Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1990, Side 8
24 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1990. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson V Johnny Handsome heldur fyrsta sætínu og hefur yfirburði yfir aðrar myndir. Aðeins ein ný mynd kem- ur inn á hstann þessa vikuna, enda er rólegheitatíð hjá útgefendum þessa dagana. Pet Cemetery kemur beint inn í fjórða sætið og gæti far- ið ofar í næstu viku. Þetta er sann- kölluð hryllingsmnýnd sem stend- ur vel undir nafni. Er hún gerð eft- ir skáldsögu hins kunna hryllings- söguhöfundar, Stephens King, og er vafasamt að aðrar sögur hans séu meiri óhugnaður en sagan um gæludýragarðinn og ættu við- kvæmar sáhr eindregið að láta þessa mynd fram hjá sér fara. í næstu viku má búast viö að Back to the Future komi inn á list- ann með látum og er spumingin aðeins sú hvort hún nær fyrsta sætínu í fyrstu tilraun. | DV-LISTINN j / 1. (1) Johnny Handsome 2. (4) The Package 3. (5) The Abyss 4. (-) Pet Cemetery 5. (3) When Harry MetSally 6. (2) Young Einstein 7. (7) Erik the Viking 8. (8) Ghostbusters II 9. (6) K-9000 10. (10) Child’s Play Eyðileg jörð GROUND ZERO Útgefandi: Arnarborg Leikstjórar: Michael Pattinson og Bruce Myles. Handrit: Mac Dudgeon og Jan Sardi. Aðalhlutverk: Colin Friels, Jack Thompson og Donald Pleasance. Áströlsk 1987. 96 min. Ástralar hafa skemmtilegt auga fyrir myndmáhnu og hér er enn ein sönnun þess þó.að hljótt hafi verið um þessa mynd tíl þessa. Bakgrunnurinn er vetnis- sprengjutilraunir í eyðimörkum Ástrahu á meðan sprengjan var enn að shta bamsskónum og eng- inn vissi í raun hvað mannkynið var með í höndunum. Tilraunirnar fóm úrskeiðis en þagað var yfir máhnu í 30 ár. Það tekst vel að byggja upp dul- magnaða spennu sem spilar inn á hið óskiljanlega afl sprengjunnar og tortíminguna sem af henni getur hlotist. Um leið er dregin fram sér- stæð dulhyggja frumbyggjanna í Ástrahu en kvikmyndaunnendur hafa oft áður fengið að kynnast því að það er áströlskum kvikmynda- gerðarmönnum hugleikið. Handritið er vel skrifað og eins og áður segir fuht af sögulegum til- vitnunum og forvitnilegri dul- hyggju. Það er hins vegar á kostnað persónusköpunarinnar sem verður htt spennandi þó að það sé aldrei 7"' SSsf - - . ? .IM,.. ’(» í; t: * j til stórlegs vansa. Þetta setur leikurunum að sjálf- sögðu þröngar skorður og eiga þeir fremur erfitt með að fóta sig, sérs- taklega Friels í aðalhlutverkinu. Þó að hann hafi hnökralausa fram- komu vantar einhvem veginn í hann þetta trúboðsæði sem fylgir venjulega manninum sem ræðst til atlögu við aht og aha til að róta í fortíðinni. Pleasance er eins og hann á að sér að vera og hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir karhnn hve oft hann er látinn leika bijálæð- inga. Hvað um það, myndin er for- vitnheg aö efhi og það er nú ekki svohtið. -SMJ Á tímaflakki BACK TO THE FUTURE II Útgefandl: Laugarásbió. Leikstjóri: Robert Zemeckis. Aóalhlutverk: Michael J. Fox, Christop- her Lloyd og Lea Thompson. Bandarisk, 1989 - sýningartimi 116 min. Back to the Future var hresshegt framlag í framtíðarmyndir þegar hún kom á markaðinn 1985 og það var aöeins tímaspursmál hvenær framhald kæmi. Leikstjórinn, Robert Zemeckis, lét sér ekki nægja að gera eina framhaldsmynd þegar að því kom heldur gerði tvær í einu. Önnur þeirra, Back to the Future H, var frumsýnd 1 fyrrasumar og um þess- ar mundir er verið að frumsýna þriðju myndina sem gerist að mestu í vhlta vestrinu. Back to the Future II er aftur á móti framtíðarmynd. Þeir félagar, Marty McFlye og Doc Brown, fara á framtíðarbílnum glæsilega fram til ársins 2015. Þar rekst McFly á sjálfan sig og er ekkert hrifinn af _því sem hann sér. Hann rekst einn- ig á hinn foma óvin sinn, Biff, sem kemst að því hvar þeir fela bíhnn, nær sér í úrshtabók, stelur bhnum og breytír heldur betur gangi sög- unnar sér í hag en mannkyninu í hehd th ófamaðar. Það er því ekki fogur sjón sem blasir við McFly þegar hann kemur úr framtíðarferð sinni og brátt er hann hundeltur af her manna sem starfa hjá Biff sem nú er orðinn að valdasjúkum milljónamæringi. Það er mikið hugmyndaflug sem kemur fram í Back to the Future II og Zemeckis og tæknihð hans gerir marga góða hluti sem þó koma niður á söguþræðinum sem aldrei verður jafnskemmthegur og í fyrstu myndinni. Michael J. Fox leikur McFly og er á tímabih í þremur gervum sem eru vel heppnuð. Það er samt Christopher Lloyd í hlutverki upp- finningamannsins sem er senuþjóf- urinnsemfyrr. -HK Hryllingur í eyöimörkinmni HIGH DESERT KILL Útgefandi: Laugarásbíó. Leikstjóri: Harry Falk. Aðalhlutverk: Anthony Geary, Marc Singer og Chuck Connors. Bandarisk, 1989-sýningartími 86 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Þaö er ekki laust við að High Desert Kih veki upp minningar um hina frábæru kvikmynd Johns Bo- orman, Deliverance, en eins og í þeirri mynd fjallar High Desert Kill um félaga sem fara í veiðferð út í óbyggðirnar sem endar með ósköpum. Samlíkingin nær að vísu ekki lengra. Dehverance gerðist í skógi og í námunda við á en High Desert Kih gerist í hrjóstugu lands- lagi. Á sama tíma á hverju ári hafa þrír félagar farið í veiðiferð. Sú veiðiferð er farin eina ferðina enn. Nú er aftur á móti einn þeirra fé- laga látinn og ungur maður kemur í hans stað. Á leið sinni hitta þeir fyrir gamlan eyðimerkurfara sem slæst í hópinn. Áhorfandinn fær fljótt thfinn- ingu fyrir því aö eitthvað dularfullt eigi sér stað og brátt fara hlutir að gerast sem enginn getur gefið skýr- ingu á, sérstaklega þegar hinn látni félagi þeirra fer að birtast þeim. Hræðsla grípur þá og nær hún hámarki þegar þeir átta sig á því að þeir hafa verið leiddir í gildru. Einn þeirra félaga, Ray, er vís- indamaður sem vinnur við thraun- ir á dýrum. Hann áttar sig allt í einu á því að það er verið að nota Kill fyrir þá-sem hafa gaman af hryhingsmyndum. -HK þá í thraunaskyni. En af hverjum? High Desert Kill kemur nokkuð á óvart fyrir vönduð vinnubrögð. Söguþráðurinn er sterkur og hand- ritið ágætlega skrifað þótt einstaka gloppur séu í því. Hefðu aðstand- endur myndarinnar- haft yfir fjár- magni aö ráða th að gera tækni- brellumarhetri hefði hér verið um að ræða mynd sem hefði mátt flokka með góðum framtíðarhryh- ingi á borð við Aliens myndirnar. En það eru einmitt tækniatriðin sem eru ekki nægilega góð, þau eru samt notuð af mikiUi skynsemi. Óhætt er að mæla með High Desert Klassískur þriller THE MALTESE FALCON Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: John Huston. Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Mary Astor, Peter Lorre og Sidney Greenstre- et. Bandarísk 1941 - sýningartími 99 mín. The Maltese Falcon er kvikmynd sem unnendur kvikmyndahstar geta horft aftur og aftur á. Ekki er hér eingöngu um að ræða ein- hverja aUrabestu sakamálmynd sem gerð hefur verið, heldur mark- ar hún tímamót í ferU tveggja manna sem hafa greypt nöfn sín rækhega í sögu HoUywood, Hump- hrey Bogart og John Huston. Þegar John Huston bað Bogart um að leika aðalhlutverkið, einka- lögguna Sam Spade í The Maltese Falcon, hafði hann eytt meirihlut- anum af leikferh sínum í að leika skúrka. Með The Maltese Falcon verður tíl hinn klassíski Bogart sem enn þann dag í dag hehlar kvikmyndaunnendur. Huston hafði skrifað nokkur handrit en ekki fengiö tækifæri th að leikstýra og er The Maltese Fal- con fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir. Hann skrifaði handritíð upp úr þekkri sögu Dashiel Ham- met sem hafði verið kvikmynduð tvivegis áður. í stuttu máU fjallar myndin um Sam Spade sem tekur að sér að finna Möltufálkann. Leitín verður honum ástríða þegar félagi hans er myrtur. í leit sinni hittir hann fyrir nokkra misgóðar persónur TlfE SOGART COUECTIOK m mmiQji sem aUar sækjast eftir fálkanum verðmæta. Það er ekki söguþráðurinn sem gerir The Maltese Falcon jafnstór- kostlega og hún er, heldur er það khpping og leikstjóm Hustons ásamt frábærri túlkun Bogart sem seint líður úr minni áhorfandans. Þá er leikur Peter Lorre einnig frá- bær í hlutverki skúrksins Cairo. Steinar hf. hefur verið að endur- útgefa að undanfomu ýmsar þekktar myndir og þótt The Malt- ese Falcon hafi verið fáanleg á ein- staka myndbandaleigum er þetta í fyrsta skiptið sem hún kemur á markaðinn með íslenskum texta. Væntanleg er svo fljótlega önnur þekkt kvikmynd með Humphrey Bogart, Casablanca, sem eins og The Maltese Falcon er mynd sem enginn kvikmyndaunnandi ætti að látaframhjásérfara. HK Frostpinnar THE CLIMB Útgefandi: Arnarborg Leikstjóri: Donal Shebeb. Aðalhlutverk: Bruce Greenwood, James Hurdle, Ken- neth Welsh og Ken Pogue. Bandarísk 1987. 90 mín. öllum leyfö. Það vekur oft furðu okkar, sem viljum halda okkur niðri á láglend- inu, hvað eiginlega hrekur menn upp á fjöll, Oft að því er virðist til þess eins að láta lífið í klettaskoru eða hrapa til bana. Hér er sagt frá nokkrum Þjóð- verjum sem leggja til atlögu við einn illkleifasta tínd Himalaja-fjall- anna um líkt leyti og Sir Hillary komst á Everest-tínd. Ferðin er erf- ið og veröur togstreita á milli mannanna síst til að draga úr því. Sagan er þó fyrst og fremst saga eins manns sem er flestum harð- skeyttari í þvi að komast á tindinn. Sagan er forvitnileg en því miður er epíski hlutínn sá skástí í mynd- inni. Persónusköpun er furðuflöt miðað við þau tilþrif sem átökin á fjallinu gefa tilefni til. Þrátt fyrir að myndin sé óumdeilanlega tekin uppi í fjalli er fátt sem kemur á óvart á því sviði og greinilegt að ekki hefur veriö mjög miklu kostað til. Myndin vekur nokkra forvitni um viðfangsefnið þannig að hún hefur greinilega ýmislegt sér til málsbóta. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.