Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Page 6
vW;PöpriTOAQÖ»/a.iMAEail990. Kvikmyndahúsin - Kvikmyndahúsin - Kvikrn^ Laugarásbíó: Ekid með Daisy í dag frumsýnir Laugarásbíó hina eftirtektarverðu kvikmynd Ekið með Daisy (Driving Miss Da- isy) sem fengið hefur hvorki fleiri né færri en níu óskarstilnefningar í ár. Hún hefur meðal annars feng- ið tilnefningu sem besta kvikmynd, aðalleikaramir tveir, Jessica Tandy og Morgan Freeman, eru til- nefndir fyrir leik, einnig Dan Aykroyd fyrir leik sinn í aukahlut- verki. Frá því kvikmyndin var frumsýnd um jólin hefur sigur- ganga hennar verið stanslaus. Ekið með Daisy er byggð á sam- nefndu leikriti sem frumsýnt var á Broadway 1987. Þar lék Morgan Freeman sama hlutverk og hann leikur í myndinni og hlaut Obie- verðlaunin fyrir. Sagan hefst í Atlanta 1948 þegar hin sjötíu og tveggja ára gamla kennslukona, Daisy Werthan, tekst að aka nýja bílnum sínum upp á bílskúr nágranna síns. Sonur hennar reynir að sannfæra hana um að hún sé hættuleg undir stýri en sú gamla er þrjósk og lætur sér ekki segjast. Þegar ekkert gengur ræður sonur hennar bílstjóra til að aka gömlu konunni, sá er svartur og meðvit- aður um hæfileika sína. Daisy reynir að reka hann en hann segir, sem rétt er, að sonur hennar hafi ráðið hann. Þá neitar sú gamla að fara upp í bíhnn og reynir frekar að rogast með matinn úr búðinni gangandi en að fara upp í bílirm með einkabílstjóranum. Hún lætúr þó undan um síðir og hefst þar með samstarf sem gengur vægast sagt brösuglega í byrjun... Leikstjóri myndarinnar Ekið með Daisy er Bruce Beresford, ástralskur leikstjóri sem var einn af upphafsmönnum áströlsku kvik- myndabylgjunnar svokölluðu. Þekktasta ástralska kvikmyndin, sem hann gerði, er tvímælalaust Breaker Morant. Hann hefur und- anfarin ár starfað í Bandaríkjunum með misjöfnum árangri, leikstýrði hinni rómuðu kvikmynd Tender Mercies en einnig misheppnuðustu kvikmynd seinni ára, King David. -HK Háskólabíó: Undirheimar Brooklyn og Braddock Undirheimar Brooklyn er gerð eftir þekktri skáldsögu. Kvikmyndaklúbbur íslands: Eftir að Háskólabíó hefur verið lokað í viku vegna þings Norður- landaráðs verða tvær nýjar kvik- myndir frumsýndar þar á morgun, Undirheimar Brooklyn (Last Exit to Brooklyn) og Braddock. Sögu- sviðið í Undirheimum Brooklyn er Brooklyn árið 1952. Slegið hefur í bardaga milli unglingagengjs og hermanna, sem eiga bækistöð þar skammt frá, út af smámellunni Tralala. Tralala er í slagtogi með unglingagenginu og tælir hermenn til fylgilags við sig og fær þá til að fara með sér afsíðis. Þá rotar geng- ið hermanninn og rænir hann. Þetta er byrjunin á myndinni sem gerð er eftir frægri skáldsögu sem ber sama nafn og kom út fyrir tutt- ugu og fimm árum. Lengi hefur verið beðið eftir að skáldsagan yrði kvikmynduð en af því hefur ekki orðið fyrr en nú. Leikstjóri er Uli Edel en hann leikstýrði á sínum tíma þýsku kvikmyndinni Christiana F. Aðal- hlutverkin leika Stephen Lang, Jennifer Jason Leigh, Burt Young og Jerry Orbach. Jessica Tandy og Morgan Freeman leika aðalhiutverkin í Ekið með Daisy. Chuck Norris er á gamalkunnum slóðum í Braddock. Hin myndin sem Háskólabíó frumsýnir er Braddock, spennu- mynd með gamla brýninu Chuck Norris. Hún gerist í lok Víetnam- stríðsins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Norris leikur í kvik- mynd sem gerist í Víetnam og held- ur ekki annað skiptið. Myndin hefst um það leyti sem Saigon er að falla í hendur komm- únista. Eiginkona Braddocks ofursta kemst ekki til sendiráðsins í tæka tíð og verður innlyksa í landinu. Næst víkur sögunni til Bandaríkjanna en þar fær Braddock þær fréttir að