Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1989, Page 1
I
Þjóðleikhúsið:
Söngleikminn Oliver
Þrjú stærstu hlutverkin eru í höndum Ladda, sem leikur Fagin, Gissurar Páls Gissurarsonar, er leikur Oliver
Twist, og ívars Sverrissonar er leikur Hrapp.
Söngleikurinn Oliver eftir Lionel
Bart, sem byggöur er á hinni frægu
skáldsögu Charles Dickens, Oliver
Twist, verður frumsýndur á stóra
sviði Þjóðleikhússins annað kvöld.
Þar sem skila þarf leikmynd og
búningum aftur til Bretlands 1.
nóvember verða leiksýningar að-
eins í rúman mánuð. Umfang leik-
myndarinnar er þaö mikið að ekki
komast önnur verk fyrir á stóra
sviðinu á meðan.
Oliver var frumsýndur í London
1960 og sló þá öli fyrri aðsóknarmet
hreskra söngleikja. Leikmynda-
snillingurinn og arkitektinn Sean
Kenny, sem nú er látinn, gerði bún-
inga og margverðlaunaða leik-
mynd sem talin er hafa markað
tímamót í leikmyndagerð í Eng-
landi.
Flosi Ólafsson þýddi leikinn en
hann hefur áður þýtt leikrit og
söngleikjatexta fyrir Þjóðleikhúsið,
meðal annars Gæja og píur. Leik-
stjóri er Benedikt Árnason sem
hefur sviðsett alla vinsælustu
söngleiki Þjóðleikhússins. Stjóm-
andi tónhstar er Agnes Löve og
Ingibjörg Bjömsdóttir sér um
dansa. Lýsingu annast Mark Hend-
erson.
Það verða um fimmtíu manns á
sviðinu þegar mest er, auk fimmtán
manna hljómsveitar í gryfjunni.
Það er Þórhallur Sigurðsson, eða
Laddi eins og hann er best þekkt-
ur, sem leikur skálkinn Fagin.
Þetta er skemmtilegur karakter
sem gamanhæfileikar Ladda njóta
sín ábyggilega vel í. Fagin er fyrsta
hlutverk Ladda í Þjóðleikhúsinu.
Sextán drengir leika í uppfærsl-
unni. Þaö var vandasamt verk að
finna sextán drengi sem geta sung-
ið vel og hafa nógu mikla leik-
hæfileika til að leika vasaþjófana
hans Fagins. Leitað var tilvkór-
stjóra á Reykjavíkursvæðinu sem
sendu sjötíu drengi til prufu og úr
þeim hópi var vahð í hlutverkin.
Að sjáífsögðu mæðir mest á Giss-
uri Páh Gissurarsyni sem leikur
söguhetjuna Ohver Twist. Þá er
einnig stórt hlutverk ívars Sverris-
sonar sem leikur Hrapp. í öðrum
stórum hlutverkum eru Ragnheið-
ur Steindórsdóttir, sem leikur
Nansy, Pálmi Gestsson, er leikur
Bih Sikes, og Margrét Pétursdóttir
er leikur Betu. Aðrir leikarar eru
Flosi Ólafsson, Margrét Guð-
mundsdóttir, Jon Símon Gunnars-
son, Öm Ámason, Anna Kristín
Amgrímsdóttir, Þórdís Amljóts-
dóttir, Ehert Á. Ingimundarson,
Baldvin Hahdórsson, Þórunn
Magnea Magnúsdóttir og Bryndís
Pétursdóttir.
Ohver gerist í Bretlandi í kring-
um 1850 og rekur söguna af mis-
jöfnum kjörum munaðarleysingj-
ans Olivers Twist, illri meðferð á
honum á vinnuhæh sem Mr.
Bumble stjómar með harðri hendi,
grátbroslegu hlutskipti drengsins
hjá útfararstjóranum Sowenberry,
sem kaupir hann fyrir fimm pund,
flótta hans tíl Lundúna, vondri vist
í þjófabæh Fagins, þar sem hann
kynnist meðal annars voðamenn-
inu Bih Sikes og hinni ólánsömu
Nansy sem hefur þrátt fyrir aht
göfugt hjarta og síðast en ekki síst
er lýst hamingjudögum hans hjá
góðu fólki í lokin.
