Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Side 5
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.
5
pv Fréttir
Rætt um sam-
einingu Njarð-
víkur og
Hafnahrepps
Á fundi sveitarstjórnarmanna frá
Njarðvík og Hafnahreppi um síðustu
helgi vöknuðu umræður um samein-
ingu þessara sveitarfélaga. Það voru
hæjarstjómarmennimir sjálfir sem
hófu þær.
Aö sögn Odds Einarssonar, bæjar-
stjóra Njarðvíkur, hafa lengi verið
vakandi hugmyndir um sameiningu
aUra sjö sveitarfélaganna á Suður-
nesjum. Þau starfa nú saman í Sam-
tökum sveitarfélaga á Suðumesjum
og hafa samvinnu um marga hluti,
svo sem sorpvinnslu og vatnsveitu.
Oddur sagði að töluverður vilji væri
meðal sveitarstjómarmanna til að
sameinast en engin ákvörðun um
viðræðufundi þar að lútandi hefði
verið tekin enn.
Fyrir nokkrum árum gerði Hag-
vangur úttekt fyrir‘sveitarfélögin.
Var þar kannað hvort hagkvæmt
væri fyrir þau að sameinast. Margt
í þeirri úttekt benti til þess.
„Ég tel mjög líklegt að einhvem
tímann verði gengið til sameiningar
tveggja eða fleiri sveitarfélaga á Suð-
umesjum," sagði Oddur. Núna er
fyrst og fremst rætt um möguleika á
sameiningu Hafnahrepps og Njarð-
víkur en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um fundi þar sem samein-
ingin væri á dagskrá. Þess má geta
að áður en af sameiningu gæti orðið
yrði að fara fram allsheijaratkvæða-
greiðsla meðal íbúa sveitarfélag-
anna.
-SMJ
FlugveUir á Noröurlandi:
Víða miklar
framkvæmdir
í sumar
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Framkvæmdir á flugvöllum á
Norðurlandi verða víða miklar í
sumar og er um að ræða lengingar á
flugbrautum, smiði flugstöðvabygg-
inga og fleira.
Að sögn Rúnars Sigmundssonar,
umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á
Norðurlandi, eru ekki aðrar fram-
kvæmdir fyrirhugaðar á Akureyrar-
flugvelli en að ljúka við gerð öryggis-
svæða sem framkvæmdir hófust við
á síðasta ári. Þær framkvæmdir eru
langt komnar og sömu sögu er að
segja af framkvæmd á Húsavíkur-
flugvelli.
Á Blönduósi og á Sauðárkróki er
unnið að smíði flugstöðvabygginga.
Framkvæmdir við þessar byggingar
hófust á sl. ári og mun ljúka nú í
sumar. í Grímsey hefst vinna við
lengingu brautarinnar en áformað
er að lengja hana úr 800 metrum í
um 1100 metra. í Mývatnssveit verð-
ur lokið við lagningu nýrrar flug-
brautar, framkvæmdir hefjast við
nýja braut á Þórshöfn, við lagningu
þverbrautar á Kópaskeri og á Rauf-
arhafnarflugvelli hefjast fram-
kvæmdir við öryggissvæði við braut-
ina þar.
FERMINGAR
• •
technics x-900 Verð frá kr. 39.850,- stgr.
Hljómtækjasamstaða m/fjárstýringu,
2x60 watta magnara m/super bass,
steríó (digital) útvarp m/24 stöðva
minni, tvöfalt segulband m/„seríes"
afspilun og alsjálfvirkur plötuspilari.
X-900 meö skáp
X-900 með geislaspilara
X-900 meö geislasp. og skáp
Gœði og glœsileiki leyna sér ekki þegar TECHNICS er annarsvegar.
JAPISð
BRAUTARHOLTI 1 ■ KRINGLUNNI • STUDIO KEFLAVlK • AKUREYRI
Umboðsaðilar: Bókaskemman Akranesi / Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi / Einar Guðfinnsson hf„ Bolungarvik / Póllinn Isafirði / Radiólínan Sauðárkróki
Radíóvinnustofan Akureyri / Tónabúðin Akureyri / Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði / Mosfell Hellu / Vöruhús K. Á. Selfossi
Kjarni Vestmannaeyjum / Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík / Tónspil Neskaupsstað
HINN „EINI SANNI"
FAXAFENI14
STO RUTSO LU MARKAÐU R
Hvergi meira vöruúrval • Hvergi betri verð