Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989. 3 Fréttir Þak skóla í Oklohoma hrundi undan snjó: Tveir íslendingar áttu fótum fjör að launa úti á vötnum við Tulsa hrundu eins „Kennslan var nýhafin klukkan hálfátta á mánudagsmorgun þegar allt fór að nötra og skjálfa, plöturnar í lofdnu losnuðu og ryk og skítur sáldraðist yfir kennslustofuna. Við sem sátum við vegginn 1 stofunni náðum að kasta okkur til hliðar og drifum okkur út úr stofunni eins og allir aðrir sem þar voru. Síðan gaf þakið yfir skólanum sig undan snjó- farginu og hrundi með miklum lát- um. Það meiddist sem betur fer eng- inn en það má með sanni segja að hurð hafi skollið nærri hælum,“ sagði Guðmundur Sigurbjörnsson, nemi í flugvirkjun í Tulsa Oklohoma, í samtali við DV. Var annar íslend- ingur í skólastofunni í Spartan School of Aeronautics þegar þetta gerðist. Mikil snjóaveður gengu yfir Okla- homa um síðustu helgi og olli snjó- fargið miklum skemmdum og óþæg- indum. Að sögn Hlyns Tómassonar, sem stundar nám í öðrum hluta skól- ans, var ljótt um að litast eftir þessi ósköp. Bæði gas og vatnsleiðslur fóru í sundur og flæddi bæði vatn og gas um allt. Slökkvilið kom strax á vett- vang og lokaði svæðinu. Kennsla hggur alveg niðri í þessum hluta skólans en þar stunda yfir 30 íslend- ingar nám í flugvirkjun. Alls eru um 60 íslendingar við nám í Tulsa. Allsherjar öngþveiti Veðurfræðingar höfðu lýst því yfir að veturinn væri hðinn og vorið á næsta leyti. Um helgina geröi hins vegar bhndhríð og var um 50 senti- metra jafnfallinn snjór yfir öllu á mánudagsmorgun. Náði óveðrið alla leið suður tíl Texas. Skóf víða í skafla og myndaðist mikið umferðar- öngþveiti. Alls létust 6 í umferðar- slysum í snjónum. Bátaskýh og hús Tíðarfarið: Allir vél- sleðar eru að verða uppseldir Sú mikla snjókoma sem verið hefur í vetur hefur haft mikil áhrif á vél- sleðasölu. Innflytjendur segja söluna meiri í ár en áður hefur verið. Nú er svo komið aö nær alhr innflytjend- ur eru að verða sleðalausir. Notaðir góðir sleðar seljast mjög vel. „Við hefðum getað selt mun fleiri sleða. Ég er að fá tíu sleða og þeir eru margseldir. Hefðu verksmiðj- umar getað látið mig hafa fleiri sleða hefðu þeir selst. Salan til Reykjavík- ur hefur aukist mikið, bæði í vetur og eins í fyrravetur," sagði Tómas Eyþórsson á Akureyri, umboðsmað- ur Polarisvélsleða. Tómas er þegar búinn að selja 95 sleða. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hafa selt á annað hundrað sleða. Þar eru allir sleöar löngu uppseldir. Hjá Sambandinu voru í gær tveir sleðar eftir. Þeir seljast líklega næstu daga. „Þeir gætu þess vegna verið famir á morgun," sagði sölumaður hjá Sam- bandinu. En þar hafa selst tugir sleða í vetur. Meðalverð á vélsleða er um 400 þúsund krónur. -sme og spilaborgir og kjúkhngabú með tveim mihjónum kjúkhnga hrandi th grunna. Nemur tjón af völdum snjó- anna tugum mhljóna dohara. Fólk hélt sig að mestu heima á mánudag að beiðni borgaryfirvalda en í dag mun ástandið hafa lagast verulega með hjálp snjóraðningsvéla og sól- bráðar. Mikill munur er á hitastigi dags og nætur. Á nóttunni er aht að 6 stiga frost meðan hitinn á daginn getur farið í 15 stig. Sem dæmi um ástandið var enginn póstur borinn út í fyrsta skipti í 23 ár. -hlh 9 DAGAR: msviss 18.-27. mars Glampandi sól, meiri háttar skíðaaóstaða, ægifagurt um- hverfi og fyrsta flokks hótel í Sviss. AxenfelsíSviss. Hófel Axenfels í Sviss, vel staðseft við Lucern-vatn í bænum Morschach á Vier- waldstátter-hásléttunni. Aöbúnaðurinn þar er fyrsta flokks: ÖII herbergi eru meó síma, sjónvarpi og útvarpi, minibar, svölum og baði. Auk þess er þar frá- bær aðstaða til heilsuræktar, æfingasalur, sundlaug og gufubað. Veðrið þarna er sérstaklega gott um páskana, oftast heiðskír himinn og hlýtt yfir daginn en frost um nætur og þá snjóar gjarna í fjöllin. Skíðabrekkur eru við allra hæfi, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, og fjölmargar skíðalyftur. Verð frá kr. 50.500,- miðað við 2 fullorðna, 2 börn 12 ára og yngri. Innifalið í verði flug, gisting, hálft fæði og íslensk fararstjórn. 14 DAGAR: PÁSKAFERÐ TIL Glæsilegir gististaöir. roiialbur 23. mars—5. apríl Verð frá kr. 36.550,- miðað við 2 fullorðna og 2 börn undir 11 ára aldri. FERÐASKRDRSTOFA, IÐNAÐA RUISIM , HALLVEK} ARSTÍG 1, SÍMAR 2838828580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.