Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1989, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDA’GUR 29. ÁGÚST l'989. Andlát Karl J. Magnússon lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, 26. ágúst. Guðrún Guðmundsdóttir, Hólmgarði ■6, lést 27. ágúst. Margrét Lárusdóttir, Eskihlíð 33, Reykjavík, andaðist þann 24. ágúst í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Lára Jónsdóttir, Sunnuvegi 33, Reykjavík, andaðist í sjúkradeild Hrafnistu laugardaginn 26. ágúst. Martha Þ. Geirsdóttir, Háteigsvegi 26, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum 27. ágúst. Björn Ólafs lögfræðingur, Látra- strönd 19, Seltjarnarnesi, lést í Landakotsspítala að morgni laugar- dags 26. ágúst. Anna Dúfa Storr andaðist í Englandi 27. ágúst. Jarðarfarir Helgi Kvaran lést 12. ágúst sl. Jarðar- fórin hefur farið fram. Þóranna Helgadóttir verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 30. ágúst kl. 15. Sigmar Einar Arnórsson nemi lést í Landspítalanum fimmtudaginn 17. ágúst. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey. Þóra Magnúsdóttir, fyrrum hús- freyja á Miðbæ í Hrísey, verður jarð- sungin miövikudaginn 30. ágúst kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Sigurður Guðmundsson bOstjóri, Nökkvavogi 2, sem lést á Borgar- spítalanum 21. ágúst, verður jarð- settur frá Fossvogskirkju 30. ágúst kl. 13.30. Elísabet Sveinsdóttir, Goðatúni 30, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Már Kristjónsson, fyrrv. bankafull- trúi, sem lést 22. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 31. ágúst ki. 13.30. Ingimar W. Kristjánsson lést 18. ágúst sl. Hann fæddist á Grófargúi í Skagafirði 6. júní 1939. Foreldrar hans voru Kristján Guölaugsson og Guðrún Petrína Sveinsdóttir. Eftir- lifandi eiginkona Ingimars er Svala Marelsdóttir. Ingimar átti tvö börn áður en hann giftist. Útfor hans verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Merkjasala Krabba- meinsfélags íslands Krabbameinsfélag íslands efnir til fjár- söfnunar til styrktar starfsemi sinnar með merkjasölu um allt land helgina 1.-3. september nk. Fyrirkomulag merkjasöl- unnar verður með þeim hætti að hvert merki, sem er hnappnæla, verður selt á 200 kr. Aðildarfélög Krabbameinsfélags- ins, sem eru 29 að tölu, fá um helming af andvirði hvers selds merkis til eigin ráðstöfunar en hinn hlutinn rennur til Krabbameinsfélags íslands sem rekur umfangsmikla starfsemi svo sem leitar- starf og rannsóknir. í Reykjavík verður sölunni hagað þannig að stuðningshópar sjúklinga standa fyrir sölu þar en þeir hópar eru aðilar að félaginu. Utan Reykjavíkur munu krabbameinsfélög á viðkomandi stöðum sjá um söluna. Stefnt er að þvi að sala merkja fari fram á sjálf- boðaliðagrundvelli. Tombóla Nýlega héldu þessir tveir strákar, Grétar Hannesson og Ingvar Birgisson, tombólu tíl styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfnuðu þeir kr. 870. Tónleikar Lokatónleikar á Hundadögum Hundadögum Tónlistarfélags Krists- kirKju, Alþýðuleikhússins og Listasafns Sigurjóns Olafssonar lýkur með hijóm- sveitartónleikum í íslensku óperunni í kvöld. Aðalstjómandi verður Pascal Ver- rot, sem er talinn einn af fremstu yngri stjómendum Frakka í dag, en hann starf- ar m.a. sem aðstoöarhljómsveitarstjóri við Sinfóníuhljómsveit Bostonar. Gesta- stjómandi verður Hákon Leifsson í einu verki og einleikari Manuela Wiesler. Efn- isskráin er mjög fjölbreytt, Boules, Satie, Schubert, Þorkell Sigurbjömsson o.fl. Hljómsveitin, sem leikur, erhátíðahljóm- sveit Hundadaga og að mestu skipuð ungum íslenskum hljóðfæraleikurum sem að öllu jöfnu starfa erlendis. Hún var sérstaklega stofnuð til að leika í ópem Karólínu Eiríksdóttur, „Mann hef ég séð“ og á þessum lokatónleikum hátið- arinnar. Alúdarþakkir fœri ég Öllumþeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum í tilefni af 95 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. GUÐLAUG EIRÍKSDÓTTIR ORMSTÖÐUM Meiming Leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn Fyrri hluta