Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 5. MARS 1990.
11
DV
Útlönd
Sænska efnahagskerfið
komið í ógöngur
Jafnaöarmenn hafa haldið um
stjórnartaumana í Svíþjóð í
fimmtíu og tvö af síðustu fimmtíu
og átta árum og hafa í gegnum
árin fastmótaö stefnu sænska
efnahagslífsins. En í þetta kerfi,
sem margir Austur-Evrópubúar
hta á sem fyrirmynd mannúð-
legrar jafnaðarstefnu, eru nú
komnar sprungur.
Svíar eiga æ erfiðara með að
fjármagna velferðarkerfi sitt og
standa undir vaxandi launakröf-
um almennings. Útgjöld ríkis og
sveitarfélaga nema nærri sextíu
prósent af landsframleiðslu en til
samanburðar má geta þess að í
Bretlandi er hlutfallið 39 prósent
og í Vestur-ÞýSkalandi 44 prósent.
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar.
Símamynd Reuter
Hagfræðingar spá því að verð-
bólga í Svíþjóð muni nema níu
prósentum á yfirstandandi ári.
Viðskiptahalli hefur nær tvöfald-
ast og vaxandi órói er á vinnu-
markaðnum. Þá fer hagvöxtur ört
minnkandi. Fyrir þetta ár er spáð
1,3 prósenta hagvexti en á níunda
áratugnum nam hagvöxtur að
meðaltah 1,9 prósentum á ári.
Vaxandi ólga á
vinnumarkaðnum
Góð samvinna á vinnumarkaðn-
um var ein undirstaða velmegun-
ar Svía á sjötta og sjöunda ára-
tugnum. Samkvæmt hugmynd-
i inni að baki sænska efnahag-
skerfinu greiddi hinn vinnandi
maöur háa skatta en hlaut í stað-
inn öryggi í atvinnu, heilsugæslu
sem og öhu þvi sem maðurinn
þarf á aö halda. Svíar greiða
hæstu skatta í heimi en sam-
kvæmt fyrirhggjandi tihögum
stjórnarinnar verður gerð breyt-
ing á skattahlutfalhnu.
I áraraðir gekk allt samkvæmt
áætlun og svo leit út fyrir að Svíar
hefðu fundið hina einu, sönnu
formúlu fyrir efnahagslega vel-
sæld. En nú er svo komið að órói
á vinnumarkaðnum og vaxandi
verðbólga einkenna sænska efna-
hagskerfið. Á árunum milh 1956
og 1970 töpuðust að meðaltali
fimmtíu og fjögur þúsund vinnu-
dagar á ári hverju vegna ólgu á.
vinnumarkaðnum. Nokkrum
árum síðar, á árunum milli 1985
og 1988, var þessi tala komin upp
í fimm hundruð og þrjú þúsund.
Bankakerfið var lamað í þrjá vik-
ur nýlega vegna launadehna og í
lok síðasta árs lamaðist skólakerfið
að mestu vegna verkfahsaðgerða.
Vaxandi launakröfur
að sliga fyrirtækin
Svíar voru eitt sinn meðal hæst-
launuðustu þjóða Evrópu. En nýleg
könnun á vegum sænsku Vinnu-
veitendasamtakanna sýnir að mið-
að við kaupgetu eru Svíar nú í fjór-
tánda sæti aðildarríkja OECD og
eru neðar en ahar aðhdarþjóðir
Evrópubandalagsins hvað þetta
varðar. En slíkan samanburð verð-
ur þó að taka með fyrirvara. Það
sem sænskir launþegar fá ekki í
launaumslagið fá þeir frá velferðar-
kerfinu.
í Svíþjóð er atvinnuleysi næsta
óþekkt, aðeins um 1,5 prósent. En
þéttsetinn vinnumarkaður er ein
af ástæðum hækkandi launa, ólg-
unnar á markaðnum og greiöslu-
hahans. Verslun og iðnaður keppa
um vinnuafl og slík samkeppni hef-
ur í fór með sér vaxandi launa-
kröfur. Laun hækkuðu að meðal-
tah um 9,5 prósent árið 1989 en það
er tvöfalt meira en hjá þeim þjóðum
í Evrópu sem Svíþjóð á í samkeppni
viö.
Óvinsælar efnahags-
aögerðir
Minnihlutastjórn jafnaðar-
manna, undir forsæti Ingvars
Carlssonar, lagði fram tillögur um
harðar efnahagsaðgerðir nýlega
þar sem meðal annars var kveðið á
um tveggja ára bann við verkfohum
og lagt til að laun yrðu fryst. Launa-
frysting kom flestum í opna skjöldu
en það var bannið við verkfallsað-
gerðum sem reyndist dauðadómur
stjórnarinnar þrátt fyrir að það
væri síðar feht úr thlögum stjóm-
arinnar. Bann við verkfallsaðgerð-
um gengur þvert á það sem Svíar
telja til grundvaharréttinda.
Ríkisstjórnin sagði þessar aðgerð-
ir nauðsyniegar í ljósi efnahags-
vanda þjóðarinnar. Þeim væri ætl-
að að gefa vinnumarkaðnum og
stjórnvöldum tveggja ára frest th
að undirbúa viðunandi launakerfi.
En stjórnin hlaut ekki stuðning á
þingi og því baðst Carlsson lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt. Eftir
tveggja vikna stjórnarkreppu tókst
Carlsson að mynda stjórn á nýjan
leik og kynnti nýjar efnahagsað-
gerðir án þeirra ákvæða sem kost-
aði fyrri stjórn völdin.
Reuter
U ánudaginn 5. mars, opnar sjóðsins leiðir af sér ný framtíð-
IWI Iðnlánasjóður í nýju hús- armarkmið til bættrar þjónustu
næði á þriðju og fjórðu hæð húss- við viðskiptamenn og betri árang-
ins við Ármúla 13a. urs til hagsbóta fyrir íslenskt at-
Flutningur og sjálfstæður rekstur vinnulíf.
Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.30 alla virka daga.
/ / s
Ur Armúla 1 í Armúla 13a i
IÐMLÁNASJÓÐUR
ÁRMÚLA13A 155 REYKJAVlK SlMI 680400
TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950