Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1989. Iþróttir ''*XSW*ÍÍÍ^£-^II§%Í>£í v '^Sf, V -V ,(*vív 'c'v.N {SS'^JÍStfííjS s / ' . 'Áv U ' O' Vi • Klessti kolamolinn hefur nú veríð mótaður í sitt fyrra hori og mun gera þriðju atiögu að því belgíska Raily Du Condroz um helgioa undir stjóm Birgis Viðars Halldórssonar og Indriða Þorkelssonar. |#l ■ ■ Kiessti af víkingaferðum Birgis Viðars Enn einu sinni hefur veitíngamað- urinn og rallarinn þrautseigi, Birgir Viðar Halldórsson, dregið víkingasverð úr slíðrum og hrýnt það tíl strandhöggs. Hann mun, ásamt félaga sínum, Indriða Þor- kelssyni lögmanni, klæðast öku- hönskum og munda sina Mözdu um næstu helgi tíl átaka við belg- íska rall-keppni sem nefnist Rally Du Condroz III. Þeir ís-rallarar hafa rásnúmer 63 af 183 keppnisá- höfnum sem allar aka ólmar af stað í von um stig til Evrópumeist- ara. Eins og dívangormur með gasdempara Birgir Viðar er ekki alveg ókunn- ur staöháttum þar ytra, þessi ferð er sú þriðja á jafhmörgum árum til að sigrast á Rally Du Condroz. Ef litið er á rall-tilraunir hans er- lendis síðan 1985 er martröð líkast hvernig óheppnin hefur elt hann en svo virðist sem setningin „að gefast upp“ sé ekki til í oröaforða Birgis sem ávallt sprettur upp sem dívangorraur, tilbúinn að reyna á ný. Framhjóiið dattaf Árið ’85 Ók Birgir sem aðstoðar- ökumaður Gunnlaugs Rögnvalds- sonar, fyrst í Belgíu á Opel, sem stöðvaðist bensínstíflaður, og síð- an í Tékkósióvakíu á Skoda sem missti af sér frarnbjólið eftir óbhtt stefnumót viö trjástubb. Árið '86 var það welska rallið með Hafsteini Aðalsteinssyni hvar Escortbíll þeirra var knúinn því- líku vihihestastóði að drifskaftið snerist í sundur. Stuttu síðar Lottó-ralhð belgíska ásamt Ásgeiri Sigm-ðssyni, á Opel blikkkusu sem bilaöi viö fyrsta baul. Kolamolinn Árið '87. Þegar hér var komið gafst Birgir upp á aðstoðaröku- • Sá Þrautseigi Birgir Viðar Hall- dórsson sem á að baki 8 mislukk- uð rallstrandhögg í röð síðan 1985. mennsku, keypti sér nýja Mözdu 323, útbjó hana til rallnotkunar og hugðist hafa sætaskipti við Gunn- laug Rögnvaldsson. Eftír raikinn undirbúning var Mazdan send í öugi til Belgíu og ökumaöur fylgdi á eftír en mátti sitja eftir í rás- markinu með sárt ennið því að aöstoðarökumaðurinn mættí ekki til leiks. Þar næst stóð til bresk rah- keppni ogMazdan var fengin þar- lendum handverksmönnum til varðveislu og betrurabóta. Þeir hringdu í ofboði til íslands rétt fyrir keppni með þær hörmungar- fréttir að Mazdan hefði brunnið við gangsetningu og breyst í kola- mola. Ökumaður ofhitnaöi Birgir fékk sér umsvifalaust nýja Mözdu og gerði sína fyrstu atiögu að liinu belgíska Rahy, Du Condroz, ásamt Indriða Þorkels- syni. Eftir 8 sérieiðir gáfust þeir félagar upp og lögðu hanska á mælaborðiö því að ökumaöurinn var sárþjáður af flensu og skiln- ingarvitín vart starfhæf vegna sótthita. Þeir sáu þó sér til furðu og ánægju að eftír þessar 8 leiðir voru þeir í 47. sæti af 120 áhöfnum, auk heldur mjög framarlega í sín- um flokki. Klessuverk rauðvínsbeigsins