Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.
Viðskipti
Erlendir markaðir:
Hráolían nálgast 17 dollara
Verð á hráoliu mjakast hægt og
sígandi upp. Tunnan er nú á um 16,90
dollara í Rotterdam. Það er hæsta
verð í marga mánuði. Það er þó enn
lægra en opinhert olíuverð Opec sem
er 18 dollarar tunnan.
Þegar verð á hráolíu fór niður í
11,65 dollara í október síðastliðnum
kepptust sérfræðingar um að spá um
framvindu mála í olíuheiminum.
Sumir töldu að verðið ætti eftir að
fara vel niður fyrir 10 dollara þegar
liði á veturinn. Aðrir töldu að verðið
hækkaði aftur og héldi sig í kringum
14 til 15 dollara tunnan í vetur. Þeir
síðarnefndu höfðu rétt fyrir sér.
Það var 2. júní síðastliðið sumar
sem verð á hráolíunni var síðast 16,70
dollarar tunnan. Alveg fram í þessa
viku hefur verðið verið lægra. í byrj-
un mars í fyrra, fyrir nákvæmlega
einu ári, var hráolíutunnan á um
14,50 dollara.
Verö á venjulegu bensíni hækkar
hressilega þessa vikuna í Rotterdam.
Það er nú 177 dollarar tonnið en var
168 dollarar í síðustu viku. Bensín-
verðið núna er það hæsta í marga
mánuði. Það var síðast í nóvember
sem verðið var í kringum 177 dollara
tonnið.
Ástæða bensínhækkunar þessa
vikuiia telja sérfræðingar stafa af
góðu veðri í Evrópu. Það er vor í lofti
og stutt til páska. Ferðlög aukast allt-
af um páskana og þar með notkun á
bensíni.
Súperbensínið er komið í 189 doll-
ara tonnið. Það er hæsta verð í marga
mánuði. -JGH
Pund
92 - Kr.
90 " f\f
I
88 ~
86 “ 84“ 82-
_
r-
(Í^Íqr|ni|i|i|i|i|i|i|i|i|i|i nóv. des. jan. feb. mars
EÉD Kísiljárn
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn
Stjörnureíkningar eru fyrir 15 ára og yngri
og 65 ára og eldri. 65 ára og eldri geta losað
innstæður sínar með 3ja mánaða fyrirvara.
Reikningarnir eru verðtryggðir og með 7% vöxt-
um.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár; verðtryggt og með 7,5%
vöxtum.
Lifeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris-
sjóðum eða almannatryggingum. Innstæðureru
óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 7%
og ársávöxtun 7%.
Sérbók. Nafnvextir 15% en vísitölusaman-
burður tvisvar á ári.
Búnaðarbankinn
Gullbók er óbundin með 17% nafnvöxtum
og 17,7% ársávöxtun á óhreyfðri innstæöu, eða
ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5% vöxt-
um reynist hún betri.
Metbók er með hvert innlegg bundið í 18
mánuði á 18% nafnvöxtum og 18,8 ársávöxtun,
eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með 3,5%
vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg er laust
að 18 mánuðum liðnum.
Iðnaðarbankinn
Bónusreikningur er óverðtryggöur reikningur
með 11-12,5% nafnvöxtum, eftir þrepum, sem
gera 11,36-12,86% ársávöxtun. Verðtryggð
bónuskjör eru 3-4,5% eftir þrepum. Borin eru
saman verðtryggð og óverðtryggð kjör og gilda
þau sem hærri eru. Reikningurinn er alltaf laus.
18 mánaöa bundinn reikningur er með 20%
Inafnvöxtum og 20% ársávöxtun.
Landsbankinn
Kjörbók er óbundin með 15% nafnvöxtum
og 15,5% ársávöxtun. Eftir 16 mánuði, í ööru
þrepi, greiðast 16,4% nafnvextir af óhreyfðum
hluta innstæðunnar sem gefa 15,5% ársávöxt-
un. Eftir 24 mánuði, í þriðja þrepi, greiðast
15,5% nafnvextir sem gefa 16,1% ársávöxtun.
Á þriggja mánaða fresti er gerður samanburður
við verðtryggöan reikning og gildir hærri ávöxt-
unin.
Samvinnubankinn
Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti
á hvert innlegg. Fyrstu 3 mánuðina eru vextirn-
ir 10%, næstu 3 mánuði 17%, eftir 6 mánuði
18% og eftir 24 mánuði 19% og gerir það 19,9%
ársávöxtun. Sé ávöxtun betri á 6 mánaða verð-
tryggðum reikningum gildir hún um hávaxta-
reikninginn.
Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 18%
nafnvexti og 18,8% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reikn-
ings reynist betri gildir hún. Útttektargjald reikn-
ast ekki af uppfærðum vöxtum síðustu 12 mán-
aöa.
Útvegsbankinn
Ábót breyttist um áramótin. Nú er ekki lengur
mánaðarlegur samanburður. Ábótarreikningur
ber 16% nafnvexti sem gefa 16,6% ávöxtun.
Samanburður er gerður við verðtryggða reikn-
inga. Sé verðtryggingin betri ber óhreyfö 6
mánaða innstæða 3,5% raunvexti, 12 mánaða
4% raunvexti, 18 mánaða 4,5% raunvexti og
24 mánaða óhreyfð innstæða ber 5% raunvexti.
Sérstök Spariábót ber 4,5 prósent raunvexti
strax.
Verslunarbankinn
Kaskóreikningur. Innstæða sem er óhreyfð
í heilan ársfjórðung ber 17% nafnvexti sem
gefa 18,11% ársávöxtun, eða nýtur kjara 6
mánaða verðtryggðs reiknings. Sú ávöxtun sem
er hærri gildir.
