Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1990, Blaðsíða 2
18
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 1990.
íþrótdr
Glæsiskor á
3. degi tryggði
Róbert sigur
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Ég átti ekki von á að sigra en von-
aði þó að ég yrði í efri kantinum.
Mér gekk ekki vel í byijun mótsins
en þriðji hringurinn gekk mjög vel
og hann bjargaði þessu,“ sagði Ró-
bert Örn Jónsson úr Golfklúbbi
Reykjavíkur eftir að hafa tryggt sér
sigurinn í 3. flokki á landsmótinu á
Akureyri.
Þriðji hringurinn, sem Róbert talar
um, var ekki slorlegur hjá honum,
hann lék þá á 79 höggum en slíkur
árangur er afarsjaldgæfur í flokki
þar sem leikmenn hafa 16-20 í for-
gjöf. Eftir þennan „draumahring"
var Róbert kominn með gott forskot
og þótt Magnús Jónatansson, hinn
gamh „refur“ úr knattspyrnunni hér
á árum áður, saumaði að honum var
sigur Róberts öruggur og röð efstu
manna varð þessi:
1. Róbert Öm Jónsson, GR, 344
2. Magnús Jónatansson, GA, 346
3. Helgi Sigurðsson, NK, 347
4. Símon Magnússon, GA, 349
5. Sigurður St. Haraldss., GA, 350
6. Leó Ragnarsson, GL, 354
7. Jón Örn Sæmundsson, GA, 356
8. Sigfús Sigfússon, GS, 356
9. Böðvar Bergsson, GR, 357
10. Jón Gunnarsson, GS, 360
„Eg spilaði mitt
langbesta golf“
- sagði Ólafur Ingimarsson frá Húsavík sem vann 2. flokk
ari í 2. flokki. DV-myndGK
Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri:
„Þetta er bara alveg æðislegt, enda
var ég að spila mitt langbesta golf,“
sagði Ólafur Ingimarsson frá Húsa-
vík en hann stóð uppi sem sigurveg-
ari þegar keppni lauk í 2. flokki í
gærkvöldi.
Það er mál manna að ekki hafi áður
verið leikið jafngott golf í 2. flokki á
landsmóti og nú að Jaðri, enda hjálp-
aðist ailt að, góður vöflur og frábært
veður keppnisdagana. Hver snilling-
urinn í þessum flokki á eftir öðram
skilaði inn korti upp á árangur sem
bestu menn í 1. flokki mættu vera
fullsæmdir af og lengi vel leit út fyr-
ir að Jónas Hagan Guðmundsson úr
Goflklúbbi Reykjavíkur myndi vinna
sigur.
Hann átti fjögur högg á næsta
mann þegar keppni hófst í gær en
Ólafur Ingimarsson byrjaði með lát-
um og var kominn 2 högg undir eftir
3 holur. Hann skilaði síðan fyrri 9
holunum á pari og 18 holum á 79
höggum. Bestu skori í gær náði hins
vegar Sigurbjöm Þorgeirsson, Golf-
klúbbi Akureyrar, sem lék á 76 högg-
um og skaust við það í 2. sætið. Ann-
ars var röð efstu manna þessi:
1. Ólafur Ingimarsson, GH, 314
2. Sigurbjörn Þorgeirss., GA, 315
3. Jónas Hagan, GR, 316
4. Torfi R. Halldórss., GA, 319
5. Jón B. Hannesson, GA, 321
6. Kristvin Bjarnason, GL, 328
7. Guðmundur Ragnarss., GSS, 329
8. Rúnar Valgeirsson, GS, 329
9. -11. Jóhann P. Andersen, GG, 331
9.-11. Jón Ólafur Jónsson, GS, 331
9.-11. Ólafur Sæmundsson, GA, 331.
• Róbert Örn Jónsson tryggði sér sigurinn í 3. flokki á landsmótinu.
DV-mynd GK
„Stefni á sigurM
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Ég ætla að reyna að leika sama leikinn hér á Akureyri og ég gerði
1987, að sigra. Ég legg allt undir og hef engu aö tapa,“ sagði Þórdís Geirs-
dóttir úr Goflklúbbnum Keifl er DV hitti hana á æflngasvæðinu á Jaöars-
velli um helgina.
Þórdís var íslandsmeistari 1987 en hefur ekki unniö þann titil síöan.
Hún hefur þó verið að spila mjög gott golf í sumar og var komin með 5,9
i forgjöf setn er lægsta forgjöf sem íslensk kona hefur haft. Margir sjá
fram á spennandi einvígi þeirra Þórdísar og Karenar Sævarsdóttir um
titilinn á Akureyri. Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfldúbbi Reykjavíkur
gæti hugsaniega blandað sér í þá baráttu og e.t.v. fleiri því að golfið getur
verið óútreiknanlegt.
Akureyrardömur
í efstu sætum
Gyifi Kristjánssan, DV, Akureryri:
„Þetta er búið að vera mjög skemmti-
legt og keppnin var mjög spennandi
alla dagana fjóra,“ sagði Fjóla Stef-
ánsdóttir úr Golfklúbbi Akureyrar
eftir að hafa sigrað í 2. flokki kvenna
á landsmótinu í gær.
Það var ekki bara að Akureyringar
fógnuðu sigri Fjólu heldur hreppti
Anna Freyja Eðvarðsdóttir, GA, 2.
sætið og Guðný Óskarsdóttir, GA,
þriðja sætið eftir umspil viö Magda-
lenu S. Þórisdóttur úr Golfklúbbi
Suðumesja.
Það var erfitt annað en að vor-
kenna Magdalenu á lokaholu móts-
ins. Hún hafði leitt mótið alla dagana
og alveg þangað til hún kom að síð-
ustu holunni sem er par þrír. Par þar
hefði nægt henni tíl sigurs, fjögur
högg til að jafna besta skor en hún
mátti sætta sig við að slá 6 högg og
tapa síðan þriðju holu umspili. Hún
hafði því litiu að fagna en Fjóla Stef-
ánsdóttir, sem sigraði, var að vonum
glöð.
„Ég er að gera mér grein fyrir
þessu smátt og smátt núna og vissu-
lega er þetta ákaflega skemmtilegt.
Ég bjóst alls ekki við að vinna, þetta
er mitt fyrsta landsmót, enda byijaði
ég ekki að spila golf fyrr en fyrir
þremur árum,“ sagði hún. Röö þeirra
efstu varð þessi:
1. Fjóla Þ. Stefánsdóttir, GA, 400
2. Anna Freyja Eðvarösd., GA, 401
3. Guðný Óskarsdóttir, GA, 402
4. Magdalena S. Þórisd., GS, 402
5. Hildur Þorsteinsdóttir, GK, 403
6. Karolína Guðmundsd., GA, 405
7. Sigríður Kristinsdóttir, GR, 405
8. Elínborg Sigurðardóttir, GS, 411
9. Sigurbjörg Gnard., GS, 416
10. Auður Guöjónsdóttir, GK, 417.
DV-mynd GK
• Fjóla Stefánsdóttir fær rembingskoss frá eiginmanni sínum, Skúla Agústssyni.