Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1989, Blaðsíða 4
20
FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989.
Messur
Guðsþjónustur sunnudaginn 24. sept-
ember 1989
Árbæjarkirkja
Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Prestursr.
Ólafur Jens Sigurðsson. Organleikari
Jón Mýrdal. Opið hús nk. miðvikudag,
27. september, fellur niður vegna jarð-
arfarar Svövu Bjarnadóttur.
Sóknarprestur.
Áskirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Árni Bergur
Sigurbjömsson.
Breiðholtskirkja
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel
Jónasson. Sr. Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Haustferð aldraðra
veröur farin miðvikudaginn 27.9. Farið
frá Bústaðakirkju kl. 14. Sr. Pálmi
Matthíasson.
Dómkirkjan
Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Org-
anisti Marteinn Hunger Friðriksson.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund
Messa kl. 10. Organisti Jón Mýrdal. Sr.
Ólafur Jóhannsson.
Fella- og Hólakirkja
Messa kl. 11. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Guðný M.
Magnúsdóttir. Sóknarprestar.
Grensáskirkja
Messa kl. 11. Organisti Ami Arinbjam-
arson. Fyrirbænir eftir messu. Þriöju-
dagur: Bibhulestur eldri borgara, um-
ræður og kaffi á eftir. Fimmtudagur:
Almenn samkoma UFMH kl. 20.30.
Laugardagur: BibUulestur og bæna-
stvmd kl. 10. Allir veUtomnir. Prestam-
ir.
Hallgrimskirkja
Sunnudagur 24. september: Bamasam-
koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar
Lámsson. Messa kl. 14. Dagur heymar-
lausra. Prestur sr. Miyako Þórðarson.
Táknmálskórinn syngur undir stjóm
JúUu G. Hreinsdóttur. Organisti Hörð-
ur Áskelsson. Orgeltónleikar á vegum
Listvinafélags HaUgrímskirkju kl. 17.
Almut Röbler frá Dusseldorf leikur
verk eftir Frescobaldi, Pachelbel, Bach
og Alain. Þriðjudagur 26. september:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Landspitalinn
Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja
Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson.
Kvöldbænir og fyrirbænir em í kirkj-
unni á miðvikudögum kl. 18.
Hjallaprestakall
Samvera og helgistund kl. 14 í Digra-
nesskóla með væntanlegum fermingar-
bömum og foreldrum þeirra. Böm úr
Snælandsskóla og Digranesskóla, sem
tilheyra HjaUasókn, em sérstaklega
boðuð tU samverunnar kl. 14. Samvera
og helgistund kl. 20.30 í Digranesskóla
með væntanlegum fermingarbömum
og foreldrum þeirra. Böm úr HjaUa-
skóla em boðuð sérstaklega til sam-
verunnar kl. 20.30. Sr. Kristján Einar
Þorvarðarson.
Kópa vogskirkj a
Messa kl. 11. Sr. Ámi Pálsson.
Langholtskirkja,
kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack.
Kaffi í safnaðarheimilinu eftir stund-
ina. Sóknarprestur.
Laugarneskirkj a
Messa fyrir aUa fjölskylduna kl. 11.
Altarisganga. Sr. Sigurður Pálsson
messar. Jóhanna MöUer syngur ein-
söng. Þriðjudagur 26. september: Sam-
tök um sorg og sorgarviðbrögð verða
með opið hús í safnaöarheimilinu milli
kl. 20-22. Helgistund kl. 22. Fimmtudag-
ur 28. september: Kyrröarstund í há-
deginu. OrgeUeikur frá kl. 12.00, altar-
isganga og fyrirbænir. Léttur hádegis-
verður kl. 12.30. Bamastarf fyrir 10-12
ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf kl. 20.
Sóknarprestur.
Neskirkja
Sunnudagur: Guðsþjónusta kl. 11. Org-
el- og kórstjóm Reynir Jónasson. Sr.
Frank M. HaUdórsson. Miðvikudagur:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frartk
M. HaUdórsson. Öldranarþjónusta:
Hárgreiðsla og fótsnyrting í safnaðar-
heimiU kirkjunnar frá kl. 13-17, sími
16783. Fimmtudagur: Opið hús fyrir
aldraða í safnaðarheimilinu frá kl.
13-17 Væntanleg fermingarböm frá
Neskirkju mæti til viðtals í kirkjunni
þriðjudaginn 26.9. kl. 15.20 og hafi með
sér skriffæri.