Þó tók út yfir allan rallbálk árið '88, í annarri tilraun félaganna við Rally Du Condroz, þegar ölvaðnr Belgi hnallaði aftan á Mözduna og stytti hana um hálfan metra við skoðun rall-bílanna fyrir keppni og gerði enn eina erindisleysuna að staðreynd. Nú er Mazdan úskrifuð úr rah- shpp í eðlilegri lengd og bíður tíl- búin fyrir átökin um helgina. Von- andi rakna nú réttar lukkudísir úr rotinu og standa sig á vaktinni þegar fram fer þriðja tilraun þeirra þrautseigu rall-félaga, Birg- is ög Indriöa, til að sigrast á Rahy Du Condroz iWm'L. Bragi Guðmundsso Okkar menn x 7-yOF 1 í bflasportinu: 1 Bragi Guðmundsson og j Ásgeir Sigurðsson ^ ± n skrifa um rall og fleira Asgeir Sigurðsson 1 SKEIFUSVÆÐI - GEYMSLURÝMI Geymslurými: stærðir frá 100-300 m2, til leigu í Faxa- feni. Góð aðkeyrsla - góð leigukjör. Upplýsingar í síma 84956 á vinnutíma. Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 t / /BANFI HEILBRIGT HÁR MEÐ NÁTTÚRULEGUM HÆTTI RAKARASTQFAN KLAPPARSTÍG SÍMI 12725 SANDGERÐI Nýr umboðsmaður í Sandgerði frá og með 1. nóv. 1989, Stefanía Jónsdóttir Túngötu 23B, sími 92-37742 Ólafsvík Nýr umboðsmaður í Ólafsvík frá og með 1. okt. 1989: Björn Valberg Jónsson Mýrarholti 6 A Lausafjáruppboð Að kröfu Eggerts Ölafssonar hdl. verður haldið opinbert nauðungaruppboð á skipadráttarbraut ásamt mótor, sleða og tilheyrandi búnaði í eigu Dráttar- brautar Stálvíkur hf. Uppboðið fer fram á athafnasvæði Stálvíkur hf. í Arnar- vogi, Garðabæ, mánudaginn 13. nóvember nk. og hefst kl. 16.00. Greiðsla. við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Garðabæ. Lausafjáruppboð Að kröfu Jóns Þóroddssonar hdl., Andra Arnarsonar hrl., Hrjóbjarts Jónat- anssonar hdl., Guðmundar Kristjánssonar hdl., Guðmundar Jónssonar hdl., Jóhannesar A. Sævarssonar lögfr., Garðars Briem hdl. og Þorsteins Einarssonar hdl. verður haldið opinbert uppboð á vélasamstæðu tll plast- pökkunar og skrifstofuhúsgögnum í eigu Ræktar hf. Uppboðið fer fram á athafnasvæði fyrirtækisins við Arnarvog í Garðabæ mánudaginn 13. nóvember nk. og hefst kl. 16.30. Greiðsla við hamarshögg. Uppboðshaldarinn í Garðabæ. Nauðungaruppboð Eftirtaldar fasteignir verða boðnar upp og seldar á nauðungaruppboði sem haldið verður í skrifstofu embættisins að Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal, mið- vikudaginn 8. nóv. kl. 15.00. Um er að ræða aðra sölu. Suðurvíkurvegur 5, Vík í Mýrdal, þinglýstur eigandi Elísa B. Adolfsdóttir. Uppboðbeiðendureru SigríðurThorlacius hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdl. Sunnubraut 15, Vík í Mýrdal, þinglýstur eigandi Kaupfélag Skaftfellinga. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. vegna Iðnlánasjóðs. Hamrafoss, Hörgslandshreppi, þinglýsur eigandi db. Bergs Eiríkssonar. Uppboðsbeiðendur eru Samband ísl. samvinnufélaga, Brunabótafélag Is- lands, Byggðastofnun, Sigríður Thorlacius hdl. og Búnaðarbanki íslands - stofnlánadeild. Uppboðshaldari Vestur-Skaftafellssýslu, Vik í Mýrdal, 3. nóv. 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.