Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1989, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1989.
15
Lögleg eignaupptaka en siðlaus
Þaö var einkennileg tilfinning aö
upplifa þá atburði sem áttu sér stað
1. mars sl. Hér er alls ekki verið
að tala um það sem ef til vill er
ofarlega í hugum manna - þ.e. bjór-
inn - heldur hinar gífurlegu hækk-
anir sem dundu yfir þjóðfélagið á,
mér liggur við að segja, öllum
mögulegum og ómögulegum þátt-
um þjónustu og vöruverðs. Maður
hafði það satt að segja á tilfinning-
unni að um náttúruhamfarir væri
að ræða, að stífla við uppistöðulón
hefði brostið vegna jarðhræringa.
Slík var holskeflan sem reið yfir
þjóðfélagið.
I
Þaulhugsuö útsending
En þetta er ekkert gamanmál. Við
stöndum nú frammi fyrir því að
allt er á niðurleið hvað varðar efna-
hagsmál og atvinnumöguleika. Viö
erum með sprenglærða hagfræð-
inga í vinnu, nánast á öllum sviö-
um þar sem efnahagsmálin koma
við sögu. Og það ömurlega við þetta
allt saman er að eftir þvi sem þeir
reikna meira út í „gröfum og fóll-
um“ því vitlausari er útkoman.
Manni verður á að hugsa: Hvers á
þjóðin að gjalda?
Nú eru menn almennt sammála
um hvað valdi þessum efnahags-
þrengingum en það er eins og menn
skorti vilja og þrek til þess að gera
þær ráðstafanir sem koma að
gagni.
Það vita allir t.a.m. að vextirnir
og lánskjaravísitalan eru þeir þætt-
ir í efnahagsdæminu sem vega
þungt varðandi það að ná áttum.
M.a. hefur forsætisráðherra ítrek-
að beitt sér fyrir því að böndum
Kjallariim
Karvel Pálmason
alþingismaður
verði komið á þessa „ófreskju'! sem
ógnar öllu atvinnulífi, svo og heim-
ilum landsmanna í dag.
Seðlabankinn hefur þarna mikið
að segja. Á þessari stofnun hvílir
sú skylda að sýna sveigjanleika og
þar með að laga sig að stefnu ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum.
En hvað gerist ekki?
Á sama tíma og allar hækkanirn-
ar dynja yfir kemur einn af aðstoð-
arbankastjómn Seðlabankans,
Bjami Bragi Jónsson, fram í sjón-
varpinu, með sigurbros á vör, og
tilkynnir þjóðinni það að vextimir
séu nú ekki hærri hér á landi ef
miðað sé við nágrannaþjóðir okk-
ar. Hann var augsýnilega mjög
stoltur yfir því hversu mikla hæfni
hann hafði í því að reikna út sam-
kvæmt reikniaðferðinni foll og
gröf.
Auðvitað var þessi útsending
þaulhugsuð því að hún kom á sama
tíma og áðurnefndar hækkanir
dundu yfir. Forsætisráðherra átti
einnig að taka þetta til sín.
En þama kom aðstoðarbanka-
stjórinn með svarið. Línurit, sem
hann var búinn að teikna, átti að
sýna svart á hvítu að allt tal um
lækkun vaxta væri nánast firran
Notfæri sér aflið
Ég sá það í Alþýðublaðinu fyrir
nokkm að þeir sem þar halda um
pennann vom eitthvað að væna
mig um að ég væri kominn í stjórn-
arandstöðu. Nokkuð einkennileg
fullyrðing. Jú, þetta blað tilheyrir
víst sama flokki og ég svo að þarna
skortir augsýnilega eitthvað á að
sambandið sé í lagi.
Stuðningur minn við ríkisstjórn-
ina er ekki það sem öllu máli skipt-
Bjarni Bragi Jónsson, einn af að-
stoðarbankastjórun Seðlabank-
ans, kom fram i sjónvarpinu, með
sigurbros á vör, og tiikynnti þjóð-
inni það að vextirnir séu nú ekki
hærri hér á landi ef miöað sé við
nágrannaþjóðir okkar.
ir. Ég er - og Alþýðublaðsmenn
athugi það - eindreginn stuðnings-
maður þessarar ríkisstjórnar. En
ég sætti mig ekki við það að horfa
þegjandi á að allt atvinnulíf svo og
heimilin fari á vonarvöl þegar sú
ríkisstjórn, sem ég styð, situr að
völdum. Þessi ríkisstjórn félags-
hyggjunnar á við mikla erfiðleika
að etja. Hún tekur við þegar þjóðin
er að sigla niður í öldudal í efna-
hagslegu tilliti. Það þarf styrka
stjórn til þess að beita þannig upp
í vindinn svo að brotsjórinn skelh
ekki á skipinu. Eins er það með
ríkisstjórnina. Hún verður að not-
færa sér það t.a.m. að verkalýðs-
hreyfingin er henni vinveitt og
nota það afl sér th styrktar til þess
að fást við peningastofnanirnar.
Það má aldrei gerast
Við skulum ekkert vera feimin
við það og viðurkenna það hiklaust
að stór hluti þess fjármagns, sem
skapaðist í landinu við undangeng-
ið góðæri, hefur hrúgast upp í pen-
ingastofnunum og fjármagnsmörk-
uðum hér á suðvesturhorninu.
Þetta fjármagn hefur svo margfald-
ast vegna óheyrilega hárra vaxta.
Nú er það krafa, sem gera verður
til ríkisstjórnarinnar, að hún nái
til baka þó ekki sé nema litlum
hluta þessa fjármagns og skih at-
vinnulífinu og heimhunum þessum
peningum sem ranglega hafa verið
af þeim teknir. Þó svo að hér hafi
átt sér stað lögleg eignaupptaka þá
var hún og er siðlaus.
Því verður vart trúað að ríkis-
stjórnin sé ekki nógu sterk th að
geta spornað við því að flestöll fyr-
irtæki landsmanna verði komin í
eigu þeirra sem fjármagninu ráða
hér á höfuðborgarsvæðinu.
Að lokum þetta: Ríkisstjóm, sem
kennir sig við félagshyggju og jafn-
rétti, má aldrei láta það gerast að
atvinnuleysi verði það sem hennar
verður minnst fyrir í framtíðinni.
Það yrði stimpih sem erfitt yrði að
afmá.
Karvel Pálmason
em.
„En þetta er ekkert gamanmál. Viö
stöndum nú frammi fyrir þvi að allt er
á niðurleið hvað varðar efnahagsmál
og atvinnumöguleika.“
Klisjur í kosningabaráttu
„Hvað er stúdentapólitík?"
Þessari spurningu þykir mörgum
þessa dagana best að svara með
glotti og handafórnum. Það er vel
skhjanlegt.
Sérstaklega þegar htið er á
hvemig sumum þykir best að haga
sinni kosningabaráttu.
Nú í vetur hefur ríkt eins konar
pattstaða í Stúdentaráði, þar sem
Röskva og Vaka hafa hvor um sig
haft 15 sæti af 30.
Eftir síðustu kosningar tókust
samningar mhh fylkinganna
tveggja þess efnis að Vaka fengi
stjóm Stúdentaráðs í sínar hendur
en Röskva aftur á móti stjóm Fé-
lagsstofnunar, sem sér m.a. um
dagvistunarmál og Stúdentagarða,
og að auki væri fuhtrúi SHÍ í Lána-
sjóði íslenskra námsmanna frá
Röskvu.
Að sumu leyti hafa Vökumenn
staöið sig ágætlega í sínu stjómar-
starfi í vetur. Þeir hafa þó í mörg-
um tilvikum notið góðs af þeim
grunni sem fyrrverandi stjóm
lagði í ýmsum málum.
Sverfur til stáls
Svo höur aö kosningmn. Um leið
er látið sverfa th stáls.
Sem nýhði í stúdentapóhtíkiimi
og sem námsmaður í Háskóla ís-
lands verð ég að lýsa yfir sárindum
mínum og reiði vegna baráttuað-
ferða Vökumanna í ár.