Seljakirkja
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Inga Bachmann
syngur einsöng. Kvöldguðsþjónusta kl.
Iðnó:
Campagnol-leikhópurinn
býður til Marivauxveislu
Á vegum Alliance Francaise í
Reykjavík kemur um helgina hinn
þekkti Campagnol leikhópur og
heldur tvær sýningar í Iönó; á
mánudagskvöld kl. 20.30 og þriðju-
dagskvöld kl. 17.30.
í fyrra hélt Campagnol-leikhúsið
hátíðlega 300 ára ártíð Marivaux.
Hann fæddist 1688 og lést 1763.
Campagnol-leikhópurinn mun
dvelja í Reykjavík 23.-27. septemb-
er á leið sinni í leikför til Banda-
ríkjanna. Hér á landi ætla þeir að
sýna tvö leikrit, L’ Ile des Esclaves
(Þrælaeyjan) og La Provinciale
(Sveitastúlkan). Sýningarnar á
leikritunum verða á mánudag. Á
þriðjudaginn mun leikstjórinn Je-
Gallerí List:
Myndverk
unnin á
pappír
Jakob Jónsson opnar sýningu á
verkum sínum í Gallerí List, Skip-
holti 50b, næstkomandi laugardag
kl. 15.
Sýnd verða myndverk unnin á
pappír. Sýningin er opin á virkum
dögum kl. 10-18 og um helgar 14-18.
henni lýkur 1. október. Þetta er
fimmta einksýning Jakobs Jóns-
sonar.
Campagnol-leikhópurinn kemur
til Reykjavíkur i stutta heimsókn.
an-Claude Penchenat síðan halda
fyrirlestur ásamt leikurunum þar
sem leikið verður úr nokkrum
verka Marivaux. Fyrirlesturinn
nefnist Le Théatre de Marivaux.
Að honum loknum verður gert
klukkustundar hlé og verður þá
boðiö upp á léttan málsverð. Kl. 20
verður leiklestur Le legs (Dánar-
gjöfin).
Campagnol-leikhópurinn setti á
sínum tíma á svið Le bal sem Ett-
ore Scola gerði síöar úr þekkta
kvikmynd. Þau hafa einnig leikið
mörg meistarverk leikbókmenn-
tanna. í ár er fimmtánda leikár
leikhópsins.
Jakon Jónsson sýnir í Gallerí List.
Sýning Vilhjálms Einarssonar í Eden er hans þriðja einkasýning.
Eden, Hveragerði:
Myndverk
eftir
Vilhjálm
Einarsson
Vilhjálmur Einarsson, skóla-
stjóri á Egilsstöðum, hefur opnað
málverkasýningu í Eden í Hvera-
gerði. Á sýningunni eru þrjátíu og
átta málverk sem unnin eru í akrýl,
vatnshti og „gouch".
Vilhjálmur Einarsson, sem hefur
B.A. próf í hstum „Arts & architec-
ture“, hefur haldið áður þrjár
einkasýningar. Hann hefur einnig
tekið þátt í samsýningum. Sýning
Vilhjálms stendur til 1. október.
Listasafn
Yfirlitssýnir
Jóns Stef
Umfangsmikh yfirhtssýning á verkum
Jóns Stefánssonar verður opnuð í Listasafni
íslands á laugardaginn kl. 15. Þetta er fyrsta
yfirlitssýningin er spannar allan feril hsta-
mannsins en Jón var áhrifamesti frumkvöð-
ull íslenskrar nútímalistar.
Á sýningunni eru 118 verk og eru allir sal-
ir safnsins lagðir undir sýninguna. Elsta
verkið er talið vera frá námsárum Jóns í
París en yngstu verkin eru máluð um 1960,
en hstamaðurinn andaðist 1962. Mörg verk
hafa góðfúslega verið lánuð úr einkasöfnum
hérlendis svo og erlendis.
Jón Stefánsson fæddist árið 1881 á Sauðár-
króki og hóf myndlistarnám í Kaupmanna-
höfn í einkaskóla Kristians Zahrtmanns 1905,
Gallerí
Myndverk
blandað
Textíll í Djúpinu
Uha Hosford heldur þriðju einka-
sýningu sína á íslandi í Djúpinu.
Ulla Hosford er sænskur hsta-
maður. Á fyrri sýningum hennar
hérlendis sýndi hún ohumyndir en
nú eru á sýningunni textílmyndir.
