Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1990, Qupperneq 2
I
2
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 1990.
Fréttir
Veðurhorfumar fram í miðjan september:
Mild og björt sumarlok
„Viö vorum ekki alveg vissir í okk-
ar sök varðandi svæðið við ísland en
eftir nánari skoðun varð niðurstaðan
þessi: Það verður hlýrra en í meðal-
ári og úrkoman verður líklega eins
og í meðalári, ef ekki eilítið minni,“
sagði veðurfræðingur á bandarísku
veðurstofunni NOAA í samtali við
DV í gærkvöld.
Spá fyrir tímabilið frá miðjum
ágúst til miðs september var gefin
út í Bandaríkjunum í gær og sam-
kvæmt henni má eiga von á mildum
og björtum sumarlokum. Þegar öllu
er á botninn hvolft virðast menn geta
átt góðar minningar um veður þessa
sumars. Þar sem spáin fékkst sím-
leiðis fylgir henni ekki kort en aftur
á móti fylgir hér kort fyrir spátímabi-
lið ágúst. Varðandi ágúst var spáin
sú að hér yrði hiti og úrkoma nánast
í meðallagi, hitinn jafnvel ívið meiri.
Fram til þessa hefur sú spá staðist í
meginatriðum.
Á kortinu má annars sjá að mun
meiri hita en í meðalári er spáð á
Spáni, í Portúgal og yfir vestanverðu
Miðjarðarhafi í ágúst. Síðustu fréttir
Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi fyrir ágúst
Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration)
þaðan herma að hiti þar og víðar á
svipuðuðum slóðum sé nánast
óbærilegur.
Langtímaspá bandarísku veður-
. stofunnar er gefin út á hálfsmánað-
arfresti og gildir mánuð fram í tím-
ann. Þar sem spárnar tvær sem hér
er fjallað um skarast seinnihluta
ágúst ættu þær að standast þokka-
lega. Annars verður að minna á að
áreiðanleiki veðurspáa hraðminnkar
eftir því sem lengra er spáð fram í
tímann og því ber að taka þessum
langtímaspám með fyrirvara.
í viðtali við bandaríska veðurfræð-
inginn sem vitnað er í hér að framan
kom fram að hann hefði verið einu
sinni á íslandi, fyrir alllöngu. Þá var
skýjað nær allan tímann fyrir utan
tvo daga með smásólarglætu. Hann
segir að loks þegar sólin hefði náð
að gægjast milli skýjanna part úr
degi hefði annar hver íslendingur
berháttað sig, lagst marflatur og
byrjað sólarstrandarstemmningu.
Veðurfræðingnum þótti mikið til um •
þessa uppákomu og sagðist seint
gleymahenni. -hlh
Henti mér á manninn
- segir Helgi Þórisson sem stöðvaði ræningjann
„Ég hélt fyrst að þetta væra deil-
ur milli manns og konu. Þegar ég
sá manninn hlaupa burt og konuna
hrópa að hann heföi tekið veskið
sá ég að þetta var rán. Ég hljóp á
eftir manninum og náði í jakkann
hans. Hann ætlaði að fletta sig
jakkanum til að komast undan. Ég
sleppti þá takinu og hljóp áfram á
eftir manninum. Þegar ég var kom-
inn nærri honum hentí ég mér á
hann og skellti honum í götuna,“
sagði Helgi Þórisson sendibílstjóri.
Kona, sem var stödd á mótum
Smiðjustígs og Hverfisgötu um
miðjan dag í gær, varö fyrir því að
maður réðst að henni og reif af
henni veskið hennar. Ræninginn
komst ekki langt þar sem Helgi
kom til aðstoöar og náöi að stöðva
hann.
„Það var ekki erfitt aö halda
manninum. Það komu fljótlega
tveir ungir menn mér til aöstoðar
og við héldum honum þar til lög-
reglan kom. Starfsmaöur Vinnu-
fatabúðarinnar hringdi á lögregl-
una. Ræninginn hótaði okkar lífláti
hvað eftir annað ef við slepptum
honum ekki. Ég var aldrei hræddur
við hann og hugsa að hinir hafi
ekki orðíð það heldur. Ég dáðist að
því hvað konan, sem varð fyrir
þessu, hfióp á eftir manninum. Hún
meitt sig í átökunum en konan, sem var rænd, hruflaði sig þegar hún féil
á hlaupunum. DV-mynd S
hruflaði sig eitthvað þegar hún hafi veriðaðfaraaðleggjapenínga
datt á hlaupunum. Ég veit ekki inníbanka,“sagðiHelgiÞórisson.
hvað voru miklir peningar í vesk- -sme
inu hennar en mér skilst að hún
Úttekt á tekjum arkitekta:
Mikill munur á
tekjum arkitekta
í úttekt DV á tekjum arkitekta
kemur fram mikill munur á tekjum
þeirra. Fimm af þeim tólf sem úttekt
var gerð á voru með tekjur vel yfir
400.000. Hinir sjö eru með rúmlega
200.000.
