Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1989, Síða 5
20
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989.
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1989.
21
Messur
Guösþjónustur sunnudaginn 10. sept-
ember 1989
Frá Æskulýössambandi kirkjunnar í
Reykjavíkurprófastsdæmi
Samvera í Langholtskirkju sunnudag
kl. 17. Lokaþáttur söng- og dramanám-
skeiðs. Komum og hefjum vetrarstarf
ÆSKR saman.
Árbæjar- og Grafarvogssókn
Guðsþjónusta i Árbæjarkirkju kl. 11
árdegis. Organleikari Jón Mýrdal. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ámi Bergur
Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkj a
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel
Jónasson. Sr. Gísli Jónasson
Bústaðakirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthias-
son.
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Org-
anisti Marteinn Hunger Friðriksson.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Frikirkjan í Reykjavík
Guðsþjónusta kl. 11.00 (Athugið breytt-
an tíma að þessu sinni.) Orgelleikari
Pavel Smid. Cecil Haraldsson.
Landakotsspitali
Messa kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð-
mundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 10. Organisti Kjartan Ólafs-
son. Sr. Ólafur Jóhannsson.
Fella- og Hólakirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Guðný M. Magn-
úsdóttir. Sóknarprestar.
Grensáskirkja
Messa kl. 11. Organisti Ámi Arinbjam-
arson. Fyrirbænir eftir messu. Þriðju-
dagur kl. 14. Biblíulestur fyrir eldri
borgara. Umræður og kaflisopi á eftir.
Laugardagur kl. 10. Bænastund UFMH.
Prestamir.
Hallgrimskirkja
Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Láms-
son. Organisti Hörður Áskelsson. Fé-
lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju
leiða söng. Hádegisverður eftir messu.
Þriðjudagur. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Landspitalinn
Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Frið-
finnsson prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Sóknarprestur. Kvöldbænir og fyr-
irbænir em í kirkjunni á miðvikudög-
um kl. 18.
Hj allapres takal 1
Messa kl. 2 í messuheimili Hjallasókn-
ar Digranesskóla. Altarisganga. Kór
Hjallasóknar syngur. Organisti David
Knowles. Sr. Kristján Einar Þorvarðar-
son.
Kópavogskirkja
Messa kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
Langholtskirkja
Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 11. Ræðuefni æskulýðsmál.
Organisti Jón Stefánsson. Samvera kl.
17 á vegum ÆSK, leiklist - dans -
afriskir söngvar. Sr. Þórhallur Heimis-
son.
Laugarneskirkj a
Kirkjuhátíö í Laugamesi. Laugames-
kirlga verður aftur tekin í notkun
sunnudaginn 10. sept. efifir gagngerar
viðgerðir og lagfæringar., Hátíðarmessa
verður kl. 14. Biskup íslands, herra
Ólafur Skúlason, prédikar og vigir nýtt
altari og skímarsá. Sóknarpresturinn
sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir
altari en einnig munu þeir sr. Guö-
mundur Þorsteinsson dómprófastur og
sr. Ingólfur Guðmundsson námsstjóri
þjóna við altarisgönguna. Leikmenn
munu lesa ritningarorð. Karl Ómar
Jónsson verkfræðingur mun flytja
ávarp. Ann Toril Lindstad verður org-
anisti og kórstjóri og kór Laugames-
kirkju syngur. Eftir athöfnina í kirkj-
unni verður kirkjugestum boðið upp á
kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu
kl. 20 en kl. 22 verður helgistund í kirkj-
unni. Fimmtudag 14. sept. verður
kyrrðarstund í hádeginu. Kl. 12 verður
orgelleikur, kl. 12.10 helgistund með
altarisgöngu og fyrirbænum og kl. 12.30
verður boðið upp á léttan hádegisverð
í safnarðarheimUinu. Sóknarprestur.
Tapað fundið
Gleraugu töpuðusi
Gleraugu í litlu dökkrauðú smelltu
hulstri töpuðust 21. ágúst sl. Finnandi
vinsamlegast hringi í síma 17639.