Halda Vökumenn virkhega að
stúdentar gleypi innantómar klisj-
ur þeirra hráar?
Eru Vökumenn virkhega svo
hrokafulhr aö halda sig geta ýmist
rangfært eða eignað sér aðild að
málum sem Röskva hefur að mestu
leyti barist í síðasthðinn vetur?
Ef svo er hlýtur það að teljast
mikh hthsvirðing við stúdenta.
En ef tilfehið er að Vökumenn
hugsi hreinlega ekki lengra en nef
þeirra nær - þá verða menn líklega
að fyrirgefa þeim.
Lítum á nokkur dæmi:
KjáUaiinn
Ólöf Ýr Atladóttir
efsti maður á lista Röskvu í
stúdentaráðs-
kosningunum 15. þ.m.
Byggingarsjóði
bjargað
* Vökumenn hafa hreykt sér af
því að hafa lagt hálfa mihjón króna
í byggingarsjóð. Þetta er að sjálf-
sögðu mjög gott mál.
Þeir gleyma þó að geta ýmislegs
í þessu sambandi.
Þessa sömu upphæð ætlaði stjóm
SHÍ að veita í byggingasjóð vetur-
inn 87-88. Þegar þetta var lagt fyrir
Stúdentaráð th samþykktar, lagðist
núverandi formaður Stúdentaráðs,
Sveinn Andri Sveinsson, hatramm-
lega gegn því. Lét hann hafa eftir
sér að stúdentar úti í bæ tækju
ekki þátt í að niðurgreiða húsnæði
á stúdentagörðum.
Helsti tekjustofn Stúdentaráðs
eru innritunargjöldin. Vegna
fækkunar innritaðra stúdenta það
árið minnkuðu tekjur Stúdenta-
ráðs, þannig að ekki reyndist unnt
að greiða hálfu mhljónina þá. í ljósi
þeirrar reynslu krafðist Röskva að
inftritunargjöld yrðu hækkuð svo
hægt væri að standa við að greiða
þessa umræddu hálfu milljón í
sjóðinn.
Eftir mikið þjark samþykkti
Vaka þessa hækkun, en Valborg
Snævarr, Háskólaráðshði Vöku, lét
bóka mótmæh sín við því að hækka
innritunargjöldin svo hægt væri að
veita þessa peninga í Byggingar-
sjóðinn og að henni þætti hart að
þurfa að beygja sig fyrir Röskvu í
þessu máh.
Það er furðulegt að Vaka hreyki
sér af þessu núna sem „sínu“ máh.
* Amað sem Vökumönnum
finnst stór framfor stúdentum th
handa er stofnun réttindaskrif-
stofu stúdenta. Þetta er fahegt á
prenti. Ég spyr: Hvað er skrifstofa
Stúdentaráðs annað en réttinda-
skrifstofa?
„Betra stúdentablaö“
* Vökumenn tala mikið um auk-
ið upplýsingaflæði og betra stúd-
entablað (Háskólinn/Stúdentafrétt-
ir), sem þar aö auki er hahalaust.
í fyrsta lagi má benda á að engir
reikningar hggja fyrir um rekstin-
Háskólans/Stúdentafrétta. Á stúd-
entaráðsfundi 2. mars síðasthðinn
gat formaður SHÍ engan veginn
svarað fyrirspumum um flárhag
blaðsins. Einnig sagði hann á fund-
inum, sem svar við fyrirspurn um
fjárhag stúdentaráðs: „Eg nenni
ekki að elta ólar við svona fyrir-
spurnir og koma fram með tölur.
sem kannski ekki standast."
Hvernig geta Vökumenn þá haldið
þessu fram?
í öðru lagi á Háskóhnn/Stúdenta-
fréttir að vera óháöur fréttamiðih.
Ritstjóri þess blaðs er Vilhjálmur
J. Ámason Vökumaður. Fulltrúi
stúdenta í stjórn LÍN, sem er
Röskvumaöur, átti ekki að fá að
skrifa grein í blaðið th að gera stúd-
entum grein fyrir málefnum lána-
sjóðsins. Það tók hehan stúdenta-
ráðsfund að fá ritstjórann th að
leyfa birtingu þessarar greinar.
