Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1989, Side 6
22
FÖSTUDAGUR 22. SEFTEMBER 1989.
Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin
Háskólabíó:
og síðasta krossferðin
Tálsýn (The Boost) fjallar um
ung hjón sem eru á mikiúi uppleið.
Allt gengur þeim í haginn. Lenny
og Linda höíðu áður lifað fremur
fábrotnu lífi en á því verður snögg
breyting. Ailt í einu vaða þau í pen-
ingum, hafa allt til aUs og flytja á
vesturströndina þar sem þau lifa í
vellystingum.
En viðskiptaheimurinn er fall-
valtur. Á stuttum tíma snýst dæm-
ið við. Þau missa megnið af tekjum
sínum og eins og alltaf og margir
hér heima sjálfsagt vita þá er erfitt
að breyta lífsháttum þegar búið er
að venja sig á ailsnægtir. í örvænt-
ingu leitar Lenny á náðir kókaíns
og þá er stutt í ógæfuhliðina á til-
verunni.
James Woods leikur Lenny af
miklum kraftí og hefur hann fengið
hrós fyrir leik sinn í Tálsýn. Hann
nýtur góðrar aðstoðar Sean Young
er leikur eiginkonu hans. Leik-
sijóri er Harold Becker.
-HK
Pelle Hvenegaard og Max von
Sydow leika aðalhlutverkin í Pelle
sigurvegara.
Sjálfsagt hafa margir beðið
óþreyjufuliir eftir dönsku verð-
launamyndinni Pelle sigurvegari.
Þessi mynd hefur farið sigurfór um
allan heim og verið verðlaunuð á
öllum þeim kvikmyndahátíðum
sem hún hefur verið sýnt á. Þá má
geta þess að Max von Sydow var
tilnefndur tii óskarsverðlauna fyr-
ir bestan leik í aðaihlutverki fýrir
leik sinn í myndinni.
Frumsýning myndarinnar verð-
ur á morgun í Regnboganum. í til-
efni þess kemur annar aðalleikar-
inn, Pelle Hvenegaard, til landsins
og verður viðstaddur frumsýning-
una. Hann leikur nafna sinn í
myndinni, söguhetjuna ungu. Leik-
stjóri myndarinnar er Bille Au-
gust. Þeir sem unna fogrum hstum
og góðum kvikmyndum ættu ekki
að láta Pelle sigurvegara fram hjá,
sér fara.
-HK
Bíóhöllin:
Útkastarinn (Road House) er
nýjasta kvikmynd hins vinsæla
leikara Patricks Swayze. í henni
leikur hann töffarann Dalton sem
ekur um á Benz, er með próf í
sálfræði og græðir mikið af pen-
ingum. Hann hefur lent í mörgum
tvísýnum bardögum en alltaf
komið út sem sigurvegari enda
leigir hann sig út sem útkastara.
Og hann hefur nóg að
baráttu við eiturlyjaneytendur og
annan óaldarlýö sem sækir næt-
urklúbbinn Road House þar sem
hann starfar. Með Swayze í
myndinni leika Sam Elliott, Ben
Gazzara og Kelly Lynch. Aðdá-
endur Swayze, sem eru margir,
verða ekki fyrir vonbriðgðum
með hann í hlutverki útkastar-
ans.
Dalton (Patrlck Swayze) fær hér tilboð frá Denise (Julie Michaels)
sem erfitt er að neita.
Regnboginn:
Pelle sigurvegari
Þá er hún komin ævintýramynd-
in mikla Indiana Jones og síðasta
krossferðin. Þetta er þriðja kvik-
myndin sem Steven Spielberg leik-
stýrir í flokknum um Indiana Jon-
es og sú síðasta ef marka má orð
Þegar veröld Lennys (James Woods) hrynur er ekki langt í ógæfuna.
Laugarásbíó:
Tálsýn
Spielbergs. Vel þykif hafa tekist til
með gerð myndarinnar enda hafa
áhorfendur ekki látið sig vanta þar
sem hún hefur verið sýnd.
Það er að sjálfsögðu Harrioson
Ford sem leikur Indina Jones. í
byijun myndarinnar kynnumst við
kappanum á unga aldri og er hann
þá leikinn af hinum efnilega leik-
ara River Phoenix. Þá kemur einn-
ig til sögunnar faðir hans, prófess-
or Jones, sem Sean Connery leikur
með miklum stæl og hggur við að
hann steh allri athygh í myndinni.