Námskeið
Vetrarnámskeið Norræna
heilunarskólans
Vetramámskeið Norræna heilunarskól-
ans em að hefjast og er skráning hafin í
símum 624464, 674373 og 74074. Kynning-
arfundur verður haldinn fimmtudaginn
14. september kl. 20 að Laugavegi 163, 3.
hæð. Dagsnámskeið verður á Selfossi
sunnudaginn 17. september kl. 10-16 en
vetramámskeið hefst helgina 30. sept-
ember í Reykjavík. Norræni heilunar-
skólinn hefur verið starfandi í Reykjavík
frá 1985 og á Akureyri frá 1987. i skólan-
um er veitt fræðsla i andlegum málum
og komið inn á flest svið þar að lútandi.
Ennfremur er farið í hugleiöslu, þjálfaðar
heilunaraöferðir og æfingar hvers konar
er stuðla að andlegu jafnvægi og und-
irbúa komu nýrra tíma. Á skrifstofu fé-
lagsins era ennfremur seldar spólur með
tónlist til slökunar og hugleiðslu, bækur,
sem félagið hefur gefið út, og steinar
ýmiss konar. Annað hvert fimmtudags-
kvöld kl. 20 er opið hús fyrir almenning
þar sem hægt er að fá heilun.
Ferðalög
aö vekja athygli á happdrætti Félags-
heimilis tónlistarmanna en dregið verður
23. október nk. Fjöldi vinnmga er í boði,
m.a. Skoda Favorit 1990 að verðmæti kr.
435.000 og ferðavinningur að verðmæti
kr. 75.000 en heildarverðmæti vinninga
er um kr. 1.000.000. Fjöldi miða er 5000
og kostar hver kr. 1000.
ræktarátaki Skógræktarfélags íslands
andvirði um 4000 trjáplantna. Skógrækt-
arátakið í heild stefnir hins vegar að
tveim miUjónum plantna.
Farandsýning á gömlum
meistara-
verkum kvikmyndasögunnar
í tilefni af 50 ára afmæh Alþjóðasamtaka
kvikmyndasafna, FIAF, hefur verið efnt
til farandsýninga á gömlum meistara-
verkum kvikmyndasögunnar viös vegar
úr heiminum. Hér er um að ræða 10
myndir sem kvikmyndasöfn hafa bjargað
frá eyðileggingu og endurgert. Nú er
þessi sýning komin hingað til lands og
fram til 12. september gengst Kvik-
myndasafn íslands fyrir sýningum á
myndunum í Regnboganum. Hér gefst
kvikmyndaunnendum einstakt tækifæri
til að sjá ýmis snilldarverk allt frá upp-
hafi kvikmyndasögunnar. Athygli skal
vakin á þvi að sumar þessara mynda
verða sýndar aðeins einu sinni.
Vetrarstarf eldri borgara
í Árbæjarkirkju
hefst miðvikudaginn 13. september kl.
13.30. í safnaðarheimilinu verður opið
hús á miðvikudögum. Leikfimi verður á
þriðjudögum kl. 14. Fyrsti tíminn verður
3. október. Fótsnyrting verður á mánu-
dögum. Upplýsingar gefur Svava í síma
84002. Símatími verður kl. 13-14 á þriðju-
dögum fyrir eldri borgara og aðstandend-
ur þeirra.
Happdrætti Félagsheimilis
tónlistarmanna
Föstudaginn 1. september sl. var dreginn
út á rás 2 aukavinningur í happdrætti
Félagsheimilis tónlistarmanna að Vita-
stíg 3, Reykjavik. Vinningurinn, sem er
ferðavinningur frá Evrópuferðum, að
verðmæti kr. 80.000, kom á miða nr. 669.