kona hans sé enn á lífi í Víetnam auk ungs sonar þeirra. Braddock, sem var ókunnugt um aö eiginkona sín væri bamshafandi, ákveður að bjarga þeim hvað sem það kostar. Þeir sem hafa gaman af Chuck Norris vita nákvæmlega að hverju þeir ganga og verða sjálfsagt ekki fyrir vonbrigðum með hetjuna sína. -HK Myndin Byssuóð (Gun Crazy), skotbökkum í tívolíi ogfella hugi sem sýnd var í Regnboganum í saman, ekki síst vegna dálæti gærkvöldi, og verður endursýnd þeirra á byssum. Þau fara saman á laugardaginn kl. 15.00 er ein af í ferðalag. þessum kvikmyndum sem hafa Þegar þau verða peningalítil fengið á sig stimpil fyrir aö vera taka þau upp á því aö ræna banka „cultmynd“. og aðrar peningastofhanir. Þótt Það eru margar ástæður fyrir Bart sé ekki sáttur við lífernið því að myndir geta fengið þennan dregur Laurie hann neðar og neð- stimpil en oftast em þetta myndir ar í fenið og þegar þau ákveða aö sem áhugasamir bíógestir geta ílýja til Mexíkó er það orðið of ekkí fengið nóg af að sjá. Sumar seint, lögreglan er komin á slóð þessara mynda hafa allt frá þær þeirra. komu á markaðinn verið vinsæl- Leikstjóri myndarinnar, Jos- ar. Má þar nefna Casablanca og eph Lewis, fór ótroðnar slóðir við Citizen Kane. Aðrar fara fyrir upptökur á myndinni, Eitt atriðl ofan garð og neðan hjá áhorfend- hefur vakið sérstaka athygli en um í byijun en taka svo við sér það er bankarán sem tekið er í og eru árum saman aö raala gull einni töku. Lewis hefúr sagt um framleiðendum gull. Má þar það atriði: Við tókum þetta upp nefha Blues Brothers. Svo eru án þess að loka götunni eða segja aðrar myndir sem falla í vegfarcndum frá tökunum og gleymsku og dá í áratugi og eru þegar heyrist kallaö: Þaö er verið uppgötvaðar um síðir. aö ræna bankann, þá er þaö ekki Þannig er með myndina Byssu- leikið. Við keyrðum myndavélina óð. Hún skilaði sínu við útkomu fyrir hornið án þess aö vita hvort enda um að ódýra kvikmynd að bílastæði var til fyrir okkur eða ræða sem gerð var 1949. Það var ekki. Ef það var ekki stæði sner- ekki fyrr en 1967 að myndin var um við bara við og reyndum aft- uppgötvuö á nýjan leik í kjölfariö ur.“ á vinsældum Bonnie og Clyde en Hæfileikar Lewis til kvik- myndinni svipar að nokkru til myndagerðar eru óumdeilanlegir þeirrar myndar. en hann er einn þeirra hæfileika- Laurie og Bart (Peggy Cumm- manna sem innilokaðist viö B- ings og John Hall) eru parið i myndir og eru myndir hans flest- myndinni Byssuóð. Þau hittast á um gleymdar í dag. James Woods og Robert Downey jr. leika lögfræðinga i Teflt i tvísýnu. Stjömubíó: Teílt í tvísýnu Teflt í tvisýnu (True Believer) er þriller með James Woods í aðal- hlutverki. Hann leikur lögfræðing sem hefur haft það að atvinnu að veija dópista og sölumenn fíkni- efna. Aðstoðarmaður hans telur hann geta meira og fær hann til að verja fanga sem hefur drepið sam- fanga sinn í fangelsi. Það gerir málið flóknara að fanginn segist vera í fangelsi fyrir morð sem hann framdi ekki. Meðleikari Woods er Robert Downey jr. en leikstjórinn er Joseph Ruben. Bíóhöllin: í hefndarhug í hefndarhug (Next of Kin) leikur Patrick Swayze aðalhlutverkið, lögguna Truman Gates sem starfar í Chicago. Þegar bróðir hans er myrtur af glæpaflokki lendir hann í að berjast einn gegn harðsoðnum glæpaflokkum sem tilheyra „fjöl- skyldum" sem ráða lögum og lofum í undirheimum Chicago. Patrick Swayze er einhver alvin- sælasti leikarinn í dag og eftir því eftirsóttur af kvikmyndafyrirtækj- um. Vinsældir sínar á hann fyrst og fremst að þakka frammistöðu sinni í Dirty Dancing á sínum tíma. -HK Patrick Swayze er í hefndarhug vopnaður boga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.