Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Side 3
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989.
19
Dans-
staðir
Ártún,
Vagnhöföa 11
Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl.
21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3.
Hljómsveitm Danssporið leikur fyrir
dansi bæði kvöldin.
Broadway,
Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500
Unglingadansleikur íöstudagskvöld.
Dægurlagahátíðin „Komdu í kvöld“
á laugardagskvöld. Söngvaramir
Ragnar Bjamason, Ellý Vilhjálms,
Þorvaldur Halldórsson, Þuríður Sig-
urðardóttir, Trausti Jónsson og Hjör-
dís Geirs í stórskemmtilegri sýningu
Jóns Sigurðssonar bankamanns.
Casablanca,
Skúlagötu 30
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Duus-hús,
Fischersundi, simi 14446
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Fjörðurinn,
Strandgötu 30, simi 50249
Sverrir Stormsker og Stormsveitin
leika fyrir dansi um helgina.
Danshúsiö Glæsibær,
Álfheimum, sími 686220.
Hljómsveit Hilmars Sverrissonar og
Anna Vilhjálms leika á föstudags-
kvöld. Bítlavinafélagið leikur á laug-
ardagskvöld á þjóðhátíðardegi Búlg-
aríu. Gömlu dansamir með Her-
manni Ragnari Stefánssyni á sunnu-
dagskvöld.
Hollywood,
Ármúla 5, Reykjavík
Hljómsveitin Loðin rotta leikur á
föstudags- og laugardagskvöld.
Hótel Borg,
Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími
11440
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24
báða dagana. Gömlu dansarnir
sunnudagskvöld.
Hótel Esja, Skálafell,
Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, simi
82200
Dansleikir föstudags- og laugardags-
kvöld. Lifandi tónhst. Opið frá kl.
19-1.
Hótel ísland,
Ármúla 9, sími 687111
Sumarkamival föstudags- og laugar-
dagskvöld. HLH flokkurirm leikur
fyrir dansi bæði kvöldin. Á laugar-
dagskvöld verður Andrea Gylfadótir
og hljómsveit í Café ísland.
Keisarinn
v/Hlemmtorg
Diskótek föstdags- og laugardags-
kvöld.
Staupasteinn,
Smiðjuvegi 14D, s. 670347
Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu-
dags- og laugardagskvöld.
Tunglið og Biókjallarinn,
Lækjargötu 2, simi 621625
Diskótek föstudags- og laugardags-
kvöld.
Vetrarbrautin,
Brautarholti 20, simi 29098
Hljómsveitin Armenn, ásamt söng-
konunni Mattý Jóhanns, leikur fyrir
dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Mánasalur A la carte opnaður kl. 19.
Þórscafé,
Brautarholti, simi 23333
Hljómsveitin Sambandið leikur fyrir
dansi föstudags- og laugardagskvöld.
Diskótek á neöri hæðinni.
Norræna húsið:
Veisla fyrir aðdá-
endur sveiflunnar
Djasshátíð mikil verður í Nor-
ræna húsinu í kvöld. Þar koma
fram þrír af kunnustu djassmönn-
um yngri kynslóðarinnar, Tómas
R. Einarsson, Eyþór Gunnarsson
og Sigurður Flosason. Til liðs við
þá koma tveir af kunnustu djass-
mönnum Norðurlanda, trommu-
leikarinn Pétur Östlund frá Stokk-
hólmi og trompetleikarinn Jens
Winther frá Kaupmannahöfn.
Efnisskráin samanstendur af lög-
um eftir Tómas Einarsson og eru
þau samin á þessu ári og hinu síð-
asta, þijú þeirra hafa ekki verið
flutt opinberlega áður. Lögin verða
síðan hljóðrituð um helgina og
kemur út plata og geisladiskur í
haust með fhnmmenningunum.
Ekki þarf að fara mörgum orðum
um hðsmenn kvintettsins, þeir eru
allir vel kunnir áhugafólki um tón-
hst. Tómas R. Einarsson er meðal
kunnustu djassleikara hérlendis og
hefur á undarifomum árum leikið
með mörgum hljómsveitum og
leikið með erlendum stórstjömum
sem hafa haft viðkomu hér á landi.
Hann hefur einnig gefið sig að tón-
smíðum og samdi flest laganna á
Þessi ófétis Jazz og Hinsegin blús.
Hann skrifar öh lögin á áður-
nefndri plötu sem væntanleg er.
Sigurður Flosason er nýkominn
heim eftir sex ára dvöl við tónhst-
amám í Bandaríkjunum þar sem
hann meðal annars sótti einkatíma
hjá George Coleman síðashðinn
vetur. Eyþór Gunnarsson er eins
og .kunnugt er hljómborðsleikari
Mezzoforte en er líka þekktur sem
einn frumlegasti spilarinn í ís-
lenskum djassi.
Pétur Östlund er sjálfsagt sá
hljóðfæraleikari sem náð hefur
mestri frægð íslenskra djass-
manna. Eftir að hann fór til Sví-
þjóðar í byrjun áttunda áratugar-
ins var hann fljótur að koma sér í
hóp bestu hljófæraleikara þar í
Jens Winther.
landi og hefur leikið með mörgum
heimsfrægum djassmönnum.
Jens Winther er trompetsólóisti
í Radioens big band í Kaupmanna-
höfn. Hann hefur unnið til margra
verðlauna fyrir leik sinn og spilað
með fjölmörgum af fremstu djass-
leikurum heims. Hann er nú ný-
fluttur til New York en þar hlaut
hann lofssamlega dóma er hann lék
með Radioens big band í mars síð-
asthðnum.