Einnig má benda á að ritstjóri
blaðsins tók viðtal við undirritaða
um yfirstandandi kosningar. Við-
tahð þurfti að tvíyfirlesa en samt
birtist það skrumskælt í kosninga-
blaði Háskólans. Þetta er það sem
Vaka kahar hlutlaust fréttablað.
* Meirihluti Röskvu í stjórn FS
hefur fengið lóð undir dagheimih
fyrir börn háskólanema. Vaka hef-
ur verið að hreykja sér af því að
þessi lóð hafi fengist undir dyggri
stjórn Vöku í SHÍ. Það er því fróð-
legt að lesa svarbréf Valborgar
Snævarr við bréfi stjómarfor-
manns FS þar sem hann spyr hvort
SHÍ hafi fengiö aðra lóð en FS. Svar
Valborgar var á þá leið að SHÍ hafi
ekki fengið neina lóð og umrædd
lóð væri sú lóð sem FS hafi fengið.
Þannig reynir Vaka að eigna sér
það starf sem Röskva er búin að
vinna í FS.
Vökuklúður í lánamálum
* Síðasta dæmið varðar lánamál-
in. Röskva á fuhtrúa SHÍ í stjóm
LÍN og einnig fuhtrúa stúdentaráðs
í þeim vinnuhópi ráðherra sem
ákvað hækkun námslánanna. Hins
vegar hefur framlag Vökumanna í
þessum málaflokki ekki verið þeim
th framdráttar. Þegar bráða-
birgðaáht vinnuhópsins lá fyrir,
þar sem kveðið er á um hækkun-
ina, hljóp Sveinn Andri með það í
fjölmiðla áður en hópurinn náði að
kynna menntamálaráðherra álitð
og áður en menntamálaráðherra
náði að tryggja stuðning ríkis-
stjórnarinnar við áhtið. Það má
benda á að á þessum tima var ríkis-
stjórnin að skera niður allt það sem
hægt var að skera niður.
Námsmenn erlendis hafa marg-
ítrekað aö þarna rauf Sveinn
Andri, formaður SHÍ, trúnað við
hinar námsmannahreyfingarnar.
Þannig vann hann á bak við náms-
menn.
Vökumenn gerðu sitt ýtrasta í
byrjun til að sverta samning náms-
manna og ríkisvaldsins, með því
að slíta einstök atriði úr honum og
gera þau tortryggheg.
Eftir að á öhu þessu hefur gengið
er það því nokkuð undarlegt, svo
ekki sé meira sagt, að sjá stjórn
Vöku í SHÍ eigna sér þessar kjara-
bætur.
Að lokum má nefna að formaður
SHÍ hefur talað digurbarkalega um
nauðsyn þess að koma stúdenta-
póhtíkinni úr flokkspóhtískum
sandkassaleikjum. Ég er hjartan-
lega sammála honum.
En þegar sami maður lýsir þessu
yfir í viðtali við félaga sinn úr
Heimdahi á síðum Morgunblaðs-
ins, eftir að hafa rangsnúið og
skælt það sem hefur áunnist í vetur
og eftir aö hafa eignað sér persónu-
lega væna sneið af starfi SHÍ („Mér
finnst ég vera að reka smiðshöggið
á verkið ...“) - þá keyrir fyrst um
þverbak.
VUja stúdentar raunveruleg enda-
lok leikbrúðuleiks stjórnmála-
fiokka í stúdentaráði?
Eiga stúdentar ekki heimtingu á
að komið sé fram við þá eins og
hugsandi mannverur?
VUja stúdentar að raunhæfar leiðir
verði farnar i þeirra sameiginlegu
málefnum?
Þá kjósa þeir Röskvu, samtök fé-
lagshyggjufólks í H.Í., í stúdenta-
ráðskosningum þann 15. mars
næstkomandi.
Ólöf Ýr Atladóttir
„Vökumenn gerðu sitt ýtrasta í byrjun
til að sverta samning námsmanna og
ríkisvaldsins með því að slíta einstök
atriði úr honum og gera þau tortryggi-
leg.“