ágústmánaðar var haldin alþjóðleg leiklistarhátíð í Kaupmannahöfn. Fram komu hóp- ar frá Sovétríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Argentínu, Tékkósló- vakíu og Spáni. Hátíðin fór fram í hringleikhússtjöldum á íslands- brygge, skammt utan við mið- bæinn. Aðsókn var góð, sérstak- lega að sýningum svovéska hóps- ins, sem varð að halda aukasýn- ingu, alltaf uppselt. Þetta var reyndar farandsýning, sem hófst í Moskvu, en fór síðan um Varsjá, Berlín, Prag og heldur áfram um Vestur-Evrópu, endar í París. Ég sá fyrst tveggja manna sýn- ingu Teatro nucleo. Hópur þessi er myndaður af Argentínumönnum, sem búið hafa í Frakklandi síðast- liðinn áratug. Þessi sýning hét Hál- frökkur og var byggð á leikriti Jean Genet: Þjónustustúlkunum. Út- koman var eins og vant er í nútíma tilraunaleikhúsi, enginn texti, en eingöngu hreyfingar, öskur, dans, látbragðsleikur, o.s.frv. Mér þótti þetta þunnur þrettándi, bæði mið- að við magnað leikrit Genet og líka sem klukkutíma sýning. Enginn þráður sjáanlegur, sem gerði eina röð atriða betri en aðra, ég held það hefði alveg eins mátt stokka upp sýninguna. Hún gekk helst út á guðlast og klerkanið, sem virtist hálfbarnalegt undirrituðum guð- leysingja. Kannski þarf kaþólikka til að fá eitthvað út úr þessu. Breski hópurinn Footsbarn sýndi The Pearl, byggt á skáldsögu Stein- becks Perlunni, sem ég held að hafi birst á íslensku. Þarna var skemmtilega farið með sviðsmuni, einkum framanaf. Máfur sveif á stöng, sól á annarri, haf birtist, þegar tvær konur hreyfðu stóran plastdúk. Þetta skapaði sýningunni verulegan hraða og höfðaði á skáldlegan hátt til ímyndunarafls gesta. Leikarar báru oftast hálf- grímur og voru því eldfljótir að skipta um hlutverk. En svo fór að versna í því. Þetta er drama um fátæka fiskimenn, indíána, sem finna óskaplega dýrmæta perlu. En auðlegðin 'verður þeim ekki til neinnar gæfu, því máttarstólpar þjóðfélagsins beita öllu sínu til að hafa hana af þeim. Og hér höfum við andstæður, sem hvert bam gæti skilið á fimm mínútum, ann- ars vegar ágjörn hrakmenni, en hins vegar einfalt, raungott al- þýðufólk. En því miður stendur sýningin eitthvað á annan tima og engin blæbrigði í þessa mynd, sem er víst frá 18. eða 19. öld. Þá voru menntaðir ferðalangar frá heims- borgunum alltaf að finna göfuga viliimenn í Ameríku, á Balkan- skaga, í Noregi, og auðvitað á ís- landi. En ég hefi aldrei kynnst shku alþýðufólki, sem er upp til hópa eins og þorsphálfvitinn í skáldsögu. Ansi þreytandi að sitja undir þess- um khsjum. Franski „Tilviljunarhópurinn“ (La compagnie du Hasard) sýndi Harlequin, fágaðan af ástinni eftir Marivaux. Textinn er hjarða- meyjavitleysa frá 18. öld, aht var svo ofuraugljóst að það var bara pirrandi að skilja máhð. En þetta var mjög fallega sviðsett, ævintýra- legir búningar, lýsingu beitt af Leiklist Örn Ólafsson mikilh hst, og sviöinu skipt með hálfgagnsæjum skermum, svo að það tók sífelit á sig nýjar og óvænt- ar myndir. Katalónskur hópur nefnist Circ perihos, „háskalegt hringleika- hús“. Sviðsbúnaður þess ein- kenndist enda af köðlum, stigum og öðrum loftfimleikabúnaði. Aðal- persónur voru tvær konur og tveir karlar í einhverskonar Tarsan- heimi, þar sem snjallar valkyijur léku á heimska karlrembla. Text- inn var í lágmarki, og loftfimleikar raunar hka, fram undir lokin. Var því heldur fátt til yndis. Rússneski hópurinn var langvin- sælastur, eins og áður segir, enda alþjóðlegasta formið. Þetta voru trúðar af hefðbundu tagi, snjalhr og vel þjálfaðir atvinnumenn. Brehumar voru hefðbundnar, bar- átta lítiis og stórs, klaufaskapur með garðstóla, leikari sem stelur sviðinu af kohegum sínum undir yfirskini mikils htihætis. Þetta var sú alþjóðlega leiklist, sem gekk orð- laust í aha við feiknagóðar undir- tektir. En aimars bar þessi leikhst- arhátíð þess of glögg merki aö vera ætluð almenningi af ýmsu þjóð- emi. Aht var skorið niður í sam- nefnara látbragösleiks, lýsingar og hljóða, það varð heldur fátækleg útkoma. Leikrit um íslandsfræðing En þessi útkoma