Aukavinningurinn var dreginn úr núm-
erum miða sem vora til sölu í verslunum
Kaupstaðar og Miklagarðs í tengslum við
„íslenska daga“ þar sem tónlistarmenn
koma fram í nafni Félagsheimilis tónlist-
armanna og aðstoðuðu jafnframt við sölu
happdrættismiða. Það skal tekið fram að
eingöngu var dregið úr númerum seldra
miða. Vinningshafi getur vitjað vinnings
hjá Evrópuferðum, Klapparstig 25-27. í
undirbúningi era frekari uppákomur til
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudaginn 10. sept.
Kl. 8, Þórsmörk-Goðaland. Stansað 3-4
klst. í Mörkinni. Verð 1.500 kr.
Kl. 10.30, Álftavatn-Þórustaðir. Létt
láglendisganga meðfram Alftavatni og
hlíðum Ingólfsfjalls. 19. ferð í Landnáms-
göngunni. Verð 1.000 kr.
Kl. 13, Tannastaðir-Þórustaðir. Sam-
einast morgungöngunni undir hliðum
Ingólfsíjalls. Verið með í síðustu land-
námsgönguferðunum. Verð kr. 1.000.
Miðvikudagur 14. sept., kl. 20. Tungl-
skinsganga i Viðey. Brottfor frá Viðeyj-
arbryggju, Sundahöfn. Verð kr. 400.
Helgarferðir 8.-10. sept.
1. Hrafntinnusker-Krakatindsleið.
Spennandi ferð. Gist í skála við Land-
mannahelli. Ekið í áttina að íshellunum
og síðan gengið.
2. Þórsmörk-Goðaland. Góð gisting í
Útivistarskálunum í Básum. Gönguferð-
ir. Uppl. og farm. á skrifst., Grófmni 1,
símar 14606 og 23732. Félagsmenn, vin-
samlegast greiðið ársgjald Utivistar 1989
og fáið nýja ársritið. Sjáumst.
Ferðafélag íslands
Helgarferð Ferðafélags Islands 8.-10.
sept.
Landmannalaugar - Eldgjá. Á föstu-
dagskvöld kl. 20 er ekið í Landmanna-
laugar. Á laugardag er farið í Eldgjá og
gengið að fossinum. Á sunnudag er farið
um nágrenni Landmannalauganna og
gist í upphituðu sæluhúsi. Nánari upp-
lýsingar og farmiðasala á skrifstofunni.
Dagsferðir sunnudaginn 10. september.
Kl. 10.30, Harðarsaga og Hólmverja.
Ekið um Hvaltjörð og Borgarfjörð um
söguslóðir þessarar kunnu ísl. sögu und-
ir leiðsögn kunnugs fararstjóra. Verð kr.
1.500, greitt við bílinn.
Kl. 13, Meðalfell í Kjós. Meðalfellið Ugg-
ur miðsvæðis í Kjósinni. Tiltölulega létt
ganga. Verð kr. 1.000, greitt við bilinn. í
dagsferðir er frítt fyrir böm og unglinga,
15 ára og yngri. Farið fTá Umferðarmið-
stöðinni að austanverðu.
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Kjarvalsstaðir:
Nútímalist ljós-
myndir og Kjarval
Þremur stórsýningum lýkur á
Kjarvalsstöðum um helgina, eru
þetta sýningamar Alþjóðleg nútí-
malist, ljósmyndir Karsh og sum-
arsýning á verkum eftir Kjarval.
Sýning Yosuf Karsh er tilkomin
vegna áttræðisafmælis hans og gef-
ur góða mynd af verkum hans, sem
eru portrett myndir af frægum ein-
staklingum, listamönnum, vísinda-
mönnum, stjómmálamönnum og
þjóðhöfðingjum.
Myndir Karsh er víöa að fmna í
merkustu listasöfnum heims og er
mikill fengur að því að fá sýningu
þessa til íslands. Það er Ljósmynd-
arafélag íslands sem gengst fyrir
symngunm.
Mikil aðsókn hefur verið að sýn-
ingunni Alþjóðleg nútímahst sem
er skiljanlegt, því á sýningunni
eiga verk margir af umdeildustu
Ustamönnum síðastUðinna tuttugu
ára. Má þar nefna menn eins og
Andy Warhol, Joseph Kosuth,
Frank Stella og Dan Flavin.
