Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 2. MARS 1990.
23
Hjalti „Úrsus" Árnason verður i eldlinunni á laugardaginn en þá fer fram islandsmeistaramótið í kraftlyfting-
um i íþróttahúsinu í Njarðvik og má búast við að mörg íslandsmet falli á mótinu.
íþróttir um helgina:
Islandsmótið í
kraftlyftingum
- leikur íslands og Júgóslavíu í sjónvarpinu á laugardaginn
Það er ýmislegt um að vera í
íþróttalífí landsmanna um helgina.
Eins og allir vita stendur heims-
meistarakeppnin í handknattleik
yfir í Tékkóslóvakíu og á morgun,
laugarjdag, leikur íslenska landslið-
ið gegn Júgóslövum og er það síð-
asti léikur liðsins í forriðlinum.
Hér að neðan getur að líta hvað ber
hæst í íþróttum um helgina.
Handbolti
í 1. deild kvenna eru tveir leikir
um helgina. Á laugardag kl. 16.30
taka Valsstúlkur á móti KR í Vals-
heimilinu og á sunnudag kl. 17
leika í Hafnaríirði FH og Stjarnan.
í 2. deild karla eru tveir leikir á
dagskrá. í kvöld leika á Akureyri
Þór og Fram og hefst leikurinn kl.
20.30 og á laugardag leika í Kefla-
vík ÍBK og UBK og hefst viðureign
þeirra kl. 18.
í 3. deild karla eru fjórir leikir.
Kl. 14 á laugardag hefjast tveir leik-
ir, á Húsavík taka heimamenn í
Völsungi á móti b-liði Ármanns og
á Seltjarnamesi leikur b-lið Gróttu
gegn Fylki. Á sunnudag eru tveir
leikir, kl. 16 leika í Digranesi b-lið
UBK og Ögri og kl. 20.45 leika í
Hafnarfirði ÍH og b-lið Fram. í 2.
deild kvenna leika ÍBV og Þór Ak-
ureyri þrjá leiki í Vestmannaeyj-
um, kl. 20 á föstudag og kl. 14 á
laugardag og sunnudag.
í bikarkeppni kvenna leika Sel-
foss og ÍBK í kvöld og hefst leikur-
inn á Selfossi kl. 20.
Körfubolti
Ekkert er leikið í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik vegna bikarkeppn-
inar. Tveir stórleikir eru á dagskrá
í undanúrslitum keppninnar og
fara þeir báðir fram á sunnudag-
inn. Kl. 16 leika í Njarðvík UMFN
og Háukar og kl. 20 leika á Seltjarn-
arnesi KR og ÍBK. Þetta eru fyrri
leikir hðanna en síðari leikirnir
fara fram fimmtudaginn 8. mars.
Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deild
karla og fara þeir allir fram á
sunnudag. Kl. 14 leika í Bolungar-
vík UMFB og UMSB og á sama tíma
leika í Digranesi UBK og UMFL.
Kl. 19 leika í Hagaskóla Víkveiji
og ÍA.
Blak
Úrslitakeppnin í blaki heldur
áfram um helgina og hefst þar með
4. umferð. í meistaraflokki karla
leika á Akureyri KA og Þróttur R.
og hefst leikurinn kl. 13.30 og á
sama stað kl. 14.45 leika í meistara-
flokki kvenna KA og UBK.
Badminton
Norðurlandamót unglinga, undir
18 ára, í badminton verður haldið
um helgina í Laugardalshölhnni.
Þar getur að líta allt efnilegasta
badmintonfólk íslands heyja
keppni við jafnaldra sína á Norður-
löndum.
Kraftlyftingar
íslandsmeistaramótið í kraftlyft-
ingum verður haldið á laugardag í
íþróttahúsi Njarðvíkur og verður
keppt í meistaraílokki karia og
kvenna. Keppni í þyngdarflokkun-
um 82,5 kg og léttari hefst kl. 12 og
keppni í 90 kg og þyngri hefst kl
15. Allir sterkustu kraftlyftinga-
menn landsins mæta til leiks, þar
á meðal Jón Páll Sigmarsson, Hjalti
„Úrsus“ Árnason og Elín Ragnars-
dóttir.
íþróttir í sjóvarpinu
Á Stöð 2 eru tveir íþróttaþættir
um helgina. Á laugardag hefst þátt-
urinn kl. 17 og þar verða úrsht
dagsins kynnt og auk þess er ætl-
unin að sýna frá Norðurlandamóti
unglinga í badminton. Á sunnudag
hefst íþróttaþátturinn kl. 13.30.
Fyrirhugað er að sýna í beinni út-
sendingu leik Sampdoria og Ju-
ventus í ítölsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu. Þá verður stórleikur á dag-
skrá í NBA körfuboltanum þegar
leikur LA Lakers og Boston verður
sýndur. Þá verða sýndar myndir
frá keilumóti og einig verður squ-
ash-íþróttin kynnt og squashklúbb-
urinn heimsóttur. 1 Sparta sport,
sem er á dagskrá kl. 11.30 á sunnu-
dag, ræður skíðaíþróttin ríkjum.
í ríkissjónvarpinu er íþróttaþátt-
ur á dagskrá kl. 14 á laugardaginn.
Hæst ber leik íslands og Júgóslavíu
í heimsmeistarakeppninni í hand-
knattleik, sem stendur yfir í Tékkó-
slóvakíu. Hann verður sýndur i
beinni útsendingu og hefst kl. 15.45.
Þá verður meistaragolfið á sínum
stað, úrslit dagsins verða kynnt og
sýndar verða svipmyndir í viku-
lokin ásamt einhverju fleira.
-GH
Þeireruvel
séöír í umferð-
inni semnota
endurskins-
merki
u
UMFERÐAR
RÁÐ
SKRUFUDAGUR
Kynningardagur Vélskólans verður haldinn
3. mars í Sjómannaskólanum við Háteigs-
veg. Fyrirtæki sýna nýjungar. Allir velkomnir.
Vélskóli íslands
SANDGERÐI
Nýr umboðsmaður í Sandgerði frá og með 1. mars
Sigrún Úlfarsdóttir
Vallargötu 34
sími 92-37806
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
Lausar stöður
heilsugæslulækna
Lausar eru til umsóknar stöður heilsugæslulækna
sem hér segir:
1. Fáskrúðsfjörður H1, ein læknisstaða frá og með
1. julí nk.
2. Patreksfjörður H2, tvær læknisstöður frá og með
1. maí nk.
3. Stykkishólmur H2, ein læknisstaða frá og með 1.
maí nk.
4. Flateyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. júní
nk. eða eftir samkomulagi.
5. Þingeyri H1, ein læknisstaða frá og með 1. apríl
nk. eða eftir samkomulagi.
6. Þórshöfn H1, ein læknisstaða frá og með 1. júní
nk. eða eftir samkomulagi.
7. Siglufjörður H2, ein læknisstaða frá og með 1.
apríl nk. eða eftir samkomulagi.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknis-
menntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 26.
mars 1990 á sérstökum eyðublöðum sem fást í ráðu-
neytinu og hjá landlækni. I umsókn skal koma fram
hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er
að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækning-
um.
Nánari upplýsingar um stöðurnar veitir ráðuneytið
og landlæknir.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið