Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1989, Qupperneq 6
eeéi . ‘K- .«2 aöoAoaáow-i
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1989.
32
Bílar dv
Þrjátíu árum eftir að frábær hugmynd varð að veruleika:
- þriggja punkta bílbeltin:
Bjarga fjölda manns-
lífa á hverjum degi
Hönnuðurinn - Nils Bohlin hjá Volvo - hlýtur
sérstaka viðurkenningu
Frá því aö þriggja punkta öryggisbeltin sáust fyrst í Volvo Amazon fyrir 30
árum hefur mikið gerst í öryggismálum innan bilaiðnaðarins en enn eru
þó öryggisbeltin talin vera helsta byltingin í þeirri þróun á síðari árum.
Toyota Tercel 4wd 1500, árg. ’86, 6
gíra, 5 dyra, brúnn/dökkbrúnn, ek-
inn 73.000. Verð 620.000.
Toyota Carina II 1600,'árg. '88,
sjálfsk., m/overd., 4ra dyra, rauður,
ekinn 14.000. Verð 770.000.
GMC Van 6,2 I, dísil, árg. ’85,
sjálfsk., 4ra dyra, blár, ekinn 74.000.
Verð 1.200.000, sæti fyrir 9.
Fiat Uno 45s 1000, árg. ’88, 5 gira,
3ja dyra, hvítur, ekinn 22.000. Verö
380.000.
Nissan Bluebird 2000, árg. ’87,
sjálfsk., 4ra dyra, blár, ekinn 40.000.
Verð 760.000.
Honda Civic, árg. '88, sjálfsk., rauð-
ur, ekinn 18.000. Verð 730.000.
Honda Prelude '83
Chevrolet Monza '88
Nissan Micra '88
Daihatsu Charade '84
Volvo 244 '80
Toyota Cressida '80
Nissan Pulsar '85
Volvo 340 '85
Seat Ibiza '88
Chevrolet Monza '86
Lada Sport '88
MMC Pajero '84
Ford Escort '84
Peugeot 309 '88
Peugeot 309 '87
Chevrolet Camaro '82
Eldhress
bílasala
Toyota Camry GLi LB 2000, árg.
’85, sjálfsk., m/overd. 5 dyra, Ijós-
brúnn, ekinn 58.000. Verð 650.000.
Honda Prelude EX 1800, árg. '85,
sjálfsk., 2ja dyra, hvitur, ekinn
54.000. Verð 650.000.
Daihatsu Charade turbo, dísil, árg.
'88, 5 gíra, 3ja dyra, hvítur, ekinn
33.000. Verð 750.000.
BMW 520I, árg. ’86, sjálfsk., 4ra
dyra, svartur, ekinn 50.000. Verð
850.000.
Toyota Corolla XL 1300, 12 v., árg.
'88,4ra gíra, 3ja dyra, rauður, ekinn
30.000. Verð 640.000.
Opið laugard. 10-19.
Ath. Opið sunnud.
30/7 frá kl. 13-16.
Ekinn Verð
98.000 520.000
16.000 730.000
32.000 520.000
60.000 360.000
150.000 280.000
100.000 210.000
73.000 360.000
71.000 450.000
9.000 440.000
50.000 480.000
14.000 530.000
120.000 710.000
70.000 330.000
25.000 650.000
31.000 520.000
84.000 650.000
Nákvæmlega þrjátíu árum eftir að
hugljómun eins manns hjá sænsku
bílasmiðjunum Volvo varð tíl að
framleidd voru þriggja punkta ör-
yggisbelti er honum veitt sérstök við-
urkenning.
Á árinu 1986 var stofnsett sérstök
deild við háskólann í Missouri, „The
Safety and Health Hall of Fame“,
nokkurs konar akademia þeirra sem
stuðlað hafa á einhvern sérstæðan
hátt að aukinni velferð mannkyns.
Nils Bohiin frá Volvo er fyrsti verk-
fræðingurinn úr röðum þeirra sem
starfa að bílaiðnaði sem valinn er úr
þeim sem tilnefndir hafa verið í
þennan hóp. Hann mun taka við við-
urkenningunni á National Safety
Congress í Chicago þann 30. október
næstkomandi.
Sá sem á heiðurinn af útnefningu
Nils Bohlin er Wiliiam E. Johns, for-
seti bandarísku umferðaröryggis-
samtakanna (The AUiance for Traffic
Safety).
Eða eins og Johns segir: „Enn í dag
má segja að þriggja punkta öryggis-
beltin séu áhrifamestu öryggistæki
bílsins. Það er því vel við hæfi að
velja Nils Bolilin til að taka sæti
meðal þeirra sem fram aö þessu hafa
verið valdir í Safety and Health Hall
of Fame nú þegar þessi byltingar-
kennda uppfinning hans á 30 ára af-
mæli.
Bjargar 11 mannslíf-
um daglega í Banda-
ríkjunum einum
Samkvæmt tölfræðilegri rannsókn
á vegum bandarísku umferðarörygg-
issamtakanna eru kostir þriggja
punkta öryggisbeltanna miklir.