Efstur á listanum er Ormar Þór
Guðmundsson en hann var í mörg-
um verkefnum á síðasta ári, m.a.
stækkun gagnfræðaskólans á Sel-
fossi, breytingum á Sambandshús-
inu, mannvirkjum við Blöndu, Hval-
eyrarskóla, okrifstofuhúsi Járn-
blendisins ásamt skipulagi á Kópa-
vogsdal og Smárahvammslandi.
Annar á listanum er Manfreð VO-
hjálmsson sem m.a. teiknaði Þjóðar-
bókhlöðuna og íþróttamiðstöðina í
Garðabæ. Þriðji er Ingimundur
Sveinsson sem teiknaði nýbyggingu
Sjóvá-Almennra og skopparakringl-
una á Öskjuhlíð. Næst á eftir þeim
koma Margrét Harðardóttir og Steve
Christer sem teiknuðu Ráðhúsið.
í fyrri dálkinum eru sýndar skatt-
skyldar tekjur á mánuði árið 1989. í
seinni dálkinum eru þessar sömu
tekjur sýndar, framreiknaðar til
verðlags í ágúst 1990. Þá er miöað við
hækkun framfærsluvísitölu sem
nemur 15,86% frá meðaltali ársins
1989 til ágústmánuðar 1990. Það verð-
ur að hafa það í huga að í seinni
dálkinum er ekki verið að segja hvað
þessir aðilar hafa í tekjur nú heldur
hvað þeir höföu í tekjur í fyrra, fram-
reiknað til verðlagsins í dag. Margir
þessara aðila eru í raun fyrirtæki og
það má því ekki taka þessar tölur
um tekj ur sem laun. -pj
Tekjurá mán. '891 þús. kr. Á verðl. ágúst '901 þús. kr.
Ormar Þór Guðmundsson 604 700
Manfreð Vilhjálmsson 509 589
Ingimundur Sveinsson 391 453
Margrét Harðardóttir 372 431
Steve Christer 372 431
Maggi Jónsson 255 295
Hróbjartur Hróbjartsson 209 243
Richard Ólafur Briem 207 240
Þorsteinn Gunnarsson 192 223
Guðrún Jónsdóttir* 177 205
Jóhannes S. Kjarval 175 203
Albína Thordarson* 146 169
’Áætlað á viðkomandi
Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn:
Breytingin ekki eins mikil og menn halda
- á ofbeldi í Reykjavík frá fyrri árum
„Það er einhver breyting, en hún
er ekki eins mikil og menn halda.
Mér þykir að það sé meiri óþverra-
skapur nú en áður. Áður voru miklu
harðari menn sem fóra ekki að væla
þó að þeir sæju blóð. Þeir áttu til að
skorða sig upp við vegg í Alþýðuhús-
inu og það var oft erfitt að eiga við
þá. Þetta voru harðir og frískir menn.
Það er rétt að það er meiri óþverra-
skapur og fantaskapur nú en áður.
Ég held líka að það sé erfiðara að
tala menn til nú en var áður. Það
má líka vera að það sé minni áhersla
lögð á það nú en þá,“ sagði Páll Ei-
ríksson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík, þegar hann var spurður
hvort hann teldi að meira væri um
ofbeldi í Reykjavík nú en áður.
Páll hóf störf í lögreglunni árið
1943. Hann var á vöktum til ársins
1978 og hefur því góða yfirsýn yfir
það sem gerst hefur á götum og
skemmtistööum Reykjavíkur þau 47
ár sem hann hefur starfað í lögregl-
unni í Reykjavík.
- Voru ekki færri menn sem voru í
slagsmálum áður fyrr og þekktuð þiö
þá ekki alla sæmOega og áttuð því
betra með aö tala þá til?
„Það var það vissulega. í gamla
kjallaranum voru ellefu klefar. Ansi
oft voru þeir fullsetnir. Ef farið er út
í breytingar á mannfjölda í borginni
og muninn á klefafjölda held ég að
hlutfóllin sýni að það hafa ekki færri
gist fangageymslur þá en nú.“
- Því er haldið fram að meira sé um
tilefnislausar árásir nú?
„Ég held að það sé ekki vafi. Það
heyrði til undantekninga að það væri
ráðist á menn að tilefnislausu. Það
er fleira sem hefur breyst. Ég get
nefnt að áður var rúnturinn miklu
siðferðilegri. Ef einhverjum heföi
dottið í hug að henda flösku og brjóta
hana hefði verið horft á hann sem
eitthvert viöundur," sagði Páll Ei-
ríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
-sme