Þessum tveimur sýningum lýkur
á sunnudaginn. Þá lýkur einnig
hinni árlegu sumarsýningu á verk-
um eftir Jóhannes Kjarval. Sýning-
in er að þessu sinni helguð uppstill-
ingum og kyrralífsmyndum meist-
arans.
Ein mynda Davíðs Þorsteinssonar á Ijósmyndasýningu hans. Þessi mynd var tekin í Dundee í Skotlandi í fyrra.
Ljósmyndir
á Mokkakaffi
Davið Þorsteinsson opnaði í gær á Mok-
kakaffi við Skólavörðustíg sýningu á ljós-
myndum eftir sig. Myndimar, sem eru
um það bil þrjátíu talsins, eru allar svart-
hvítar.
Þær eru eru úr borgarlandslagi og sýna
mótíf eins og tré, glugga, múrveggi og
mannfólk. Flestar eru teknar á síðastliðn-
um fjórum ámm í gamla bænum í Reykja-
vík og nokkrar á ferðalögum í Skotlandi
og Frakklandi.
Davíð hefur tvisvar áður sýnt á Mokka,
fyrst árið 1985. Þá sýndi hann myndir frá
götum Reykjavíkur og síðastliðið sumar
sýndir Davíð portrett af gestum Mok-
kakafíis.
Sýningin mun standa næstu þrjár vik-
ur, eða til 28. september.
Kvikmyndasýningar MÍR:
Gamlar og nýjar kvikmyndir
Kvikmyndasýningar MÍR hefjast að
nýju aö loknu sumarleyfi í bíósal félags-
ins að Vatnsstíg 10 á sunnudaginn kl. 16.
Sýningar verða síðan hvem sunnudag á
sama tíma og verða sýndar gamlar og
nýjar sovéskar kvikmyndir.
Nikita Mikhalov er leikstjóri myndar-
innar sem sýnd verður á sunnudaginn.
Nefnist hún Einn af okkur meðal ókunn-
ugra, ókunnur okkar á meðal. Þetta er
fyrsta kvikmynd þessa þekkta leikstjóra
og leikara. Gerist myndin á dögum borg-
arastyrjaldarinnar í Rússlandi. Skýring-
artextar eru á ensku.
Aðrar myndir, sem sýndar verða í spet-
ember, eru Uppgangan, leikstjóri Larisa
Shepitko, og Komdu og sjáðu, leikstjóri
Ehm Klímov.
Október er helgaður Mikhaíl Romm og
verður sýnd heimildarmynd um hann og
fjórar kvikmyndir hans verða sýndar,
Lenín í október, Lenín 1918, Níu dagar
af einu ári og Venjulegur fasismi.
Nóvembermánuður verður svo helgað-
ur Sergei Eisenstein og verða sýndar
myndirnar Verkfall, sem er fyrsta kvik-
mynd Eisensteins, frá árinu 1925, Lifi
Mexíkó, sem er myndin sem Eisenstein
lauk aldrei við, og báðir hlutar ívans
grimma. í desember verða svo ballett-
myndir á dagskrá.
Neskirkja
Guösþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjóm
Reynir Jónasson. Sr. Olafur Jóhanns-
son. Miðvikudagur. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 18.20.
Seljakirkja
Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Kjartan Ól-
afsson syngur einsöng. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Sóknarprestur.
Seltjarnarneskirkja
Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jón-
asson. Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir.
Kirkja óháða safnaðarins
Guðsþjónusta kl. 2. Svala Nielsen syng-
ur einsöng. Kaffiveitingar eftir messu.
Sr. Þórsteinn Ragnarsson safnaðar-
prestur.
Frikirkjan Hafnarfirði
Guðsþjónusta safnaðarins verður að
Hrafnistu Hafharfirði kl. 11. Orgel- og
kórstjóm Smári Ólason. Einar Eyjólfs-
son.
Stokkseyrarkirkja
Messa kl. 2. Sóknarprestur
Kefla vikurkirkj a
Guðsþjónusta lú. 11. Kór Keflarvíkur-
kirkju syngur. Organisti Öm Falkner.
Sóknarprestur.
Fundir
Söng- og skemmti-
félagið Samstilling
heldur fyrsta fund vetrarins mánudaginn
11. september í Risinu, Hverfisgötu 105,
kl. 20.30. Allir velkomnir.
Hádegisverðarfundur
presta
að loknu sumarhléi verður í Bústaða-
kirkju mánudaginn 11. september kl. 12.
síðan með hópinn um nágrennið og
kynna einstaka staði og byggingar. Kaffi-
veitingar verða seldar í Viðeyjarstofu en
að öðru leyti býður safnaðarstjóm til
þessarar ferðar, þ.e. flutning frá Hafnar-
firði og heim aftur.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Munið að spiluð verður félagsvist í fé-
lagsheimili Kópavogs í kvöld, fóstudags-
kvöld 8. september, og hefst hún kl. 20.
Kirkjuhátíð í Laugarnesi
Sunnudaginn 10. september verður Laug-
ameskirkja aftur tekin í notkun eftir
gagngerar endurbætur. Hátíðarmessa
verður kl. 14. Biskup íslands, herra Ólaf-
ur Skúlason, predikar og vigir nýtt altari
og nýjan skimarsá. Auk biskups mun
sóknarpresturinn, sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson, þjóna fyrir altari og sr. Guð-
mundur Þorsteinsson dómprófastur og
sr. Ingólfur Guðmundsson námsstjóri
aðstoða við altarisgönguna. Ann Toril
Lindstad verður organisti og kór kirkj-
unnar syngur. Eftir hátíðarmessuna
verður öllum kirkjugestum boðið upp á
kaffi og smákökur í safnaðarheimili
kirkjtmnar. Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, mun koma til kirkjuhá-
tiðarinnar og samfagna Laugnesingum á
þessum degi. Einnig munu borgarstjór-
inn í Reykjavík og fulltrúar úr kirkju-
málaráðuneytinu koma til athafnarinn-
ar, svo og margir prestar Reykvíkinga
ásamt fleiri gestum. Öllum er að sjálf-
sögðu heimill aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfur fer á Þingvöll nk. laugar-
dag kl. 10 frá Nóatúni. Fólk hafi með sér
nesti.
Menntaskólinn á Egilsstöðum:
Afmælis- og vígsluhátíð
Nú í haust eru liðin 10 ár frá
stofnun Menntaskólans á Egils-
stöðum en hann tók til starfa 11.
september 1979. Fyrstu stúdentarn-
ir brautskráðust 1981 en alls hafa
308 stúdentar útskrifast.
Verið er að leggja síðustu hönd á
1. áfanga kennsluhúss skólans sem
verður afhent fullbúið við upphaf
haustannar. Hér er því um tíma-
mót að ræða í sögu skólans. í hinu
nýja húsi eru niu fullkomnar
kennslustofur, þar af tvær til-
raunastofur fyrir raungreinar,
ásamt góðri vinnuaðstöðu kenn-
ara.
Sunnudaginn 10. september verð-
ur afmælis- og vígsluhátíð í skólan-
um sem hefst kl. 14. Á dagskránni
eru meðal annars ræður, ávörp,
einsöngur og hljóðfæraleikur. Þá
er þess vænst að stúdentar frá skó-
lanum fjölmenni og að lagður verði
grundvöllur að frekari samskipt-
um einstakra stúdentsárganga í
framtíðinni. Allir velunnarar og
vinir skólans eru velkomnir og
boðið að þiggja kaffíveitingar að
athöfn lokinni.
Nýbygging Menntaskólans er í forgrunni á þessari mynd.
FÍM-salurinn:
Kjarvalsstaðir:
Píanótónleikar
Vilberg Viggósson píanóleikari
heldur tónleika að Kjarvalsstöðum
sunnudaginn 10. september kl. 17.
Vilberg er fæddur á ísafirði 1960,
sonur hjónanna Kristjönu V. Jóns-
dóttur og Viggós Norquist. Átta ára
gamall hóf hann nám í Tónlistar-
skóla ísafjarðar undir handleiðslu
Ragnars H. Ragnar.
Vilberg lauk burtfararprófi úr
Tónlistarskólanum í Reykjavík
1982. Veturinn 1983-84 var hann
gestanemandi við Tónlistarskól-
ann í Köln og í einkatímum hjá
rússneska píanóleikaranum Pavel
Gililov. Haustið 1984 hóf Vilberg
nám viö Sweelinck Conservator-
ium í Amsterdam og tók þaðan
lokapróf í vor.
Á efnisskrá Vilbergs á tónleikun-
um á Kjarvalsstöðum eru verk eftir
Chopin, Beethoven, Debussy, Kab-
alevski, Bartok og Hjálmar H.
Ragnarsson.
listamannahúsið:
Sýning Dags Sigurðarsonar
í Listamannahúsinu við Hafnar-
stræti 4 stendur yfir sýning á
myndverkum eftir Dag Sigurðar-
son. Á sýningunni eru þrjátíu
myndverk sem hann hefur málað
hérlendis og erlendis undanfarin
ár. Listferill Dags er heill og sam-
felldur frá upphafi. Hann hefur
aldrei látiö hiö hversdagslega líf
rjúfa samhengi listalífs síns til
langframa heldur haldið sínu striki
með einlægni hins sanna lista-
manns. Verk hans, bæði ljóðverk
og myndverk, hafa oft vakið
hneykslan.
Sýningar Dags eru ekki margar.
Síðast, þegar hann sýndi hér í borg-
inni fyrir nokkrum árum, seldust
flestallar myndimar fljótlega eftir
opnun sýningarinnar. Sýningin er
opin daglega frá kl. 10-18.
Frístundahópurinn
Hana nú
Félagar í frístundahópnum Hana nú hafa
átt skemmtilegt og viðburðaríkt sumar.
Það markverðasta í starfinu í sumar var
opnun púttvallarins á Rútstaðatúninu
sem Hana nú stóð að í samvinnu við
Tómstundaráð Kópavogs. Náttúraskoð-
unarklúbbur stóð fyrir margvíslegum
ferðum í sumar. Það næsta sem á döfinni
er verður gönguferð um Öskjuhlíð laug-
ardaginn 9. september sem lýkur í Kjarv-
alsgarði. Leiðsögumaður verður Hafliði
Jónsson, fyrrum garðyrkjustjóri Reykja-
víkurborgar. Að lokinni gönguferð veröa
skoðaðar listsýningar á Kjarvalsstöðum.
Lokaferð sumarsins verður for til
Stokkseyrar og Eyrarbakka laugardag-
inn 23. september undir öruggri leiðsögn
Þorleifs Guðmundssonar. Að venju era
allir Hana-nú félagar boðnir velkomnir
„ísland er land þitt“ selst
í yfir eitt þúsund eintökum.
Hljómplatan ísland er land þitt, sem gefin
var út í samvinnu við Skógræktarfélag
íslands fyrr í sumar, hefm- nú selst í yfir
eitt þúsund eintökum. Á þessari skóg-
ræktarplötu leiða saman hesta sína
Magnús Þór Sigmundsson, Bubbi Mort-
ens, Rúnar Marvinsson, Kristján frá
Djúpalæk og margir fleiri. Sala plötunnar
hefur nú þegar fært yfirstandandi skóg-
Tveir á ferð
Eitt verka Jón á sýningu hans í
Gallerí Borg.
Gallerí Borg:
Gler-
list
Jón Jóhannsson sýnir verk sín í
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Á
sýningu Jóns eru glerverk sem öll
eru til sölu. Þetta er fyrsta einka-
sýning Jóns hérlendis en hann hef-
ur tekiö þátt í sýningum í Banda-
ríkjunum, Englandi og Þýskalandi.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 10-18 og um helgar frá kl. 14-18.
