra, innifahn. Reglur hafa verið samdar fyrir félagið, mest í gamansömum tón, og uppkast að lögum þess verið gert. En hvar er félagið til húsa? „Héma,“ segir Hjörtur og klappar slfialatöskunni sinni. „Við höfum hist mest í heimahúsum hingað til Hjörtur Guðnason, formaður ís- lenskra bjóraðdáenda, lyftir krús af öli. Eftirvæntingin er mikil og könn- urnar fægðar meðan klukkustund- irnar fram til 1. mars eru taldar. Bolurinn talar sinu máli DV-mynd Brynjar Gauti en forum að hittast á kránum effir 1. mars.“ Hjörtur segir að félagsmenn hefðu kosið að fá eina þýska bjórtegund í viðbót til sölu í ríkinu. „Að hafa þýskan bjór á boðstólum er jafnsjálf- sagt og að hafa rauðvín frá Frakk- landi, viskí frá Skotlandi og vodka frá Rússlandi.“ íslenskir bjóraðdáendur em þegar í sambandi við erlend félög af sama toga, þar á meðal Nordiska ölrádet. í gegnum undirdeild í því félagi fá íslenskir bjóraðdáendur send tímarit um bjór. „Það þarf að koma á bjórmenningu hér og sýna fólki fram á að þetta er ekki aht sama öhð. Fólk er of ragt við að smakka nýjar tegundir og þekkir því ekki fjölbreytni - og ágæti - þessarar drykkjartegundar." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.