Eins og vænta má lendir Indiana
Jones ásamt foður sínum í miklum
ævintýrum þar sem öh belhbrögð
eru notuð af óvinum hans til að
klekkja á honum. Óhætt er að lofa
öhum þeim sem hafa gaman af
spennu og ævintýrum góðri
skemmtun yfir Indiana Jones og
síðustu krossferðinni.
-HK
Feðgarnir, prófessor Jones (Sean Connery) og Indiana Jones (Harrison
Ford).
Sýningar
Árbæjarsafn,
simi 84412
Opið kl. 10-18 alla daga nema mánudaga.
Leiðsögn um safnið laugardaga og
sunnudaga kl. 15. Veitingar í Diilonshúsi.
Ásgrímssafn,
Bergstaðastræti 74
Þar eru til sýnis 24 landslagsmyndir,
bæði olíumálverk og vatnslitamyndir,
eftir Ásgrím. Sýningin stendur til sept-
emberloka og er opin alla daga nema
mánudaga kl. 13.30-16.
Ásmundarsalur
v/Freyjugötu,
Björg Sveinsdóttir sýnir málverk, unnin
á síðustu tveim árum. Sýningin er opin
virka daga kL 16-20 og um helgar kl.
14-22. Hún stendur til 1. október.
FÍM-salurinn,
Garðastræti 6
Síðasta sýningarhelgi þeirra feðgina,
Margrétar Jónsdóttur og Jóns Benedikts-
sonar. Mikil aðsókn hefur verið að sýn-
ingunni sem hefur vakið verðskuldað
umtal og athygh. Á sýningunni sýnir
Margrét olíumálverk, unnin á þessu ári,
og Jón höggmyndir í eir, einnig unnar á
þessu ári. Sýningunni lýkur þriðjudag-
inn 26. september. Um helgina verður
sýningin opin kl. 14-18 en í dag kl. 13-18.
Gallerí Borg,
Pósthússtræti 9
Harpa Bjömsdóttir sýnir verk, unnin
neð blandaðri tækni. Þetta er 6. einka-
ýning Hörpu en hún hefúr einnig tekið
látt í fjölda samsýninga, hérlendis og
erlendis. Sýningin er opin virka daga kl.
10-18 og um helgar kl. 14-18. Henni lýkur
3. október.
í Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10, er
mikið úrval af grafík og keramiki, einnig
olíuverk eftir yngri kynslóðina í stækk-
uðu sýningarrými. Grafík-galleríið er
opið virka daga kl. 10-18.
GalleríH,
Skólavörðustíg 4a
Birgir Andrésson sýnir verk sín til 24.
september.
Gallerí List
Jakob Jónsson opnar sýningu á morgun
kl. 15. Sýnd verða myndverk, unnin á
pappír. Sýningin verður opin virka daga
kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Sýning-
unni lýkur 1. október.
Kjarvalsstaðir
Sýning á verkum Errós frá sl. fjórum
árum.
I austimsal Kjarvalsstaða sýnir Erla Þór-
arinsdóttir ohumyndir, unnar á striga og
á tré. Sýningin stendur til sunnudags 1.
október.
Listasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu-
daga. Höggmyndagarðurinn er opinn
daglega kl. 11-17.
Hafnarborg,
menningar- og listastofnun
Hafnarfíarðar
Gunnar R. Bjamason sýnir 50 pastel-
myndir. Þetta er þriðja einkasýning
Gunnars á myndverkum. Sýningin er
opin kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga
og stendur til 1. október.
Djúpið,
Hafnarstræti 15,
Ulla Hosford sýnir textílverk frá Saudi
Arabíu. Sýningin er opin alla daga kl.
11-23.30. og stendur til 30. september.
Katel,
Laugavegi 20b
(Klapparstígsmegin)
Til sölu em verk eftir innlenda og er-
lenda hstamenn, málverk, grafík og leir-
munir.
Sýning í Odda,
nýja hugvísindahúsinu,
er opin daglega kl. 13.30-17. Þar era th
sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðahega
eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að-
gangur að safninu er ókeypis.