Henni lýkur þriðjudaginn 19. sept-
ember.
Gjöf til Jósefsspítala
Nýlega gaf Lionessuklúbbur Reykjavíkur
St. Jósefsspítala í Reykjavík Danica Tel-
emonitor (hjarta-sívaka), tæki sem kem-
ur að margvislegum notum við eftirht og
meðferð hjartasjúklinga, einkum þeirra
sem komnir eru af gjörgæslu og hafa fóta-
vist. Tækið er sett saman úr sendi sem
nemur rafboð hjartans og sendir þau síð-
an þráðlaust til greiningartölvu sem
varpar þeim á skjá. Komi fram óregla á
hjartslætti er hægt að skrá óregluna ná-
kvæmlega og beita viðeigandi meðferð.
Síðan er hægt að fylgjast með árangri.
Einnig er hægt að fylgjast með blóð-
þrýstingi og súrefnismettun blóðs. Það
er því Ijóst að tæki þetta kemur að mikl-
um notum við eftirht og meðferð hjarta-
sjúklinga. í mörgum tilvikum er hægt að
flýta útskrift af gjörgæslu og einnig stytta
heUdarlegutíma sjúklinga. St. Jósefsspít-
afi þakkar Uonessum góða gjöf. Myndin
TiJkyimingar
Viðeyjarferð Hafnar-
fjarðarsóknar
Nk. sunnudag, 10. september, standa
Kvenfélag Hafnarfjarðarkirkju og safn-
aöarstjóm fyrir safnaðarferð út í Viðey.
Farið verður með rútu frá Hafnarfjarðar-
kirHju kl. 12.15 og ekið til Sundahafnar
að Viðeyjarfeiju Hafsteins Sveinssonar
sem flytur þátttakendur tíl Viðeyjar á
skammri stund. i Viðey mun staðar-
haldari, séra Þórir Stephensen, taka á
móti gestum og leiða helgistund í Viðeyj-
arkirkju, segja frá sögu staðarins og fara
með gesti sína, vini og vandamenn, böm
og bamaböm. Þeir sem vUja koma með
era beðnir að hringja í síma 45700 daginn
fyrir brottför. Minnt skal á að göngu-
klúbbsfélagar ganga aUa laugardags-
morgna ffá Digranesvegi 12 eitthvað út í
bláinn og allir Kópavogsbúar era vel-
komnir með.
er af Ástu Sigvaldadóttur, formanni Lio-
nessuklúbbs Reykjavíkur, afhenda Loga
Guðbrandssyni framkvæmdastjóra gjöf-
ina.
Tveir á ferð nefnist sýning þeirra
feðgina Margrétar Jónsdóttur og
Jóns Benediktssonar sem opnuð
verður á morgun, laugardaginn 9.
september, í FÍM-salnum, Garða-
stræti 6, kl. 16 og stendur sýningin
til 26. september. Margrét sýnir
ohumálverk og Jón sýnir högg-
myndir unnar í eir.
Margrét hefur verið starfandi
myndlistarmaður í 15 ár og á þessu
ári tók hún þátt í sýningunum Jóla-
sýning FÍM, Tvíæringur á Kjarv-
aisstöðum, Á tólfæringi í Hamra-
borg og Sumarsýningu FÍM.
Jón Benediktsson hefur verið
starfandi myndlistarmaður í yfir
40 ár og var einn af þekktari mynd-
höggvurum þjóðarinnar. Undan-
farin ár hefur hann haft hijótt um
sig en byrjaði aftur að vinna á fullu
þegar FÍM-salurinn tók til starfa
sem gallerí því það vakti með hon-
um gamlan eldmóð, enda gamail
FÍM-ari. Sýningamar, sem Jón tók
þátt í á þessu ári, eru Jólasýning
FÍM og Sumarsýning FÍM.
Jón Benediktsson og Margrét Jónsdóttir.