Árið 1968 var gerð fræg kvik-
mynd eftir söngleiknum og leik-
stýrði Carol Reed kvikmyndinni.
Hlaut myndin sex óskarsverðlaun
það árið, meðal annars sem besta
kvikmynd og fyrir bestu leikstjóm.
Litla leikhúsiö:
Leikendur í Regnbogastráknum eru
þrír, Emil Gunnar Guðmundsson,
Alda Arnardóttir og Erla Rut Harðar-
dóttir.
Regnbogastrákurinn var sýndur
nokkrum sinnum úti á landi í sum-
ar. Sýningamar í Gerðubergi Verða
klukkan þrjú á laugardögum og
sunnudögum í september og október.
Auk þess verður ef til vih farið og
sýnt í nágrannabyggðarlögum. Sýn-
ing Litla leikhússins er styrkt af leik-
hstarráði menntamáluráðuneytis-
ins.
það verður mikið um að vera hjá torfæruköppum um þessa helgi.
Torfærukeppni í Jósefsdal
Torfærukeppni hefur átt auknum skipt þúsundum þegar flestir hafa
vinsældum að fagna enda er hér um verið.
spennandi og tilkomumikla íþrótt að Bikarmót Bílabúðar Benna verður
ræða þar sem aht getur skeð. Áhorf- haldið á laugardaginn kl. 13 í Jósefs-
endur hafa flykkst á þá staöi þar sem dal. Meðal þess sem þar fer fram er
keppnin fer fram og hafa áhorfendur langstökkskeppni.
Regnbogastrákurinn
andi sóley með vinum sínum, jöklin-
Á ósköp venjulegum leikvelli eru
tveir vinir, Feiti og Mjói, að reifa
ýmis hagsmunamál enda er afmæli
Feits nýafstaðið með vænum hagn-
aði. En þá vita þeir ekki fyrr en
stendur hjá þeim nýstárlegur náungi
sem kallar sig Regnbogastrákinn og
á við þá dularfuht erindi.
Verða þeir rólóbræður nauðugir
viljugir að sannreyna að spottakorn
ofan við nútímaborgina Reykjavík
stendur enn sem hæst barátta góðs
og hls eins og í réttum og sléttum
ævintýrum af gamla skólanum. Þar
er th að mynda viðbúið að rekast á
hlskeytta tröhkonu sem er í rauninni
misheppnuð fegurðardrottning. Þar
unir sér einnig ein ræðin og syngj-
um og regnboganum, en á sér þann
draum heitastan að verða pottablóm
í þotustjómklefa. Margt fleira nýst-
árlegt e'n næsta satt ber fyrir augu
og eyru og eins gott fyrir feita stráka
úr Reykjavík að kjósa sér réttan fé-
lagsskap á þeim slóðum.
Þetta og margt fleira fróðlegt gefur
að hta í bamaleikritinu Regnboga-
stráknum sem Litla leikfélagið hefur
nú sýningar á í félagsmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti.
það er Ölafur Gunnarsson rithöf-
undur sem skrifað hefur verkið.
Þetta er fyrsta leikrit Ólafs en hann
er meðal annars áður kunnur af upp-
finningasömum skáldsögum á borð
við Mhljón prósent menn, Gaga og
Hehagan andi og engla vítis. í haust
verður saga hans, Fahegi flughvalur-
inn, gefin út á Norðurlöndum
Gunnar Þórðarson og Ólafur
Haukur Símonarson hafa samið
söngva og textá við sýninguna. Leik-
stjóri er Eyvindur Erlendsson og
hann gerir einnig leikmynd. leikend-
ur eru þrír: Emh Gunnar Guð-
mundsson, Alda Amardóttir og Erla
Rut Harðardóttir.
Veitlngahús vikunnar:
Flughótelið
- sjá bis. 18
Krókur
læknir
og félagar
í heimsókn
- sjá bls. 19
Yfirlitssýning
á verkum
Jóns
Stefánssoner
- sjá bls. 20
Franskur
leikflokkur
ílðnó
- sjá bls. 21
Maðurinn
með
hattinn
snýr aftur
- sjá bls. 22