Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1989, Side 3
FÖSTURAGUR-22. SEPTEMBER 1989. 19 Dans- staðir Ártún, Vagnhöfða 11 Gömlu dansamir fostudagskvöld kl. 21-3 og laugardagskvöld kl. 22-3. Hljómsveitin Danssporiö leikur fyrir dansi bæði kvöltön. Broadway, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Unglingadansleikur fóstudagskvöld. Dægurlagahátiðin „Komdu í kvöld“ á laugardagskvöld. Söngvararnir Ragnar Bjamason, Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson, Þuríður Sig- urðardóttir, Trausti Jónsson og Hjör- dís Geirs í stórskemmtilegri sýningu Jóns Sigurðssonar bankamanns. Casablanca, Skúlagötu 30 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Danshöllin, Brautarholti 22, s. 23333 Meiri háttar skemmtun á fjórum hæðum föstudags- og laugardgs- kvöld. Rokksveit Rúnars Júlíusson- ar, Mannakom og hljómsveitimar Sambandið og Casino leika fýrir dansi. Duus-hús, Fischersundi, simi 14446 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Fjörðurinn, Strandgötu 30, sími 50249 Sverrir Stormsker og Stormsveitin leika fyrir dansi rnn helgina. Danshúsið Glæsibær, Álfheimum, sími 686220. Hljómsveit Hilmars Sverrissonar og Anna Vilhjálms leika á föstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansamir með Reyni Jónassyni á sunnudags- kvöld. Hollywood, Ármúla 5, Reykjavík Hljómsveitin Loðin rotta leikur á föstudags- og laugardagskvöld. Hótel Borg, Pósthússtræti 10, Reykjavik, simi 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Borgarkráin er opin til kl. 24 báða dagana. Gömlu dansarnir sunnudagskvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2, Reykjavik, sími 82200 Dansleikir föstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Opið frá kl. 19-1. Hótel ísland, Ármúla 9, simi 687111 Dr. Hook skemmtir landsmönnum á laugardagskvöld. Keisarinn v/Hlemmtorg Diskótek föstdags- og laugardags- kvöld. Staupasteinn, Smiðjuvegi 14D, s. 670347 Hljómsveit leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Tunglið og Bíókjallarinn, Lækjargötu 2, simi 621625 Sálin hans Jóns mins leikur fyrir dansi í kvöld oghijómsveitin Jupiters á laugardagskvöld. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Dúettinn „Við“ leikur föstudags- og laugardagskvöld. Sjallinn og Hótel ísland: Gárungamir í Dr. Hook komnir aftur í annað sinn á stuttum tíma eru liðsmenn Dr. Hook komnir aö skemmta landsmönnum. Dr. Hook er búin að vera starfandi í ein tutt- ugu ár og hefur á þessum árum náð að koma mörgum lögum í efstu sæti vinsældalista. Má þar nefna Sylvias Mother, The Cover of Roll- ing Stone og Only Sixteen. Þeir hafa ávailt verið frísklegir á sviði og orðlagðir gárungar. íslendingar fengu að kynnast þessum hressu strákum á Hótel Islandi síðasthðinn vetur og nú er kjörið tækifæri að endurnýja þau kynni. Og þeir sem misstu af kon- sertunum láta það ekki henda sig aftur. Fyrstu hljómleikamir voru í gær á Hótel íslandi. í kvöld skemmta þeir Norðlendingum í Sjallanum og verða svo á laugardagskvöld á Hótel íslandi og ljúka þar íslands- reisu að sinni. Miðasala og borða- pantanir eru á Hótel íslandi og í Sjallanum. Eins og sjá má á þessari mynd vakti Dr. Hook mikla hrifningu áheyrenda síðastliðinn vetur á Hótel íslandi Danshúsið í Glæsibæ og Ölver: Reynir Jónasson leikur gömlu dansana Hinn góðkunni harmóníkuleik- ari Reynir Jónasson hefur verið ráðinn til Danshússins til að leika gömlu dansana á sunnudagskvöld- um. Reyni er óþarfi að kynna mikið. Hann er þekktur hljóðfæraleikari sem hefur leikið í danshljómsveit í mörg ár. Hann hóf tónlistarferill sinn ungur, lék meðal annars í hljómsveit Svavars Gests. Hann lék áður fyrr jöfnum höndum á saxó- fón og harmónóku en hefur að mestu lagt saxófóninn á hilluna. í Ölveri hefur verið ráðinn dúett- inn Viö til að leika fyrir gesti húss- ins