Eins gott er að grípa tækifærið
og sjá þessa snilhnga í kvöld því
þetta verður eina tækifærið tíl að
sjá kvintettinn að þessu sinni.
-HK
Pétur Östlund.
Næturklúbb-
urinn Kaos
Bítlavinafélagið heldur létta æf-
ingp í Danshúsinu i Glæsibæ.
Glæsibær:
Dansæfing
Bítlavina-
félagsins
Að kvöldi þjóðhátíðardags Búlg-
aríu, sem er á laugardag, mun
Bítlavinafélagið halda sína árlegu
dansæfingu í Danshúsinu í
Glæsibæ. Hljómsveitin leikur lög
frá þeim tíma þegar sokkabuxum-
ar voru að taka við af sokkabönd-
unum eins og allir vita.
Bítlavinafélagið hefur leikið á
dansleikjum um land aht í sumar
og hvarvetna verið geysileg stemn-
ing. Nú fá borgarbúar og nærsveit-
armenn aö kynnast þeirri stemn-
ingu sem ríkt hefur á dansleikjum
úti á landsbyggðinni hjá þessum
vösku sveinum.
Hollywood:
Loðin
rokktónlist
Loðin rotta skríöur inn um dyr
'Hohywood næstkomandi föstu-
dags- og laugardagskvöld. í Holly-
wood mun Rottan matreiða loðna
rokktónhst fyrir gesti og gefa
smakk í bland við veigar hússins.
Loðin rotta hefur átt mjög ann-
ríkt undanfamar vikur í höfuð-
A laugardagskvöld opnar við
Austurvöh nýr næturklúbbur sem
nefnist Kaos og er afkvæmi fjöl-
hstahópsins Pakkhús postul-
anna.
Pakkhús postulanna er hópur'
Nokkrir meðlimir í Pakkhúsi postulanna vinna að skreytingum fyrir
næturklúbbinn á laugardagskvöld.
myndhstarmanna, plötusnúða,
hönnuða og kvikmyndagerðar-
manna sem hafa staðið að margvís-
legum stökkbreytingum á eðh ís-
lenskrar skemmtunar undanfama
mánuði. Markmið postulanna er
að skapa skemmtileg og framandi
afbrigði næturlífsins á ólíklegustu
stöðum. Þetta er í fjórða skiptið
sem hópurinn stendur að nætur-
skemmtun en uppsetningin hefur
verið í fyrrverandi líkamsræktar-
stöð, hlöðu í Ölfusi og fundarstað
ónefnds stjómmálaflokks.
Kaos er fyrsta aðsetur Pakkhúss
postulanna innan veggja hefð-
bundins skemmtistaðar í borginni.
Aðferðir postulanna við fram-
leiðslu kvöldsins verða margvís-
legar, þar sem myndhst, lýsing,
hreyfimyndir og danshæf tónhst
skapa nýtt andrúmsloft sem
minnir htt á uppmnalegt um-
hverfi.
Sem fyrr segir opnar Kaos næst-
komandi laugardagskvöld innan
veggja Guhsins við Austurvöh og
hefst skemmtunin stundvíslega kl.
23.
Síðan skein
sól í Hval-
firðinum
Síðan skein sól hefur verið á far-
áldsfæti vítt og breitt um landið í
sumar og haldið tónleika. í lok tón-
leikaferðarinnar lék hljómsveitin á
nokkrum böhum og er komið að
lokadansleiknum sem verður að
Hlöðum í Hvalfirði á láugardags-
kvöld. Síðan mun hljómsveitin
taka sér frí frá tónleika- og dans-
leikjahaldi og munu fjórmenning-
amir einbeita sér að plötu sem ver-
ið er að taka upp um þessar mund-
ir og ætlunin er að komi út í vetur.
Síðan skein sól setur lokapunktinn yfir yfirferð um landið með dansleik
að Hlöðum í Hvalfirði.
borginni við að skemmta fólki við
góðar undirtektir, enda er valinn
maður við hvert hljóðfæri í sveit-
inni. Hljómsveitina skipa Sigurður
Gröndal, Richard Scobie, Hahdór
Hauksson, Ingólfur Guðjónsson og
Jóhann Ásmundsson en sá síðast-
nefndi var hremmdur inn í hljóm-
sveitina nýlega. Rottumar munu
eins og áður sagði skemmta gestum
Hohywood um helgina og lofa
gjömuningum á heimsmæh-
kvarða.
Dave og Erik skemmta á Vestfjörð-
um um helgina.
Vestílrðir:
Enskir spilar-
ar um helgina
Tveir félagar frá Newcastle í Eng-
landi hafa að undanfömu ferðast
um landið og leikið fyrir gesti
ýmissa öldurhúsa. Um helgina
verða þeir á Vestfjörðum og hefja
tónleikahald í Bolungarvík á föstu-
dagkvöld. Á laugardag verða þeir
í Súöavík en á ísafirði á sunnudags-
kvöld.
í næstu viku verða þeir. í Reykja-
vík og leika á Fógetanum og Gauki
á Stöng. Félagamir heita Erik og
Dave og leika þeir á gítar, bassa og
munnhörpu, auk þess sem þeir
syngja báðir. Þeir blanda saman
blús, frumsömdu efni og dægurlög-
um síðustu ára.
Ferðalag þeirra hér á landi er hð-
ir í hljómleikaferð um Evrópu en
frá íslandi fara þeir th Englands
og Frakklands.