Samkvæmt skýrslum þeirra bjarga
beltin ellefu mannslífum daglega í
umferðinni í Bandaríkjunum. Eitt
mannslíf aðra hveija klukkustund
allan sólarhringinn, 4000 mannslíf á
ári í Bandaríkjunum einum.
„Ég fæ stundum bréf eða upphring-
ingar frá fólki sem telur sig eiga ör-
yggisbeltum líf að launa. Slik við-
brögð eru uppörvandi. Það er dásam-
legt að hafa þá tilfinningu að hafa
orðið að gagni á lífsleiðinni," segir
Nils Bohlin.
Stórkostleg
hugmynd fæðist
Þegar Nils'Bohlin hóf störf hjá
Volvo árið 1958 voru aðeins tveggja
punkta öryggisbelti, lík þeim sem
notuð eru í flugvélum enn, fáanleg
sem aukabúnaður í bfia. Nokkrar
rannsóknir á notagildi þeirra höfðu
þó leitt í ljós að þau vemduðu ekki
að fullu viðkomandi frá því að kast-
ast út úr bílnum eða renna niöur í
árekstri.
Gunnar Engellau, sem þá var
stjómarformaður Volvo, hvatti Bo-
hlin, sem þá var nýráðinn, til áfram-
haldandi rannsókna á þessu sviði.
„Við komust fljótt að því að það
þurfti að halda bæði efri og neðri
hluta líkamans fostum á sínum stað
ef til árekstrar kæmi,“ segir Nils
Bohlin. „Það var því nauösynlegt að
finna lausn sem var bæði raunhæf
og auðvéld í notkun.“
Á þessu fannst snilldarlausn:
„Eitt belti um mittíð og annað yfir
brjóstkassann - læsingin á beltinu
var neðan við mjaðmimar, við hhð
notandans. Þessi hönnun gerði það
að verkum að hægt var að spenna
beltið með annarri hendi og einnig
að beltið var rétt spennt og strekkt
þegar og ef árekstur yrði.
Fyrst sem staðal
búnaður
hjáVolvo
Þriggja punkta öryggisbeltin sáu
fyrst dagsins ljós á árinu 1959. Síðar
sama ár var Volvo fyrsti bílafram-
leiðandinn til að bjóða upp á þennan
sérstæða öryggisbúnað sem staðal-
búnað í bílum sínum.
Á árunum á milli 1960 og 1970 ein-
beitti Nils Bohhn sér að næsta stóra
verkefni: Sanna gildi beltanna sem
öryggistækja.
Bohhn og félagar hans hjá Volvo
söfnuöu saman upplýsingum úr
28.000 umferðaróhöppum þar sem
Volvo-bílar höfðu átt hlut að máh.
Þessi rannsókn var síðan birt í
skýrslu sem varð grunnurinn að
þeirri ákvörðun að lögleiða notkun
öryggisbelta í Ástrahu og Bandaríkj-
unum.
Dr. Wiham Haddon, sem nú er lát-
inn, var á þeim tíma yfirmaður um-
ferðarörryggismálastofnunar
Bandaríkjanna. Hann sagði um
skýrslu Bohlin:
„Skýrsla Bohlin sannaði svo ekki
varð um villst að öryggisbeltin björg-
uðu mannslífum og ég er sannfærður
um að hún varð þess valdandi að við
hófum baráttu fyrir lögleiöingu á
notkun öryggisbelta.”
Nhs Bohhn fann upp þriggja
punkta öryggisbeltin. Hann sá einnig
um það að meginhluti bílaiðnaðarins
naut uppfmningarinnar sem bjargar
mannslífum svo ekki verður um
villst.
í dag - þrjátíu árum eftir að þessi
uppfmning sá fyrst dagsins ljós efast
næsta fáir um gildi beltanna sem
öryggistækja.
Eða eins og Nils Bohlin sjálfur seg-
ir:
„Öh þriggja punkta öryggisbelti,
sem eru í notkun í dag, eru af sömu
gerð og við fundum upp á sínum
tíma, alveg burtséð frá því af hvaða
gerð bílhnn er. Þessi hönnun býður
notandanum upp á þá mestu vernd
sem hugsanleg er við árekstur. Ör-
yggisbeltið er og veröur veigamesta
öryggistæki bílsins.”
Ein af grunnupp-
finningunum
Nils Bohhn hefur hlotið margar
viðurkenningar í áranna rás. Þar á
meðal einkaleyfaskrifstofu Vestur-
Þýskalands, í tilefni af hundrað ára
afmæh hennar árið 1985.
Einkaleyfaskrifstofan valdi af
þessu tilefni átta einkaleyfi og höf-
unda þeirra með það í huga að þau
hefðu valdið mestum straumhvörf-
um í daglegu lífi okkar síðustu 100
árin. Meðal þeirra sem þar voru
valdir voru Thomas Alfa Edison,
Rudolf Diesel, Karl Benz og - Nils
Bohhn.
Sýnishorn úr söluskrá:
Tegund: Árg.