Tólf myndir eru á sýningu sem hún
gerði á meðan hún dvaldi í Saudi:
Arabíu en þar var hún fjögur ár. í
myndum hennar má sjá sterka liti
og fyrirmyndir sem eru áhrif frá
þessum fjarlæga hluta heimsins.
Sýning Ullu Hosford mun standa
til 30. september.
Harpa Björnsdóttir hefur opnað sýningu á
myndverkum sínum í Gallerí Borg, Pósthús-
stræti 9. Harpa er fædd 1955 og lauk námi
frá Nýlistadeild Myndhsta- og handíðaskóla
íslands 1981.
Harpa hefur tekið þátt í fjölda samsýninga
og einnig haldið einkasýningar, bæði hér-
20. Sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús-
prestur prédikar. Bryndís Pálsdóttir
leikur einleik á fiðlu. Altarisganga.
Sóknarprestur.
Seltj arnarneskirkj a
Messa kl. 11. Organisti Sighvatur Jón-
asson. Prestur sr. Solveig Lára Guð-
mundsdóttir.
Borgarspítalinn
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Tómas Sveins-
son.
Landakotsspitali
Messa kl. 13. Organisti Birgir Ás Guð-
mundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson.
Fríkirkjan í Hafnarfirði
Bama- og fiölskylduguðsþjónusta á
sunnudaginn kl. 14.
Einar Eyjólfsson. Eyrarbakkakirkja
Messa M. 14. Sóknarprestur.
Keflavíkurkirkj a
Messa kl. 11. Altarisganga. Kór Kefla-
vikurkirkju syngur. Organisti Gróa
Hreinsdóttir. Sóknarprestm-.
Tilkynningar
Húnvetningafélagið
Félagsvist verður spiluð á laugardögum
í vetur. Fyrsti spiladagur er nk. laugar-
dag 23. sept. kl. 14. Verðlaun og veiting-
ar. Allir velkomnir.
Flóamarkaður FEF
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í Skeljanesi 6, laugardaginn 23.
september kl. 14-17. Urval góðra muna
og fatnaðar á spottprís. Leið 5 að húsinu.
Tónlistarmenn í
Kolaportinu
Markaðstorgið í Kolaportinu verður með
líflegra móti laugardaginn 23. september,
en þá mvm Félagsheimili tónhstarmanna
efna til fjölbreyttrar uppákomu margra
þekktra Ústamanna. Meðal þessara hsta-
manna em þeir Bjartmar Guðlaugsson,
Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann
Helgason og hljómsveitin Rósin. Þá er
einnig vonast eftir ýmsum öðmm þekkt-
um hstamönnum í heimsókn í Kolaport-
ið. Útvarp Rót mun útvarpa frá þessum
viðburði í Kolaportinu á FM 106,8. Félags-
heimili tónhstarmanna mun selja happ-
drættismiöa á staðnum og nú geta allir
dottið í lukkupottinn því auk glæshegra
vinninga í happdrættinu fær fólk að velja
sér stóra hljómplötu með hverjum keypt-
um miða.
„Dagur heyrnarlausra“
Á sunnudaginn, 24. september, er „dagur
heyrnarlausra" og mun hann naldinn í
fyrsta skipti hátíölegur hérlendis. Þessi
dagur er í raun alþjóðlegur og hefur ver-
ið haldiö upp á hann um ahlangt skeið
erlendis. Með þessum degi er ætlunin að
vekja athygli fólks á málefnum heymar-
lausra í íslensku samfélagi. Helsta meg-
inverkefni Félags heyrnarlausra er að
koma upp Samskiptamiðstöð heymar-
lausra sem mun hafa það hlutverk að
mennta táknmálstúlka, annast túlka-
þjónustu við skóla og félagslegar aðstæð-
ur heymarlausra, hafa víðtæka tákn-
málskennslu og stunda rannsóknir á ís-
lensku talmáli.
Fimirfætur
Dansæfmg verður í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50, sunnudaginn 24. september kl.
21. Allir velkomnir. Upplýsingar í símum
54366 og 74587.
Bikarkeppni Eurocard
og Útsýnar
Úrshtaleikurinn í bikarkeppni Eurocard
og Útsýnar mun fara fram núna um helg-
ina, en þar munu sveitir Braga Hauks-
sonar og Modem Iceland eigast við. Spila-
mennskan hefst kl. 18.30 á Hótel Loftleið-
um í dag. Þá verða spiluð 48 spil en síð-
ustu 16 spilin verða sphuð á laugardag-