fostudags- og laugardagskvöld. Dúettinn skipa Sigurður Hafsteins- son, sem leikur á gítar og syngur, og Mark Kr. Brinke sem leikur á bassagítar og syngur. Tónlist þeirra er blanda af eldri og nýjum lögum sem mörg láta kunnuglega í eyrum. Hótel Örk og Hótel Borg: Stuðmenn Stuðmenn, sem hafa að undan- fömu tekið dágóða syrpu sem varla hefur farið hefur fram hjá neinum, munu ljúka yfirferð sinni um þessa helgi og taka sér síðan frí í ein- hvem tíma. Á fóstudagskvöld munu þeir skemmta í Hveragerði, nánar til- tekið á Hótel Örk, sem Jón Ragn- arsson hefur nýverið tekið við og eru Stuðmenn hluti stórrar skemmtunar sem hann efnir til í Örkinni. Á laugardagskvöld verða svo Stuðmenn húshljómsveit á Hótel Borg og er eins gott fyrir reykvíska aðdáendur að brenna á staðinn því ekki verða fleiri tæk- ifæri til að sjá þessa hressu hljóm- sveit í bráð. Risið: Blústónleikar Tregasveitarinnar Margir halda því fram að blús- bylgja gangi yfir Reykjavík og er líflegt tónleikahald að undanfómu haft til viðmiðunar. Tregasveitin ætlar að undirstrika þessa stað- reynd með blústónleikum sem verða í Risinu, Hverfisgötu 105, í kvöld. Húsið verður opnað stund- víslega kl. 21 og blúsinn byrjar að óma um kl. 22. Tregasveitin ér að stofni til blús- sveit skipuð áhugamönnum sem hafa spilað saman frá því síöastlið- iö vor. Hljómsveitin samanstendur af Pétri Tyrfmgssyni sem syngur og leikur á gítar, Gunnari Emi Sig- urðssyni, gítar, Gunnari Jónssyni sem sér um hljómborð, Sigurði Ágústssyni bassa og Guðvini Flosa- syni trumbuslagara. Fyrir tónleikana á fóstudaga hef- ur Tregasveitin styrkt sig með tveimur framúrskarandi blús- mönnum, Guðmundi Péturssyni, sem er óumdeilanlegur krónprins ísleriskra blúsgítarista, og Sigurði Sigurðssyni, þeim heillandi söng- manni og munnhörpuleikara. Tvi- menningamir koma ekki fram sem gestir, þeir em samábyrgir og full- gildir meðlimir sveitarinnar. Tónleikar í I Skálholtskirkju veröa haldnir tónleikar á sunnudaginn kl. 17. Á tónleikunum mun Ensamble LTiomme arme syngja Missa Papae Marcelli eftir G.P da Palestrina, Stabat Mater eftir O. Lassus og Miserere Mei eför G. Allegri. Sönghópinn skipa: Marta G. Hall- dórsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Sigurður Halldórsson, Sverrir Guðmundsson, Helgi Bragason, Gunnar Guðnason, Halldór Vil- helmsson, Eggert Pálsson og Sig- urður Þorbergsson. Nafn sönghópsins er dregið af hinu ævafoma lagi L’homme arme eða vesæli maðurinn sem notað er sem aðaluppbyggingarstef í fyrsta verki tónleikanna og notuöu fleiri tónskáld frá þessum tíma og fyrr (15. og 16. öld) þetta stef á sama hátt. Tónleikar þessir verða endur- teknir í KristskirKiu þriöjudaginn 26. september kl. 21. Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar Listvinafélag Hallgrímskirkju gengst fyrir orgeltónleikum í Hall- grímskirkju sunnudaginn 24. sept- ember kl. 17. Almut Rössler, orgel- leikari frá Dusseldorf, leikur verk eftir Frescobaldi, Kerll, Pachelbel, Bach, Alain og de la Motte. Almut Rössler kemur til íslands fyrir tilstilli Musica Nova og Goet- he Institut. Hún mun einnig halda tónleika í Akureyrarkirkju 26. september og í Kristskirkju 29. september, en á báðum þeim tón- leikum verður tónlist Olivier Mess- iaen uppistaða efnisskránna. Alm- ut Rössler þykir einn fremsti túlk- andi orgelverka eftir Messiaen. Hún hefur leikið öll orgelverk hans inn á hljómplötur. Tónskáldið valdi hana til að frumflytja nýjasta orgel- verk sitt, Livre du Saint Sacrament eða Bókina um heilagt sakramenti, sem samið var 1984 og er eitt um- fangsmesta orgelverk allra tíma. Rössler hefur áður komið til ís- lands því árið 1979 var hún leið- beinandi á Messiaen-námskeiði á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík og hélt þá þrenna tónleika hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.