Listasafn ASÍ,
Grensávegi 16
Gústaf Geir Bohason sýnir málverk th
1. október. Sýningin er opin aUa daga kl.
14-20.
Listasafn íslands,
Fríkirkjuvegi 7
Á morgun kl. 15 verður opnuð umfangs-
mikU yfirhtssýning á verkum Jóns Stef-
ánssonar. Þetta er fyrsta yfirlitssýningin
á verkum Jóns Stefánssonar er spannar
aUan feril Ustamannsins. Á sýninguniii
era 118 verk og era allir salir safnsins
lagðir undir sýninguna.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar,
Laugarnestanga 70
Ákveðið hefur verið aö framlengja sýn-
ingu Kristjáns Daviðssonar tU septemb-
erloka. Safnið er opiö laugardaga og
sunnudaga kl. 14-19 og öU þriðjudags-
kvöld kl. 20-22. Kaffistofan er opin á sama
tíma.
Norræna htl'ð
v/Hringbraut
í anddyri Norræna hússins stendur yfir
sýning á ljósmyndum sem Nanna Bisp
Buchert hefur tekið. Á sýningunni eru
28 myndir sem skiptast í fjórar myndrað-
ir, flestar í svart-hvítu og teknar hér á
landi. Sýningin stendur tU 24. september
og er opin daglega kl. 9-19 nema sunnu-
daga kl. 12-19.
Nýhöfn,
Hafnarstræti 18
PáU Guðmundsson frá HúsafelU sýnir í
Nýhöfn. Á sýningunni era málverk, öU
af fólki, og höggmyndir, unnar í gijót úr
Húsafelh. Þetta er eUefta einkasýning
Páls en hann hefur einnig tekið þátt í
samsýningum. Sýningin, sem er sölusýn-
ing, er opin virka daga kl. 10-18 og kl.
14-18 um helgar. Henni lýkur 4. október.
Sjóminjasafn íslands,
Vesturgötu 8,
Hafnarfirði, s. 52502
Fundur Ameríku nefnist sýning í Sjó-
minjasafni íslands. Sýningin er tviskipt.
Annars vegar er sýning um ferðir nor-
rænna manna tíl Ameríku og fund Vín-
lands um 1000. Hins vegar er um að ræða
farandsýningu frá ítalska menntamála-
ráöuneytinu um Kristófer Kólumbus og
ferðir hans fyrir um 500 árum. Sýningin
verður opin 1 sumar, aUa daga nema
mánudaga kl. 14-18.
Sjóminja- og vélsmiðjusafnið,
Súðarvogi 4
Opiö þriðjudaga tU laugardaga kl. 13-17.
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
í útibúinu Álfabakka 14, Reykjavík, era
til sýnis myndir eftir Ragnheiði Jóns-
dóttur. Sýningin stendur til 10. nóvember
nk. og er opin frá mánudegi til fimmtu-
dags frá kl. 9.15-16 og föstudaga frá kl.
9.15-18. Sýningin er sölusýning.
Stofnun Árna Magnússonar
Handritasýning Stofnunar Áma Magn-
ússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugar-
dögum kl. 14-16.
Póst- og símaminjasafnið,
Austurgötu 11
Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl.
15-18. Aðgangur ókeypis.
Vinnustofa Ríkeyjar,
Hverfisgötu
Þar era til sýnis og sölu postulínslág-
myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir.
Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið-
vikudaga, fimmtudaga og föstudaga og á
laugardögum kl. 10-16.
Þjóðminjasafnið
Safhið er opið afia daga nema mánudaga
kl. 11-16.
Myntsafnið á Akureyri,
Aðalstræti 58, s. 24162
Opið er kl. 13.30-17 aUa daga vikunnar.
Slunkaríki,
Aðalstræti 22,
ísafirði
Erlingur PáU Ingvarsson opnar þriðju
einkasýningu sína á laugardag. Á sýning-
unni verða málverk unnin í ohu og akr-
U, flest frá þessu ári. Sýningin stendur
til 8. október.
Málverkasýning í Eden
Vilþjálmur Einarsson sýnir 38 málverk
í Eden í Hveragerði. Þetta er þriðja einka-
sýning Vilhjálms en hann hefur líka tek-
ið þátt í samsýningum. Sýningin stendur
tíl 1. október.