RentubókRentubókin er bundin til 18 mán-
aða. Hún ber 18,5% nafnvexti. Ávöxtunin er
borin reglulega saman við verðtryggða reikn-
inga.
Sparisjóöir
Trompbók er óbundinn reikningur með ekk-
ert úttektargjald. Grunnvextir eru 15%. Saman-
burður er gerður við verðtryggðan reikning.
Óhreyfð innstæða fær 1% vaxtaauka eftir 12
mánuði.
Öryggisbók sparisjóðanna er bundin í 12
mánuði. Vextir eru 17% upp að 500 þúsund
krónum, eða 4,5% raunvextir. Yfir 500 þúsund
krónum eru vextirnir 18,5%, eða 5% raunvextir.
Yfir einni milljón króna eru 19,5% vextir, eða
5,5% raunvextir.
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 8-10 Bb.Sb
3ja mán. uppsögn 8-11 Vb.Sb
6mán. uppsögn 8-13 Vb.Sp
12mán.uppsögn 8-9,5 Ab
18mán.uppsögn 20 Ib
Tékkareikningar, alm. 2-4 Ib.Sp,- Vb.Lb
Sértékkareikningar 'lnnlán verðtryggð Sparireikningar 3-10 Bb.Sb
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán.uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb,Bb
Innlán með sérkjörum 18 Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 8,25-8,5 Bb.Vb,-
Sterlingspund 11,5-12,25 Sb,Ab Ab
Vestur-þýsk mörk 5-5,5 Bb.lb,-
Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Sb,- Sp Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 14-20 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,5-20,5 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-25 Lb
Utlán verðtryggö
. Skuldabréf 7,75-9,25 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 14,5-20,5 Lb
SDR 10 Allir
Bandaríkjadalir 11,25 Allir
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýsk mörk 8-8,25 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 24
MEÐALVEXTIR
överðtr. mars89 16,1
Verðtr. mars89 8,1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala mars 2346 stig
Byggingavísitala mars 424 stig
Byggingavísitala^mars 132,5stig
Húsaleiguvísitala Hækkar iapril
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 3,601
Einingabréf 2 2,020
Einingabréf 3 2,355
Skammtímabréf 1,248
Lífeyrisbréf 1,811
Gengisbréf 1,641
Kjarabréf 3,586
Markbréf 1,897
Tekjubréf 1,621
Skyndibréf 1,092
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,732
Sjóðsbréf 2 1,419
Sjóðsbréf 3 1,229
Sjóðsbréf 4 1,017
Vaxtasjóðsbréf 1,2198
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 274 kr.
Eimskip 380 kr.
Flugleiðir 292 kr.
Hampiðjan 157 kr.
Hlutabréfasjóður 151 kr.
Iðnaðarbankinn 177 kr.
Skagstrendingur hf. 205 kr.
Útvegsbankinn hf. 137 kr.
Verslunarbankinn 148 kr.
Tollvörugeymslan hf. 128 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Hráolía
Svartolía
mörkuðum
Bensín og olía
Rotterdam, fob.
Bensín, venjulegt,....177$ tormiö,
eða um........7,0 ísl. kr. litrinn
Verð i síðustu viku
Um..........................168$ tonnið
Bensín, súper,......189$ tonnið,
eða um........7,5 ísl. kr. litrinn
Verð í síðustu viku
Um..........................186$ tonnið
Gasolía.....................151$ tonnið,
eða um........6,7 ísl. kr. lítrinn
Verð í siðustu viku
Um..................147$ tonnið
Svartolía............92$ tonniö,
eöa um........4,5 ísl. kr. lítrinn
Verð í síöustu viku
Um...........................91$ tonnið
Hráolía
Um.............16,90$ tunnan,
eöa um.....850 ísl. kr. tunnan
Verð í síðustu viku
Um.............16,45$ tunnan
London
Um..................392$ únsan,
eða um.....20.525 ísl. kr. únsan
Verð í síðustu viku
Um...................386 únsan
Al
London
Um..........2.270 dollar tonnið,
eða um....118.857 ísl. kr. tonnið
Verð í síðustu viku
Um...........2.165 dollar tonniö
Um........10,6 doliarar köóið,
eða um......555 ísl. kr. kílóið
Verð í síðustu viku
Um........10,9 dollarar kílóið
Bómull
New York
Um............58 cent pundið,
eða um.......67 ísl. kr. kílóið
Verð i síðustu viku
Um............57 cent pundið
Hrásykur
London
Um.....277 dollarar tonnið,
eða um..14.307 ísl. kr. tonnið
Verð í síðustu viku
Um................272 doliarar tonnið
Sojamjöl
Chicago
Um.....239 dollarar tonnið,
eða um.12.344 ísl. kr. toraiið
Verð í síðustu viku
Um................239 dollarar tonniö
Kaffibaunir
London
Um...........120 cent pundið,
eöa um......135 ísl. kr. kílóið
Verð í síðustu viku
Um...........120 cent pundið
Verð á íslenskum
vörum erlendis
Refaskinn
K.höfn., feb.
Blárefur..........234 d. kr.
Skuggarefúr.......218 d. kr.
Silfurrefur.......555 d. kr.
BlueFrost.........356 d. kr.
Minkaskinn
Khöfn, feb.
Svartminkur.......147 d. kr.
Brúnminkur........166 d. kr.
Grásleppuhrogn
Um....1.100 þýsk mörk tuiman
Kísiljárn
Um....1.120 dollarar tonnið
Loðnumjöl
Um.............630 dollarar tonnið
Loðnulýsi
Um.............230 dollarar tonniö