verður ekki skýrð meö alþjóðlegum vettvangi eingöngu. Ýmsir höfðu orð á því að Oðinsleikhúsið fræga hefði mót- að ahan leikstíl flestra þessara hópa. Og nú var það einmitt með sýningu í Kaupmannahöfn, svo ég brá mér þangað th að bera saman. Þessi leikhópur var stofnaður fyrir aldaríjórðungi og er danskur að stofni, en 1 honum er fólk af ýmsu þjóðemi, og hann hefur leikið víða um lönd. Og frá honum er einkum komin þessi stefna, að leikarar eigi að leika með öhum líkamanum, í stað þess að standa bara upp á end- ann eða sitja í sófum og þylja sál- fræðilegan texta. Því hafa leik- hópar margir sniðgengið leikrit skálda, en samið sýningar sínar sjálfir í staðinn. Og nú var flutt Talabot, um danska mannfræðing- inn Kirsten Hastrup, sem samdi doktorsrit um íslenska þjóðveldið (ég skrifaði um það rit hér í DV 22.04. 1987). Þetta má nú virðast undarlegt uppátæki, að semja leik- rit um fertugan fræðimann, sem lifir viðburðasnauðu lífi í Árósum. En betur að gætt er kannski tölu- vert dramatískt efni í ævi hennar. Knúin af föður sínum th að læra líffræði, en fer síðan út í sitt eigin- lega áhugasvið, giftist öðmm mannfræðingi og eignast fjögur böm, fer svo í rannsóknarferð til íslands. Eftir þá sjálfstæöu thveru skhja leiðir þeirra hjóna. Konan fær taugaáfall, en rís upp úr því með nýjum ástmanni. Nú veit ég ekkert um hversu náið þessi söguþráöur fylgir raunveru- legu lífi Hastmp enda má það einu ghda. Hún er sýnd sem dæmigerð menntakona af þessari kynslóð. Inn í kemur þulur með ýmsa at- burði undanfarinna tuttugu - þrjá- tíu ára: Martin Luther King myrtur þetta ár, Kennedy hitt, innrás Bandaríkjamanna í Guatemala o.s.frv. Þetta á að setja ævi Hastmp bakgrann, en tengist henni í raun- inni ekkert. Jafnótengdur var stuttur þáttur um æsku Che Gue- vara framarlega í leikritinu og ann- ar um leihússkenningar Artaud síðast. íslandsdvöl Hastrup er ærslaleikur mikill, landar vorir í loðfeldum og ohustökkum, síþamb- andi kaffi, og heha heilum sykur- körum út í bollann, verra aö þeir skuh sífellt skvetta bjór á „Krist- ínu“ þegar sá drykkur var bannað- ur á íslandi. En þessir vihimenn mynda skoplega andstæðu há- skólafólksins, sem mest ber á í leik- ritinu, einnig bregður fyrir Söm- um, indíánum o.fl. Mikið er lagt upp úr búningum, en htið upp úr texta, sem er mest stuttar upplýs- ingar. Útkoman verður breið mynd samtímans, en að sama skapi yfir- borðsleg, og miklu nær leik en hst. Þetta „líkamsleikhús" hefur sjálf- sagt verið ferskt á sínum tima, en er löngu fuht af khsjum ekki síður en stofuleikritin, svo sem þegar leikaramir sóða sig og sviðiö út í matvælum, mold og ösku. Þaö eru bara fastir hðir eins og venjuiega, og verður ekki séð að tengist neitt þessu leikverki fremur en öðram. Fjölmiðlar Fyrir skömmu kom DV út með flennifyrirsögn á forsíðu um þaö, aö góðir heimspekingar væru th á íslandi. Fyrir þessu var borin bresk kona, sem átti hér leið um og hélt fyrirlestur um hamingjuna. Nú er þetta væntanlega ekki fréttaefhi nema ísienskir heimspekingar hafi fram að þessu verið taldir fremur vondir. Þar sem ég hafði ekki hug- mynd um, að svo væri, las ég frétt- ina gaumgæfilega. En þar hefúr því miöur láöst aö geta þess, hveijir hinir góðu heimspekingar okkar era. Mig langar th að svala hér örhtið fróðleiksþorsta lesenda um þetta mikla mál, úr þvi að blaðið kunni sjálft ekki viö það. Fjölfróðasti heimspekingur okkar íslendingar er áreiðanlega dr. Arnór Hannibals- son. Hann er víðföruh í tíma sem rúmi. Rökvísasti heimspekingur okkar og hæfastur í aiþjóðlegum skilningi er hins vegar ugglaust Erlendur Jónsson, gamah skóladúx úr Menntaskólanum í Reykjavík og heimspekidoktor frá Cambride. Ritsnjahastur er Þorsteinn Gylfa- son, og kann raunar að vera, að hann sé fremur hagleiksmaður á mál en heimspekingur. Og það má Páh Skúlason eiga, að auk þess sem hann er manna geöþekkastur Utur hann út eins og heimspekingur, þótt lærifaöir hans, Hegel, geri að vísu strangan greinarmun á sýnd og reynd. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.